Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 19
þegum sínum annað en hæstu mögulegu fargjöld. Með samskon- ar útreikningi á gistingu og alls kyns öðrum blekkingum, er auð- velt að auglýsa umtalsverðan sparnað þótt alltaf sé jafn hlálegt að heyra um þrjátíu þúsund króna sparnað hvers farþega sem með Utsýn ferðast. Þarna mistekst reikningsmeistaranum, a.m.k. við að reikna út greindarvísitölu ís- lenskra ferðalanga! Næsti liður í söluherferðinni var síðan uppfinning ýmiss konar afmæla, sem urðu tilefni til vafa- samra afsláttarútreikninga og var þar enn unnt að auka við þrjátíu þúsund króna sparnaðinn sem fyrr er nefndur. Þriðji þátturinn er síðan vísindalega unnar veður- athuganir Útsýnar og nú síðustu vikurnar er þessu öllu saman fylgt eftir með auglýsingaflóði sem Morgunblaðið hefur tekið virkan þátt í með greinum og viðtölum, sem innihalda allan auglýsinga- áróðurinn og jafnvel meira til. Hvaö varð um Sikiley? Morgunblaðið hefur því sýnt þessum afmarkaða þætti í ferða- málunum, þ.e. Útsýn, umtalsverð- an áhuga. Rannsóknarblaða- mennska hefur hins vegar ekki verið mikil. Hvergi er t.d. minnst á það að Útsýn hefur fellt niður allar ferðir sínar til Sikileyjar, sem þó eru kynntar á heilum sex litmyndasíðum í sumarbæklingn- um. Hvergi er heldur minnst á að þrátt fyrir endalausar auglýsingar hafi Útsýn orðið að fella niður sjálfstætt leiguflug sitt til Mall- orca 4. maí og hvergi er sagt frá því er Útsýn hringdi til Hollands og falaðist eftir sömu sumarhús- unum þar og Samvinnuferðir- Landsýn var þá fyrir löngu farin að selja af miklum krafti. Yfir höfuð finnst Morgunblaðinu það ekkert athyglisvert, þrátt fyrir mikinn áhuga sinn á ferðamálum, að sólarlandaferðir seljist dræmt um þessar mundir og má þó segja að ýmis ómerkari mál verði blað- inu tilefni til ítarlegra skrifa og rannsókna. Örvæntingin má aldrei verða skynseminni yfirsterkari Engum dylst að Ingólfur Guð- brandsson vann á sfnum tíma merkt brautryðjendastarf í fs- lenskum ferðamálum. í dag hafa tímarnir hins vegar breyst og þótt Útsýn standi frammi fyrir stórum vanda um þessar mundir, er ástæða til þess að hvetja forstjór- ann til þess að láta ekki tíma- bundna örvæntingu verða skyn- seminni yfirsterkari. Spánn á aldrei eftir að seljast út á síbylju- óhróður um Samvinnuferðir- Landsýn. íslenskar ferðaskrifstofur þurfa allar að horfast í augu við breyt- ingar á markaðnum og jafnvel óvæntan samdrátt í sólarlanda- ferðum og staða Samvinnuferða- Landsýnar væri e.t.v. ekkert alltof góð heldur, ef sumarhúsin f Danmörku og Hollandi bæru ekki meginþunga sumarferðanna f ár. Ferðaskrifstofurnar geta þó auð- veldlega unnið sig út úr þessum vanda með samvinnu og samstöðu. Aðferðir Útsýnarforstjórans munu hvorki verða honum né öðr- um til góðs. Aths. ritstj.: Fúkyrðum forstjóra Samvinnu- ferða í garð Morgunblaðsins er vísað til föðurhúsanna. Morgun- blaðið lætur hvorki Sambands- veldið, dótturfyrirtæki þess eða aðra segja sér fyrir verkum. Um- fjöllun um ferðamál á síðum Morgunblaðsins er við það miðuð að þjóna lesendum blaðsins, en hvorki Eysteini Helgasyni, ferða- skrifstofu Sambandsveldisins eða öðrum. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavik 1. maí OPIÐ HUS í Valhöll, Sjálfstæöishúsinu Háaleitisbraut 1, veróur opið hús á Al- þjóöadegi verkalýðsins, sunnudaginn 1Lmaí 1983 kl. 15.00—18.00. Dagskrá: Setning — Siguröur Óskarsson, form. Verkalýösráös Sjálfstæöisflokksins. Ávörp — Jóhanna Thorsteinsson, fóstra, Haraldur Kristjánsson, iönnemi, og Guömundur Hallvarðsson, form. Sjómannafélags Reykjavíkur. Félagar í islensku hljómsveitinni leika. Samleikur á fiölu og píanó — Graham Smith og Jónas Þórir. Kynnir — Björg Einarsdóttir, skrifstofumaður. Lúörasveit Reykjavíkur leikur fyrir utan Sjálfstæöishúsiö frá kl. 15.00. Dagskráin hefst kl. 15.30. Veitingar. Sjálfboðaliðar sem unnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í al- þingiskosningunum 23. apríl sl. eru sérstaklega boðnir. BHkrg Einartdóttir SJALFSTÆÐISMENN hittist í Valhöll 1. maí og ræðið málin STJORNIRNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.