Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAl 1983 Fimm forsetar ASÍ í viðtali Launþegar halda í dag upp á hátíðisdag sinn 1. maí, en nú eru 60 ár liðin frá því fyrsta kröfugangan var farin í Reykja- vík á þeim degi. í tilefni þess hefur Morgunblaðið rætt við þá fimm fyrrv. forseta Alþýðusambands íslands sem á lífi eru þeirra, sem kjörnir hafa verið til þess starfs, en þeir eru Guðgeir Jónsson, Hermann Guðmundsson, Helgi Hannes- son, Hannibal Valdemarsson og Björn Jónsson. Hannibal Valdemarsson Hannibal Valdimarsson: „Ástandið sjaldan horft eins alvar- lega viö þjóðinni“ „Mér finnst engin viðhorfsbreyt- ing hafa orðið frá því í gamla daga. Dagurinn hefur sömu þýðingu og áð- ur til að þjappa samtökunum saman um málefni dagsins hverju sinni,“ sagði Hannibal Valdemarsson, for- seti Alþýðusambandsins 1954—70. „Hlutverk dagsins hefur verið að treysta samstöðu samtakanna um þau mál, sem verkalýðsfélögin hafa mótað og forysta verkalýðss- amtakanna síðan fært í form á þessum degi, jafnt í alþjóðlegum hagsmunamálum verkalýðsstétt- arinnar, sem í stundlegum barátt- umálum hér innanlands," sagði Hannibal. — Er einhver einn 1. maí þér sérstaklega minnisstæður. „Þeir eru mér allir minnisstæðir og ég get ekki tekið neinn einn 1. maí dag út úr fremur öðrum. Þeir hafa allir gegnt sama hlutverki og gera enn, og hlutverkið er síst veigaminna nú en áður, þar sem vandamálin eru öllu alvarlegri á þessum 1. maí degi en nokkru sinni fyrr. Ástandið er svo alvar- legt að það hefur sjaldan horft eins aivarlega við þjóðinni og al- þýðuheimilunum, eins og nú. At- vinnumálin á hverfanda hveli, ör- yggi atvinnuveganna á hanganda hári og atvinnuleysi getur þess vegna verið yfirvofandi í alvar- legri mynd, heldur en nokkru sinni fyrr á því tímabili sem ég hef yfirsýn yfir,“ sagði Hannibal Valdemarsson að lokum. Hermann Guðmundsson Hermann Guömundsson: „Dagurinn fyrst og fremst dagur baráttu“ „1. maí hefur það gildi að vera alþjóðlegur hátíðisdagur verkalýðs- ins og sem slíkur er hann haldinn um allan heim, þar sem þjóðirnar njóta frelsis," sagði Hermann Guð- mundsson, sem var forseti Alþýðu- sambandsins 1944—48. „1. maí er ekki aðeins hátíðis- dagur verkalýðsins, heldur fyrst og fremst dagur baráttu, dagur mikilla fyrirheita um að verkalýð- urinn skuli sækja fram til aukinn- ar samheldni og sem slikur hefur hann fyrst og fremst þýðingu," sagði Hermann. — „Er einhver einn hátíðisdag- ur verkalýðsins þér minnistæðari en annar? „1. maí 1943 er mér að sjálf- sögðu minnisstæðastur, því þá var Fimm fyrrverandi forsetar ASÍ. Talið frá vinstri: Björn Jónsson, Helgi Hannesson, Hannibal Valdemarsson, Hermann Guðmundsson og Guðgeir Jónsson. fyrsta kröfugangan og fyrsti úti- fundur verkalýðsins haldinn í Hafnarfirði. Þar var mjög mikið fjölmenni saman komið í blíðskap- arveðri og virkilegur eldmóður í mönnum, þrátt fyrir það að styrj- aldatími ríkti þá, eða kannski vegna þess.“ — Er dagurinn jafn mikilvæg- ur baráttu verkfólks og hann var áður? „Ég tel að hann sé það í reynd, en hann hefur tapað miklu af sínu fyrra gildi fyrir fálæti fólks. Sannleikurinn er sá, eins og oft vill verða með fullorðna menn eins og mig, sem er búinn að vera í þessu í áratugi, að mér finnst vera áberandi nú hversu mikils er vant á eldmóðinn, sem ég var að tala um að hefði ríkt á þessum 1. maí- degi 1943. Það er eins og verkalýð- urinn hafi hreinlega gleymt hlut- verki dagsins og þýðingu barátt- unnar á þeim velgengnisárum sem við höfum lifað. Það er eins og velferðarþjóðfélagið hafi slævt áhuga fólksins fyrir verkalýðs- hreyfingunni. Þó að margir kasti steini í forystuna og kenni henni um, þá tel ég það ekki maklegt, heldur held ég að þetta sé hluti þeirrar félagslegu deyfðar, sem einkennt hefur, ekki bara verka- lýðshreyfinguna, heldur alla fé- lagastarfsemi á íslandi, en bitnar kannski harðast á verkalýðshreyf- ingunni, því hún á kannski meira undir samheldni og félagsstarfi, heldur en flest önnur félagasam- tök í þessu landi. Maður vonar svo sannarlega að fólk fari að skija, hve miklu skipt- ir að það standi saman í þessari baráttu dags daglega og þá ekki síður hvaða þýðingu þessi dagur hefur fyrir það. Það er ekki nóg að umvefja daginn lúðrablæstri og hátíðahöldum, heldur er þessi dagur baráttudagur um leið og hann er hátíðisdagur, þar sem fólk á að koma saman, sýna mátt sinn og megin og brýna hvort annað að standa saman, því það veitir svo sannarlega ekki af,“ sagði Her- mann Guðmundsson að lokum. Guðgeir Jónsson Guögeir Jónsson: „Gangan var án hljóðfæra þetta vor“ „Eg get ekki svarað því nema á einn veg, ég tel að 1. maí hafi haft mikla þýðingu fyrir verkalýðshreyf- inguna," sagði Guðgeir Jónsson, sem var forseti Alþýðusambands ís- lands 1942—44. „Hlutverk dagsins hefur verið að auka samheldni, víkka sjón- deildarhringinn og gefa fólki trú á mátt samtakanna. Annars hef ég ekki hugsað neitt sérstaklega um þetta út af fyrir sig, manni finnst þetta svo sjálfsagt," sagði Guð- geir. — Hefur 1. maí gegnt mikil- vægu hlutverki í verkalýðsbarátt- unni? „Það hefur náttúrlega verið upp og niður, eins með það og önnur mannanna verk. Stundum sund- urlyndi innbyrðis og framan af stóð baráttan eiginlega gegn öll- um öðrum, bæði innan verka- lýðshreyfingar, þar sem margir töldu þetta nýmæli ekki eiga neinn rétt á sér“ og gegn þeim sem stóðu utan við og gerðu gys að öllu saman.“ —Er einhver einn 1. maí þér minnisstæðari en annar? „Það væri þá helst 1. maí 1926, en þá stóð yfir allsherjarverkfall kolanámumanna í Bretlandi. Ég veit ekki hvort það hefur haft nokkur áhrif, en okkur var sagt að að minnsta kosti einhverjir þeirra sem voru í lúðrasveitinni, gætu ekki fengið frí til að leika, svo að gangan var án hljóðfæra þetta vor. Ég held að þetta hafi verið eina vorið sem svo var og sjálfsagt hefur það ekki verið af neinni vin- semd til fyrirtækisins, hvort sem það hafa verið mennirnir sjálfir eða atvinnurekendur þeirra, sem stóðu fyrir þessu,“ sagði Guðgeir Jónsson að lokum. Snyrtistofa Til sölu snyrtistofa í fullum rekstri í námunda við stóra verslunarmiðstöð. Tilboö sendist augl. Mbl. í síöasta lagi fyrir 6. maí merkt: „L — 203“. ------ - *--------------------------------- Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Dagtímar, síödegistímar. Innritun og upplýsingar í síma 76728 og 36112. Ný námskeiö hefjast miðvikudaginn 4. maí. Vélritunarskólinn, Suöurlandsbraut 20, »{1111 85580. esió af meginþorra þjóóarinnar daglega! Hárgreiðslufólk Nýjung j'n^s W W INTERNATIONAl Jingles hárgreiðsluskólinn í London/New York sendir 2 kennara til Reykjavíkur 18,—26. ágúst 1983. Á vegum heildverslunarinnar ELDBORG verður haldinn Jingles hárgreiðsluskóli í Reykjavík þessa daga. Þriggja daga skóli fyrir 20 manns kostar E 120.00 og tveggja daga skóli fyrir 20 manns kostar £80.00. Staðfestingargjald greiðist fyrir 15. maí, kr. 2000.00 fyrir 3ja daga skóla og kr. 1500.00 fyrir tveggja daga skóla. Lokagreiðsla í ágúst samkvænt gengi. 25. ágúst verður sýnikennsla í Kristalssal Hótel Loft- leiða, þar sem hárgreiðslufólki gefst kostur á aö kynnast því nýjasta í klippingu og greiðslu. Sparið ykkur uppihalds- og feröakostnað og sækið skóla í Reykjavík. Eldborg Skipholti 17, 105 Reykjavík símar 25818 og 27220. JWíPs INTERNATIONAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.