Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 5 Málverkauppboð Klausturhóla: Verk eftir Kjarval, Ásgrím, Engilberts, Mugg og fleiri MÁLVERK eftir þá Kjarval, Ásgrím, Engilberts, Mugg og Jón l'orleifsson verða meðal verka, sem boðin verða upp á málverkauppboði Klausturhóla nú á mánudagskvöldiö. Uppboðið fer fram á Hótel Sögu og hefst klukkan 20.30, en verkin verða til sýnis í Breiðfírðingabúð á morgun, sunnudag, klukkan 14 til 18 og í dag, laugardag á sama tíma. Auk framantalinna munu eftir- taldir listamenn meðal annarra eiga verk á uppboðinu: Brynjólfur Þórarinsson, Sveinn Þórarinsson, Hringur Jóhannesson, Bragi Hannesson, Valtýr Pétursson, Snorri Arinbjarnar, Jóhannes Geir, Þórarinn B. Þorláksson, ís- leifur Konráðsson, Kristín Jóns- dóttir, Ríkharður Jónsson, Gunn- laugur Scheving, Einar Hákonar- son og fleiri. Þá verða seld verk eftirtalinna listamanna, sem þeir hafa gefið til stuðnings endurbyggingu Bern- höftstorfu: Valtýr Pétursson, olía á mason- ít, 1982. Jóhannes Geir, Úr Njarð- víkum. Jóhannes Geir, Flóðin í Elliðaánum 1982. Magnús Tóm- asson, Bernhöftstorfan, olíupastel, 1963. Magnús Tómasson, Bern- höftstorfa, olíupastel, 1963. Sigríð- ur Björnsdóttir, olía á striga, 1968. Eyjólfur Einarsson, vatnslitir, 1981. Hringur Jóhannesson, Séð yfir Hafnarfjörð, svartkrít, 1977. Sigrún Guðjónsdóttir, Sólmánuð- ur, brenndur leir, 1982. Jóhann Bríem, Múlatti, olía á striga, 1933. Gunnar Örn Gunnarsson, Andlit, vatnslitir, 1982. Gunnar örn Gunnarsson, Andlit, vatnslitir, 1982. Valgerður Árnadóttir Haf- stað, Stuðlavilla. Einar Hákonar- son, Nakið tré, olía á striga, 1981. Guðrún Svava Svavarsdóttir, Úr Vatnsdal, vatnslitir, 1982. Tryggvi ólafsson, Haglda, klippimynd, 1982. Fnimsýning á Útsýnarkvöldi Á lltsýnarhátíð, sem haldin verður í Broadway annað kvöld, sunnudagskvöld, mun Jazz-sport frumsýna nýjan akrobatik-dans. Stúlkurnar í flokknum hafa dansað saman frá barnsaldri og hafa þótt sýna mikla fími. Myndin er tekin á æfíngu. Á þessu l'tsýnarkvöldi verður margt til skemmtunar, m.a. munu þar koma fram 30 keppendur, piltar og stúlkur, sem valin hafa verið af dómnefnd til að Uka þátt í úrslitakeppninni um titlana „Ungrú og Herra Útsýn 1983“. Aðalstræti 10: Framkvæmd- ir stöðvaðar og beðið eftir teikningum BYGGINGANEFND Reykjavíkur borgar hefur látið stöðva fram- kvæmdir við húsið Aðalstræti 10, þar sem undanfarið hefur verið unnið að því að koma upp leiktækjasal. llilmar Guðlaugsson, formaður bygginga- nefndar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að ástæður þessa væru þær að nefndinni hefðu ekki borist teikningar eða önnur göng um fram- kvæmdirnar. Kvað Hilmar nefndina vilja ganga úr skugga um að öllum reglugerðum væri fylgt, svo sem um eldvarnir og heilbrigði, en þessi stöðvun þýddi ekki að framkvæmd- ir við leiktækjasalinn hefðu verið stöðvaðar. Sagðist Hilmar ekki vita betur en borgarráð hefði lagt bless- un sína yfir nýtingu húsnæðisins, og kæmi það því ekki til kasta bygginganefndar. 1. maí há- tíðahöldin í Borgarnesi Borgarnesi, 29. apríl. 1. MAÍ hátíðahöld stéttarfélaganna í Borgarnesi hefjast með dagskrá í Hótel Borgarnesi kl. 13.40 á sunnu- dag. Fyrst leikur Lúðrasveit Borgar- ness undir stjórn Björns Leifsson- ar. Síðan setur Sigrún D. Elíasdótt- ir formaður 1. maí nefndar sam- komuna, Þóra Hjaltadóttir forseti Alþýðusambands Norðurlands flyt- ur ræðu, Róbert Arnfinnsson og Skúli Halldórsson skemmta, Ála- fosskórinn syngur undir stjórn Páls Helgasonar, Geir Björnsson flytur gamanvfsur við undirleik Bjarna V. Guðjónssonar og að lok- um eru ávörp fulltrúa stéttarfélag- anna. I samkomuhúsinu hefst kvik- myndasýning fyrir börn kl. 14.00 og að hátíðahöldunum loknum verður 1. maí kaffi í Snorrabúð. HBj. Húsiö opnaö kl. 19.00 v ^ Gestum fagnað meö fordrykk. Afhending happdraett ismiða. Sala bingóspjalda — glæsilegir vinningar. S' -- Vorfagnaður Utsýnar . í Broadway ^ VömN/ Austurlenskur 3 kvöldverður Matreiddur af Ólafi Reynissyni, yfir- matreiöslumanni Broadway í sam- vinnu viö Ning de Jesus, frá Manila. Matseöill: Bali-salad Hrísgrjón Guale Kambing Agar-Agar meö bl. ávöxtum og kókoshnetumjólk. Verð aðeins kr. 330 %£!%***** HEIMSREISA4 æXESS ssw- * •09 myndum. Qestur Kvöldstns. s'„agapo°e Touns. OHice Ungfrú og herra Útsýn 1983 Dómnefnd hefur valiö 30 keppendur í lokakeppn- jna og veröa þeir allir tkynntir á hinu glæsilega ísviði Broadway. Hinar fræknu fimleikastúlkur Jazz-sport frumsýna nýtt frábært atriöi. Dans — Danssýning Hljómsveit Björgvins Hall- Reynir dórssonar og Kara Diskótek Gísli Sveinn Lofts- son Tízkusýning: W “ Spilaöar ver v umferrtir HIpp Spilaöar veröa 3 umferöir. Glæsilegir vinningar. sýna glæsilegan tiskufatnaö -iu Aðgöngumiöar og borðapantanir í Broadway í dag. Pantíö tímanlega því alltaf er fullt á Útsýnarkvöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.