Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 kr 4.950.- Kvenhjól 3ja gíra litur rauöur FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 — SÍMI 84670 Aeiginbílum PÝSKALAND Fynr Íslendíng er það sérstök ánœgja að aka um Evrópulond. Vegir og allar leið- beiningar eru til fyrirmyndar. (Góð tilbreyting trá aðstœðum hér). Hvarvetna er míðað við að útlendingar komist leiðar sinnar á oruggan hátt. þótt þeir skilji ekki tungu hvers lands. Þýskaland er gott dœmi þessa. Sumarhús í Eichwald í 2 vikur og far með ms.Eddu til og frá Bremerhaven kr. 12.628.- (Verð mióað við gengi 25 4 ’83) Verð fyrir hvem í fjögurra manna hópi. Taktu bílinn með, fáðu hann fluttan frítt með Eddunni Þá getið þið skotist i skemmti- og skoðunarferðir um Rínardal og Moseldat Góðir areiðsluskilmálar. Almennar upplýsingar um Þýskaland eru fáanlegar hjá: Tysk Turist-Central. Vesterbrogade 6d. 1620 Kabenhavn. FARSKIP Vilja breyta starfs- háttum Norðurlandaráðs Kaupmannahofn, 29. apríl. Frí fréttaritara Morjninbladsins, Ib Björnbak. FORSÆTISNEFND Nordurlanda ráðs vill breyta starfsháttum á þing- um ráðsins til þess að samvinna þingmanna á Norðurlöndum inn- byrðis vaxi og eflist. Forsætisnefnd- in hélt fund á þriðjudag og miðviku- dag undir forssti forseta Norður- landaráðs, Jo Benkow, frá Noregi. Af íslands hálfu sátu fundinn al- „Við teljum það einnig áríðandi að viðhalda friði í Mið-Ameríku og koma í veg fyrir að hún verði víg- völlur bardaga austurs og vest- urs,“ sagði Genscher í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þúsundir manna söfnuðust hins vegar saman að undirlagi stjórn- valda í Nicaragua og mótmæltu Þjóðin samþykkti nýja stjórn- arskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu í nóvember á síðasta ári og kaus Evren um leið sem forseta til sjö næstu ára. Þá hefur stjórnin af- létt að nokkru leyti banni því sem stjórnvöld settu á starfsemi stjórnmálaflokka. Forystumenn þeirra, 100 talsins, mega þó ekki koma nærri stjórnmálum næstu tíu árin. Virðast Evren og félagar óska eftir fáum stjórnmálaflokk- þingismennirnir Halldór Ásgríms- son og Eiður Guðnason. Með tilliti til þeirrar reynslu, sem fékkst á þingi ráðsins í Osló í febrúar, var einnig rætt um að breyta fyrirkomu- laginu á almennu umræðunum á þingum ráösins og jafnframt skapa tækifæri til þess að taka óviðkom- andi efni út af dagskránni. ræðu Reagans varðandi málefni Mið-Ameríku. Stjórnvöld í Nicaragua efndu til þessara mótmæla „til að svara ræðu Reagans, þar sem hann sagði Nicaragua vera ógnun við ná- grannaríki sín og bandarískt ör- um en öflugum. (Jtkoman virðist þó ætla að verða önnur. „Við höf- um orðið þess áskynja, að Tyrk- land morar allt í einstaklingum sem telja sig leiðtoga þjóðarinnar og vilja stofna flokka. Sex nýir flokkar eru í burðarliðnum og því miður verður líklega ekki lát á þróuninni. Þetta er miður og hefur valdið okkur vonbrigðum," sagði Evrin. Þá er einnig fyrirhugað að veita öðrum en stjórnmálamönnunum heimild til þess að taka þátt í fjár- hagsáætlun Norðurlandaráðs, til þess að meiri tími gefist til sjálfs stjórnmálastarfsins, en flokka- pólitík setur æ meiri svip á þing Norðurlandaráðs. Anker Jörgensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur lagði ýmsar tillögur fram til endurbóta fyrir forsætisnefndina. Meðal annars lagði hann til, að ræðutími yrði takmarkaður í hin- um almennu umræðum í þingum ráðsins og jafnvel minkaður um helming frá því sem nú er. Aðal- markmiðið með tillögum hans er að fá fram líflegri umræður og að afgreiddum málum verði komið í framkvæmd miklu fyrr en verið hefur. Þá leggur Anker Jörgensen ennfremur til, að unnt verði að bera fram skriflegar tillögur til ráðsins allt árið, en slíkt gæti orð- ið til þess að skapa enn meiri al- mennan áhuga á störfum Norður- landaráðs. Veður víða um heim Akureyri 3 skýjaö Amsterdam 14 akýjað Aþena 29 akýjaö Barcelona 16 mistur Berlín 20 skýjaö BrUssel 17 heiðskírt Chicago 15 rigning Dublin 12 rigning Feneyjar 19 skýjaö Frankfurt 19 rigníng Genf 14 skýjað Helsinki 9 skýjaö Hong Kong 28 heiðskírt Jóhannesarborg 22 heiöskírt Kairó 30 bjart Kaupmannahöfn 13 skýjaö Laa Palmas 20 skýjaö Lissabon 16 heiðekfrt London 16 skýjaö Los Angeles 19 skýjaö Madrid 17 skýjaö Malaga 20 akýjað Mallorca 16 skýjaö Mexikóborg 29 heiðekirt Miami 26 skýjað Moskva 18 skýjaö Nýja Delhí 37 heiöskfrt New York 30 heiöskírt Osló 10 rigning Paris 17 skýjaö Perth 28 heiöekírt Rio de Janeiro 32 heiöskírl Reykjavík 6 lóttskýjaö Rómaborg 26 heiöskírt San Franciaco 18 rigning Stokkhólmur 10 skýjaö Sydney 20 rigning Tókýó 27 heiöskírt Vancouver 18 skýjaö Vinarborg 23 heiöekfrt bórahöfn 4 skýjaö 130 hreinkýr drukknuðu Osló, 29. aprfl. Frá Jan Krik Lauré, fréttariUra Mbl. MIKIÐ tjón varö er Samafjölskylda var að flytja hreind- ýrahjörð sína frá vetrarhögum til sumarhaga. Ráku Sam- arnir hjörðina, 130 kvendýr, öll kálfafull, yfír vatnsmikla á á haldi, en ekki tókst betur til en svo, að ísinn brast og dýrin fóru í ána. Þar með var saga þeirra öll, þau drukkn- uðu öll með tölu. Tjón hjarðareigendanna er mjög mikið, talsvert meira en hálf milljón króna. Skrokkunum var náð úr ánni og þeim raðað á árbakkann. Var verið að undir- búa að grafa skrokkana, er nátt- úruverndarsamtökin í Tromsö, en þar í grennd átti atvikið sér stað, gripu inn í. Þau fyrirskip- uðu eigendunum að láta hræin vera, réttast væri að þau rotn- uðu þar sem þau væru niður komin. Þetta þótti eigendunum furðuleg skipun, þeir telja 130 rotnandi hreindýr á árbakka vera meiri mengun heldur en urðuð. Vestur-Þjóðverjar taka í sama streng og Reagan Bonn, Managua, 29. aprfl. AP. HANS-DIETRICH Genscher, utanríkisráðherra, sagði í dag að Vestur-Þjóðverjar væru sammála Ronald Reagan Banda- rfkjaforseta hvað varðar vaxandi spennu í Mið-Ameríku. yggi- Boða til kosninga í Tyrklandi á árinu Ankara, 29. aprfl. AP. FORSETI Tyrklands, Kennan Evren, tilkynnti í gær, að kosningar til þings myndu fara fram 6. nóvember á þessu ári. Kosið verður um 400 þingsæti. „Allt sem við lofuðum þann 12. september 1980, þegar herfor- ingjarnir steyptu borgarastjórninni, höfum við staðið við á fyrirfram- nefndum tíma, og jafnvel fyrr en lofað hafi verið,“ sagði Evren. Leiðangur í Amazon: Fundu bleikar og bráðgreindar hnísur Rio de Janeiro, 29. apríl. AP. FRANSKI landkönnuðurinn og ævintýramaðurinn Jaques Cousteau lauk nýlega tveggja ára ferðalagi um óbyggðir Amazon-fljótsins. Á ferð sinni fór hann um landsvæði í Perú, Kólombíu og Brasilíu. Cousteau kom að ýmsum áður lítt eða óþekktum náttúrufyrir- bærum og lífverum, auk þess sem í ljós kom að mengun gætir lítið eða ekkert í frumskógunum. Meðal þeirra undra sem Frakk- inn fann, var hnísutegund nokk- ur, bleik að lit, sem hefst-við í fersku vatni. Segir Cousteau að hnísa þessi sé að sjá mun greind- ari heldur en þær hnísur sem rannsakaðar hafa verið og búa í söltu vatni. Þá fann hann sára- sjaldgæfa skjaldbökutegund sem til þessa hefur reynst ógerlegt að láta fjölga sér undir manna höndum. Ástæðan: Dýrið verður að verpa eggjum sínum í term- ítaþúfur. Eina skýringin er sú, að hið rétta hitastig leggi frá termítabústaðnum. Var Coust- eau einnig bent á sjaldgæfa teg- und krókódíls (alígators) sem verpti einnig eggjum sinum við bústaði skorkvikindanna. Þá segir Cousteau að leiðang- ursmenn eigi á myndbandi myndir af leiðangursmönnum gefandi Piranafiskum fæðu úr höndum sínum. Fiskitegund þessi er fræg fyrir ótrúlega mat- arlyst sína og beittar tennur. Getur torfa piranafiska gengið svo frá manni eða ferfætlingi af svipaðri stærð, að ekkert er eftir utan beinin að fáum mínútum liðnum. En fiskar þessir höguðu sér með öðrum hætti og er það nýlunda. Leiðangursmenn lentu í ýmsum hættum, t.d. urðu þeir fyrir því að óvinveittir frum- skógarindjánar ætluðu að ráðast á búðir þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.