Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 15 Elín Osk Oskarsdóttir er 21 árs og fædd og uppalin í Rangárvallasýslu. Hún hóf nám við söngskóla Reykjavíkur vetur- inn 1979—1980 og hefur Þuríður Pálsdóttir verið söngkennari hennar frá byrjun. Elín söng á óperutónleikum Söngskólans í Reykjavík í tilefni af 10 ára af- mæli skólans í janúar síðastliðn- um. Hún lýkur 8. stigi í vor og hyggst fara í framhaldsnám. Elín hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. | Sigrún Valgerður Gestsdóttir er Hvergerðingur og hlaut þar sína fyrstu tónlistarmenntun. Ár- ið 1971 lauk hún tónmenntakenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Næstu 4 árin stundaði Sigrún söngnám í Englandi og Bandaríkjunum. Síðan hún kom heim frá námi, hefur hún kennt við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar, jafnframt komið fram sem einsöngvari, aðallega í Ijóða- söng og óratoríu. Júlíus Vífill Ingvarsson er Reykvíkingur. Hann nam söng við Tónlistarskólann og Söngskól- ann í Reykjavík. Voru kennarar hans Sigurður Björnsson og Magnús Jónsson. Um skeið nam Júlíus Vífill við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg. Síðan lá leið hans til Ítalíu þar sem hann nam söng við Tónlistarháskólann í Bologna. Kennarar hans á Ítalíu voru þeir Arrigo Pola og Mario Del Monaco. Júlíus Vífill vann önnur verðlaun í alþjóðlegri söngkeppni, sem hald- in var í Bologna 1980, og kennd er við tenórinn Aureliano Pertile. Hann kom heim til íslands snemma á síðasta ári. Hér heima hefur hann sungið hlutverk Frans von Schober baróns í uppfærslu Þjóðleikhússins á Meyjarskemm- unni. Hann söng hlutverk Man- ostatosar í uppfærslu íslensku Óperunnar á Töfraflautunni, og hlutverk Nauku-Pús í uppfærslu íslensku óperunnar á Míkadó. Þá hefur hann einnig sungið í útvarpi og sjónvarpi. Sigríður l'. Gröndal er fædd í Reykjavík. Hún hóf söngnám í Tónlistarskóla Kópa- vogs árið 1972 og naut þar leið- sagnar Elísabetar Erlingsdóttur um tveggja ára skeið. Þá gerði hún hlé á námi, en hóf nám að nýju haustið 1979 hjá Sieglinde Kahmann í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún mun Ijúka þaðan prófi í vor. Sigríður hefur í vetur sungið hlutverk Erste Knabe í Töfraflautunni eftir W.A. Mozart og einnig komið fram með kór Menntaskólans í Kópavogi. Kristín Sædal Sigtryggsdóttir er Keflvíkingur og stundar nú nám við kennaradeild Söngskól- ans í Reykjavík. Fyrsti söngkenn- ari hennar var Guðrún Á. Símon- ar en undanfarin ár hefur söng- kennari hennar verið Þuríður Pálsdóttir. Kristín hefur sótt námskeið hjá prófessor Helene Karusso í tvö sumur, 1981 og 1982. Hún hefur sungið í Þjóðleikhús- kórnum frá 1977 og í kór Söng- skólans í Reykjavík frá 1974. Vor- ið 1982 söng hún hlutverk Hildu í Meyjarskemmunni eftir Schubert og haustið 1982 söng hún hlutverk eins andans í Töfraflautunni eftir Mozart í uppsetningu íslensku Óperunnar. Má bjóða þér að reynsluaka Lúxusbílá ,rábæru verði? Við kynnum ídag 13.00—17.00 CAMRY FRAMHJÓLADRIFINN Venjulegur útbúnaður í bílnum er: • Framdrif • Vökvastýri • Steríó útvarp • Steríó kasettutæki • Tveir fjarstýrðir hliðarspeglar • Lituð gler • Bílstjórasæti með sjö mismunandi stillingum • o.fl.o.fl. Sjón er sögu ríkari Reynsluakstur er enn betri. TOYOTA Komið og lítið á nýja og notaða TOYOTA bíla UMBOÐIÐ NYBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 P. SAMUELSSON & CO. HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.