Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 Lítið færanlegt iðnfyrirtæki til sölu. Hentugt fyrir mann sem vill skapa sér auka- atvinnu. Upplýsingar í síma 95-5468. Veiðifélag Elliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld í Vesturröst, Vatnsenda, Elliðavatni og Gunnarshólma. Á sömu stöðum geta unglingar og ellilífeyrisþegar í Reykjavík fengið afhent ókeypis veiði- leyfi. Veiöifélag Elliðavatns. Kristushöfuð frá 19. öld (1843) Tilboö óskast sent augld. Mbl. merkt: „List 89“. Nú fer hver að verða síöastur að bragða á kínversku réttunum okkar Laugardags og sunnudagskvöld •ó-.Qi Fyrir þá sem kunna að meta fisk, fjöl- breytt úrval sjávarrétta meðal annars i okkar margumtalaða fiskisúpa. Kaffivagninn Grandagarði, sími 15932. Blaðburðarfólk óskast! Austurbær Laugaveg 101 — 171 Minning: Jón Guðmundsson frá Norðurgarði Fæddur 14. ágúst 1899 Dáinn 15. apríl 1983 „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka.“ (Einar Benediktsson.) í dag er lagður til hinstu hvíldar í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdal, Jón Guðmundsson, fyrrum bóndi að Norðurgarði í sömu sveit. Með þessum fátæklegu orðum er ekki ætlun mín að rekja æviferil tengdaföður míns svo tæmandi sé, til þess skortir mig svo margt. Jón fæddist 14. ágúst 1899 í Túninu, sem svo var nefnt, það var lítil jörð í næsta nágrenni Ketilstaða í Mýrdal. Foreldrar hans voru hjón- in Guðmundur Guðmundsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Hann var fjórði f aldursröð af tólf börn- um þeirra. Ungum var honum komið í fóstur til vandalausra, eins og títt var um börn í þá daga, sérstaklega frá barnmörgum heimilum. Fyrst var hann einhvern tíma í Norðurgarði, og síðar á Ketilstöð- um. Fljótlega eftir fermingu fór hann í vinnumennsku til Eyjólfs bónda og rithöfundar á Hvoli í sömu sveit. Þar var hann heimil- isfastur til ársins 1923, er hann hóf búskap að Norðurgarði. Það sama ár gekk hann að eiga unn- ustu sína, Guðrúnu Erlendsdóttur, ættaða frá Giljum í Hvolhreppi. Hún lést fyrir rúmum þrem árum. Blessuð sé minning hennar. Á þessum árum var erfitt að byrja búskap fyrir eignalaust fólk og það sem leiguliðar á lítilli jörð. En með viljastyrk og harðfylgi tókst þeim að sigrast á þessum erfiðleikum og verða vel bjarg- álna. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi, talin í aldursröð: Er- lendur, ólafía, Sigurður, Valdimar og Rannveig. Barnabörnin eru 19 og barnabarnabörn komin nokkuð á annan tug. Kynni mín af þessum mætu hjónum hófust fyrir kringum 35 árum, er ég kom fyrst á heimili þeirra, sem tilvonandi tengdadótt- ir og á þau kynni féll aldrei skuggi. Bæði voru þau hjón mjög gestrisin, enda óvenju gestkvæmt á heimili þeirra. I Norðurgarði bjuggu þau til ársins 1960, en brugðu þá búi og fluttu til Víkur í Mýrdal. Stundaði Jón þar ýmsa vinnu er til féll og fyrstu árin fóru þau hjón bæði á vetrarvertíð til Vestmannaeyja, meðan heilsa þeirra leyfði. Eftir það var hann svo lánsamur að hafa létta vinnu hluta úr degi hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík, svo lengi sem kraftarnir entust og fyrir það var hann mjög þakklát- ur. Guðrún andaðist sem fyrr segir fyrir rúmum þrem árum. Eftir það bjó Jón einn að mestu, að eig- in ósk. Það sem gerði honum það mögulegt, voru hans góðu ná- grannar í Vík. Sfðustu þrjá mán- uðina dvaldi hann í Hrafnistu f Hafnarfirði og andaðist þar þann 15. þ.m. Jón var mjög greiðvikinn maður og vildi hvers manns vanda leysa, ef hann gat því við komið. Hann var hreinskilinn og heiðarlegur og sagði gjarnan meiningu sína um- búðalaust, því hræsni átti hann ekki til. Nú þegar hann er allur, þökkum við samfylgdina hér í þessu lífi og biðjum honum blessunar Drottins í landi eilífðarinnar. Ég vil að end- ingu gera þetta vers að lokaorðum mínum: „Af eilífdar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greidir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, þaA stefnir á edri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir.** (Einar Benediktsson.) Sesselja Þórðardóttir Hólmavík: Hólmadrangur á Hólmavíkurhöfn í gær, er skipið kom til heimahafnar í fyrsta skipti. Hólmadrang- ur í fyrsta sinn til heimahafnar llólmavík, 28. apríl 1983. HÓLMADRANGUR ST 70 kom í fyrsta sinn til heimahafnar, Hólmavikur, í dag. Hann landaði hér um 50 lestum af þorski, sem verður unninn í landi. Skipstjóri á Hólmadrangi er Magni Krist- jánsson. — Fréttaritarar Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokið undankeppni í butler-keppni félagsins og urðu úrslit þar þessi: A-riðill Sigtryggur Sigurðsson — Stefán Guðjohnsen 192 Sigurður Vilhjálmsson — Sturla Geirsson 182 Bragi Erlendsson — Ríkarður Steinbergsson 179 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 174 Guðmundur Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 166 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 166 B-riðill Guðlaugur Jóhannsson — Örn Arnþórsson 180 Guðni Þorsteinsson — Sigurður B. Þorsteinsson 180 Þorfinnur Karlsson — Gísli Hafliðason 176 Jón Baldursson — Hörður Blöndal 169 Jakob R. Möller — Runólfur Pálsson 168 Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 164 Þessi pör munu spila til úr- slita nk. miðvikudag og byrja þau með einn þriðja af skor úr undankeppninni. Að auki verður frjáls spilamennska á miðviku- daginn skv. nánari ákvörðun stjórnar, en þetta kvöld er síð- asta spilakvöldið hjá félaginu á þessu starfsári. Landsliðið í bridge til Þýzkalands Landsliðsnefnd Bridgesam- bandsins hefur valið liðið sem mun keppa fyrir hönd íslands á Evrópumótinu f Wiesbaden í sumar. Það er þannig skipað: Guðmundur Pétursson fyrirliði, Guðmundur Páll Arnarson, Þór- arinn Sigþórsson, Jón Baldurs- son, Sævar Þorbjörnsson, Jón Ásbjörnsson og Símon Simon- arson. Evrópumótið verður hald- ið dagana 16. til 30. júli. Opni tví- menningurinn spilaður um helgina Opinn tvímenningur Bridge- sambandsins og Samvinnuferða/Landsýnar verður spilaður í menningar- miðstöðinni við Gerðuberg í Breiðholti dagana 30. apríl til 1. maí. Spilamennska hefst kl. 10.00 f. hádegi á laugardag og stendur til 19.30. Á sunnudag hefst spilamennska kl. 13.00 og stendur til kl. 18.00. Fullbókað er í mótið eða 48 pör. Keppnisstjóri verður Sigurjón Tryggvason. Bridgedeild Skagfirðinga Nú mun um nokkurt skeið verður spilaður tvímenningur á þriðjudagskvöldum, í einum eða tveim riðlum eftir þátttöku. 26. apríl urðu eftirtalin pör efst (átján para riðill): Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 272 Guðni Kolbeinsson — Magnús Torfason 261 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 225 Baldur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 218 Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 218 Meðalskor 210 Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Keppnisstjóri er Guðmundur Kr. Sigurðsson, hinn síungi stjórnandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.