Morgunblaðið - 26.04.1983, Page 37

Morgunblaðið - 26.04.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 45 s S b J s j 51 i! I! si 51 Jl l R » - Al VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS [y'i/iMfírruM’tíJi, Hvað sannara reynist „Komdu sæll, Velvakandi. Lítið hef ég átt við það að leið- rétta villur annarra, og veldur því meðal annars, að slíkt er ekki lík- legt til vinsælda, og þó ennþá fremur hitt, að villurnar eru svo víða, að erfitt er að komast fyrir þær allar. Þó gat ég ekki að því gert, að mér brá í brún, þegar við vorum frædd á því í frétt af komu forseta íslands til Parísar (Mbl. 13. apríl), að Sæmundur fróði hefði stundað þar nám um 850. Og nokkru síðar í sömu frétt var sagt að forsetinn hefði „rifjað upp skólagöngu Sæmundar á 9. öld“, það er á tímum Göngu-Hrólfs eða fyrr, svo að ekki gat verið um prentvillu að ræða í fréttinni. En það er óhugsandi að forseti hafi látið sér slíkt um munn fara í vel undirbúinni ræðu (og hvort sem var) og hlýtur blaðamanninum að vera um að kenna. Hið rétta er að Sæmundur stundaði þarna nám um 1070 og var samtíðarmaður Ara fróða og Stjörnu-Odda, enda eru göturnar í prófessorahverfinu: Aragata, Oddagata og Sæmundar- gata, kenndar við þessa framúr- skarandi fræðimenn. Önnur villa, reyndar ein af þús- und í löngum greinaflokki, var í Tímanum á sunnudaginn, þar sem Guðmundur Magnússon, sem stundum skrifar í Velvakanda, var að halda því fram að „Félag Ný- alssinna hafi reist kenningar um lífsambönd við aðrar stjörnur". Annan eins þvætting hefur maður nú aldrei heyrt. Þarna eru mál- leysið og hugtakaruglingurinn komin á það stig að blanda því saman að reisa hús og setja fram kenningar. Eða hvernig geta félög „reist kenningar"? — Það er ekki við því að búast að vel fari í öðrum greinum, þegar svona tekst til um það sem einfalt er. Hvar hefur þessi maður lært rökfræði?" Fyrst þú á annað borð elskar konur Til elsku Flosa Á skemmtun allsgáðra afturhvarfsmanna í essinu varstu, með kímnina sanna. Og aldrei fáum við of mikið af þér þá æfirðu kúnstina, guð sem að gaf þér. Þó angri mig hrukkurnar ömurlegar þinn órabelg styð ég til hinsta vegar. Og fyrst þú á annað borð elskar konur, þá ættirðu að gerast minn fóstursonur. Með þökk fyrir skemmtunina og stuðninginn við SÁÁ. Þín einlæg amma Reykjavíkur. Þessir hringdu . . . vafasömum pillum: Snúið ykk- ur heldur að hollefnum úr ríki náttúrunnar og stuðlið þannig að betri heilsu. Prúður hópur í sólskinsskaui a. „Gömul kona“ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir nokkrum dögum mætti ég hópi ungs fólks á Laugaveg- inum. Það var allt í einhvers konar flugbúningum og var mér sagt að þetta væri bekkur úr Menntaskólanum í Reykja- vík að dimittera. Það sem vakti sérstaka athygli mína var það, hvað hópurinn var prúður og fallegur. Þau voru með nellikk- ur í barminum og í sólskins- skapi, en prúð og elskuleg. Það er sómi að svona æskufólki. Mikið getur rektor veríö ur af byj Snúið ykkur heldur að hollefnuKl Gunnar Halldórsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Öðruvísi mér áður brá. Ný- lega lá leið mín í apótek eitt hér í Reykjavík og var ætlunin að gá, hvort hægt væri að fá keypt A-vítamín. Afgreiðslu- stúlkan kvað ekki vera leyfilegt að selja það nema gegn fram- vísun læknisvottorðs. Fróðlegt væri að vita, hvort læknastétt- in er farin að örvænta um sinn hag, sérstaklega núna eftir að svo mörg náttúruleg hollefni eru að ryðja sér til rúms á markaðnum og fólk er farið að neyta þeirra frekar en þessara lyfja, sem læknar gefa fólki í tíma og ótíma og sem mörg hver verka e.t.v. öfugt við það sem ætlast er til. í framhaldi af þessari apó- teksferð minni má kannski vænta þess að þurfa að fram- vísa tilvísun frá lækni, ef kaupa þarf tannkrem, vaselín eða handsápu. Að lokum skora ég á þá, sem bíða á biðstofum lækna eftir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þar er um að ræða ýmsa afstöðu manna gagnvart hver öðrum. Rétt væri: ... ýmsa afstöðu manna hvers gagnvart öðrum. Einnig væri rétt: Menn hafa ýmsa afstöðu hver gagn- vart öðrum (og væri þó betra: hver til annars). Trésmiðir — Húsbyggjendur Spónaplöturnar og krossviðinn, sem þið kaupið hjá okkur getið þið sagaö niður í plötusöginni okkar og það er ókeypis þjónusta. Birkikrossviður Furukrossviður Grenikrossviður Spónaplötur í öllum þykktum og stærðum, rakavarðar og eldvarð- ar spónaplötur. BJÖRNINN I Skulatúm 4 Sími 25150 Reyk|avik I Carnegie námskeiðiÖ STJORNUNARNAMSKEIÐIÐ ER AÐ HEFJAST MÁNUDAGINN 2. MAÍ KL. 13.00 MARKMIÐ 1. Að hjálpa stjórnendum aö skilgreina og skipu- leggja störf sín, svo að þeir geti greinilega séö fyrir þann árangur, sem stefnt er að og gert nauð- synlegar ráðstafanir til aö ná honum. Aö hjálpa stjórnendum aö skipuleggja, áætla og stýra verkefnum innan ákveöins tíma með æski- legum árangri. Að kynna framkvæmdaeftirlit sem tryggir, aö raunveruiegur árangur verði í samræm; yjj sSSíi- aðan áranaur <7-* 4. Aö tryggja aö öll störf séu tengd markmiðum fyrir- tækisins. Aö hjálpa stjórnendum aö byggja upp og hvetja starfsfólkið og skapa meiri áhuga og framleiöni. Aö hjálpa stjórnendum að finna tíma, til að stýra verkefnum sem stjórnendur. 7. Að hjálpa stjórnendum að reka fyrirtækin í jafn- vægi og tryggja stööugan vöxt. Aö tryggja það, að stjórnendur muni stjórna í samræmi við reyndar og hagnýtar aðferöir stjórn- unar. Betri fyrirtæki og meiri hagnaður verður þegar notuð eru grund- vallaratriðin, sem kennd eru í Dale Carnegie Stjórnunarnám- skeiðinu. Innritun og uppiýsingar í síma 82411. 2. 3. 5. 6. 8. 82411 FT Einkaleyfi á íslandi OALECARNEGIE STJÓ R N U N A RS KÓLI N N namskeiðin Konráð Adolphsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.