Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK 96. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Líta ber á „hina horfnu“ sem látna — segir í skýrslu herforingjanna í Argentínu Buenos Aires, 29. apríi. AP. Herforingjastjórnin í Argentínu vió- urkenndi í dag að mistök hefðu átt sér stað og saklaust fólk verið tekið af lífi þegar ráðist var gegn vinstrisinn- uðum skæruliðum á síðasta áratug. Stjórnin ítrekaði hins vegar að hún hafi framkvæmt eftir bestu vitund til að bjarga þjóðinni og sögðu að líta bæri á „hina týndu" sem látna. Herforingjastjórnin gaf út 22 blaðsíðna „lokaskjal um stríðið Röð 14 spreng- inga í 3 borgum í Frakklandi Pmrís, 29. apríl. AP. Aðskilnaðarhreyfing Korsíku- manna lýsti í dag á hendur sér ábyrgð á röð 14 sprenginga, sem urðu í París, Marseilles og Aix-en-Provence í nótt. Engin slys urðu á fólki f þessum sprengingum, en eignatjón varð sums staðar umtalsvert. gegn undirróðri og hryðjuverkum," og segir í tilkynningu stjórnarinnar að þarna sé allar upplýsingar að finna um notkun á herafla og sagði að þessi skýrsla ætti að þjóna þeim tilgangi að enda þennan „sorglega kafla sögu okkar“. Innlend og erlend mannréttinda- samtök telja, að allt frá sex til fimmtán þúsund manns hafi „horf- ið“ í Argentínu frá 1975 til 1979 og telja að margir þeirra hafi verið pyntaðir til sagna og síðan teknir af lífi af her og lögreglu. Herforingjastjórnin hefur hvað eftir annað neitað að veita upplýs- ingar um þessa horfnu menn og sagt að þeir væru aðeins tollur sem nauðsynlegt reyndist að taka í bar- áttunni við skæruliða. í skýrslunni sem birt var í gær er heldur ekki að finna nöfn þeirra sem horfið hafa eða sagt frá því hvernig andlát þeirra bar að. „Aðeins sagan mun geta borið vitni um það hver ber ábyrgð á óréttlátum aðferðum eða dauða saklausra," segir í skýrslunni að lokum. Ungur mótmælandi sparkar hér í lærlegg lögreglumanns á mótorhjóli í mótmælagöngu, sem inn í Argentínu til að krefjast upplýsinga um þúsundir fólks, sem horfið hafa sporlaust. efnt var til á mæðradag- Fjórar sprenginganna urðu á far- angursdeildum járnbrautastöðva i París, ein á flugafgreiðslu í mið- borginni. 1 hinum borgunum urðu sprengingarnar við banka, lög- reglustöðvar og símaklefa. Aðskilnaðarhreyfing þessi, sem var lýst ólögleg af yfirvöldum fyrr á þessu ári, hefur á undanförnum mánuðum og árum sprengt fjölda sprengja, til þess að vekja athygli á málstað sínum. Til þessa hafa sprengingarnar aðallega verið á Korsíku, en þetta munu fyrstu sprengingarnar á meginlandinu i um 2 ár. Undantekningalítið hefur sprengingunum verið þannig hagað, að lítil eða engin hætta er á lik- amsmeiðslum. Lögreglan i Marseilles handtók snemma í morgun 10 Korsíkumenn, grunaða um aðild að sprengingun- um, en aðeins einn þeirra náðist skammt frá sprengingarstað. Hinir níu hafa allir lýst sig saklausa. Herstjórnin í Póllandi saumar enn að Lech Walesa: „Yfírvöld vita ekki hve marga trausta vini ég á — páfagarður varar ráðamenn í Varsjá við og boðar sakaruppgjafarkrossferð Varsjí, 29. aprfl. AP. „ÞEIR ELTA vini mína vegna þess að þeir vilja einangra mig,“ sagði Walesa við fréttamenn í dag. „Yfir- völd vita bara ekki hversu marga trausta vini ég á,“ bætti hann við. Hann færðist undan því að skýra frá því hvort hann hygðist taka þátt í mótmælunum 1. maí. Sagðist hann óttast, að hann yrði handtekinn léti hann eitthvað uppi um fyrirætlanir sínar. Pólsk yfirvöld héldu áfram ofsóknum sínum gegn Lech Walesa í dag og handtóku lífvörð hans og Enn aukin leit að kafbátum í Harðangursfirði: Talið er fullvíst að bát- arnir séu fleiri en einn Ö8ló, 29. apríl. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins og AP. ANDERS C. Sjaastad, varnarmálaráðherra Noregs, tilkynnti í dag, að norska stjórnin hefði tekið þá ákvörðun í dag, að tækist að króa óþekktan kafbát af innan norskrar landhelgi og áhöfn hann skirrðist við skipunum um að koma upp á yfirborðið, yrði honum tafarlaust sökkt. Yfirlýsing þessi er gefin út í tilefni kafbátsleitarinnar á Harð- angursfirði. Þrátt fyrir að bergmálsmælar eins leitarskipsins gæfu í morg- un til kynna, að málmkenndur hlutur væri á ferðinni undir yf- irborði sjávar, hefur óþekkti kafbáturinn, sem ákaft er leitað í Harðangursfirði, enn ekki fundist. Tvö skip, kafbátur og leitarflugvél af gerðinni Orion leita kafbátsins og hefur verið ákveðið að halda leitinni áfram, a.m.k. til morguns. Yfirmenn norskra varnarmála eru nú nokkuð vissir um, að ekki sé aðeins um einn kafbát að ræða, heldur fleiri inn á Harð- angursfirði, skammt frá eynni Stord. Þá náðust í dag á segul- band hljóð, sem talin eru koma frá óþekktum kafbáti. Á sama tíma tilkynnti norska varnarmálaráðuneytið, að á ár- unum 1969—1982 hefðu alls bor- ist 227 tilkynningar frá fólki, sem teldi sig hafa orðið vart við kafbáta undan Noregsströndum. Ekki er lengra síðan en í janúar, að sjónarvottar töldu sig hafa séð til kafbáts í Harðangursfirði. Engin leit var gerð þá. bendir á staðinn, þar sem skeyti var hleypt af í átt að hugsanlegum kafbáti. einkaritara, svo og eiginmann einkaritarans, aðeins tveimur dög- um áður en boðað hefur verið til mótmælaagerða af hálfu Samstöðu 1. maí. Engin skýring hefur verið gefin á þessum handtökum og ekki er enn vitað hvort og hvenær þessu fólki verður sleppt aftur. f útvarpssendingu í dag, sem reynt var að láta hljóma sem hún kæmi frá Samstöðumönnum, var almenningur i Póllandi hvattur til þess að halda sig inni við á sunnu- dag, 1. maí. Þá var fólk hvatt til þess að skella skollaeyrum við fyrri hvatningu Samstöðu um almenna þátttöku í fyrirhuguðum mótmæla- aðgerðum. Grunsamlegt þótti í útsending- unni, að miklar truflanir heyrðust á meðan á henni stóð, eins og verið væri að reyna að koma í veg fyrir hana. Slíkt hefur ekki áður heyrst í sendingum frá Samstöðu og styrkir það grun manna um að um „falska“ útsendingu hafi verið að ræða. í fréttum frá Páfagarði í dag sagði, að ef yfirvöld í Póllandi veittu pólitískum föngum ekki sak- aruppgjöf áður en páfi kæmi í opinbera heimsókn sína til lands- ins gæti svo farið að ferð hans snerist upp í sakaruppgjafarkross- ferð. Pólskir embættismenn hafa að undanförnu ítrekað látið í ljósi efa- semdir um, að hægt verði að hafa stjórn á mannfjöldanum, sem reiknað er með að komi til þess að hlýða á guðsþjónustur páfa undir berum himni. Sá tónn, sem kemur fram í orðsendingunni frá Páfa- garði til yfirvalda í dag, hefur ekki styrkt ráðamenn í trúnni og þeir óttast nú mjög, að til fjölmennra óeirða kunni að koma. Yfirmanni Novosti í Sviss vísaö úr landi Bern, Sviss, 29. aprfl. AP. SVISSNESK yfirvöld tilkynntu í dag, að þau heföu vísaö Alexei Dumov, yfirmanni Novosti-fréttastofunnar í Sviss, úr landi. Fylgdi einnig í tilkynningu yfirvalda, aö skrifstofa hans heföi veriö oröin miöstöö njósna og áróöurs. Einnig var frá því skýrt, að skrifstofu Novosti í Bern hefði ver- ið lokað og að svissneska utanrík- isráðuneytið lagt fram formleg, en óvenjulega harðorð mótmæli við sovéska sendiherrann vegna sívax- andi íhlutunar Sovétmanna í svissnesk innanríkismálefni. Þá bárust í dag fregnir af því, að blaðafulltrúi sovéska sendiráösins, Leonid Ovchinnikov, hefði í kyrr- þey snúið til síns heima eftir að hafa starfað við sendiráðið í hálft sjötta ár. Yfirvöld í Sviss hafa neitað að staðfesta hvort brottför Ovchinn- ikov stæði í tengslum við brottvís- un Dumovs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.