Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983 47 Sjálfstæðisflokk- urinn hefði feng- ið 26 þingmenn — hefði verið kosið eftir fyrirliggjandi drögum að nýjum kosningalögum HEFÐI nú verið kosið eftir drögum flokksformanna Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og atkvæði hefðu fallið eins og nú, hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið þremur þingmönnum meira en ella. Þá hefðu 63 þingmenn verið kosnir og þingmenn skipst þannig á milli flokkanna. Alþýðuflokkur 7 (6), Framsóknarflokkur 12 (14), Bandalag jafn- aðarmanna 4 (4), Sjálfstæðisflokkur 26 (23), Alþýðubandalag 11 (10) og Samtök um kvennalista 3 (3) þingmenn. Miðað við áður nefnd drög er vægi kjósenda á Vestfjörðum 90 en í Reykjavík 216 þannig að hver kjósandi á Vestfjörðum samsvarar 2,54 í Reykjavík, í Reykjanesi 2,17 og á Norðurlandi eystra 1,77. Miðað við núgild- andi kosningalög er mismunurinn enn meiri. Þá samsvarar hver kjósandi á Vestfjörðum 2,97 kjósendum í Reykjavík, 2,95 á Reykjanesi og 1,87 á Norðurlandi eystra. Væri þingsætum skipt á milli flokka í sem fyllstu sam- ræmi við heildartölu atkvæða, fengi Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingsæti eða einu meira en ella, Framsóknarflokkurinn missti tvö sæti. Alþýðuflokkurinn fengi 7 þingsæti, en aðrir flokkar það sama. Miðað við skiptingu uppbótar- sæta fá Reykjaneskjördæmi og Reykjavík alls 25 þingmenn og hafa ekki áður fengið jafnmarga samanlagt. Þannig er misvægi milli kjördæma minna en verið hefur lengi. Alls fékk Reykjavík nú 16 þingmenn, þar af fjóra upp- bótarmenn og Reykjanes 9, einnig fjóra uppbótarmenn. Athyglisvert er, að nú fá Vestfirðir engan upp- bótarmann. Auk þess eru engir uppbótarmenn á Suðurlandi og c Norðurlandi vestra en Austur- iand, Norðurland eystra og Vest- urland fengu einn uppbótarmann hvert kjördæmi. Athygli vekur að í Reykjavík fékk Sjálfstæðisflokk- urinn nú engan uppbótarmann og hefur svo ekki verið áður.Þá er at- hyglisvert, að áður hefur ekki ver- ið jafn mikill munur á atkvæða- magni þeirra, sem flest atkvæði hafa á bak við sig og fæst. Flest atkvæði á bak við sig hefur Ólafur Jóhannesson í Reykjavík eða 4.781, en fæst atkvæði á bak við sig hefur Kolbrún Jónsdóttir, Norðurlandi eystra, eða 623. Það er því rúmlega 7 sinnum fleiri at- kvæði á bak við Ólaf en Kolbrúnu. Af þeim, sem ekki náðu kjöri hafði Jóhann Einvarðsson í Reykjanes- kjördæmi flest atkvæði á bak við sig eða 3.444 og er það líklega meira en áður hefur verið á bak við mann, sem ekki hefur náð kosningu. Er það tæplega 5 sinn- um meira en Kolbrún Jónsdóttir fékk. Að sögn Þorkels Helgasonar, dósents við Háskóla Islands, mun tilkoma BB-listans í Norðurlands- kjördæmi vestra og T-listans á Vestfjörðum ekki hafa breytt neinu um úrslit. Atkvæði BB-list- ans hefðu ekki dugað Framsókn- arflokknum til að fá sinn þriðja mann í kjördæminu og atkvæði T-listans hefðu hvorki orðið til þess að bæta manni við hjá Sjálfstæðisflokknum á Vestfjörð- um né til þess að Geir Hallgríms- son hefði orðið uppbótarmaður. Hefði T-listinn hins vegar fengið nokkru meira af atkvæðum og þannig fellt Þorvald Garðar Krist- jánsson, hefði Geir líklega orðið uppbótarmaður. Nú hlutu 9 konur kosningu til Alþingis, en á síðasta kjörtímabili höfðu aðeins þrjár konur rétt til þingsetu. Fjöldi þeirra hefur því þrefaldast. Þær konur, sem kosn- ingu hlutu nú eru: Af V-lista Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir; Af D-lista Ragn- hildur Helgadóttir og Salome Þor- kelsdóttir; Af C-lista Kristín S. Kvaran og Kolbrún Jónsdóttir; Af G-lista Guðrún Helgadóttir og af A-lista Jóhanna Sigurðardóttir. Þær Guðrún Helgadóttir, Salome Þorkelsdóttir og Jóhanna Sigurð- ardóttir sátu á Alþingi síðasta kjörtímabil. Konurnar af V- og C-lista hafa ekki setið á Alþingi áður. Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt um land allt um 3,3%. f Reykjavík dróst fylgi flokksins saman um 0,8%. Sjálfstæðisflokk- urinn fékk í Reykjavík 21.807 at- kvæði, en hefði hann notið sama byrs og hann naut á landinu öllu, hefði hann fengið 984 atkvæðum meira í Reykjavík eða 22.701 at- kvæði. Kjörsókn að þessu sinni var 86,6% og er það 2,7 prósentustig- um minna en við alþingiskosn- ingarnar 1979. Nú kusu alls 133.303 af 153.956 á kjörskfa en 1979 kusu 126.938 af 142.223 á kjörskrá. 1931 til 1983 1967 1971 1974 1978 1979 1983 37^5—23 36,2—22 42,7—25 32,7—20 35,4—21 38,7—23 28,1—18 25,3—17 24,9—17 16,9—12 24,9—17 19,5—14 15,7— 9 10,5— 6 9,1— 5 22,0—14 17,2—10 11,7— 6 1,9— 1 17,6—10 17,2—10 18,3—11 22,9—14 19,7—11 17,3—10 8,9— 5 4,6— 2 3,3— 0___________________ ___________________ 7,3- 4 5,5— 3 Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu þingsæta eftir atkvæðatölum kosninganna 23. samkvæmt drögum fjögurra flokksformanna að nýjum kosningalögum. RV RN VL VF NV NE AL SL Alls apríl, en 1 Vægi 1 atkv. 1 A 2 1 1 1 ' 1 1 7 112 j B+BB 1 1 1 1 2 2 2 2 12 104 | C 2 2 4 123 1 D 8 5 2 2 2 3 1 3 26 100 I Ig 3 1 1 1 1 1 2 1 11 106 1 1 ^ V 2 1 3 123 1 Alls 18 11 5 5 5 7 5 7 63 | Væei | kjós. 216 185 119 85 90 151 106 116 Annað þingsæti Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra kæmi í hlut BB-listans. Yfirlit yfir úrslit kosninga 23. aprfl 1983. Dálkurinn „vægi atkvæda“ sýnir vísitölu fyrir fjölda atkvæða að baki hverju þingsæti hjá listunum. Þannig er vísitalan sett 100 hjá þeim flokki sem hefur fæst atkvæði á hvert þingsæti (Framsóknarflokknum, B og BB-listum). Dálkarnir sem vísa til „jafnrar skiptingar“ sýna hver skipting þingsæta yrði ef þingsætum væri skipt á milli flokka í sem fyllstu samræmi við heildartölu atkvæða. Vægisvísitölur hafa sömu merkingu sem fyrr. Á sama hátt sýnir „vægi kjósenda" vísitölu fyrir fjölda kjósenda á kjörskrá að baki hverjum þingmanni kjördæmisins. Grunnurinn 100 vísar hér til meðaltals fyrir 4 fámennustu kjördæmin (VL, VF, NV og AL). Mestur munur á þessari vægisvísitölu er milli Reykjavíkur (267) og Vestfjarða (90). Þannig samsvarar hver kjósandi á Vestfjörðum 2,97 kjósendum í Reykjavík. Veljum Islenzkt Veljum TITAN Byko hefur hafið sölu á TITAN vinnufatnaði frá Belgjagerðinni BYKO byggingavoruverslun rv >5 KÓPAV0GSSF. >A/$/ NÝBÝIAVEGI6 NjL^ SÍMI410 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.