Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983 „Ég mun stökkva hreinu ratni á yður, svo að þér verdið hreinir. Ég mun hreinsa yður af öllum óhreinindum yðar og skurðgoðum. Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma þrí til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setningu mína og breytið eftir þeim.“ (Esekíel 36:25-17). Á síðustu árum hafa textar úr Gamla testamentinu fengið aukið rúm í helgihaldi kirkj- unnar. í handbók íslensku kirkjunnar sem út kom árið 1981 er gert ráð fyrir því að í hverri guðsþjónustu sé lesinn einn texti úr Gamla testa- mentinu auk tveggja úr Nýja testamentinu. Textarnir sem kirkjan hefur til grundvallar í helgihaldi sínu á tímanum frá páskum til hvítasunnu eru margir um heilagan anda, bæði þeir sem teknir eru úr Gamla testa- mentinu og hinu nýja. í dag langar mig til þess að fjalla lítillega um starf heilags anda í gamla og nýja sáttmál- anum. í Gamla testamentinu er mikið talað um anda Drottins. Hebreska orðið, sem þýtt er með andi, merkir einnig vind- ur, andrúmsloft eða andar- dráttur. Andi Drottins er líka túlkaður sem sál Drottins. Andi Drottins og orð Drottins fer gjarnan saman og sýnir, að Guð starfar í heiminum fyrir anda sinn. I Sálmi 33 segir: Fyrir orð Drottins voru himn- arnir gjörðir og öll þeirra prýði fyrir anda munns hans. í upphafsorðum Biblíunnar seg- ir einnig að andi Drottins hafi svifið yfir vötnunum í árdaga. Hann er því uppsprettan og krafturinn að baki allri sköp- un, og án hans fær ekkert lifað né varað. Við lestur Gamla testament- isins sjáum við, að andi Drott- ins opinberar mátt sinn í ein- staklingum, sem hagur fólks- ins stendur og fellur með, þ.e. í dómurum, konungum og spá- mönnunum. Þegar andi Drott- ins kom yfir menn Gamla testamentisins, þá var það yf- irnáttúrulegur kraftur sem yf- irskyggði þá, svo að þeir gátu með sérstökum hætti verið verkfæri Guðs, til hjálpar og endurreisnar. Þetta kemur t.d. mjög vel fram í Dómarabókinni. ísra- elslýður sem er í þrenginum, hrópar til Guðs um hjálp, og Guð hjálpar með því að kalla fram hjálpara eða frelsara, Otníel, sem varð fyrsti dómar- inn, en um hann segir: „Og andi Drottins kom yfir hann, svo að hann rétti hlut ísra- elsmanna." Sama er að segja um kon- ungana. Þeir voru smurðir og andi Drottins kom yfir þá, þó að Guð hafi á stundum þurft að taka anda sinn frá þeim aft- ur, sbr. Sál. Mörg dæmi má svo finna um það hvernig Guð starfaði í spámönnunum. í spádómsbók Jeremía segir frá því hvernig Guð talaði við Jeremía og sagði: „Þú skalt vera mér munnur.“ — Og um Míka spámann segir, að hann hafi verið fullur af krafti og anda Drottins. Starf heilags anda Spámennirnir voru sérstök verkfæri í hendi Guðs. Orð Guðs kom til þeirra fyrir anda Drottins og þeir prédikuðu kröftuglega. Þeir töluðu fyrst og fremst inn í samtíð sína, fluttu varnaðarorð og dóms- orð. En einnig vitnuðu þeir um mikilleik Guðs, um fyrirheit Guðs, sem ' hann í upphafi hafði gefið Abraham. Þeir sáu lengra, boðuðu nýja tíma, nýja öld, er heilögum anda yrði út- hellt yfir allt hold. Þeir boðuðu endurlausnartíma við komu Messíasar, sem koma mundi til að gera alla hluti nýja. Þeir spáðu fyrir um hinn líðandi þjónn Drottins, sem deyja mundi fyrir syndir lýðsins og yrói ljós fyrir þjóðimar. Það er athyglisvert að sjá, hvernig Gamla testamentið þekkir aðeins einn, sem andi Guðs mun hvíla stöðuglega yf- ir, en það er Messías. Þessi Messías átti svo að bera and- ann áfram til hins messíanska lýðs. Þá yrðu það ekki aðeins fáir útvaldir spámenn eða kon- ungar sem fengju andann, heldur allir sem tilheyrðu hin- um nýja sáttmála. Þetta kem- ur m.a. ákaflega skýrt fram í textanum sem ég valdi sem yf- irskrift í dag. Hér er spámað- urinn að lýsa þeim miklu um- skiptum sem verða við komu Messíasar, sem við svo vitum að rættust í Jesú frá Nazaret. Hann var Messías, hinn smurði sem kom með guðsríkið til að leggja það í brjóst þeirra sem við því vilja taka. Hér er talað um fyrirgefn- ingu syndanna, endurfæðingu hjartans og fyllingu heilags anda, en allir þessir þættir komu mjög skýrt fram í lífi og starfi Jesú. Hann sýndi og sannaði að hann var sannar- lega sá sem spámennirnir höfðu spáð fyrir um. Jesús vitnaði oft í Gamla testamentið og hefur án efa kennt lærisveinunum að lesa það. Enda sjáum við hvernig Pétur postuli brást við hvíta- sunnuundrinu, þegar læri- sveinahópurinn fylltist heilög- um anda, hann vitnaði í Jóel spámann og sagði: „Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir: Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn ..." Lærisveinarnir skyldu, að fyrirheit Guðs voru að rætast. Þeir urðu sjónarvottar að því að nýi sáttmálinn var að ganga í garð, þeir reyndu það í lífi sínu, og sáu það í lífi annarra, að heilagur andi var farinn að starfa í kirkju Krists á jörð. Reynslan af verkan andans í Gamla testamentinu er því söguleg, þ.e. kemur fram í röð af sjálfstæðum, guðdómlegum kraftaverkum og táknum, þar sem andi Guðs með útvalda menn sem verkfæri leiðir lýð hins gamla sáttmála í átt að marki nýs tíma. Starf heilags anda í nýja sáttmálanum er aftur á móti tengt samfélagi hins kristna safnaðar og náðarmeðulunum, sem þar eru um hönd höfð, heilögum ritningum og sakra- mentunum. Þetta þýðir m.a. að kristinn maður öðlast heilagan anda strax í skírninni. Þetta þýðir einnig að heilagur andi er að starfa þegar Guðs orð er boðað og lesið, hvort sem það er gert í einrúmi eða í söfnuð- inum. Guð gefi okkur náð til þess að leyfa Guðs heilögum anda að vinna í okkur á hverjum einasta degi, þannig að hann verði að lind sem streymir til blessunar fyrir okkur sjálf og allt okkar umhverfi. Skóli Ásu Jónsdóttur Völvufelli 11, Breiðholti jnnritun 5 og 6 ára barna (fædd ’77 og ’78) fyrir skólaáriö 1983 ui 1984 fer fram í skólanum alla virka daga kl. 8—10 f.h. og kl. 1—3 e.h. til 20. maí nk. Lögö er áhersla á einstaklingskennslu. Fjölbreytt föndurkennsla. Skólinn tekur viö börnum úr öllum hverfum. Allar uppl. í síma 72477. Skólastjóri eða 8% ? Verötrygging veitir vörn gegn veröbólgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mlsmunandi raunvextir hafa fyrir arösemi þína? Yfirlitiö hér aö neöan veitir þér svar viö þvi. VERÐTRYGGÐUR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A ÁVÖXTUN Verötrvgging m v. lánskjarav í sítölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf raungildi höfuóstóls Raunauknmg höfuðst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. rikissj. 3.5% 3.7% 19ár 38 7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% Veröbréfamarkaöur FJórfestlngarfélagalns hefur viötæka reynslu í veröbréfaviöskiptum og fjármálalegri ráögjöf og mlölar þeirri þekk- ingu án endurgjalds. GENGIVERÐBRÉFA 1. MAÍ1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. ffokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur Meóalávöxtun umfram 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF MEÐ LANSKJARAVÍSITOLU: StMugcngi pr. kr. 100.- Sölugengi nafn- Ávöxtun 13.400,17 m.v. vaxtir umfram 11.640,07 2 afb./ári (HLV) varötr. 10.095.44 1 ár 96,49 2% 7% 8.558,16 2 ár 94,28 2% 7% 6.095,96 3 ár 92,96 2V4% 7% 5.615,18 4 ár 91,14 2%% 7% 3.876,43 3.188,63 5 ár 90,59 3% 7% 2.402,31 6 ár 88,50 3% 7’/4% 2.276,17 7 ár 87,01 3% 7’/4% 1.815,44 8 ár 84,85 3% 7V4% 1.684,01 9 ár 83,43 3% 7V»% 1.406,43 10 ér 80,40 3% 8% 1.141,83 898,66 15 ár 74,05 3% 8% 757.49 585,58 427,34 336,08 288,74 214,45 194,71 145,54 varötryggingu VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugangi m.v. nafnvexti 12% 14% 10% 18% 20% (HLV) 47% 1 ár 59 60 61 62 63 75 2 ár 47 48 50 51 52 68 3 ár 39 40 42 43 45 64 4 ár 33 35 36 38 39 61 5 ár 29 31 32 34 36 59 VERDTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN , RÍKISSJÓDS pr.k“Biæ' C — 1973 3.340.09 D — 1974 2.872,15 E — 1974 2.021,38 F — 1974 2.021,38 G — 1975 1.339,92 H — 1976 1.224.53 I — 1976 971,46 J — 1977 867,10 1. fl. — 1981 186,83 HLUTABRÉF: Skeljungur hf. kauptilboð óskast. Eimskip hf. kauptilboð óskast. Veröbréfamarkaour Fjárfestingajfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik Iðnaóarbankahú*^'1 Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.