Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 41 Helgi Hannesson Helgi Hannesson: „Mætti andspyrnu þeirra sem ekki vildu skilja nauö- synina á því að sameinast“ „1. maí er fyrst og fremst baráttu- og hátíðisdagur verkafólks. Á þeim degi safnast verkafólk saman og ber fram kröfur sínar, setur fram athugasemdir við það, sem það telur hafa miður farið og hefst handa um öflugri og þróttmeiri baráttu fyrir því, að líf verkafólks verði auðugra andlega og efnahagslega,“ sagði Helgi Hannesson, sem var forseti Alþýðusambandsins 1948—54. „Þetta undirstrikar verkalýður- inn með kröfugöngum, þar sem óskir eða kröfur, hvort sem við viljum kalla það, eru bornar upp og fólk hvatt til stuðnings við bar- áttuna fyrir bættum lífskjörum, ekki síst þeirra sem minnst mega sín, ef vera mætti að hægt væri að bæta þau og fólkinu hamingju- samara líf,“ sagði Helgi. — Hefur 1. maí verið mikilvæg- ur þáttur í baráttu verkalýðsins fyrir réttindum sínum. „Ég efa það ekki, að hann hafi verið afar mikilvægur þáttur í þeirri baráttu. í því sambandi ber að líta á það, að fyrst í stað þegar hafist var handa um stofnun verkalýðsfélaga, stóð slagurinn um að verkalýðsfélögin yrðu við- urkennd af atvinnurekendum sem hinn réttmæti samningsaðili. Þetta kostaði margra ára mjög harða baráttu og funda- og há- tíðahöld verkalýðsins á 1. maf, áttu sinn þátt í því að þjappa fólk- inu saman, til kröftugri og öflugri starfa". — Er einn 1. maí þér minnis- stæðari en annar? „Ég er nú Vestfirðingur og var í mörg ár formaður verkalýðsfé- lagsins Baldurs á ísafirði. Verka- lýðsfélögin út um landsbyggðina fóru síðar af stað með hátíðahöld á 1. maí, og mér er sérstaklega minnisstæð okkar fyrstu 1. maí hátíðahöld á Isafirði. Þau mættu ákaflega mikilli andspyrnu þeirra, sem ekki vildu láta sannfærast um nauðsynina og þörfina á því að verkafólkið sameinaðist í barátt- unni fyrir málstað sínum. Það var frekar að reynt væri að draga dár að því fólki, sem fór út á götuna og hélt uppi sínum fánum og kröfu- spjöldum. Andstaðan var mjög greinileg," sagði Helgi Hannesson að lokum. Björn Jónsson Björn Jónsson: „Vorum ekki nógu mörg til aö bera kröfuspjöldin“ „Það hefur mikla þýðingu að það sjáist að verkalýðurinn standi sam- einaður um stefnu sína og kröfur og hvað það snertir hefur vettvangurinn oftar en ekki verið 1. maí,“ sagði Björn Jónsson, sem var forseti Al- þýðusambands íslands 1970—80. „Það sem brennur á verka- lýðshreyfingunni í nútíðinni er fyrst og fremst verðbólgan, þessi ofsalega verðbólga, sem hefur sí- fellt farið versnandi. Það verður að leggja allt kapp á að vinna bug á henni, án þess að það komi til með að valda atvinnuleysi," sagði Björn. „1. maí hefur gegnt mikilvægu hlutverki í verkalýðsbaráttunni og kemur til með að gera það áfram. Hann hefur eflt samstöðu fólks og sýnt hvers það er megnugt þegar það tekur höndum saman. 1. maí er jafn mikilvægur verkalýðs- hreyfingunni í dag og hann hefur verið á undanförnum áratugum. Það er ekki síður þörf á að verka- lýðurinn taki höndum saman nú en áður.“ — Eru einhver 1. maí hátíða- höld þér minnisstæðari en önnur? „Ja, ég skal nú ekki segja um það. Það er þá helst, þegar við vor- um ekki nógu mörg til að bera kröfuspjöldin á Akureyri, einu sinni á 1. maí fyrir stríð. Einn tók spjöldin sem afgangs urðu og bar í burtu, enda ekki gott að þau sæ- ust. Að vísu voru spjöldin nokkuð mörg, en gangan var mjög fámenn til að byrja með, þó aðeins rættist úr henni síðar," sagði Björn Jóns- son að lokum. Ásmundur Stefánsson Ásmundur Stefánsson: „Vil eindregiö hvetja allt verka- fólk til virkrar þátttöku“ „Tilgangur 1. maí er tvíþættur. Annars vegar að vekja athygli á þeirri kröfugerð sem uppi er hverju sinni og hins vegar að sýna sam- stöðu verkafólks um kröfurnar og verkalýðshreyfinguna,“ sagði Ás- mundur Stefánsson, núverandi for- seti Alþýðusambands íslands. „Hér á árum áður var verka- lýðshreyfingin umdeildari. Bar- áttan var oft á tíðum persónulegri og harðari fyrir einstaklinginn, þannig að það var ótvírætt meira átak að taka þátt í hátíðahöldum 1. maí á upphafsárum verka- lýðshreyfingarinnar en það er í dag. Verkalýðshreyfingin hefur áunnið sér fastari og óumdeildari rétt í þjóðfélaginu, en gildi dags- ins fyrir verkalýðshreyfinguna til þess að vekja athygli á þeirri kröfugerð sem uppi er á hverjum tíma, hefur síst minnkað að mínu mati og þörfin á því að sýna sam- stöðu er ekki minni nú en áður. Ég vil því eindregið hvetja allt verka- fólk til virkrar þátttöku í sam- komum dagsins," sagði Ásmundur Stefánsson að lokum. „Dansar frá Broad- way“ í Broadway UM ÞESSAR mundir er sýndur í Broadway ballettinn „Dansar frá Broadway" og hefur hann vakið mikla athygli. í sýningunni taka þátt 15 dansarar frá Dansstúdíói Sóleyjar og það er Sóley Jóhannsdóttir, sem samdi dansinn og stjórnar honum. Tónlistin er úr söngleiknum Dream Girls og úr kvikmyndinni Victor-Victoria. Jórunn Karlsdóttir hannaði búningana og Gísli Sveinn Loftsson stjórnar ljósum og hljómlist. Með þessari sýningu er leitast við að sýna dansa eins og þeir tíðkast í söngleikjahúsum stórborganna. Sýningin verður i Broad- way næstu helgar. (3%B Sumarbúðir skáta Úlfljótsvatni Sumarbúðir verða reknar á vegum skáta að Úlfljótsvatni sumarið 1983. Börn fædd 1970 til 1975 geta dvalið í viku eöa hálfan mánuð við leik og störf í fögru umhverfi. Brottför Heimkoma Brottför Heimkoma 1. 9. júní til 16. júní 5. 13. júlí til 20. júlí 2. 16. júní til 23. júní 6. 20. júlí til 27. júlí 3. 27. júní til 4. júlí 7. 2. ágúst til 9. ágúst 4. 4. júlí til 11. júlí 8. 9. ágúst til 16. ágúst Innritun hefst mánudaginn 2. maí að Snorrabraut 60, 2. hæð. Opið verður kl. 13 til 17. Upplýsingar eru í símum 25022 og 23190 (erfitt getur verið að ná sambandi í síma fyrstu dagana). Úlfljótsvatnsrád. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! 1. MAÍ Opiö hús — Kaffiveitingar Hið nýja húsnæöi V.R. í Húsi Verzlunarinnar veröur til ; sýnis fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra 1. maí frá kl. 15.00—18.00. Félagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna. Kaffiveitingar. Lúðrasveit leikur frá kl. 15.00. Veriö virk í V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. ^^mmmm—mmmi^^^mmmm—mmi^^m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.