Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 AUGLÝSING Af hverju þessi afskiptasemi Af því að: Niðurstöður nýjustu rannsókna á marijúana Á undanförnum árum hefur rök- stuðningur með og á móti neyslu marijúana oft verið byggður á röng- um upplýsingum sem safnað hefur verið saman í ómarktækum og oft mótsagnakenndum skýrslum. Það er aðeins á allra síðustu árum að rann- sakað hefur verið hárrétt magn af Delta-9-THC (tetrahydrocannabin- ol) sem er hin virka uppistaða í marijúana. Foreldrar, sem vilja banna börn- um sínum að nota marijúana, hafa ekki haft aðgang að staðreyndum byggðum á óhrekjanlegum rann- sóknum. Nýjustu rannsóknir, sem hér er sagt frá, sýna að marijúana er örugglega skaðlegt og hættulegt efni. Líkamlegt heilsutjón Skaddaðar frumur Samkvæmt rannsóknum dr. Gabriels Nakas við háskólann í Col- umbia truflar marijúana fram- leiðslu líkamans á efni sem stjórnar frumuskiptingu. Þetta veikir mót- stöðu gegn sjúkdómum. Dr. Forrest S. Tennant yngri, for- stjóri meðferðarstöðvar fyrir eitur- efnaneytendur við Californiu-há- skólann í Los Angeles, telur náið samband á milli krabbameins og þessarar röskunar á mótstöðu lík- amans. Með því að nota geislavirkt THC hafa vísindamenn komist að því að (snefilefni) marijúana verða eftir í vefjum likamans í marga daga. Sá sem reykir marijúana vikulega eða oftar hefur því efnið alltaf í líkam- Lungnaskemmdir Dr. Tennant stjórnaði rannsókn á bandarískum hermönnum í Evrópu, sem notuðu hass, en það er sam- þjöppuð marijúanakvoða. Sam- kvæmt skýrslu hans voru læknabið- stofurnar daglega þéttskipaðar her- mönnum með hálsbólgu, verk út frá ennisholum og hósta. Allir þessir kvillar voru langalgengastir hjá þeim hermönnum sem reyktu hass að staðaldri. Hassneytendurnir fengu líka oft alvarlegt lungnakvef og aðra sjúkdóma í lungu, því var það rannsakað frekar. í ljós kom að hermenn sem að jafnaði reyktu hass voru með töluverðar skemmdir í lungum. Undanfarin tvö ár hafa sýni verið tekin úr lungum 31 hermanns. Þeir voru allir með skemmdir sem eru undanfari krabbameins. (Sýnin rann- sökuðu dr. Oscar Auerbach sérfræð- ingur í lungnasjúkdómum; læknar við Duke-háskóla, Californiu-há- skóla (L.P.) og læknamiðstöð hers- ins.) Ofvöxtur í brjóstum Tveir skurðlæknar, dr. Menelaos Aliapoulios og dr. John Harman, sögðu í læknariti (The New England Journal of Medicine) að þeir hefðu haft tólf unga menn í meðferð vegna ofvaxtar í brjóstum (gynecomastia). Brjóstin stækkuðu og urðu aum og bólgin og hvítur, mjólkurkenndur vökvi kom úr geirvörtunum. Þessir læknar komust að þeirri niðurstöðu að beint samband væri milli mikillar notkunar á marijúana og ofvaxtar í brjóstum. Heilaskemmdir Marijúana safnast saman í líkam- anum, sérstaklega í heilavef. Þetta eru niðurstöður dr. Walters X. Leh- manns, forstjóra Vitam-stofnunar- innar sem er endurhæfingarstöð fyrir unga eiturefnaneytendur. Dr. Lehmann, sem hefur í mörg ár rann- sakað marijúananotkun, sagði að marijúana og önnur ofskynjunarlyf yllu eins konar skammhlaupi í heil- anum. Minnistruflanir Dr. Lehmann segir að reykingar 5 til 10 milligramma af marijúana Tólf mikils metnir læknar komast að þeirri niðurstöðu að loknuin jafnmörgum mismunandi rannsóknaverkefnum að marijúana sé greinilega skaðlegt og hættulegt efni. hægi verulega á hreyfingaskilaboð- um frá heilanum og skaddi verulega skammtíma-minni neytandans. Ef neyslan er helmingi meiri koma fram geðrænar breytingar, fum- kenndur ótti, missýnir og ofskynjan- ir. Ruglað tímaskyn Mikil marijúananotkun skerðir minni neytandans það verulega að hann getur ekki tekið þátt í venju- legum samræðum og veldur einnig afturhvarfi til fyrri atburða. Dr. Lehmann segir að neytandinn geti orðið fyrir ofskynjunum í nokkrar sekúndur í senn á meðan hann er að læra, tala eða aka bíl, jafnvel þótt hann hafi ekki neytt efnisins í marga daga. Dr. Lehmann segir að rannsókn tveggja sálfræðinga í Philadelphiu hafi reynst óyggjandi. Hún leiddi í ljós skemmdir í ungum marijúana- neytendum. Niðurstaða þeirra er álitin rétt og marktæk. Persónuleikasköddun Dr. Andrew Malcom er sálfræð- ingur sem hefur meðhöndlað eitur- efnaneytendur í New York, London og Toronto í 20 ár. Hann segir að neytendurnir verði afskiptalausir, sinnulausir og lífsorka þeirra dvíni. Einnig segir hann að í þeim heims- hlutum þar sem marijúana hefur verið notað í margar aldir sé mikill hluti fólksins syfjulegur, latur, hafi ruglað tímaskyn og sé sinnulaus um hreinlæti. Kæruleysiseinkenni Samkvæmt rannsóknum dr. Leh- manns koma fram kæruleysisein- kenni ef táningur notar efnið þrisvar (eða oftar) í viku í meira en þrjá mánuði. Breytingar á persónuleika hans og lífi eru mjög óljósar en hann missir áhugann á nær öllu nema efn- inu. Þessi einkenni hafa einnig kom- ið fram í rannsóknum framkvæmd- um af dr. Dana Farnsworth við Har- vardháskóla og David Smith, for- stjóra Haight-Ashburg-meðferðar- stofnunarinnar. Styttri hægbylgjusvefn Rannsókn, sem gerð var í rann- sóknardeild Texas-háskóla, sýnir að marijúana styttir „hægbylgjusvefn" eða þriðja og fjórða stig svefns sem er dýpsti svefninn. Skortur á „hæg- bylgjusvefni" var staðfestur hjá 75% þeirra sem rannsakaðir voru og þessar niðurstöður hafa verið stað- festar í öðrum rannsóknum. (Geðræn ,,viðbrögð“) Rannsókn dr. Tennants á banda- rískum hermönnum í Evrópu sýndi að geðveilur komu fram hjá þeim sem reyktu hass að staðaldri. Um 500 þeirra voru sendir heim til Bandaríkjanna til langrar sjúkra- hússdvalar. Marijúana veldur sælutilfinningu, en dr. Lehmann skrásetur eftirfar- andi vanhæfni og afskræmingu per- sónuleikans: Þrekleysi, minnkaða framsækni, metnaðarleysi, dugleysi, sinnuleysi, dvínandi einbeitingar- hæfileika, minni athyglisgetu, lélega dómgreind, erfiðleika í mannlegum samskiptum, trú á töframátt, sund'r- aðan persónuleika, minnkaða getu til að framkvæma flókin fyrirmæli eða leggja raunhæft mat á framtíð- ina, ruglingslegar hugsanir, siðleysi (venjur), sljóa innsæisgáfu og engan möguleika á vellíðan við eðlilegar aðstæður. ímyndaðar framkvæmdir Forfallinn efnaneytandi ímyndar sér líka framkvæmdir og afrek. Það er erfitt fyrir hann að leggja hlut- lægt mat á hvert stefnir um líf hans og persónuleika. „Þessir unglingar þurfa að hætta allri lyfjanotkun í u.þ.b. þrjá mánuði til þess að geta séð hvernig raun- verulega er komið fyrir þeim; — hve þeir eru langt frá því að vera lengur þær skýru athafnasömu og virku persónur sem þeir voru áður,“ sagði dr. Lehmann. Vansköpuö afkvæmi Efnið safnast fyrir í kynfærunum Dr. Nakas, sem hefur varið undan- förnum fimm árum til marijúana- rannsókna, segir að áhrif efnisins séu 10.000 sinnum sterkari en áhrif áfengis og að efni, sem myndast af marijúana, safnist fyrir í eistum karla og eggjakerfum kvenna. Berst til ófæddra barna Nýjar rannsóknir á vegum the President’s Marijúana Commission sanna að marijúana berst til ófæddra barna í móðurkviði. Marijú- ana getur því, eins og heróín, borist úr blóði móðurinnar í blóð ófædds barns sem fær svipað magn af THC og móðir þess. Brenglaðir litningar I rannsókn í háskólanum í Utah árið 1973 kom í ljós að 60% marijú- aneytenda voru með verulega brenglaða litninga. Rannsóknir dr. Tennants sýna einnig brenglaða litn- State-sjúkrahússins í New York, segir að eftirlit verði að hafa með eiturefnum vegna þess að þau geti orðið skaðleg öðrum en neytendum. „Það eru áhrif þeirra á hegðun sem gera vanabindandi efni hættuleg öðrum," sagði hann. Geðrænt mat Dr. Brill sagði einnig: „Alvarleg- asta atriðið varðandi þessi efni er því ekki líkamleg áhrif þeirra heldur þau áhrif sem þau hafa á hegðun manna. Aðaláhyggjuefnið er i fyrsta lagi að hópnotkun þeirra breiðist út til annarra við geðrænt smit; — á því er lítill vafi. Iöðru lagi valda þau andlegum örkumlum sem gera marga þeirra sem fyrir áhrifum verða að afætum á þjóðfélaginu. Og í þriðja lagi veldur tímabundin notk- un marktækum áhrifum á hegðun þó að í smáum stíl sé, brenglar dóm- greind og veldur öðrum ruglingi sem er hættulegur í flóknu, síbreytilegu samfélagi. Öll þessi atriði varða hegðun manna; öll varða þau velferð annarra. skammti en þurfi sífellt meira og meira til þess að komast í sams kon- ar vímu og fyrst þegar lyfsins var neytt. Neytandinn getur aukið reyk- ingar þar til hann ærist en oft verð- ur hann leiður á því áður en svo er komið. „Nú er nóg komið" og hættir að nota lyfið. En þeir sem komnir eru á kæruleysisstigið hafa tilhneig- ingu til að leiðast út í neyslu ann- arra efna. Sumir fara yfir í LSD og/eða örvandi efnið amfetamin. Þeir komast síðar á það stig að geta ekki sofið, eru ekki starfhæfir af því að þeir geta ekki hætt að hugsa." Neytandinn er í tengslum við eitur- efnamarkaðinn og hann veit því að eina leiðin til að láta sér líða vel næst er með heróínsprautu. Hann fær eina slíka og þá getur hann strax sofið, borðað og komist í bestu vímu sem hann hefur kynnst. Dr. Lehmann, sem hefur verið í beinu sambandi við eiturefnaneyt- endur í mörg ár, segir að margir þeirra haldi í upphafi að marijúana sé ekki vanabindandi og að þeir geti hætt hvenær sem þeir vilji. Þeim finnst þetta „hreinlegra" en að drekka og finnst að dreifing og neysla eigi að vera lögleg. Þegar þetta sama fólk er lengra leitt í notkuninni viðurkennir það að notk- un efnisins að staðaldri var því skað- leg og að það var nær ógjörlegt að hætta án læknishjálpar. „Það var líka augljóst að síneyt- endur höfðu tilhneigingu til að auka notkunina og margir leiddust út í neyslu sterkari efna,“ sagði dr. Leh- Ahrif lífrænna leysiefna á hæfíleika fólks tii að skrifa. Eftir nokkrar stundir er skriftin orðin óskiljanleg. inga hjá 60% þeirra er rannsakaðir voru. Samkvæmt þvi sem dr. Lehmann segir hafa rottur og mýs, sem ekki höfðu neina tilhneigingu til afbrigði- leika verið rannsakaðar. Eftir að dýrin fengu marijúana eignuðust þau dverga og unga með afmyndaða kjálka. Dr. Vincent D. Lynch við St. Johnjms-háskóla birti skýrslu um rannsóknir sem kostaðar voru af National Institute of Mental Helth (Geðheilbrigðisstofnuninni). Þessi skýrsla sýnir að marijúana-notkun getur valdið vansköpun á fóstri. f rannsókninni var grislingafullum rottum og músum gefinn marijúana- revkur sem jafngilti því sem maður fær við að reykja eina marijúana- sígarettu á dag í tíu daga. Dýrin eignuðust afkvæmi með alvarlega erfðagalla. Tuttugu af hundraði fæddust með mjög alvarlega galla. Dr. William F. Gerber við lækna- skólann í Georgíu gerði tilraunir með hreina marijúana-kvoðu sem olli alvarlegum útlitsgöllum hjá dýr- um. Félagslegt tjón Dr. Lehmann segir algengt að fá- tæklingar sums staðar í Miðaustur- löndum og á Jamaica noti vímu sem flótta frá erfiðu lífi. Þetta hefur í för með sér stöðnuð þjóðfélög. Dr. Henry Brill, forstjóri Pilgrim Lögleiðing Dr. Harold Kalant, stjórnandi rannsókna hjá Addiction Research Foundation í Toronto, var áður á þeirri skoðun að marijúana væri fremur meinlaust. Nú segir hann: „Hugtakið „öruggt eiturefni" er ekki til.“ Leiðir til annarra lyfja Dr. Albert Greenwood, taugasér- fræðingur við Columbia Presbyteri- an sjúkrahúsið, segir að marijúana leiði til vana sem erfitt sé að losna undan, síendurtekin neysla geti leitt til notkunar stærri skammta í senn og síðar yfir í sterk eiturefni. „Delta-9-THC, hinn virki hluti í marijúana, er óuppleysanlegur í vatni og líkamsvessum en leysist upp í áfengi. Það leysist mjög vel upp í fitu og binst við frumuvökva og frumuprotein. Það síast hægt út um þarmaveggi. Það orsakar ensímframleiðslu í lungna- og lifr- arvefjum. Úrgangsefni þess safnast fyrir í heila og öðrum vefjum en hverfa úr líkamanum á sjö dögum með þvagi og saur. Efnið veldur mjög fljótlega auknu þoli í öllum dýrategundum, einnig í mönnum." Þetta voru orð dr. Lehmanns. Dr. Lehmann segir að síneytandi komist í vímu af upphaflegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur marijúana heimskandi lyf, skaðlegt mönnum og þjóðfélagi. „Það væri álíka skynsamlegt að afnema lögin sem varða notkun og sölu marijúana og að afnema um- ferðarlögin. Sagt er: „Fyrst allir nota það hvort sem er (það er ekki rétt) er eins gott að leyfa það.“ Mörg hundr- uð þúsund manns brjóta umferðar- lögin á ári hverju. Hvílíkt öngþveiti myndi þó myndast ef engin umferð- arlög væru í gildi," sagði dr. Leh- mann. Það varð vandræðaástand í Sví- þjóð þegar þar var reynt að stemma stigu við mikilli amfetamíns-notkun með því að gera mönnum auðveldara að nálgast efnið. Notkun amfeta- míns margfaldaðist. Stjórnvöld sáu hvaða mistök þetta voru og settu ströng lög sem nákvæmlega var fylgt eftir. Japönum hefur gengið best að ráða við eiturefnavandamálið með því að nota fræðslu, strangar laga- setningar, miklar sektir og harða dóma. „Áfengi á líklega sök á fleiri harmleikjum í heiminum en nokkurt annað eiturefni. Er það því skyn- samlegt þegar hinir fullorðnu skaða sjálfa sig með áfengi að unga fólkið vinni sjálfum sér tjón með marijú- ana?“ spyr dr. Lehmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.