Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 35 Sigrún J. Einars- dóttir - Minning Fædd 25. febrúar 1938 Dáin 26. aprfl 1983 Elsku Sigrún okkar er látin. Hún lést að heimili sínu þriðju- daginn 26. apríl, eftir erfiða sjúk- dómslegu. Við minnumst Sigrúnar sem glæsilegrar og heilbrigðrar konu en ekki síður sem sjúkrar konu, sem bar sig eins og sú ein er skynsemina hefur, síglöð og já- kvæð. Sigrún var dóttir Sigríðar Júní- usdóttur og Einars G. Guðmunds- sonar. Hún ólst upp með móður sinni og stjúpföður, ásamt tveim- ur hálfsystrum, í Vestmannaeyj- um. Ung að árum fór hún að heiman í Kennaraskóla íslands, þar lagði hún stund á hannyrðir. Fór síðan til Noregs og dvaldi þar í einn vetur við nám. Síðan lá leið- in austur að Eiðum þar sem hún hóf kennslustörf, og þar og á Hall- ormsstað kenndi hún hannyrðir þar til hún varð að láta af störfum vegna veikinda fyrir um ári síðan. Á Eiðum kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Ástráði Helg- fell Magnússyni frá Uppsölum. Þeim varð þriggja barna auðið, þau eru: Sigríður Júnía 19 ára, Magnús 17 ára og Jóhanna 15 ára. Að þeim öllum er sár harmur kveðinn við fráfali elskulegrar eiginkonu og móður. Sigrún var mikill listunnandi. Hún hafði mikla ánægju af tón- list, myndlist og góðum bókum. Við höfum ávallt haft mikla ánægju af dvöl Sigrúnar og Ást- ráðs á heimili okkar, en skuggi hefur verið yfir heimsóknunum síðasta árið vegna sjúkdóms henn- ar. Og við fjölskyldan minnumst elskulegra samverustunda á heim- ili þeirra. Fyrir tæpu ári fórum við til Spánar ásamt þeim og nut- um ferðarinnar með þeim á allan hátt, og þó Sigrún væri þá orðin veik gerði hún sitt besta til að allir nytu ferðarinnar sem best. Ástráði er mikill sómi af um- hyggju sinni og fórnfýsi í veikind- um hennar. Betri hjúkrun hefði hún ekki getað fengið. Að sjá Ástráð hjúkra Sigrúnu var kennslustund í kærleika. Að leiðarlokum sem þessum vill hugurinn staldra við og fá mann til að líta yfir farinn veg. Og þegar við kveðjum Sigrúnu hinstu kveðju er okkur þakklæti efst í huga, því hjálpsemi hennar og gleði var slík að gott var með henni að vera. Við kveðjum hana með söknuði, þökkum góða sam- fylgd og félagsskap og biðjum henni blessunar Guðs á hennar nýju vegferð. Guð blessi fjölskyldu hennar. Dídí og Steini Hún Sigrún okkar er dáin. Lífsganga hennar, örðug síðasta spölinn, er á enda. Við taka bjartir stígar hins æðra heims. Við hin sem göngum áfram, stöldrum við óvissari um framtíð- ina en áður, með spurningu á vör- um sem við fáum líklega aldrei svar við. Af hverju? Dauðinn tók Sigrúnu frá okkur. Það gat hann. En við eigum eitt eftir sem hvorki hann né nokkuð annað fær tekið frá okkur. Minninguna um elsku Sigrúnu okkar sem var svo róleg og góð. Þá minningu eigum við nú og munum eiga óskerta allt okkar líf. Minnisstæð eru okkur samtöl hennar við vini sína sem spurðu um líðan hennar. Þá fyllist maður stolti yfir að hafa þekkt Sigrúnu, sem ekki vildi íþyngja sínum nán- ustu, heldur bera byrðina ein, hún sat þjáð af sjúkdómnum og sagði brosandi að sér liði vel, en spurði um líðan annarra í staðinn. Það var alltaf notalegt að hafa Sigrúnu og Ástráð á heimilinu. Við kveðjum Sigrúnu svo rík af minningum en samt svo fátæk í tómleikanum. Ástráður, Jóhanna, Sigga og Magnús! Erfitt er að fá styrk í svo mikilli sorg. En þó má finna hugg- un í orðum Matthíasar Jochums- sonar: Kn andinn vitjar vor aftur og ylur ad hjartanu snýr; þá sjáum vér gegnum svalandi tár, hve sorgin er Tógur og dýr. Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir daudans haf, og lyftir í eilífan aldingard því öllu, sem Drottinn gaf. Guð blessi elsku Sigrúnu okkar. Þorsteinn og Berglind mjög á óvart, því að síðustu vik- urnar þótti sýnt að hverju stefndi. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast tengda- föður míns. Ég kynntist Hjálmari heitnum ekki fyrr en hann var kominn af léttasta skeiði eins og sagt er, þá nær sextugu, en fáa menn hef ég þekkt um dagana sem höfðu slíkt þrek sem hann. Á hverju sumri sló hann með orfinu sínu 300—400 hesta, hljóp um haga og kleif fjöll allt fram á síð- asta ár. Hann minnti um margt á kappa úr íslendingasögunum enda hafði þingmaður hans fyrrum, Steingrímur Steinþórsson, ein- hverju sinni að orði við Hjálmar að hann líktist einna helst Kol- beini grön úr Sturlungu. Hjálmar var um áratuga skeið fjallkóngur þeirra Deilddælinga. Fjárglöggur var hann með afbrigðum og hesta- maður góður, enda átti hann góða hesta oft á tíðum. Sjálfsbjargarviðleitni var rík hjá Hjálmari og reynt var að draga björg í bú með ýmsum hætti hér áður fyrr. Eitt var það sem þeir sveitungar Jón á Grindum og Hjálmar gerðu um árabil, að reka lömb sín oftast í ágúst til slátrun- ar út á Siglufjörð og selja afurðir sínar í síldarskipin og einnig til heimamanna. Svona ferðir um langan veg hljóta oft á tíðum að hafa verið erfiðar en þeir félagar stóðust hverja raun. En nú er önn- ur tíð, tækniöld riðin í garð með nýjum siðum en mér fannst á Hjálmari að þessi liðna tíð með þeirra tíma búskaparháttu hefði ekki skilað minna til bóndans en tæknivæðingin gerir í dag. Hjálm- ar átti ættir sínar að rekja til þeirra sæmdarhjóna Páls Þor- gilssonar bónda á Brúarlandi og konu hans, Guðfinnu Ástu Páls- dóttur. Þau hjón Páll og Guðfinna eignuðust 7 börn og var Hjálmar fjórða barn þeirra. Afi hans var Þorgils óðalsbóndi að Kambi. Ekki var skólaganga Hjálmars mikil en það sagði hann mér að einhverju sinni að fyrirhugað hefði verið að hann færi að Hólum, en örlögin gripu þar inn í því faðir hans dó um sumarið svo að ekkert varð af skólagöngunni. Árið 1928 gengur Hjálmar að eiga Steinunni Hjálm- arsdóttur Þorgilssonar frá Kambi, mikla sæmdarkonu. Þau hjón hófu búskap að Kambi það sama ár og þar bjó Hjálmar allan sinn bú- skap. Árin líða. Þau hjón eignuð- ust 10 börn, þar af dóu 3 á unga aldri. Þau sem lifa eru: Guðrún húsfreyja, Hólkoti; Páll starfs- maður Kaupfélags Skagfirðinga; Ragnar byggingameistari, Hafn- arfirði; Ásta húsfreyja, Hafnar- firði; Þóranna húsfreyja, Há- leggsstöðum; Hulda húsfreyja, Hafnarfirði og Skarphéðinn bygg- ingameistari, Hnífsdal. Afkom- endur þeirra hjóna eru að nálgast sjötta tuginn. Árið 1942 verður Hjálmar fyrir þeirri þungbæru reynslu að missa konu sína frá sjö ungum börnum. Það er ef til vill þá sem reynir á manninn, en Hjálmar bognar ekki, hann heldur búi sínu áfram ásamt börnum sín- um en tvö vistuðust hjá frændfólki þeirra hjóna. Ég hygg að oft á tíð- um hafi starfsdagurinn verið langur hjá bóndanum, dagur og nótt runnið saman í eitt, en Hjá- lmar heitinn hafði alveg ótrúlegt þrek. Hann fékk í arf ýmsa þá eig- inleika sem farsælleg hafa reynst með íslenskri þjóð í gegnum al- dirnar. Heiðarleika í leik og starfi, góðvild til manna og málleysingja. Hann trúði ávallt á hið góða í hverjum manni eða þar til annað kom í ljós. Sögufróður var hann og marga stökuna lét hann frá sér fara um dagana og jafnvel heilu bragina sveitungum sínum til gleði og gamans. Hugur hans var skýr allt fram til hins síðasta. Um það bil tveimur vikum fyrir andlát sitt lét hann okkur heyra þessa vísu: Oðum styCti.st, eg það finn, ört fer degi að halla, nú sofna eg í síðasta sinn sáttur vel við alla. Við sjáum á þessum orðum hans að innri styrk hafði hann allt til leiðarloka og veivildarhug til sam- ferðamannanna. Síðustu mánuð- ina dvaldi Hjálmar hér sunnan- lands vegna þeirrar veiki sem dró hann að lokum til dauða, hann naut aðhlynningar lækna og alls sjúkraliðs St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði og vil ég flytja þeim þakkir allra aðstandenda hans fyrir þá umönnun. Ég vil að lokum votta öllum að- standendum hans samúð mína. Minningin um góðan dreng mun lifa í hugum okkar. Þórarinn Andrewsson + Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö viö útför móöur, tengda- móöur, ömmu og langömmu, GUDRÚNARJÓNSDÓTTUR. Jón Sævar, Birna og börnin. Eiginmaöur minn, BENEDIKT VALDIMARSSON, fyrrv. verslunarstjóri, Gautlandi 13, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík mánudaginn 2. maí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Elísabet Thorarensen, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, afa og bróöur, JÓNS JÚLÍUSSONAR, Noröurkoti, Kjalarnesi. Fyrir hönd barna, barnabarna og systkina, Guðfinna Júlíusdóttir. + Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁSTRÓSAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Lindargötu 11 A. Marinó Sólbergsson, Sólborg Marinósdóttir, Rúdólf Ásgeirsson, Þorsteinn Marinósson, Helga Valdemarsson, Áslaug Marinósdóttir, og barnabörn. + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUDMUNDAR GÍSLASONAR, umboössala, Noröurbrún 1. Ásta Þórhallsdóttir, Björn Guömundsson og Ólafía Ásbjarnardóttir, Hólmfríður Guömundsdóttir og Guömundur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, HANNES ÓSKAR SAMPSTED, vélsmiöur, Vífilsgötu 7, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. maí kl. 3 e.h. Hanna íris Sampsted, Anna María Sampsted, Erna Sampsted, Louise Sampsted, Harry Sampsted, Óskar Gunnar Sampsted, Hékon Sigurjónsson, Garðar Guömundsson, Haukur Guömundsson, Ragnar Sólonsson, Anna Alfonsdóttir, Stefanía Karelsdóttir, börn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁRSÆLAR GRÓU GUNNARSDÓTTUR, Vallarbraut 3, Akranesi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lyflækpadeildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góöa umönnun. Guö blessi ykkur öll. Óskar Guðjónsson, Anna Þorsteinsdóttir, Þórunn Árnadóttir, Böóvar Þorvaldsson, Þórdís Árnadóttir, Halldór Guðmundsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móður minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki lyflækninga- deildar 14 G Landspítalanum. Unnur Dóra, Eiríkur Hagan, Anna Léra Hagan, Haraldur G. Hagan, Helga Þóröardóttir, Anna Kristjánadóttir, Jón H. Jónsson, Unnur Dóra Kristjánsdóttir, Árni B. Björnsson Gunnlaugur Kristjánsson, Þóröur Kristjánsson, og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.