Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 Ströng og góð þjálfun að leika með Fílharmoniu Berlínar segir Sigríður Vilhjálmsdóttir óbóleikari I>að hefur farið orð af Sigríði Vilhjálmsdóttur óbóleikara. Enda býsna óvenjulegt að fréttir berist af íslenskum hljóðfæraleikara, sem leikið hefur með hinni virðulegu Berlínar Fílharmóníu undir stjórn stórmenna á borð við Karajan, Böhm, Solti, Matacic og Abbados. Þegar það barst okkur til eyrna að Sigríðar væri von heim í sl. viku til að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands, sátum við fyrir henni og hittum hana morguninn eftir komuna á heimili móður hennar inni í Sólheimum. En Sigríður starfar nú sem fyrsti óbóleikari í Rheinische Philharmonie í Koblenz, auk þess sem hún leikur inn á milli með tveimur blásarakvintettum. Hefur því ekki langa viðdvöl á fósturjörðinni. Sigríður er alin upp á miklu tónlistarheimili. Faðir hennar var Vilhjálmur Guðjónsson klarinett- leikari í Sinfóníuhljómsveit ís- lands frá upphafi, en hann er Iát- inn fyrir fáum árum. Og hún segir að það sé ákaflega notalegt að líta inn á æfingu hjá hljómsveitinni, eins og hún hafði gert þennan morgun. Þar er hvert andlit kunn- uglegt, hljóðfæraleikararnir ann- að hvort skólafélagar hennar úr Tónlistarskólanum eða gamlir vinir föður hennar. Hún fór nefni- lega snemma að fá að fara með pabba sínum á æfingu. Tónlistin hefur frá upphafi átt í henni hvert bein. — Kom aldrei neitt annað til greina, segir hún. — Ég var byrjuð með blokkflautu 4—5 ára gömul. Og fór svo að reyna við litla Es-klarinettu hjá pabba. Þótti gaman að herma eftir hon- um. Þá hef ég líklega verið 8 ára. Ingunn systir mín var öll í íþrótt- unum, sem ég hafði engan áhuga á. Hefi alltaf sagt að hún sé sú gáfaða í fjölskyldunni, enda fór hún í læknisfræði. Annars er það tilviljun að ég lenti á óbóinu. Stef- án Edelstein, skólastjóri Barna- músíkskólans, stakk upp á því við mig. Jú, ég var til í að reyna. Og varð strax svona hrifin af þessu hljóðfæri. — Stefán hefur kannski verið að tryggja okkur óbóleikara. Er ekki skortur á þeim? — Kannski hér, en ekki erlend- is. Þar er umrull af þeim. Vantar svo sannarlega ekki samkeppnina. f Englandi er samkeppnin svo hörð að stirt er á milli þeirra. En það er skárra í Þýskalandi. — Þú hefur þá farið hefð- bundna leið í Barnamúsíkskólann og Tónlistarskólann? — Já, og svo beint út eftir að ég útskrifaðist 1974. Til London, fyrst í Guldhall-tónlistarskólann og svo árið eftir í Royal College of Music. Var þar hjá „afakennara" mínum, Sidney Sutcliffe, eða hvað maður á að kalla það. Hann hafði verið kennari fyrsta kennarans míns, Kristjáns Stephensen. Hann er af Gossens-skólanum. — Getur það ekki verið vara- samt að lenda í svona ákveðinni stefnu í músíkinni? — Maður lendir alltaf í ein- hverjum slíkum skóla, hvert sem maður fer, þeim franska, þeim rússneska o.s.frv. Óbóleikur getur verið svo mismunandi. Gossens þessi stofnaði semsagt sinn persónulega skóla, og Sutcliffe var sá sem hélt honum áfram. Mitt stefnumark hefur verið að reyna að kynnast sem flestum áttum við að leika á þetta hljóðfæri og reyna svo að sameina það í mínum leik. Ber eflaust svolítinn keim af þessu eða hinu, þegar ég spila. — Hvernig lentirðu svo í Berl- ín? — Ég heyrði af tilviljun Lothar Koch leika í London og hann heill- aði mig strax. Þá var ég búin að vera 3 ár í London. Ég fór því til Berlínar og spilaði fyrir hann. í fyrsta skiptið sem hann heyrði til mín skellihló hann. Honum fannst enski tónninn svo fyndinn. En hann hefur líklega séð að hann gæti breytt honum, því hann tók mig í einkatíma fyrst. Hvort hann hélt áfram að heilla mig? Já, hann er mikill persónuleiki, stór og frekur, segir Sigríður og nú er það hún sem hlær dátt. — Þarna var ég í fjögur ár, fór fljótlega í aka- demíuna. — Bíddu nú við, Sigríður. Þú átt við hina eftirsóttu Karajan- stofnun f Berlín. Segðu mér hvern- ig í ósköpunum þú komst þar inn. Mér skilst að nemendur séu ekki nema 25 og þar af verði a.m.k. helmingurinn að vera Þjóðverjar. — Lothar Koch stjórnaði því. Hann fór með mér til að leika til reynslu fyrir Karajan og hann var alveg óskaplega taugaóstyrkur. Karajan hlustaði á mig í svo sem 10 mínútur og sagði svo að þetta væri í lagi. Hann spurði hvaðan ég væri. Hafði heyrt um ísland, og Sigríður Vilhjálmsdóttir með óbóið sitt og úrval af bambusblöðum í það, sem hún hefur búið til sjálf. Vitanlega. Enginn óbóleikari getur spilað með blöum einhvers annars, segir hún. Ljósm. Emilía. sagðist gjarnan vilja fara þangað og stjórna. Þegar maður er kom- inn í Karajan-stofnunina er mað- ur á styrk hjá þýska ríkinu og ákaflega vel hugsað um nemend- urna. Þá er maður á grænni grein, eins og þú sagðir. — Já, og fljótlega varstu farin að leika með hljómsveitum? — í þessum skóla er lögð áhersla á það að maður spili í hljómsveitum og þar er maður kominn í sambönd til þess. Það er þetta sem vantar yfirleitt í tón- listarskólana, sem miða allt við einleikara og sinna þessum þætti ekki. Það er ákaflega mikill mun- ur að fá svona þjálfun með hljómsveitum. Því fylgir mikil ög- un. I' Þýskalandi er manneskja sem kemur of seint á æfingu tvisv- ar sinnum hjá góðum hljómsveit- um talin ónothæf. Þetta er allt öðru vísi á Ítalíu og sunnar í álf- Gott að koma með málverka- sýníngu heim til íslands — Rœtt við Ástríði Andersen listmálara um sýningu hennar í Háholti „Án þess að ég vildi vera of hátíðleg, þá get ég svarað því játandi, að mér finnst ég mála af innri þörf, og það hefur gefið mér mjög mikið að fást við listmálun og ekki síður hefur það veitt mér mikla ánægju að fá tækifæri til að kynnast fjöl- mörgu fólki, sem ég ekki hefði kynnst að öðrum kosti.“ — Það er Astríður Andersen, sem hefur orðið, en hún heldur þessa dag- ana sýningu á 92 myndum sín- um í Háholti í Hafnarfirði. Myndirnar eru flestar gerðar á þessu ári og því síðasta, og einn- ig árið 1981, og Ástríður er kom- in með þær heim frá Bandaríkj- unum, þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Kynnst öðruvísi fólki „Ég hef haft afskaplega gaman af kynnum mínum af störfum í utanríkisþjónust- unni, og ég álít þau störf afar mikilvæg þjóðinni," heldur Ástríður áfram. „Hans hefur lengi verið sendiherra og við höfum búið í mörgum ólíkum löndum, þar sem við höfum kunnað mjög vel við okkur. Störfin í þágu utanríkisþjón- i!»tnntiar haf° veHA otr eru að- alatriðið, en um leið hefur það verið mér mikilvægt að kynn- ast öðrum heimi í gegnum listmálunina. Vegna þess að ég fæst við listmálun hef ég fengið tæki- færi til að kynnast fjölmörgu fólki, sem ekki hefði rekið á fjörur mínar að öðrum kosti. Það hefur ekki síður gefið mér mikið, þótt sjálf vinnan að listmáluninni sé að sjálfsögðu aðalatriðið." — Byrjaðir þú snemma að mála? „Nei, ég málaði ekki sem Séð yfir sýningarsalinn í Háholti í Hafnarfirði, þar sem sýning Astríðar stendur nú. barn eða unglingur, heldur kom þetta til þegar við bjugg- um í Noregi. Eg hafði talsvert fengist við píanóleik, en smám saman sótti það sterkar og sterkar á mig að reyna að mála, og það varð til þess að ég fór að læra. Helsti kennari minn í Noregi var Jörleif Ut- haug, mjög góður listmálari og góður kennari, sem kenndi mér mjög margt. Ég var samtals í fimm ár við listnám, og mest hjá honum." íslenskar myndir eða erlendar? — Lítur þú á þig sem ís- lenskan listamann og eru verk þín íslensk, þrátt fyrir ára- langa búsetu erlendis? „Já, svo sannarlega lít ég á mig sem íslending, og þar með íslenskan listamann þegar ég mála, áratuga búseta erlendis getur ekki breytt því! — í flestum mynda minna held ég að sjá megi merki um íslensk- an uppruna, og þá mest áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.