Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 33 Magnúsína Friðriks dóttir - Minning Fædd 14. maí 1889 Dáin 19. aprfl 1983 Magnúsína var fædd að Núpi í Vestur-Eyjafjallahreppi, og var hún ein af þeim elstu í sínum fjöl- menna systkinahópi, en foreldrar hennar, Oddný og Friðrik Benó- nýsson, eignuðust saman 20 börn og var einn af sonum þeirra, hinn landsþekkti aflamaður, Binni í Gröf. Þau hjónin, Oddný og Frið- rik, fluttu út til Eyja árið 1902, og þá í nýbyggt hús sitt, Gröf, þar sem þau bjuggu svo alla sína löngu búskapartíð, fram í háa elli. Magnúsína Friðriksdóttir í Gröf, fékk ung á sig dugnaðarorð, til flestra verka, sem ungar stúlk- ur urðu þá að vinna, þar á meðal fiskaðgerð. Árið 1910, giftist Magnúsína Hannesi Hanssyni frá Landakoti. Stuttu síðar keyptu þau timbur- húsið Hvol, sem stóð vestan við Heimagötu, næsta hús sunnan við Batavíu. Á Hvoli bjuggu þau hjón um 20 ár og voru ætíð kennd við það húsnafn. Ungu hjónunum á Hvoli búnað- ist vel og kom fljótlega í ljós, hversu mikill forkur húsmóðirin var til allra verka og búsýslu. Hannes eiginmaður Magnúsínu var hörku sjómaður og stundaði sjómennsku í Eyjum í um 30 ár. Þar af var hann um 20 ár mótor- bátaformaður, en hin árin vél- stjóri. Fyrstu búskaparár þeirra hjóna var Hannes vélamaður hjá Gísla Magnússyni í Skálholti, upp á hæsta hlut, og fengu þau því á þeim árum ekki svo lítinn fisk til aðgerðar og umhirðu. En þá var allur fiskur verkaður í saltfisk og sólþurrkaður úti á stakkstæðum á sumrin, og kom það mest í hlut húsmóðurinnar á Hvoli að sjá um fiskþurrkunina. Vann hún fyrstu árin oft að því verki ein og svo með börnum sínum, þegar þau gátu farið að hjálpa til, þó ung væru. Þegar þau hjón byrjuðu að búa á Hvoli, fengu þau sér eina kú til búdrýginda eins og margt fleira tómthúsfólk hafði á þeim árum í Eyjum. Síðar urðu kýrnar tvær og var svo fram undir 1940. Allt þetta jók á erfið störf húsmóðurinnar, þó að hún annaði því öllu, með sínum alkunna dugnaði. En þannig voru kjör margrar sjómannskonunnar í Eyjum á fyrri hluta þessarar aldar. Þær gættu bús og barna af miklum dugnaði og fyrirhyggju, en oft hef- ur nætursvefn þeirra ekki verið vær né langur, því að margar þeirra urðu að gæta og hirða um ung börn, nætur og daga. Þá bætt- ist það og á sjómannskonurnar, að hafa þungar áhyggjur og hugar- angur af sínum nánustu, þegar þeir voru úti á sjónum í vondum veðrum og ekkert fréttist af þeim, fyrr en þeir komu að landi. Á Hvoli bjuggu þau hjón fram til um 1930 en þá byggðu þau sér stórt og vandað þrílyft steinhús, sem þau nefndu Hvol. Það hús stóð norðan við Urðaveg no. 17, en fór undir hraun, gosárið 1973, ásamt öllum öðrum húsum við Urðaveginn. Árið 1947 fluttu þau hjónin frá Hvoli til Reykjavíkur og keyptu sér þá íbúð að Auðarstræti 5 og bjuggu þar saman, þar til að Hannes lést 18. júní 1974, eftir þungbær veikindi hans síðasta æviár. Eftir lát Hannesar, bjó Magnús- ína ein í ibúð sinni og annaðist um sig sjálf, þó sjón hennar væri orð- in mjög döpur síðustu æviárin. Stuttu eftir síðustu áramót þurfti Magnússína á sjúkrahúsvist að halda og var þá tekin inn á Landa- kotsspítala þar sem hún fékk ágæta hjúkrun og umönnun, sem hún var mjög þakklát fyrir. Þau hjónin Magnúsína og Hannes eignuðust 12 börn og eru nú sex þeirra á lífi. Það fólk, sem þekkti Magnúsínu á Hvoli blessar minningu hennar, því að hún var góð kona. Hún verður jarðsungin frá Landa- kirkju í dag, laugardaginn 30. apríl. E.G. Nýlátin er á Landakotsspítala Magnúsína Friðriksdóttir, tæp- lega 94 ára að aldri. Er þar með lokið langri og viðburðaríkri æfi tápmikillar dugnaðarkonu. Hún var fædd að Núpi undir Eyjafjöll- um 14. maí 1889 og voru foreldrar hennar Friðrik Gissur Benónýsson og Oddný, dóttir Benedikts Magn- ússonar bónda á Efstu-Grund og Elínar Stefánsdóttur konu hans. Friðrik og Oddný reistu bú að Núpi en fluttust árið 1902 til Vest- mannaeyja og bjuggu í Gröf. Frið- rik var formaður á áraskipi frá Grindavík, en síðar, er vélbátar komu til sögunnar, eignaðist hann hlut í Portlandinu og Friðþjófi Nansen og var skipstjóri með þá. Hann stundaði dýralækningar í Eyjum og stundum aðstoðaði hann Halldór lækni við aðgerðir og krufningar. Oddný og Friðrik eignuðust 20 börn og ólu upp 2 börn þar að auki og var það allt mesta myndarfólk og karlmenn- irnir miklir sjómenn. Má þar nefna Þorbjörn, sem lengi var há- seti á togurum með Tryggva Ófeigssyni og síðar Bjarna Ingi- marssyni, hörku sjómaður og góð- ur hagyrðingur, ennfremur Ben- óný skipstjóra (Binni í Gröf), ein- hvern mesta aflamann og aflak- óng í Eyjum í mörg ár. Langafi Magnúsínu var franskur, Louis Henry Joseph Vanderoruys, er varð skipreika ásamt 10 félögum sínum af fiskiskútunni Morgun- roðinn (l’Aurore), sem strandaði á Skálarfjöru í Meðallandi 13. apríl 1818. Rúmum 9 mánuðum eftir strandið fæddi Valgerður Jóns- dóttir, ógift, son er skírður var Benóný Hendriksson. Jóhann Gunnar Ólafsson fv. bæjarfógeti hefur skrifað merkan þátt af þess- um atburðum m.a. ( Sjómanna- dagsblað Vestmannaeyja 1974. Þar segir hann meðal annars: „Það er þróttmikill stofn, sem kominn er af þeim Louis Henry Joseph Vanderoruys og Valgerði Jónsdóttur og verður ekki sagt að hann hafi að ófyrirsynju á lífsleið sinni dvalist um stund 1 Meðal- landi, en ekki er kunnugt um feril hans eftir brottför frá Islandi, og ekki mun hann hafa rennt grun í, hversu mikið kjarnafólk þessi ís- lenski ættbálkur hans átti eftir að verða." Magnúsína heitin dvaldist til 18 ára aldurs í Holti hjá séra Kjart- ani Einarssyni og lét vel af dvöl sinni þar, en fluttist þá til Vest- mannaeyja og giftist Hannesi Hanssyni formanni og útvegs- bónda í Eyjum. Þau eignuðust 12 börn og eru 6 þeirra á lífi, 3 synir, Ögmundur, Einar og Árni, og 3 dætur, Hansína, Vigdís og Guð- björg. Fjögur barna þeirra dóu ung að aldri, en Ágúst fórst í flugslysi árið 1951 óg Ottó lést í Vestmannaeyjum árið 1966. Það lætur nærri, að það hefur verið mikið starf hjá húsmóðurinni á Hvoli að stjórna svo stóru heimili. Á vertíðum voru þar að auki sjó- menn og aðgerðarmenn, en allt þetta gerði hún af myndarskap, enda var hún alltaf létt í lund og bjartsýn. Theodór heitinn Frið- riksson rithöfundur hefur lýst skemmtilega og lifandi dvöl ver- tíðarmanna í kjallaranum á Hvoli og róðri á mb. Ara, sem Hannes var formaður á. Hannes Hansson var mikill dugnaðar- og kappsmaður og var formaður á mörgum bátum í Eyj- um og ætíð aflasæll. Þau hjónin fluttust til Reykjavíkur 1947, og vann Hannes við olíuafgreiðslu hjá Olíufélaginu. Hannes andaðist á Landakotsspítla 18. júní 1974 eftir þungbær veikindi. Magnús- ína bjó síðan ein í ibúð sinni að Auðarstræti 5, þar til sjónin var að mestu farin, en í nóvember sl. fékk hún aðkenningu að slagi og var þá flutt á Landakotsspítala og lifði þar í 5 mánuði. Aðstandendur flytja læknum og hjúkrunarfólki alúðarþakkir fyrir góða hjúkrun. Útför Magnúsínu verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 30. apríl nk. Blessuð sé minning Magnúsínu Friðriksdóttur. Magnús Geirsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM Útsölustaðir: Kaupfélögin um allt land HJÓLBARÐASALA Höfðabakka 9 /-83490-38900 Á ATLAS eru þér allir > vegir j/ færir Aukið öryggi fyrir þig.þína og þá sem á vegi ykkar verda. ATLAS hjólbarðar . Minni bensíneyðsla, meiri ending. SAMBANDIÐ VÉLADEILD Ritverk Guðmundar G. Hagalín 1.-15. - Fyrri hluti Guðmundur G. Ilaxalín Sairnamaðurinn mlkli Höfundur fjölmargra óviöjafnan- legra sögupersóna, kvenna og karla. Sjór minninga, sérstæöur húmorlsti. J Ég veit ekki betur — Sjö voru sólir á lofftí — llmur liðinna daga — Hér er kominn hoffinn — Hrævareldar og himinljómi — Stóó ég úti í tunglsljósi — Ekki fæddur í gær — Þeir vita það fyrir vestan — Fílabeinshöllin — Virkir dagar I — Virkir dagar II — Melakóngurinn, smásögur — Kristrún í Hamravík o.fl. — Sturla í Vogum — Þrjár sögur. Almenna bókaffelagið, Austurstræti 18, sími 25544 Skemmuvegi 36 Kóp. Sími 73055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.