Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1983 39 fclk í fréttum • /V J.R. og hattarnir + Larry Hagman er allt ööru vísi í einkalífi sínu en sá vondi J.R. í Dallas. Hagman safnar höttum í frístundum sínum og á nú oröiö um tvö hundruö af öllum geröum. Vinur Hagmans, Ronald Reagan, safnaði líka höttum en þegar hann var kosinn forseti gaf hann „J.R.“ allt safniö sitt. Sagðist ekki geta notaö þaö í Hvíta húsinu. Larry safnar raunar ekki bara höttum, hann á líka mjög gott safn af grímubúningum, fánum og stöfum. Dallas-þátturinn geröi Larry ríkan og frægan á svipstundu, en velgengnin getur veriö varasöm. Larry fékk aö reyna þaö. i tvö ár lá hann meö lappirnar upp í loft hjá sálfræölngi til aö finna sjálfan sig. Hann haföi heppnina meö sér og aö lokum bar fundum þeirra saman. Gallinn viö aö eiga mikla penlnga er sá, segir Larry, aö þá hugsa menn ekki um annað en hvernig þeir geti eignast enn meiri peninga. Larry segist þó vera hættur aö velta þvi fyrir sér og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Hann hafi aö visu 85—90 millj. ísl. kr. í laun á ári en eigi þó í engum vandræöum meö aö koma þeim í lóg. Ætlar Karólína að fara að gifta sig? + Karólína prinsessa af Mónakó er mikið í fréttunum og nú síöast sögöu frönsk blöö frá því, aö hún ætlaöi að fara að gifta sig. Ekki í kirkju eöa í hvítum brúöarkjól heldur með mestu leynd í lítilli kapellu í furstahöllinni í Mónakó. Ástæöan er sú, aö Karólína er fráskilin og páfi vill ekki taka til greina ósk hennar um aö hjóna- band hennar og glaumgosans Philipe Junot veröi dæmt ógilt. Sá, sem nú er öllum stundum meö Karólínu, er Robertino Ross- ellini, sonur Roberto Rossellini og Ingrid Bergman. Rainer fursti virö- ist ekkert hafa á móti þessum væntanlega tengdasyni sínum, því aö hann bauö honum aö vera viöstaddur mikiö tennismót, sem haldið var í Mónakó um páskana. í tilefni 75 ára afmælis félags- ins hefur knattspyrnufélagið FRAM opið hús á afmælisdaginn 1. maí í átthagasal Hótel Sögu frá kl. 16. Félagar, velunnarar og gestir hjartanlega velkomnir. Stjórn knattspyrnufélagsins Fram. Sumarfatnaöur barna Glæsilegt úrval. Hagstætt verð. Athugið: Opið til kl. 4 í dag og laugardag. SPUNNIÐ UM STAUN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN 23 Nóvember 1932 Miðstjórn Flokksins heldur veizlu í tilefni af 15 ára afmæli októberbyltingarinnar 7. nóv. 1932. Stalín leikur á als oddi. Hann minnir félaga sína á að vera harðgeðja og láta ekki erfiðar aðstæður hafa áhrif á sig. Hann veit, að það er sundrung og togstreita í Kommúnistaflokknum, ekki sízt vegna stefnunnar í land- búnaði og samyrkjubúskap. Trotskýistar og búkharinistar binda einkum vonir sínar við stórbændurna og þessa sjálfs sín vesalinga, smábændurna, með auðvaldssmitað sálarlíf. Stalín er sannfærður um það með sjálfum sér, að þessir menn hafi engan skilning á samyrkjubúskap, hvað þá stóriðju. Valdamiklir menn hafa framið sjálfsmorð hver eftir annan, og enginn getur skilið þann atburð, þegar Mayako- vsky styttir sér aldur, né hcldur glcymt honum. Stalín minnir þá hina á orð Púskins: Enginn beitir hesti og titrandi hind fyrir sama vagninn. Ég ætla að deyja upp- rcttur eins og tré, segir Bería hlæjandi. Stalín lítur á hann og segir: Sá, sem missir völdin, glatar virðingu sinni. Bcría lítur á konu sína og segir: Við munum það! Nadya er óróleg í návist Bería og konu hans. Þau kalla fram í henni árásargirni og hún fer að tala um karlaveldið. Þá grípur Stalín fram í fyrir henni og segir ásakandi: Æ, þú þarna, hættu þessu þrasi, kona! Fáðu þér heldur í glas! Nadya reiðist: Þetta hræðilega karlaveldi! segir hún. Og hvernig vogarðu þér að tala svona til mín? Eg læt ckki bjóða mér þetta. Ég hata þetta vínsull ykkar. Og hræsn- ina! Þið gefið Flokknum það, sem þið skrifið, en sóið svo fjármunum ríkisins, eins og ykkur sýnist. Þú ættir heldur að hafa góð áhrif á miðstjórnina og Æðstaráðið og reyna að leiða félagana inn á réttar brautir, ekki veitir af. Stalín reynir að þagga niðri í konu sinni, en kemur ekki upp neinu orði nema nafni hennar: Nadya, stamar hann skelfdur. Hún er orðin æst og reið og rýkur út. Það eru brosviprur í munnvikum Bería. Honum er skemmt. Kona Molotovs, Polína Zhemchuzhina, segir: Ég fer með henni! Molotov grípur í handlegginn á konu sinni og rcynir að koma í veg fyrir að hún fari út, en Polína hristir hann af sér. Það verður dauðaþögn. En svo reynir Stalín að taka upp lcttara hjal. Og veizlan hcldur áfram. Abel Yenukidze, vinur Stalíns frá æskuárum og sá eini, sem kallar hann gælunafninu Sosa (eins og foreldrar hans og skólafélagar í Tiflis), gengur til Stalíns og reynir að tala um fyrir honum: Farðu heim á eftir henni, segir hann. Stalín er á báðum áttum. Stolt hans cr sært. En hann treystir Yenukidze. Þeir höfðu verið eins óaðskilj- anlegir og Hinrik konungur og Becket. Eins og þeir höfðu þeir svallað saman, svo að Nadya er ekki um félagsskap þeirra. Hún treystir ekki Yenukidze. Henni finnst hann jwrpari í aðra röndina. Samt höfðu þau verið góðir vinir. Nú er hún tortryggin. Yenukidze var svaramaður þeirra Stalíns, þegar þau giftu sig og allt lék í lyndi. Nú er hann yfirmaður Kremlvarðliðsins. Áhrifamikill og einlægur kommúnisti. En laus á kostum. Stalín fer með Yenukidze heim. Þeir reyna að yfirgefa veizluna, svo að lítið beri á. En þegar Stalín er farinn, er eins og enginn sé eftir. Hann hefur það sama og góður leikari: Það heitir nœrvera á fagmáli. Nú grunar hvorugan þeirra það sem síðar átti eftir að gerast, þegar Stalín lætur taka þennan bezta vin sinn af lífi í hreinsununum miklu vegna samúðar með Kanicnev og Zinoviev. Hann var leiddur fyrir herdómstól, skotinn án játningar. Þá skrifaði Trotsky: „Kain, hvað hefurðu gert við Abel, bróður þinn . . . Kain Djúgashvili skal nafn þitt verða í rússncskri sögu eftir þetta hatursfulla morð.“ Jafnvel Stalín veit ckki nú, að sá tími á eftir að koma, þegar „maður talar einungis opinskátt við eiginkonu sína — að næturlagi, mcð sængina breidda upp fyrir haus", eins og lsaac Babcl, sá mikli smásagnahöfundur, sagði. FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.