Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 43 Minning: Benedikt Valdimars- son verslunarstjóri Fa>ddur 7. nóvember 1920 Dáinn 22. aprfl 1983 í dag kveðjum við Benedikt Valdimarsson, fyrrverandi kaup- mann í Reykjavík. Benedikt var fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð og var þar til tvítugs aldurs í foreldrahúsum eða þar til hann fluttist til Reykjavík- ur og hóf nám í Verslunarskólan- um í Reykjavík. Þess gætti strax er Benedikt hóf störf, hvort sem það var við sjó- róðra fyrir vestan eða á síldveið- um fyrir norðan að þar fór maður er tók hlutverk sitt alvarlega. Skólabræður hans úr Verslun- arskólanum gefa honum þann vitnisburð, að hann hafi stundað nám sitt af samviskusemi og verið góður félagi. Kynni okkar Benedikts hófust fyrir liðlega 30 árum er hann gekk í hjónaband með Elísabetu systur konu minnar og hefur samgangur og umgengni alla tíð haldist með ágætum og aldrei hlaupið snurða á þráðinn. Á þetta mörgum árum hefur gefist góður tími til að kynnast manninum Benedikt Valdimars- syni og er auðvelt að staðfesta það, að Benedikt gekk að hverju starfi og leik með áhuga og lagði sig allan fram. í umgengni var hann hinn hægláti og þægilegi maður í framkomu, sem gerði hann alls staðar velkominn. Hann var mjög viðræðugóður og þannig skapi farinn, að hann kaus að öllu jöfnu að ræða við fólk í léttum tón og slá á létta strengi, þannig að menn gætu haft gaman að. Við, sem kynntumst honum, eftir að hann var búinn að taka á sig áb- yrgð af starfi og sem heimilisfað- ir, vitum þó, að þar fór frekar al- vörugefinn maður, sem lagði sig fram um að kynnast málum sem best og setti sig vel inn í þjóðmál, þó að sjávarútvegur og verslun væri honum hugstæðust viðfangs- efna, sem hann ræddi gjarnan helst í þröngan hóp kunningja. Þegar slík mál bar á góma og önn- ur þjóðmál er einhverju skiptu, var hann enginn já-maður, mikið frekar hafði hann mótað sínar eig- in skoðanir til mála og var laus við allar eftirhermur. Aldrei sá ég hann reiðast í slíkum viðræðum og því síður, að hann notaði stór orð eða væri persónulegur í dómum. En fastur var hann fyrir og gaf lítið eftir. Fyrir utan skyldur sínar við heimili og atvinnu, hafði Benedikt mörg áhugamál og hafði mikið yndi af að umgangast annað fólk við ýmis tækifæri og var hann alls staðar velkominn og vel séður, enda þekkti hann furðu marga í Reykjavík, þegar þess er gætt, að hann var vestfirðingur og kom ekki til höfuðborgarinnar fyrr en um tvítugt. Kom þar tvennt til, að hann var mannblendinn í hógværð sinni, en ekki síður hversu óvenju mannglöggur hann var á fólk. Þurfti ekki meira til en fólk kæmi einu sinni í verslunina til hans, þá mundi hann þetta fólk, hvar sem hann sá það aftur. Þegar ég minnist á verslunina A. Jóh. & Smith, sem hann var Legsteinar meðeigandi að, kemur mér i hug hversu erfitt var, að taka hann tali í versluninni, svo niðursokk- inn var hann við störf sín, ýmist við afgreiðslu, þar sem hann gaf viðskiptavinunum ótakmarkaðan tíma við leiðbeiningar um notkun þessa eða hins og virtist hann þar svo sannarlega í essinu sínu ekki til að selja, heldur til að verða að liði. Sama gilti er á skrifstofuna kom, sama einbeitingin, sem ekki mátti ónáða. Þessi skaphöfn Benedikts, var þó ekki einskorðuð við störf og al- vöru. Við leik og áhugamál gat hann brugðist við á sama hátt. Til dæmis var hann mikill áhugamað- ur um spilamennskuna bridge og tók hana alvarlega ef um jafn- ingja var að ræða og einbeitti sér að því að ná sem bestum árangri. En ekki sá á, að hann skipti skapi þó miður tækist til. Annað var það áhugamál Bene- dikts, sem hann stundaði þegar tækifæri og tími gafst til frá skyldustörfum, en það var að renna fyrir lax eða silung og var þar sama einbeitingin, og var hann lítt til viðtals ef eitthvað kvikt var undir, og sagði þar til sín vestfirski veiðimaðurinn. Benedikt var mikill aðdáandi ís- lenskrar náttúrufegurðar og tók ferðalög um ísland fram yfir utanlandsreisur, enda mun hann aðeins hafa farið einu sinni til út- landa og þá í verslunarerindum og lét lítið yfir. Hins vegar var hann búinn að fá áhuga fyrir jarð- myndunum á íslandi og flóru ís- lands og hafði viðað að sér lesefni um þau mál og er ekki vafi á að þar var á ferðinni nýr áhugasam- ur leikmaður, sem hefði tekið við- fangsefnið fösturn tökum, eins og flest annað, sem hann tók sér fyrir hendur. Ég hefi minnst hér svila míns Benedikts eins og ég kynntist hon- um á liðlega 30 ára samfylgd á þeim vettvangi, sem frá hefur ver- ið skýrt. En sá þáttur er þó ósagð- ur, sem mest segir um manninn sjálfan, og það sem hann tók fram yfir allt annað. Það var fjölskyld- an og heimilið, eiginkonan, börnin og skyldulið. Umhyggjan fyrir heimilinu og fjölskyldunni gekk fyrir öðru og lét hann sér ekkert óviðkomandi og var ævinlega nærstaddur ef vanda bar að hönd- um, með skilningi og hjálpsemi. Benedikt Valdimarsson var kvæntur Elísabetu Thorarensen frá Reykjafirði á Ströndum og eiga þau tvær dætur, Kristínu og Elísabetu. Barnabörn Benedikts eru þrjú og voru það alltaf miklar hamingjustundir er þau komu í heimsókn til afa, en ekki þurfti afabörn til, því Benedikt hafði alla tíð mikið yndi af börnum og gaf þeim góðan tíma. Um leið og ég sendi Elísabetu mágkonu minni, dætrum og öðru skyldfólki Benedikts, kveðju frá okkur hjónum og fjölskyldu okkar, þá hefi ég það eitt að segja, að hvar sem Benedikt fór, var hann ykkur til sóma, og minning um góðan dreng mun styrkja ykkur í sorg og söknuði nú og um alla framtið. Vilhelm lngimundarson Að kvöldi 22. þ.m. lést að heimili sínu hér í Reykjavík, Benedikt Valdimarsson, fyrrum verslunar- stjóri, eftir löng og erfið veikindi. Benedikt var vestfirskur að uppruna. Faðir hans var Súgfirð- ingur í ættir fram, og segir um hann í Súgfirðingabók: „Hann var einn af fyrirmönnum Súganda- fjarðar í þrjá fjóððu hluta aldar, sistarfandi áhugamaður efnis og anda, fyrsti og mesti bátasmiður héraðsins, fróðleiksmaður, einkum á sögu, og skrifaði margt." Móðir Benedikts hét Kristín Benediktsdóttir, ættuð frá Meiri- hlíð í Bolungarvík. Var talið mikið jafnræði með þeim hjónum, vegna mannkosta þeirra og dugnaðar. Heimili þeirra var til fyrirmynd- ar. Undirritaður kynntist Benedikt þegar hann var orðinn fulltíða maður. Hafði hann þá lokið námi i Núpsskóla og Verzlunarskóla ís- lands. Jafnframt námi hafi hann stundað sjómennsku og unnið fyrir námi sínu svo sem best varð gert á þeim erfiðu tímum, sem þá gengu yfir þjóðina. Ég tel mig hafa verið lánsaman að kynnast Benedikt. Árið 1945 byrjaði hann starf hjá A. J6- hannsson & Smith hf., sem ég veitti forstöðu. Urðum við síðan sameignarmenn og góðir vinir. f lok síðasta stríðs var margt erfitt í verslunarrekstri, en skap- ferli Benedikts lagaði sig mjög vel að öllum aðstæðum. Hann var hægur, en vann að verkefnunum af kunnáttu og glöggum skilningi. Öllum, sem honum kynntust, fannst hann þægilegur og ljúfur í umgengni. Viðskiptavinunum veitti hann þjónustu svo sem best var á kosið. Hann var grandvar maður og drengur góður. Það er ekki ætlunin að skrifa hér langt mál, enda veit ég að slíkt var ekki að skapi Benedikts. Einn þátt í fari hans langar mig þó til að geta um, áhuga hans á göngu- ferðum úti í náttúrunni og nátt- úruskoðun. Eyddi hann mörgum stundum við gróðursetningu á af- mörkuðum reit Súgfirðinga í Heiðmörk. Hlúði hann þar að nýgræðingum af stakri kostgæfni, enda laginn til margra hluta.svo sem ættmenn hans. Fyrir röskum 8 árum veiktist Benedikt, eins og áður er að vikið, og átti hann ekki afturkvæmt til starfa eftir það. Kona hans, Elísa- bet Thorarensen, var honum mikil stoð í veikindunum og stundaði hann af alúð og kærleika. Einnig naut hann góðrar hjúkrunar á sjúkrahúsum. Nú að leiðarlokum minnumst við gamlir samstarfsmenn góðs félaga og þökkum ánægjuleg kynni. Guðs blessun veitist honum að fenginni hvíld. Konu hans og öðrum aðstand- endum votta ég og fjölskylda mín innilega samúð. Aðalsteinn Jóhannsson. Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. I S.HELGASON HF STEINSMHUA SKEMMUVEGI 48 SÍMI 76677 + Þökkum innilega auösýnda samúó og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, PÁLS pálssonar, Drápuhlíö 19. Sólveig Kolbeinsdóttir, Kolbeinn Pálsson, Málfríöur Pálsdóttir, Björgólfur Jóhannsson, Steinunn Páisdóttir. Ingvar Jónsson - Minningarorð Góðvinur minn Ingvar Jónsson andaðist á hjúkrunardeild Hrafn- istu hér í Reykjavík 19. apríl 1093. Ingvar fæddist 21. febrúar 1897 að Asmundarstöðum I Rangár- vallasýslu og voru foreldrar hans Jón Magnússon frá Snjallsteins- höfða og Ragnhildur Bárðardóttir. Nokkurra vikna gamall var Ingvar sendur í fóstur til Jóhann- esar Magnússonar frá Skarfanesi og fyrri konu, hans Þorbjargar. Minntist hann þeirra jafnan hlý- lega. Einkum Þorbjargar. Átján ára fluttist Ingvar til Reykjavíkur og átti þar oftast heima upp frá því og vann alla algenga vinnu til lands og sjávar. Alla tíð var hann eftirsóttur til starfa enda verkhygginn, duglegur og farsæll í öllu sem honum var trúað fyrir. Um nokkurra ára skeið var hann leigubílstjóri og síðar gerði hann út sinn eigin vörubíl. Á þeirra tíma mælikvarða var hann brautryðjandi á því sviði. Ingvar var hollráður og tryggur þeim sem hann átti geð við en fjarhuga öllum prettum og kæru- leysi. Eg vil þakka guði fyrir að leyfa mér að kynnast Ingvari, skoðun- um hans og kringumstæðum. Eftirlifandi bróður hans, frænd- fólki öllu og vinum óska ég guðs blessunar. Gestur Hallgrímsson SVAR MITT eftir Billy Graham Himininn Eg heyri ekki marga predikara taia um himininn. Trúið þér því, að himinn sé til í bókstaflegri merkingu? Haldið þér, að þar séu perluhlið og gullgötur? Ef þér trúið því, eru margir predikarar sama sinnis og þér? Margt er á huldu um lífið að loknu þessu lífi, og eg ætla mér ekki þá dul að greiða úr því. Samt trúi eg með fullri vissu á himininn. Jesús talaði margsinnis um hann. Hann ræddi um „englana á himnum", „krafta himinsins", og að „verða hafinn upp til him- ins.“ Páll postuli talaði líka oft um himininn. Hann skrifar, að „reiði Guðs opinberast af himni" (Róm. 1,18), „hús vort frá himnum" (2. Kor. 5,2), um föður- inn, „sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu" (Efes. 3,15), um að „einnig þér eigið drottin á himni" (Kól. 4,1). Eg Jóhannes lýsir himninum nákvæmlega. Tveim- ur heilum kapítulum í Opninberunarbókinni ver hann til þess að lýsa hinni helgu borg. Þó að ætla megi, að lýsingarnar séu að einhverju leyti táknræn- ar, er augljóst, að himininn er staður, raunverulegur staður og eftirsóknarverður. Hvað er til skáldlegra eða tignarlegra en þessi undursamlega lýsing: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra." (Opinb. 21,3)? Þó að dýrðin á himnum kæmist ekki í hálfkvist við lýsingu Biblíunnar, vildi eg samt ekki missa af honum. En nú eru tákn venju- lega minna virði en veruleikinn. Þess vegna höfum við ástæðu til að halda, að himininn sé annað og meira en mannshugurinn fær skilið. + Eiginmaöur minn, BENEDIKT VALDIMARSSON, fyrrv. verslunarstjóri, Gautlandi 13, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 2. maí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Elisabet Thorarensen, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.