Alþýðublaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1931, Blaðsíða 2
I ÆtÞSÐUBíiA’ÐlÐ Guðmundur Jóhannsson bæjar- fulltrúí ferst af bifreiðarslysi í nótt. Annað blfreiðarslys varð á snnnndaginn í Þjórsárdal. í ingamenn, er voru að rannsókn- Olafur Thors útvegar sprautu. í hvert skifti sem óánægja log- ar upp í íhaldsfliokknum snýst hún gegn ritstjórum Morgun- blaðsins og er klaufahætti peirra (sem auðvelt er að koma auga á) kent um ilt gengi fiokksins, þó hinni harðsvíruðu eiginhags- munapólitík nokkurra togaraeig- enda og hieildsala, sem mest leggja í flokkssjóðinn og öllu ráða um stefnuna, sé raunveru- iega um að kenna. En pessi óánægja yfir Morg- unbfaðsritstjórunum hefir venju- lega fallið jafnsikjótt niður aft- ur, af pví Morgunblaðið er ekki eign íhaldsfloikksins, heldur ein- stakra manna (par á meðal rit- stjóranna sjátfra), svo flokkurinn hefir engin bein áhrif getað haft á ritstjórn blaðsins. í fyrra gaus upp í íhalds- flokknum venju fremur megn ó- ánægja gegn ritstjórum Morgun- biaðsins, og varð pað til pess, að allstór hópur íhaldsmanna kom sér samian um að fara að gefa út sérstakt blað. En á síðustu stundu varð „sætt“ milli pessa hóps og Morg- unblaðsmannanna — fyrir niiili- göngu Ólafs Thors. „Sættin" var sú, að nýr maður skyldi koma að Morgunblaðinu, til pess að rita par pólitískar greinar blað- inu að kostnaöarlausu, p. e. þeir óánægðu áttu sjálfir að borga manninum. En urn valið á manninum fór líkt og þegar langpreytt móðir hættir að treysta iækninum, sem stundar barnið hennar; vill breyta til, og lendir á homöo- pata. Maðurinn, sem fenginn var og átti að gera bragarbót á rass- bögum Valtýs og Jóns, var sem sé íhaldsritstjórinn Sigurður Kristjánsson á isafirði. En pað er sá maður, sem að undanteknum 4—5 ötulustu jafnaðarmannafor- ingjunum vestra, hefir, — pó á annan hátt en peir, — með rithætti sínum, sem helzt mætti kalia lyga- og rangfærslu- heildsölu, og miðaður er við að hafa áhrif á pá, sem heimsk- astir eru og fáfróðastir meðal kjósenda, allra rnanna mest unn- iö ad pui að koma íhaldinu á kaldan klakann og jafnaðar- mönnum í meiri hluta á tsafiroi. Og með margra ára ritmensku- starfsemi sinni vestra, þar sem stefnufast aldrei hefir verið vik- ið út frá pví að láta einu gáJlda hvort satt var eða logið, sem sagt var, hefir Sigurði pessum tekist að gera íhaldið svo fyrir- litið á isafiirði, að jafniaðarmenn hafa náð par gersamlega órjúf- andi meirihluta, en íhaldið á sér þar engrar viðreisnar von. Sýnishorn af ritmensku Sigurð- ar er í grein í Morgunblaðinu á sunnudaginn, par sem pví er haldið fram, að Alpýðuflokks- þingmennirnir hefðu getað valið um að Framsókn hefði sampykt Sogsmálið eða tóbakseinkasöluna. Sogsmálið fór í nefnd 24. júlí, en pegar Jón Baldvinsson 14. ágúst gerði fyrirspurn í efri deild um hvað pví liði, þá kom í ljós, að pví hafði alls ekki verið hreyft í nefndinni og átti Jón Þorláks- son pó sæti í henni, og það var ekki tekið fyrir í henni fyr en 18. ágúst. Daginn eftir kom nefndarálit frá Jóni Þorlákssyni, það er 6 dögum fyrir pingslit. Um sama leyti og Ólafur Thors útvegaði Sigurð vestra, stóð í blöðum um handhæga dælu, er héti Zigúr og nota má við sorp- fiorir, svo pað þarf ekki lengur að vera neitt óþverraverk iað tæma þær út yfir vellina. Vafa- laust hefir pegar í stað verið fengin slík dæla á Korpúlfsstaði, svo segja má að Ólafur Thors hafi eignast tvær óþverraspraut- ur í einu, og með nauðalíku nafni. En gagnsemi peirra fyrir eig- andiann verður vafalaust ólík. 108 afkomendnr. 102 ára {jömul kona lézt f vikunni sem ieið. Akureyri, FB. 29. ágúst. Nýlát- in er að Kífsá í Kræklingahlíð ekkjan Þorgerður Guðmundsdótt- ir, eitt hundrað og tveggja ára og misseris gömul. Hefir hún senniliega verið elzta konan á Norðurlandi. Eitt hundrað og átta afkomendur hennar eru á lífi. Hall Caine iátinn. Mön, 1. sept. U. P. FB. Frá Greeba kastala hefir borist sú fiegn, að sir HaH Caine, rithöf- undurinn frægi, sé látinn. Sir Hall Gaine hefir ritað tvær sögur, er gerast hér á Islandi, og hefir önnur peirra, „Glataði son- urinn“, verið pýdd á íslienzku. Hall Caine var Manarbúi, og skoðaði sig, svo sem þeir gera, sem frændi Islendinga. Hann kom hingað til lands fyrir 30 til 40 árum. Einar Pétursson. Hið fáheyrða slys er varð um daginn, er mannlaus vörubifreið rann á Einar Pétursson, skeði á Hvammstanga, en ekki Blönduó»i, eins og misritast hafði hér í blaðiinu í gær. Einar er nú á nokkrum bata- vegi. Dönsku pjónarnir á Hótel Borg, peir Bernhard Knudsen og Volmer Olsen, fóru heim til Dan- merkur með Drottningunni síð- ast. 1 nótt kl. 1,30 var símað á lögregluvarðstofuna og henni til- kynt, að bifreiðarslys hefði orð- jið inni í Sogunum. Fór Guðbjörn Hansson lögreglupjónn ásiamt tveim öðrum lögreglupjónum þangað inneftir undir eins. Þegar peir komu inn að af- leggjaranum, sem liggur að ný- ! býlum í Sogamýri, sáu peir hvar bifreið var fyrir utan veginn. Var það bifreið RE. 848, eign Sveins Egilssonar. Hafði bifreiðin ekið út af veginum að sunnanverðu. Virtist henni hafa verið ekið 5—6 metra skáhalt vestur meðfram veginum og pá oltið af hjólunum og oltið urn 15 /metra áfram. Bifreiðin stóð uppi á grjóthrúgu, sem er um 5 imetra frá vegar- brúninni. — 1 bifreiðinni hafði verið petta fólk; Páll Magnússon, Ingólfsstræti 7. Guðmundur Jóhannsson bæjar- fulltrúi. Hrefna Þorsteinsdóttir, Lauga- vegi 52, og . Svava Jónatansdóttir, Grundar- stíg 15. Alt hafði fólkið slasast meira og minna, og var pað fl.utt í Landsspítalann eftir fyrirlagi Daníels Fjeldsteds læknis, sem kom inn eftir í sama mund og lögreglupjónarnir. Guðmundur Jóhannsson dó á leiðinni í sjúkrahúsið. Það er haft eftir bifreiðarstjóra, er kom að í pví er verið var að leggja af stað með Guðmund heitinn í sjúkrahúsið, að hann hafi heyrt hann segja: „Betra hefði verið, að ég hefði fengið að ráða.“ Er pví sennilegt að hann hafi viljað fá að stýra bifreiðinni, enda hafði hann ökuleyfi. Hfefna var mjög mikið sködduð á höfði og Páll og Svava talsvert meidd, en ekki þó hættulega, að pví er læknirinn hélt. Svava sagði lögreglupjónunum, að bifreiðiin hefði verið á leið frá Baldurshaga til hæjarins peg- ar slysið vildi til, og hefði Hrefna pá ekið bifreiðinni sökum þess, að Páll hefði verið svo drukk- inn að hantn hefði ekki getað það, enda segir lögreglan, að pað hafi ekki leynt sér, að Páll var mjög drukkilnin ier hann var flutt- ur í sjúkrahúsið. Páll var fyrst með bifreiðiina, eins og sést á ummælum Svövu. Hann er 17 ána að aldri og hafði pví ekki ökuleyfi. Blaðamaður frá Alþýðubliaðinu fór í morgun þangað inneftir, er slysið varð. Viar þar pá sam- an komið mikið af fölki, par á meðal lögreglupjónar og mæl- um. Bifreiðin stóð uppi á lágri grjóthrúgu. Stóð bifreiðiz á hjól- unum, skáhalt til í hrúgunni. Var yfirbygging hennar öll brotin og. fglerið í .glugganum vinstra meg- in fyrir aftara sæti, enn frernur rúðan í framglugganum. Alt inni í bifreiðinni! var umsnúið og var aftara sætið alblóðugt, enn frem- ur var blóðpollur mikill á einum stað £ grjóthrúgunni, og er tal- ið, að þar hafi Guðmundur lent með höfuðið. Guðmundur Jóhannsson bæjarfulltrúi var fæddur í Sveinatungu í Norðurárdal 6. júní 1893 og pví 38 ára gamall, sonur Jólmnns Eyjólfssonar fyrv. alpingismanns, ei nú á heima hér í Reykjavík, en eitt sinn átti Brautarholt og bjó þar (enda eru þeir frændur ein- att kendir við Brautarholt). Guðmundur heitinn var upp- runalega búfræðingur og hafði gengið á búnaðarskóla í Nonegi, en hefir um, allmörg ár rekið verzlun á Baldursgötu 39, en jafnframt rak hann nokkra heild- verzlun. Guðmundur var formaöur í í- haldsfélaginu „Vörður“ og hafði sýnt mikinn dugnað í að skipu- leggja flokk íhaldsmanna hér í bæ. Mun íhaldið eiga honum fremur öllum öðrum að pakka, að það hélt meiri hlutanum við bæjarstjóraarkiosningarnar síð- ustu. Eftir eigin ósk var Guð- mundur við síðustu bæjarstjórn- arkosningar settur neðan við það,. sem kalliað var von á lista íhalds- manna. En pegar Pétur heitinn: Hafstein fórst með Apríl, kom Guðmundur í hans stað inn í bæjarstjórnina. Guðmundur heit- inn var alúðlegur maður, vel gef- inn og átti mjög marga vini í öllum flokkum. Slysið í Þjórsárdal. Starfsfólk úr Efnagerð Reykja- fvíkur fór austur í Þjórsárdal um síðustu helgi. Fór það í vöru- flutningabifreiö, og voru 16 manns í henni. Þegar bifreiöin var á heimleið úr dalnum og var nýfarin fram hjá svonefndum Gaukshöfða og var að beygja. niður í gil, sprakk vegarbrúnin og bifreiðin valt fram af. Brekk- an er parna mikil og veltist bdf- reiðin margsiinnis, en staðnæmd- ist síðan í laut. Var alt brotið ofan af bifreiðinnii. Fólkið varð ekki undir bifreiðinni og vildi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.