Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 Sænska rannsóknanefndin: Kafbátaferðirnar undirbúningur hernaðaraðgerða gegn Svíþjóð Kafbátanefndin sæn.ska sem birti skýrslu sína á þriðjudag telur líkleg- ast, að með því að brjóta gegn sænsku fullveldi með kafbátum séu Sovétmenn að framkvæma undir- búningsþátt í hernaðarlegri áætlun. Og það sé þar með einnig hugsan- legt að um sé að ræða heræfingar á friðartímum og tilraunir með ný tæki innan ramma slíkrar áætlunar. I skýrslunni eru birtar myndir af hafsbotni sem sína beltaför og merki eftir kafbát sem hvflt hefur á kili. Förin eru eftir dvergkafbáta en kafbátur af venjulegri stærð hefur lagst á botninn. Þá sýna för- in að um tvær gerðir dvergkafbáta hefur verið að ræða, annars á vegar flatbotna á beltum og hins vegar með styrktan kjöl knúinn áfram með tveimur öflugum skrúfum. Rannsóknir sérfræðinga á belta- förunum á hafsbotni hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, að maður eða menn séu um borð í dvergkafbát- unum og þeir geti farið jafnt aftur á bak sem áfram. Ályktunin um að mannshönd stýri ferðum dverkaf- bátanna er dregin af þvi, að förin eftir þá liggja í kringjum kletta á botninum. Dvergkafbátarnir eiga mjög auðvelt með að leynast og geta haldið sig á litlu dýpi ef þörf krefur, þannig að það er einstak- lega erfitt að finna þá og granda þeim. í skýrslu sænsku kafbátanefnd- arinnar er dregin upp mynd af því sem líklega gerðist í Horsfirði í oktober 1982. Nefndin telur, að þau atvik sem þar gerðust hafi átt ræt- ur að rekja til samræmdra aðgerða sem náðu til mun stærra svæðis. Álitið er að í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm hafi sex kafbátar tekið þátt í þessum samræmdu að- gerðum, þar af þrír dvergkafbátar sem ekki var vitað um áður. Ferðum kafbátanna er hagað þannig, að kafbátur af venjulegri stærð er eins konar móðurskip fyrir dvergkafbátana. Hverjum kafbáti er ætlað fyrir fram ákveðið hlutverk í aðgerðinni og hagar sér í samræmi við það. Móðurkafbátur með dvergkafbát var í miðhluta Stokkhólms-skerja- garðsins. Eftir að dvergkafbátur- inn yfirgaf móðurbátinn laumaðist hann inn fyrir skerjagarðinn. Og segir nefndin, að ýmislegt bendi til að hann hafi komist inn í Stokk- hólmshöfn í síðustu vikunni í sept- ember. Höfnin er í hjarta borgar- innar rétt við konungshöllina. Móð- urbáturinn hélt aftur til svæðisins við Sandhamn til að ná í dvergbát- inn. Að kvöldi 4. október fannst hann og réðist sænskt herskip á hann með djúpsprengju fyrir innan Sandön. Eftir það týndist kafbát- urinn. Talið er að hann hafi komist Teikningin er gerö eftir Ijósmynd af hafsbotni og sýnir beltaför eftir dvergkafbát. Förin sýna aö úr kafbátnum er unnt aö fylgjast meö hindrunum á botninum og forðast þær. styrktan kjöl sem mjakast áfram fyrir skrúfuafli. Þessi kort birtust í skýrslu sænsku kafbátanefndar- innar. í meöfylgj- andi grein er skýrt frá ferðum kafbát- anna miðað viö þá staði sem merktir eru á kortunum. Beltaför á botninum og hugmynd teiknara sænsku rannsóknanefndarinnar um útlit kafbátsins. í er- lendum blööum segir aö þessir kafbátar séu 10 til 20 metrar á lengd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.