Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR 97. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Kafbátsleitin í Harðangursfirði: Enn vart við hljóð- merki Sufangri, 30. aprfl. AI’. Varnarmálaráðuneytid norska til- kynnti í dag, að enn á ný hefði orðið vart við eitthvað, sem kynni að vera kafbátur, og ítrekaði jafnframt, að ef hann fyndist yrði honum sökkt ef hann þverskallaðist við að koma upp á yfir- borðið. Utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær, föstudag, að Dagfinn Stenseth, sendiherra Norðmanna í Moskvu, myndi ekki verða viðstaddur hátfða- höldin í Moskvu 1. maí. Var sagt, að sú ákvörðun hefði verið tekin vegna kafbátaskýrslu sænsku stjórnarinn- ar en ekki vegna leitarinnar að óþekktum kafbáti í Harðangursfirði. Upplýsingamálafulltrúi varnar- málaráðuneytisins, Erik Senstad, segir, að greind hafi verið hljóð- merki frá einhverjum hlut skammt fyrir austan Leirvík á Storð, ekki langt þar frá sem freigáta skaut skeyti að einhverju sem gæti hafa verið kafbátur aðfaranótt föstudags- ins. „Við getum ekki fullyrt, að hljóðmerkin hafi verið frá kafbát," sagði Senstad, en Hákon B. Elling- sen aðmíráll og yfirmaður norska flotans í Suður-Noregi, sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi, að það, sem komið hefði fram í gær, hefði aukið líkurnar á að kafbátur væri í firðin- um. „Langlíklegast er, að um sé að ræða venjulegan, dfsilknúinn kafbát og ef hann er þar enn, þá held ég, að við getum neytt hann upp,“ sagði Hákon. Hákon sagði, að helstu undan- komuleiða úr firðinum væri gætt af sjóhernum. Nú taka þátt í leitinni a.m.k. þrjár freigátur, ein korvetta, tveir kafbátar og Orion-leitarflug- vél, sem varpað hefur leitarbaujum víða í Harðangursfirði. Mikill yiðbúnaður í Póllandi 1. maí: Samstaða eftiir til víðtækra aðgerða VarKUÍ .10 anríl AP MIKLAR öryggisráðstafanir voru í undirbúningi í dag í mörgum borgum Póllands vegna fyrirhugaðra mótmælaaðgerða af hálfu Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðssamtaka í landinu, sem fram eiga að fara á hátíðis- degi verkalýðsins á morgun, 1. maí. í fyrra söfnuðust stuðningsmenn Sam- stöðu til fjölmennra útifunda þennan dag og voru það þá fyrstu mótmælaað- gerðir samtakanna, frá því að herlögum var komið á í landinu 13. desember 1981. Eftirlitsflokkar lögreglunnar höfðu þegar tekið sér stöðu á göt- um Varsjár í morgun og ferða- menn, sem komu frá borgunum Lublin og Bialystok í austurhluta Póllands, skýrðu svo frá, að fjöl- mennir eftirlitsflokkar frá lög- reglunni hefðu komið sér fyrir rétt við miðbik þessara borga og væru persónuskilríki þeirra, sem þar ættu leið um, óspart rannsökuð. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hafði ekki látið í ljós neinar fyrir- ætlanir í dag, hvort né með hvaða hætti hann hygðist taka þátt í fyrirhuguðum mótmælagöngum samtakanna. Hins vegar var haft eftir honum, að lögreglan hefði látið framkvæma húsleit á heimil- um nokkurra verkamanna í skipa- smíðastöðvunum í Gdansk, en þar var Samstaða stofnuð. Væru þess- ar aðgerðir greinilega þáttur í við- leitni pólskra stjórnvalda til að spilla eftir megni fyrir aðgerðum Samstöðu á morgun. Pólsk stjórnvöld hafa staðið fyrir mikilli áróðursherferð und- anfarna daga gegn Samstöðu í fjölmiðlum landsins í því skyni að fá fólk til þess að taka ekki þátt í aðgerðum samtakanna. Þannig birtu dagblöðin, sem stjórnað er af ríkisvaldinu, stórar hvatn- ingarfyrirsagnir í morgun á for- síðu, þar sem þeirri áskorun var beint til fólks, að berjast gegn „niðurrifsöflum" í landinu og taka í þess stað þátt í göngum þeim, sem stjórnvöld hyggjast efna til í tilefni 1. maí. Ekvador: Sex farast í flug- slysi (iuayaquil, Ekvador, 30. aprfl. AF. SEX manns fórust og nokkrir slös- uðust þegar ekvadorísk þota með 100 farþega auk áhafnar brotlenti í dag í borginni Guayaquil. Bilun varð í öðrum hreyfli vél- arinnar skömmu eftir flugtak og sneri flugmaðurinn þá við og ætl- aði að reyna að nauðlenda á flug- vellinum. Það tókst þó ekki og skall vélin til jarðar 137 metra frá brautarenda. í fyrstu fréttum var sagt, að átta manns hefðu farist en það var síðar borið til baka og tala látinna sögð sex. Bretland: Kosn- ingar 23. júní? London, 30. aprfl. AP. BREZKI Íhaldsflokkurinn fékk 13% meira fylgi en Verkamanna- flokkurinn í nýrri skoðanakönnun, en niðurstöður hennar voru birtar í morgun. Fara bollaleggingar um hugsanlegar þingkosningar innan skamms nú mjög vaxandi í brezk- um blöðum og er 23. júní nk. gjarn- an spáð sem líklegum kjördegi. Skoðanakönnunin var fram- kvæmd af „Market and Opinion Research International" að til- hlutan blaðsins The Daily Star. Samkvæmt henni jókst fylgi íhaldsflokksins úr 42 í 46% í aprílmánuði en Verkamanna- flokkurinn jók fylgi sitt úr 28 í 33% á sama tíma. Hins vegar minnkaði fylgi Bandalags sósíal- demókrata og frjálslyndra úr 28 í 20%. Skoðanakönnun þessi fór fram í síðustu viku með þátttöku 1.781 manns úr 161 af 650 kjördæmum Bretlands. Með tilliti til þess, hve niðurstöður þessarar skoðana- könnunar eru hagstæðar íhalds- flokknum, fara líkur á almennum þingkosningum innan skamms nú mjög vaxandi og eru brezku blöðin þegar farin að ræða um 23. júní nk. sem líklegan kjördag. Yfirstandandi kjörtímabil rennur út í maí á næsta ári, en forsætis- ráðherra Bretlands getur efnt til nýrra þingkosninga hvenær sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.