Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 Elín Rósa Bjarnadóttir var tvímælalaust sigurvegari dagsins, sigraði í skeifukeppninni, fékk ásetuverðlaun FT. Varð önnur í gæðingakeppninni og önnur í atkvæðagreiðslunni um bestu hirðingu. Góður árangur, ekki satt. Reykvísk stúlka rýfur tuttugu og sex ára einveldi karla Hér ríða í breiðfylkingu þau fimm sem efst urðu í skeifukeppninni, en þau eru frá hægri: Elín á Presti, Jón á Fönn, Ágúst á Rauðhettu, Hermann á Greifa og Anna á Freyju. Skeifukeppni á Hvanneyri Hestar Valdimar Kristjánsson Á SUMARDAGINN fyrsta héldu Hvanneyringar upp á hinn árlega skeifudag en þá keppa nemendur um Morgunblaðsskeifuna sem veitt hefur verið árlega síðastliðin tuttugu og sex ár. Þótt sumar hafi gengið í garð þennan dag samkvæmt alm- anaki var ekki hægt að tala um sumarveður því frost var og vind- gjóla með smáéljagangi. En þrátt fyrir þessi ósköp fór keppnin vel fram og var skoðun manna sem fylgst hafa með skeifukeppninni í gegnum árin að nemendur sýni stöð- ugar framfarir í tamningu hrossa. í reglum skeifukeppninnar segir meðal annars: „í skeifukeppni er keppt um silfurskeifu sem gefin er af Morgunblaðinu. Allir nemendur á Hvanneyri hafa þátttökurétt í keppninni einu sinni á skólaferli sínum. Hver nemandi má mæta til keppni með einn hest sem hann hefur frumtamið hér á stað“ (þ.e. á Hvanneyri). Gefnar eru ein- kunnir fyrir allar gangtegundir, ásetu, hlýðni hestsins og þokka hans í reið, útlit hests og knapa og teymingu. Til leiks voru skráðir tuttugu og fimm og er það að öll- um líkindum mesta þátttaka frá upphafi. Silfurskeifuna hlaut að þessu sinni Elín Rósa Bjarnadóttir, átj- án ára Reykjavíkurmær, og keppti hún á hestinum Presti frá Kirkju- bæ undan Loga 907 og Hrönn sem bæði eru frá Kirkjubæ. Hlaut Elín 84,5 stig af 100 mögulegum, einnig hlaut hún ásetuverðlaun Félags tamningamanna. í öðru sæti varð Jón Vilmundarson en hann keppti á hryssunni Fönn frá Skeiðháholti en hún er undan Högna 884 frá Sauðárkróki og Flugu 3349 en þess má til gamans geta að Fönn er hálfsystir Fannars, skeiðhestsins fræga. Jón hlaut 83,5 stig. í þriðja sæti varð svo Ágúst Sigurðsson en hann keppti á hryssu sinni Rauð- hettu frá Kirkjubæ en hún er und- an Þætti 722 og Brönu 4721 bæði frá Kirkjubæ. Ágúst hlaut 81,5 stig. Tímaritið Eiðfaxi hefur til skamms tíma veitt bikar fyrir bestu hirðingu og fer val þannig fram að nemendur sem hesta hafa í húsi staðarins og þeir starfs- menn sem hirða í hesthúsi greiða atkvæði um það hverjum beri þessi viðurkenning. Að þessu sinni hlaut bikarinn Eydís Benedikts- dóttir. Að lokinni skeifukeppni fór fram gæðingakeppni hestamanna- félagsins Grana en það er félag þeirra sem stunda hestamennsku á Hvanneyri. Keppni þessi var opin íbúum staðarins. Sigurvegari varð Rauðhetta frá Kirkjubæ, eig- andi og knapi Ágúst Sigurðsson. Einkunn Rauðhettu var 8,11 og verður það að teljast góður árang- ur hjá svo ungu hrossi en hún er aðeins fjögurra vetra gömul. Er hér greinilega á ferðinni eitt af gullkornum Kirkjubæjarbúsins. í öðru sæti varð svo Prestur frá Kirkjubæ, eigandi Jón Ingi Bald- ursson en knapi Elín Rósa Bjarna- dóttir. Prestur hlaut í einkunn 7,75. í þriðja sæti varð svo Sneggla 5509 frá Ytra-Dalsgerði, eigandi Hugi Kristinsson og knapi Krist- inn Hugason. Að öllu þessu loknu var boðið upp á veitingar í mötu- neyti skólans og voru verðlaun af- hent að þessu sinni innanhúss sök- um kulda. í tilefni skeifukeppninnar gáfu nemendur út rit mikið sem inni- heldur mótsskrá og ýmsan fróð- leik um hesta og hestamennsku. Þar á meðal er grein sem ber yfir- skriftina Annáll veturinn 1983. í annál þessum er lýst í fáum orðum gangi tamningar hjá þeim sem hesta höfðu. Væri ekki úr vegi að grípa niður í þessa grein sem skrifuð er í léttum dúr til að gefa lesendum Mbl. betra innsýn í tamningar Hvanneyringa. „Arnaldur Sigurðsson kom all- seint með rauðan háaldraðan klár sem hann hefur notað til reiðar. Klárinn hefur stundum þóst ung- ur í anda og losað sig við Arnald. Skal ekki þvertekið fyrir að knap- inn hafi sofnað af gömlum vana og hesturinn ekki sætt sig við það og viljað gera gangskör í því að vekja Arnald." „Helga Þórisdóttir kom með gráa hryssu sem hafði verið með folaldi og var því svolítið kviðsíð. Ráðsmaðurinn kallaði hana „ömmugránu". Helga þurfti að fara með merina heim eftir að hún lenti í „slysi“. Þá kom hún með gráan klár taminn, hálfbróður Ömmugránu. Hefur Helga jafnan riðið berbakt. Fyrsti útreiðartúrinn eftir páskafrí fékk sviplegan endi þegar Helga skildi við klárinn á mikilli ferð þar sem hann beygði mjög snögglega en Helga hélt beinni stefnu og lenti á höfðinu. Eftir þennan válega atburð hefur Helga þótt undarleg í háttum og er farin að ríða í hnakk." „Og svo var það Guðmundur Jónsson, Skagfirðingur, sem var með brúna hryssu borgfirska að ættum. Fljótlega fór að bera á því að hryssan var gædd bæði viti og frekju. Eftir að Guðmundur fór að ríða umræddum grip kom það all- oft fyrir að merin setti Guðmund ofan og ryki síðan út í loftið þrátt fyrir að Gvendur beitti fortölum á „skagfirsku". Einnig vakti það at- hygli til viðbótar ofantöldu þegar Guðmundur hugðist sundleggja í Andakílsá ásamt fleirum að merin virtist nokkuð slyng í kafsundi." f þessu blaði er einnig grein eft- ir Magnús B. Jónsson skólastjóra sem ber yfirskriftina „Um hrossa- rækt og hestamennsku í búnað- arnámi". Lætur hann þar í ljós þá skoðun sína að stefna beri að því að hrossarækt og hestamennska verði valgrein við Bændaskólann á Hvanneyri. Er ánægjulegt að heyra þessa skoðun skólastjórans því mikil þörf er á slíku meðan ekki er starfræktur opinber reiðskóli. Ennfremur segir hann í grein sinni: „Valgrein í hrossa- rækt og hestamennsku er erfitt að bjóða upp á nema í náinni sam- vinnu við þá aðila sem sinna mál- efnum hrossaræktar og hesta- mennsku í landinu." Þessir aðilar eru væntanlega Landsamband hestamannafélaga og Búnaðarfé- lag íslands og er þessu hér með komið á framfæri við áðurnefnda aðila. VK Úrslit urðu sem hér segir: Skeifukeppni: stig 1. Elín Rósa Bjarnadóttir á Presti frá Kirkjubæ 84,5 2. Jón Vilmundarson á Fönn frá Skeiðháholti 83,5 3. Ágúst Sigurðsson á Rauðhettu frá Kirkjubæ 81,5 4. Hermann Ingason á Greifa fra Búðarhóli 79,0 5. Anna Harðardóttir á Freyju frá Holti 77,0 Ásetuverðlaun FT Elín Rósa Bjarnadóttir. Eiðfaxabikar fyrir bestu hirðingu Eydís Benediktsdóttir. Gæðingakeppni 1. Rauðhetta frá Kirkjubæ. Eig- andi og knapi: Ágúst Sigurðs- son. Eink.: 8,11. 2. Prestur frá Kirkjubæ. Eigandi Jón Ingi Baldursson. Knapi El- ín Rósa Bjarnadóttir. Eink. 7,75. 3. Sneggla 5509 frá Ytra-Dals- gerði. Eigandi Hugi Kristins- son. Knapi Kristinn Hugason. Eink. 7,72. Viðurkenningu fyrír góða hirðu á hesti sínum fékk Eydís Benediktsdóttir en það er Eiðfaxi sem veitir bikarinn. Eydfs var með hryssuna Hlökk frá Arabæ. Verðlaunahafar í gæðingakeppninni eru fri vinstri: Kristinn á Sneglu, Elín á Presti og sigurvegarinn, Rauðhetta, og eigandi hennar, Ágúst Sigurðsson, situr hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.