Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 JMtogtntlrliifeUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 15 kr. eintakiö. Ríkisútvarpinu sama um allt nema einkaréttinn? Stjórnendur Ríkisútvarps- ins hika ekki við að grípa til lögsóknar telji þeir einokun stofnunarinnar ógnað. Sak- sóknara ríkisins og starfs- mönnum Rannsóknalögreglu ríkisins er gert aðvart og þeir grípa til sinna ráða. Ýmislegt bendir til þess að þeir sem fara með völdin í Ríkisútvarpinu hafi gleymt öðrum ákvæðum útvarpslaga en þeim sem um einokunina fjalla. Að kvöldi þriðjudagsins 26. apríl var fluttur þáttur frá Gautaborg, þar sem Adolf H. Emilsson ræddi við dr. Elfar Loftsson um varnir íslands og öryggismál. Þeir Adolf og dr. Elfar höfðu áður birt viðtal um þetta efni í dreifibréfi íslend- inga í Svíþjóð og í doktorsrit- gerð Elfars um Island í NATO er víða hallað réttu máli eins og sýnt var fram á í ritdómi um bókina sem birtist hér í blaðinu á sínum tíma. í hljóðvarpinu hóf Adolf H. Emilsson viðtalið við dr. Elfar með þessum orðum: „Fyrir um það bil tveimur árum varði hann doktorsritgerð sína, sem fjallaði um aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og stöðu íslensku stjórnmála- flokkanna í varnarmálunum. Ritgerðin, sem er á sænsku og byggist á sagnfræðilegum sjónarmiðum, fjallar m.a. um þann þrýsting sem Banda- ríkjamenn og Bjarni Bene- diktsson beittu til að ná fram vilja sínum án vitundar þjóð- arinnar, en Bjarni virtist vera sá eini, sem hafði þekkingu á þessum sviðum en nokkur ann- ar íslendingur og notfærði því aðstöðu sína sem þáverandi utanríkisráðherra. Varnar- samningurinn fór huldu höfði fram á síðustu stundu, þar sem hann var viðkvæmt utanrík- ismál, eins og sagt var á þeim tíma og hinn íslenski almúgi því ekki fær um að blanda sér í umræðurnar." Þetta er orðrétt tilvitnun í umsjónarmann á vegum Ríkis- útvarpsins. Hann bendir hlust- endum á að doktorsritgerð Elf- ars Loftssonar sé á sænsku. En hvaða tungumál talar umsjón- armaðurinn, Adolf H. Emils- son? í útvarpslögum er sagt að stofnunin skuli „efla íslenska tungu." Er þessi moðsuða til þess fallin? Lögum samkvæmt á Ríkisútvarpið að „gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum". Álykta verður að Ríkisútvarp- ið hafi talið boðskap þeirra Adolfs H. Emilssonar og dr. Elfars Loftssonar svo mikil- vægan, að bæði þessi fyrir- mæli útvarpslaga skyldu virt að vettugi. Upphafsorð um- sjónarmannsins sem byggjast á sögulegum fölsunum gáfu tóninn í þættinum og skal les- endum Morgunblaðsins hlíft við frekari tilvitnunum. Meira að segja Þjóðviljinn er hættur að stunda þann áróður sem haldið var á loft í þættinum. Hér er ekki ástæða til að ræða aðdraganda þess að Is- land gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu 1949 og samið var við Bandaríkjamenn um varnir landsins 1951. Hvorki Adolf H. Emilsson né dr. Elfar Loftsson geta fært rök fyrir þeim fullyrðingum sem Adolf sló fram í ófullburða setning- um í Ríkisútvarpinu að kvöldi 26. apríl. Og spyrja má: Er stjórnend- um Ríkisútvarpsins sama um allt nema einkaréttinn? Ekki minnist Morgunblaðið þess að þeir hafi beðið hlustendur af- sökunar á því þegar hinn dýrmæti einkaréttur er mis- notaður. Slíkt tillitsleysi er hættulegasta afleiðing einok- unar og sýnir best að breyt- inga er þörf. Formlegar tilraunir hafnar Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, fól Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í gær umboð til stjórnarmyndunar. Ákvörðun forseta er rétt og í samræmi við úrslit kosn- inganna. Frá því að úrslitin lágu fyrir hafa stjórnmála- menn ræðst við um þá mögu- leika sem fyrir hendi eru til myndunar ríkisstjórnar. Á þessu stigi er ógjörningur að segja fyrir um niðurstöðuna. Miðað við hætturnar sem steðja að þjóðarskútunni er mikilvægt að það dragist ekki alltof lengi að skipt sé um menn í brúnni. Þeir sem þar standa nú hafa tapað áttum. Nú er meira í húfi en oftast áður að réttir menn veljist til forystu, því að einungis áræði og snarræði dugar til að kom- ast aftur á rétta leið. Nýr þingflokkur sjálfstæðisflokksins Hinn nýi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll á fimmtudag ásamt formanni flokksins, en á myndina vantar fimm þingmenn. Fremst á myndinni lengst til hægri er Friðjón Þórðarson, honum á vinstri hönd Þorsteinn Pálsson, þá Lárus Jónsson, Ólafur G. Einarsson, Egill Jónsson og Matthías Bjarnason. Gegnt þeim við boröið sitja Albert Guðmundsson lengst til hægri, þá Valdimar Indriðason, Árni Johnsen og Salome Þorkelsdóttir. Við borðsendann eru talið frá vinstri: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Geir Hallgrímsson, Matthías Á. Mathiesen og Friðrik Sophusson. Við borðið fjærst sitja, talið frá vinstri: Gunnar G. Schram, Pálmi Jónsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Halldór Blöndal og Ragnhildur Helgadóttir. Á myndina vantar Birgi ísl. Gunnarsson, Eggert Haukdal, Ellert B. Schram, Pétur Sigurðsson og Sverri Hermannsson. LjAgm. Mbi. köe. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á fundi sl. fimmtudag, en þar voru lagðar línur að málefnagrundvelli í stjórnar- myndunarviðræðunum. LjAsm. Mbi.: köe. íslenska hljómsveitin í Gamla Bíói í dag: „Hljómar flautunnar ekki álitnir tónlist hér áðuru — Japanskur tónlistarmaður leikur á forna reyrflautu íslenska hljómsveitin heldur tónleika í Gamla Bíói í dag og hefj- ast þeir klukkan 14.00. Einn er- lendur gestur, sá eini sem hljóm- sveitin býður til landsins á þessu starfsári, tekur þátt í tónleikunum. Gesturinn sem um ræðir er Japaninn Kenichichi Tsukada, sem flytur verkið Mizu Santai eftir japanska tónskáldið Koyo Nakamura. Var verkið samið ár- ið 1980 og er hluti af doktors- verkefni tónskáldsins. Tsukada stefnir sjálfur að doktorsnafnbót og héðan fer hann til Zambíu. Þar verður hann í eitt og hálft ár við rannsóknir á helgisiðatónlist, en það er doktorsverkefni hans. Tsukada leikur á forvitnilegt hljóðfæri, svokallaða Shaku- hazhi-flautu, en það er forn reyr- flauta. „Hér áður fyrr voru til tvær tegundir af þessum flaut- um, en ekki var litið á hljóm þeirra sem tónlist. Þetta voru tæki Zhen-presta til að þjálfa sig andlega. Venjulegt fólk mátti ekki snerta flauturnar. önnur tegundin hvarf af sjónarsviðinu, en það var ekki fyrr en upp úr 1868 að þetta breyttist. Þó var lítið um að leikið væri á þetta hljóðfæri og það ekki fyrr en eft- ir síðari heimsstyrjöldina, að ungt fólk í Japan fór að vakna til lífsins og sá að mikilsvert var að • Kenichichi Tsukada blæs í reyr- flautuna. Ljósm.: ge. viðhalda japanskri menningu," sagði Tsukada í samtali við Mbl. í gær. Tsukada blés dálítið í flautuna fyrir blm. og svifu mjúkir og djúpir tónar fram og til baka um hótelherbergið. „Það kostar mik- ið líkamlegt erfiði að leika á svona flautu, miklu meira heldur en venjulegar flautur. Ég get vottað það, því ég leik líka á slík hljóðfæri. Kvenfólki var bannað að leika á þessi hljóðfæri hér áð- ur fyrr, en þó að það bann sé úr sögunni, er flautan ekki vinsæl hjá kvenþjóðinni og gæti ég trú- að því að það væri vegna þessara erfiðleika. Þó veit ég um nokkrar áhugasamar stúlkur," sagði Tsukada. Um verkið sem hann flytur í dag sagði hann: „Þetta er nútímalegt verk og japönsk tón- list af því tagi er dálítið sérstæð. Tónskáldið er stórsnjallt og kann að semja fallega tónlist og flaut- an nýtur sín vel í verkinu." Japanska verkið slær botninn í fjölbreytilega dagskrá hjá Is- lensku hljómsveitinni. Dagskráin hefst á Fimm Lögum eftir Karó- línu Eiríksdóttur. Síðan kemur Amirilli Mia Bella, Boffons eftir Jakob Van Eyck. Einleikari Cam- illa Söderberg. Þá kemur Con- certino Da Camera eftir Jaques Ibert, því næst Svanurinn frá Tuonela eftir Jean Sibelius og loks Rondo eftir Jóhan Nedomuk. Síðan Mizu Santai eins og áður er getið. Stjórnandi verður Guð- mundur Emilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.