Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 21 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, BSRB og Iðnnemasambandsins Frplsi. iafnrptii. hra>Aralacr kjarnorkuvopnum, umferð kjarn- a4 1 1 Afr Frelsi, jafnrétti, bræðralag Þetta eru meginkröfur verka- fólks um allan heim. 1. maí er al- þjóðlegur baráttudagur fyrir þess- um kröfum. í dag eru 60 ár liðin, síðan launafólk í Reykjavík fór í fyrstu kröfugöngu sína til að leggja áherslu á baráttuna fyrir bættum kjörum. Barátta launafólks fyrir félagslegu öryggi og jafnrétti, fyrir atvinnu, fyrir bættu starfs- umhverfi, fyrir kaupmætti launa, hefur oft verið hörð og mikil. Und- anfarna áratugi hefur íslenskur verkalýður þrásinnis orðið að heyja harðvítuga baráttu til þess að hækka laun sín og bæta kjörin að öðru leyti. Á sextíu árum hefur verka- lýðshreyfingin unnið margan ótvíræðan sigur, en fullyrða má, að hún hafi sífellt orðið að endur- taka baráttu sína, vegna þess að hvað eftir annað hafa verið gerðar ráðstafanir af hálfu ríkisvaldsins, sem rýrt hafa umsamin kjör vinn- andi fólks. Það er samstaða og samvinna, sem er styrkur launafólks. Aðför gegn slíkri samvinnu hefur verið mætt og verður mætt af fullri hörku. Fyrsta maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, sýnum við samstöðu með félögum okkar um allan heim. Enn býr meirihluti mannkyns við ófrelsi, styrjaldir, hungur og fáfræði. Verum þess minnug, að enn eykst bilið milli ríkra þjóða og snauðra. Grund- vallarmannréttindi eru lítilsvirt og heilum þjóðum haldið í hel- greipum hervalds. f þessu sam- bandi minnum við sérstaklega á samstöðu með þjóðinni í E1 Salva- dor í þeim hörmungum ógnar- stjórnar, ofbeldis og kúgunar, sem hún má þola. Einnig minnum við á samstöðu okkar með pólsku þjóð- inni í baráttu sinni fyrir grundvallarmannréttindum. Islensk alþýða er andvíg hver- skonar hernaðarbrölti og krefst þess, að kjarnorkuvopn verði aldr- ei leyfð á fslandi, að íslensk efna- hagslögsaga verði friðuð fyrir kjarnorkuvopnum, umferð kjarn- orkubúinna skipa og losun kjarn- orkuúrgangs. Þar eru lífshags- munir þjóðarinnar í veði. Við lýsum yfir samstöðu með þeim öflum, sem berjast fyrir friði og afvopnun, alþjóðlegri viður- kenningu á kjarnorkuvopnalaus- um Norðurlöndum, fyrir herstöðv- arlausu landi utan hernaðar- bandalaga. 1. maí 1983 stendur hreyfing ís- lensks launafólks frammi fyrir ógnvekjandi óðaverðbólgu. Vofa atvinnuleysis bíður á næsta leiti. Glundroði og skipulagsleysi hefur ráðið ríkjum í fjárfestingu fyrir- tækja. Verðmæti sjávarafla hefur dregist saman, halli á viðskiptum við útlönd er verulegur og erlend- ar skuldir aukast. Kaupmáttur launa fer rýrnandi vegna óðaverðbólgu. Það eru hinsvegar ekki kauphækkanir launafólks, sem stýra verðbólg- unni, heldur eru þær varnarað- gerð, sem kemur fyrst eftir að aðr- ar hækkanir hafa dunið yfir. fa- lensk alþýða hafnar því öllum hugmyndum um kaupskerðingu sem lausn á efnahagsvanda. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því, að eigi varanlegur árangur að nást, er óhjákvæmilegt að taka alla hagstjórn í landinu föstum tökum, svo að linna megi því skipulagsleysi, sem ríkt hefur. Nýsköpun arðbærrar atvinnu- starfsemi er frumnauðsyn, ef ekki á að koma til atvinnuleysis. At- vinnuleysi hefur í för með sér fé- lagslega og efnahagslega áþján og ófrseli. Við krefjumst þess af stjórnvöldum, að slíkt ástand endurtaki sig ekki á íslandi. Allir eiga rétt á vinnu. Verkalýðshreyf- ingin er vissulega albúin til þess að takast á við efnahagsvandann i samvinnu við stjórnvöld, en kröf- ur okkar eru: Full atvinna í landinu. Mannsæmandi dagvinnulaun. Fullar verðbætur á laun. M ZEROWATT ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR ítalskar úrvalsvélar, sem unnið hafa sér stóran markaðshlut hér á landi sökum góðrar endingar, einstakra þvottaeiginl ^ika og hagstæðs verðs. ® - = - I nr m j íé> L- m • Þvottavél LT-955 Tekur 5 kg. af þvotti. Sparnaðarkerfi (3 kg.) 9 þvottakerfi. 4 skolkerfi. 1 þeytikerfi (500 sn ). Hámarks orkuþörf 2300 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 48,5 cm. KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT Þurrkari ES-205 Tekur 5 kg. af þvotti. 10 mismunandi kerfi. Belgur úr ryðfríu stáli. Hámarks orkuþörf 2400 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 52 cm. Véladeild Sambandsins Armuia 3 Reyk/avik Simi 38900 Afnám skatta á lág laun. Launajafnrétti kynja í reynd. Jafnrétti í lífeyrismálum. Öruggur lífeyrir. Tekjutrygging fyrir alla. Bætt aðstaða fyrir fatlað fólk. Samnings- og verkfallsréttur fyrir alla launamenn. Launamenn. Stöndum vörð um hagsmuni okkar og framtíð þjóð- arinnar í landinu fyrir frelsi, jafn- rétti og bræðralagi. Skúli Thoroddsen, Halldór Jónasson, Hreinn S. Iljartarson, Einar E. Sigurðsson, Sigurveig Sigurðardóttir, Örlygur Geirsson, Hreiðar Örn Stefánsson, Sigfinnur Sigurðsson, Elvíra Hallgrímsdóttir, Matthildur Einarsdóttir, Sigurður Pálsson. fýrir þá sem vilja vera svolitid wSpes Alfa Romeo verksmiðjurnar hafa frá upphafi framleitt bíla sem þurft hafa að ganga í gegnum hinar erfiðustu raunir á kappakstursbrautum um allan heim. Hin fjölmörgu gullverðlaun sem Alfa Romeo hefur sótt á þessar brautir eru ótvíræð sönnun þess að vel hefur til tekist. Við framleiðslu á fólksbflum fyrir almennan markað hafa verksmiðjumar gætt þess fullkom- lega að viðhalda hinum ótrúlega góðu aksturs- eiginleikum kappakstursbílanna, kraftinum og öryggisbúnaði. Ennfremur vekur hin sérstæða og fallega ítalska teikning þessa bíls alls staðar verðskuldaða athygli. Verð aðeins frá kr. 239.554 gengi 01.03. '83 99 Þú ert svoMtið mikið „Spes* ef þú ekur á Alfa Romeo JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.