Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 Áttræður á morgun: Sigurður Sigurðsson fyrrv. landlæknir Sigurður Sigurðsson, fyrrum landlæknir, verður áttræður á morgun, mánudag, 2. maí. Hann er þjóðkunnur fyrir störf sín að heilbrigðismálum og mjög þekkt- ur erlendis vegna baráttu sinnar við berklaveikina, sem vakti heimsathygli. Hér er ekki ætlunin að rekja nákvæmlega æviferil Sigurðar Sigurðssonar, en geta verður nokkurra meginatriða. Sigurður er fæddur á Húnsstöðum í Húna- vatnssýslu árið 1903. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla íslands árið 1929, með mjög hárri fyrstu einkunn, og stundaði síðan fram- haldsnám í lyflækningum í Dan- mörku og Þýskalandi um nokk- urra ára skeið og hlaut sérfræði- viðurkenningu í þeirri grein árið 1934. Hann varði doktorsritgerð við Háskóla fslands um berkla- veikina á íslandi árið 1951. Hann var ráðinn berklayfirlæknir árið 1935 og skipaður í þá stöðu árið 1940. Jafnframt því starfi var hann ráðinn heilsugæslustjóri við Tryggingastofnun ríkisins árið 1948. Þessum tveim stöðum gegndi hann, þar til hann var skipaður landlæknir 1. janúar 1960. Hann lét af störfum 1. október 1972. Sigurður Sigurðsson gerðist hægri hönd þáverandi landlæknis, Vilmundar Jónssonar, um sama leyti og hann tók við embætti berklayfirlæknis, og upp frá því stóð hann í fylkingarbrjósti þeirra manna, sem mestan skerf lögðu til heilbrigðismála landsmanna um embættisdaga hans. Hann átti sæti í fjölda nefnda og ráða, bæði sem berklayfirlæknir og land- læknir eða í tengslum við þau embætti. Hér verður ekki getið þeirra nefnda og ráða, sem land- læknir á setu í lögum samkvæmt, en auk þeirra var Sigurður m.a. formaður stjórnarnefndar ríkis- spítalanna öll landlæknisár sín og formaður byggingarnefndar Landspítalans árið 1961. Var starf í þeirri nefnd ærið vandaverk og krafðist ómældrar vinnu. Á þess- um árum var hin mikla viðbygg- ing Landspítalans óðum að kom- ast í gagnið, en einnig kom til endurskipulagning á mjög stækk- aðri lóð spítalans og áætlanir um framtíðarbyggingar þar. í landlæknistíð Sigurðar Sig- urðssonar var sett ný löggjöf, en önnur endurskoðuð, um marga þætti heilbrigðismála, og átti hann ýmist frumkvæði að þeirri lagasmíð eða vann að henni ásamt öðrum. Hér skal sérstaklega getið rækilegra endurskoðana á lækna- skipunarlögum, læknalögum og sjúkrahúsalögum, svo og samning- ar lyfsölulaga, mikils bálks, og laga um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit. Sigurður Sigurðsson sat ýmis þing og ráðstefnur sem landlækn- ir, bæði hérlendis og erlendis. Tók hann m.a. virkan þátt í starfi Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og sat í framkvæmdaráði þeirrar stofnunar um tveggja ára skeið. Eitt þeirra mála, sem Sigurður beitti sér fyrir var stofnun Þjóð- skrár 1952, en með henni var lagð- ur grundvöllur að hagnýtingu skýrsluvéla á öðrum sviðum opinberrar starfsemi hér á landi. Mun Sigurður hafa hreyft því máli fyrstur, skömmu fyrir 1950, að koma á fót vélspjaldaskrá fyrir alla landsmenn. Fyrir honum mun aðallega hafa vakað að nota slíka skrá til berklarannsókna. Að hans tilhlutan greiddi Alþjóðaheil- brigðisstofnunin hluta stofnkostn- aðar. Sat Sigurður í stjórn Þjóð- skrárinnar frá upphafi og þar til stjórn hennar var lögð niður 1962. Sama tímabil var hann jafnframt í stjórn Skýrsluvéla ríkis og Reykj avíkurborgar. Það er ýkjulaust að Sigurður Sigurðsson skipaði landlæknis- embættið með miklum sóma, og kom það engum á óvart, sem þekkti fyrri starfsferil hans. Að þessu stuðlaði margt. Þekking hans í læknisfræði er mikil og víð- tæk, einkum þó á heilbrigðismál- um, bæði sökum langrar reynslu við störf að slíkum málum og vegna sérstaks náms í þeim fræð- um vestan hafs. Embættisrekstur Sigurðar allur einkenndist af óbrigðulli samviskusemi, vand- virkni og nákvæmni, svo í smáu sem í stóru. Hann kann ekki að kasta höndum til verks. Hann hugsaði vandlega sérhvert mál, sem til hans kasta kom, og tók aldrei ákvörðun fyrr en hann hafði komist að þeim niðurstöð- um, sem hann taldi sig geta fundið bestar eftir málavöxtum. Við ákvarðanatöku, sem máli skipti, leitaði hann jafnan álits þeirra manna, sem hann treysti og vissi hæfasta til ráðuneytis, og hann fór fúslega að tillögum þeirra, ef hann sannfærðist um að þær væru skynsamlegar. Einstrengingsleg fastheldni við eigin skoðanir var honum víðs fjarri, en engu að síð- ur var hann fastur fyrir, þegar hann hafði á annað borð komist að niðurstöðu. Ekki var minnst verð- ur einlægur og sívakandi áhugi Sigurðar á starfi sínu og ósér- hlífni, sem þekkti engin takmörk. Hann lagði tíðum svo hart að sér við lausn erfiðra verkefna, að þeim sem gerst þekktu til, þótti meira en nóg um, enda gekk hann oft mjög nærri heilsu sinni. Sig- urður var sparsamur landlæknir, gerði jafnan hófsamlegar kröfur til hins opinbera um fjárframlög, en þó án þess að það bitnaði á eðlilegri þróun og framförum í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Þá má síst láta ógetið hjálpfýsi og greiðasemi Sigurðar, ljúfmennsku hans og jafnlyndis. Mannamun gerði hann sér aldrei og í hvívetna vildi hann láta gott af sér leiða. Á þessum merkisdegi vilja und- irritaðir færa Sigurði Sigurðssyni einlægar hamingjuóskir og þakkir frá landlæknisembættinu og sam- starfsmanni hans öll landlæknis- árin. Benedikt Tómasson, Guðjón Magnússon. Áratugurinn milli 1930—1940 er þekktur sem áratugur fátæktar og atvinnuleysis, áratugur hvers kon- ar óáranar. Þó leyndust ljósir punktar. Á þessum áratug urðu byltingarkenndar umbætur í endurskipulagningu berklavarna, umbætur, sem höfðu varanleg áhrif á gang heilbrigðismála landsins, umbætur, sem lengdu ævi þúsunda unglinga og léttu sjúkleika og örbirgð af fjölda heimila. Talið er, að berklaveiki hafi borist hingað með landnáms- mönnum. Með beinafundum og söguskoðun má fylgja henni.gegn- um aldirnar, hún verður ekki al- menn hér á landi fyrr en fólkið fer að flytjast úr sveitunum og þyrp- ast saman í þorpum við erfiðar fjárhags- og húsnæðisaðstæður. Laust eftir aldamótin síðustu hófst fyrsta vakningaralda með þjóðinni fyrir baráttu gegn berklaveiki. Guðmundur Björns- son, þáverandi landlæknir, hóf skelegga baráttu í ræðu og riti. Tólf manna nefnd var skipuð af Oddfellowum og sú nefnd boðaði til fundar í Reykjavík 13. nóvem- ber 1906. í fundarboðinu var kom- ist svo að orði: „Öllum stendur ógn af því, hversu berklaveikin er orð- in algeng hér á landi. Allir skynja, hversu brýna nauðsyn ber til þess að ráða bót á þessu þjóðarmeini." Skömmu síðar var Heilsuhælisfé- lagið stofnað, Vífilsstaðahæli reis af grunni, og þegar það tók til starfa í september 1910, má segja, að berklavarnir okkar hefjist fyrir alvöru. En sjúkdómurinn hélt áfram að breiðast út, fleiri hæli voru reist og ýmsar ráðstafanir gerðar til þess að hamla gegn aukningunni. Berklaveikin vai- orðin illviðráð- anlegt þjóðarböl. Á árunum 1925—1930 náði berklaveikin há- marki, á þeim árum dóu um 200 af 100 þúsundum landsmanna úr veikinni. óttinn við veikina magn- aðist hjá almenningi. Fólk tók á sig króka til þess að koma ekki nálægt þeim stöðum, þar sem berklasjúklingar bjuggu, og þeir, sem útskrifuðust af hælunum, áttu í erfiðleikum með að fá inni, og ef þeir fengu leigt, þá mátti búast við því, að lítið yrði um gest- akomur í það húsið, á meðan þeir dveldu þar. Sama var um atvinn- una, það var nærri óhugsandi fyrir útskrifaða berklasjúklinga að fá atvinnu, og ef lánið lék við þá og vinnan fékkst, var það oftar en ekki, að heilsan bilaði aftur og leiðin lá inn á hælin á ný. Læknar og annað starfsfólk hælanna starfaði þrotlaust, en batinn lét á sér standa, þar vantaði leitina að sjúkdómseinkennum og eftirmeð- ferðina. Árið 1935 er tímamótaár í sögu berklavarna okkar, þá sam- þykkti Alþingi lög, þar sem kveðið var á um það, að stofna skyldi embætti berklayfirlæknis og skyldi hann fara með framkvæmd berklavarna. Mörg fleiri nýmæli voru í þeim lögum og breytingar á þeim, er nokkru síðar voru sam- þykktar. Það var þjóðinni til mik- ils happs, að í embætti berklayf- irlæknis valdist lærdóms- og dugnaðarforkurinn dr. Sigurður Sigurðsson sem í dag er áttræður. Sigurður tók nú til óspilltra mál- anna og endurskipulagði berkla- varnirnar frá grunni. 1. Fjármagn skyldi fást til þess að sinna nauðsynlegustu verkefn- um þrátt fyrir alheimskreppu. 2. Megináhersla skyldi lögð á leit að duldum smitberum. 3. Bætt skyldi aðstaða lækna úti í héruðum til þess að greina berklasjúka, skrá þá og lækna. 4. Berklavarnastöðvum skyldi fjölgað og þær efldar. Alkunnur er berserksgangur Sigurðar á fyrsta áratugnum í starfinu, er hann geystist um landið með aðstoðarmönnum sín- um, eða hertók Landhelgisgæsl- una til þess að komast með sín frumlegu ferðaröntgentæki inn á allar víkur og voga landsins, þar sem finna mátti byggð. Eða þegar hann reið með trússhest sinn, klyfjaðan tækjum, um fjöll og firnindi, allt í þeim tilgangi að góma pöddurnar, sem kynnu að leika lausum hala, án vitundar þess einstaklings, sem þær höfðu tekið sér búsetu í. Ég var svo lánsamur að vera með Sigurði í tveimur slíkum ferð- um, þræða firðina á varðskipi, sjá íbúa þorpa og sveitabýla streyma niður á bryggjuna, stinga sér á bak við skerminn hjá okkur og halda svo glaða og örugga heim. ógleymanleg er mér einnig sigl- ingin um ísafjarðardjúp fagra júnínótt. Heimsókn til Sigurðar að Laugabóli og gegnlýsing á Bjarna í Vigur og hans fólki, þar sem hvíldir voru teknar til þess að gæða sér á æðareggjum, sviðum og fleira góðgæti. Það er svo al- kunna, hvernig fór. Þessar for- varnir, þessar fyrirbyggjandi að- gerðir, þessi róttæka heilsuvernd að leita uppi smitberana, áður en þeir áttu kost á því að dreifa sýkl- unum of víða. Auðvitað bar þetta árangur. Það er svo jafn rétt, að margir þættir lögðust á eitt. Tækniþróunin, bætt aðstaða á hælunum, samstarf við sjúkl- ingana sjálfa, sem tóku að veru- legu leyti að sér eftirmeðferðina, og bættur hagur fólksins í land- inu. Allt þetta átti sinn þátt í því að gera þetta átak og afrek svo stórkostlegt, sem raun varð á. Mig undrar þó eitt stórlega, þar sem ég hef fyrir augunum þann glæsilega árangur, sem dr. Sigurður Sig- urðsson náði með þessari heilsu- verndarstarfsemi, að heilsuvernd- arstarfsemin skuli enn vera hornreka í heilbrigðiskerfi okkar. 11. maí 1956 var dr. Sigurður Sigurðsson kjörinn heiðursfélagi Sambands íslenskra berklasjúkl- inga. í tilkynningunni þar um seg- ir svo: „Dr. Sigurður hefur stjórn- að berklavörnum á fslandi í rúma tvo áratugi, og undir forystu hans hefur náðst slíkur árangur, að þess eru engin dæmi önnur, hvar sem leitað er. Fyrir 26 árum var ísland í flokki þeirra landa í Evr- ópu, sem hæsta höfðu dánartölu af völdum þeirrar veiki, en nú er þessu svo rækilega snúið við, að hér á landi er sýkin orðin hin fá- gætasta dánarorsök. Hvergi í heimi er dánartalan af völdum berkla lægri. Þessi viðurkenning er að verðleikum veitt og SÍBS ljúft og skylt að heiðra dr. Sigurð og samgleðjast honum með glæsi- sigur þennan." Ég tala örugglega í nafni allra fyrrverandi berklasjúklinga, þeg- ar ég þakka honum fyrir giftu- samt ævistarf í okkar þágu og með virðingu og þakklæti óskum við honum velfarnaðar. Oddur Ólafsson Sigurður Sigurðsson, fyrrver- andi berklayfirlæknir og land- læknir, er áttræður hinn 2. maí. Á þessum merkisdegi er eðlilegt að litið sé yfir starfsferil hans, en þegar betur er skoðað er hann svo fjölbreyttur að óvenjulegt er. Námsferill hans var einnig glæsi- legur, hann varð kandidat frá læknadeild Háskóla fslands 1929 og tók danskt læknapróf í ársbyrj- un 1933. Svo sem títt var um lækna á þeirri tíð, þá stundaði hann fram- haldsnám í Danmörku og Þýska- landi og lagði stund á lyflækn- ingar, aðallega hjarta- og lungna- lækningar. Hann kom til starfa á fslandi að nýju rúmlega þrítugur að aldri í ársbyrjun 1934 og byrjaði þá að starfa við lyflæknisdeild Land- spitalans, en var jafnframt viður- kenndur sem sérfræðingur f lyf- lækningum. Það starf sem Sigurður varð landsþekktur fyrir, þegar á unga aldri, var starf hans að berkla- vörnum og berklalækningum, því hann var ráðinn berklayfirlæknir 1935 og gegndi því starfi þar til hann varð sjötugur. Aðrir þekkja af eigin reynslu betur til starfa Sigurðar á sviði berklavarnamála og mun ég því ekki ræða þau frekar hér. Snemma kom í ljós áhugi Sig- urðar á heilsuverndarstarfi al- mennt og má með nokkrum sanni segja að hann hafi verið fyrsti læknir hérlendis, sem sinnti og skipulagði það, sem nú er kallað félagslækningar. Störf Sigurðar á þessu sviði hafa vafalaust leitt hann til þeirr- ar þátttöku í stjórnmálum, sem hann sinnti um árabil í Reykjavík, með setu í borgarstjórn Reykja- víkur og fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum Reykjavíkur- borgar og hefur hann vafalaust fundið að betur kæmi hann áhuga- málum sínum fram með þeim hætti en nokkrum öðrum. Á þessum tíma hafði hann for- göngu um byggingu heilsuvernd- arstöðvarinnar við Barónsstíg, sem ég hygg að hafi verið algjört nýmæli á þeirri tíð, og undirbún- ing og byggingu Borgarspítalans í Fossvogi. Mjög snemma hóf Sigurður störf fyrir alþýðutryggingar, var trúnaðarlæknir slysatrygginga ríkisins frá 1934—1937. Eftir breytingu á lögum um almanna- tryggingar 1946 og 1948, þá varð Sigurður heilsugæslustjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins og síðar sjúkramálastjóri, en í því embætt- isheiti fólst að hafa yfirumsjón með sjúkratryggingadeild Trygg- ingastofnunar ríkisins og sjúkra- samlögum landsins. Sú lagabreyting, sem fyrr er nefnd, gerði ráð fyrir gerbreyttu fyrirkomulagi heilsugæslu í land- inu með byggingu heilsugæslu- stöðva og aðild Tryggingastofnun- ar ríkisins að uppbyggingu þeirra og rekstri. Þessi áform voru end- anlega lögð á hilluna með breyt- ingu á almannatryggingalögum 1956 og eru ekki tekin upp að nýju fyrr en nær 20 árum síðar með lögum þeim um heilbrigðisþjón- ustu, sem nú eru í gildi. Þegar Vilmundur Jónsson lét af embætti landlæknis var Sigurður skipaður í það starf og tók við því hinn 1. janúar 1960, en svo sem fyrr segir gegndi hann áfram embætti berklayfirlæknis, enda höfðu umsvif þess embættis stöð- ugt farið minnkandi fyrir áhrifa- miklar berklavarnir og berkla- lækningar. Þegar Sigurður tók við embætti landlæknis var það að mörgu leyti framkvæmdastjórn heilbrigðis- mála í landinu, því ekkert ráðu- neyti heilbrigðismála var þá til og heilbrigðismál voru aðeins þáttur af starfi dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins. Sem landlæknir var Sigurður formaður fjölda nefnda og ráða og ég kynntist honum fyrst að ráði vegna starfa í læknaráði á árabil- inu 1960-1970. Sigurður var formaður stjórn- arnefndar ríkisspítalanna frá janúar 1960 til desember 1973 og formaður bygginganefndar Landspítala frá miðju ári 1961 til 1972. Uppbygging Landspítalans, sem hófst skömmu eftir 1950, hafði gengið mjög hægt vegna fjár- skorts og þótti mörgum óþarft að byggja tvær sjúkrahúsbyggingar i Reykjavík samtímis og raunar á tímabili þrjár, þ.e. Landspítala, Borgarspítala og viðbyggingu Landakotsspítala. Það kom í hlut Sigurðar sem formanns bygginganefndar að leiða þetta uppbyggingarstarf á Landspítala og á árabilinu 1965—1973 komu nýbyggingar spítalans í not í áföngum, bæði legudeildir, rannsóknastofa og skurðstofur og kobolt-meðferðar- tæki röntgendeildar. Ekki má heldur gleyma eldhúsi spítalans, sem var tekið í not á þessu tíma- bili. Utan Landspítalasvæðisins voru sett á stofn þvottahús og birgða- stöð á Tunguhálsi og geðdeild barna við Dalbraut. Á áratugnum 1960—1970 voru skipulagsmál Landspítalalóðar mjög á döfinni og niðurstaða fékkst í þeim málum 1969, ekki hvað síst fyrir forgöngu Sigurðar. Var ákveðið að stækka Landspít- alalóð suður fyrir núverandi Hringbraut og gera ráð fyrir því að gatan flyttist síðar suður fyrir lóðina. Það samkomulag, sem gert var í desember 1969 milli heilbrigðis- málaráðherra, menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra annars vegar f.h. ríkisins og borgar- stjórnar Reykjavíkur hins vegar, um þessi mál, hefur verið mótandi um framtíðarstefnu í uppbygg- ingu Landspítalans og Háskóla ís- lands á þessu svæði. Annars vegar fékk spítalinn beina stækkun á núverandi lóð Landspítala, hins vegar stórt svæði sunnan Hring- brautar til framtíðarbygginga, þar sem þegar er risið húsnæði háskólans fyrir kennslu lækna- og tannlæknanema. Að ráði enska landlæknisins, Sir George Godber, leitaði Sigurð- ur til þekkts bresks arkitektafyr- irtækis, til að taka að sér skipu- lagningu lóðarinnar í samvinnu við húsameistara ríkisins og er núverandi skipulag í meginatrið- um í samræmi við þær tillögur. Það tímabil, sem Sigurður var formaður stjórnarnefndar ríkis- spítala, var mikið framfaraskeið í læknisfræði og í starfi sínu sem stjórnarformaður hafði Sigurður það að leiðarljósi að skapa á Landspítala aðstöðu fyrir nýja starfsemi og nýjar sérgreinar eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.