Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 48
Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki -=V reguttMtifrife Veist þú um einhverja góóa frett? H ringdu þá í 10100 Hjónin frá Falklands- eyjum til starfa hjá landbúnaðarráðherra „I>AU KRU komin í vinnu heima á Akri. Þau höfðu hug á því að komast á bú þar sem er sauðfjárbúskapur og mig vantaði fólk,“ sagði Páimi Jónsson land- búnaðarráðherra er Mbl. ræddi við hann í gær, en hjónin Margareth og Dennis Humphreys frá Falklandseyjum hafa fengið vinnu við bústörf hjá honum að Akri í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Eins og Mbl. hefur skýrt frá komu hjónin til landsins nýverið og hafa verið að ieita sér að vinnu við bústörf, en þau störfuðu á sauð- fjárbúi á Falklandseyjum sem taldi 38 þúsund fjár. Pálmi sagði einnig að honum lit- ist mjög vel á þau hjónin og vænti góðs af störfum þeirra. Skagaströnd: Minkaveiðar við húsdyrnar SkaKaströnd. GEYSIMIKILL snjór er nú á Skagaströnd og skíðafæri mjög gott. Snjórinn er svo mikill að fólk hefur þurft að moka sig út úr húsum sínum og erfitt er orðið að ryðja götur vegna þess hvað ruðningarnir eru orðnir háir. Það þarf því engan að undra þótt minkar séu farnir að leita hér heim að húsum. Morgun einn í þessari viku vaknaði fólk í húsi sínu við það að heimilistíkin gelti og óskapaðist i forstofunni. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að fyrir utan glerið í útidyrunum sat minkur og var að gæða sér á kjötbita sem tíkin átti úti á skafli. Var minkurinn hinn róleg- asti þó húsbóndinn á heimilinu kæmi fram. Horfðust þeir í augu smá stund í gengum glerið þar til minkurinn velti vöngum og stakk sér, með kjötbitann, niður í holu í skafli ca. 50 sm frá útidyrunum. Sást nú minkurinn annað slagið allan daginn fyrir utan dyrnar en á meðan notaði húsbóndinn tím- ann til að kalla á vanan minka- bana sem kom með gildru og setti við op holunnar. Minkurinn stal agninu úr gildrunni í fyrstu at- rennu en lenti síðan í henni í ann- arri tilraun. Ekki var hann fyrr veiddur en fréttist af öðrum mink sem var að spóka sig í öðrum bæjarhluta svo að segja má að minkabaninn hafi nóg að starfa þessa dagana. Hafa menn verið að furða sig á því hvernig á því standi að mink- arnir koma svona heim að húsum inn í þorpinu og hversu gæfir þeir eru. Hafa sumir látið sér detta í hug að þeir séu komnir úr ein- hverju búi en ekki er það þó lík- legt því næsta bú er á Sauðár- króki. Þá má geta þess að fyrir skömmu sást haförn á flugi hér yfir þorpinu en örn hefur ekki sést hér í mörg ár. ÓB. Margareth og Dennis Humphreys með Hönnu dóttur sina. Geir ræddi við Vilmund í gær Daglegir fundir þingflokks Sjálfstæðisflokksins GEIR Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi í gærmorgun við Vilmund Gylfason, formann Bandalags jafnaðarmanna. Hann ræðir í dag við fulltrúa Samtaka um kvennalista, en að þeim viðræðum loknum mun hann hafa rætt við fulltrúa allra stjórnmálasamtakanna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins kom saman í gærmorgun. Geir Hallgrímsson sagði, er Mbl. ræddi við hann í lok fundarins, að hann hefði gert þingmönnum grein fyrir viðræðum sínum á fundin- um, þá hefði staða mála verið rædd og ákveðið að þingflokkur- inn hittist svo til daglega meðan á stjórnarmyndunartilraunum hans stæði. Þingflokkurinn kemur sam- an á ný kl. 16 í dag. SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 Garðyrkjuskólinn í Hveragerði var með opið hús á dögunum í tilcfni 44 ára afmælis skólans. Þar gafst gestum kostur á að skoða árangur skólastarfsins og þá tók fréttaritari Morgunblaðsins, Sigrún, þessa mynd. Framkvæmdir á Skeiðarársandi: Vegarlagning að „gullskipinu“ hafín „VIÐ erum byrjaðir á vegalögn á efri I hluta Skeiðarársands og höfum lokið því verki að Lækjarbakka þar sem núverandi búðir eru, en framundan er að aka möl í veginn yfir mesta vatna- | svæðið, fram að sjó, um 10 km vega- lengd frá Brúnastöðum, þar sem við þurfum að setja 10—50 sentimetra fyllingu," sagði Kristinn Guðbrands- son formaður Björgunar hf. í samtali við Mbl. í gær, en leitarmenn Het Wapen van Amsterdam á Skciðarár- sandi eru nú byrjaðir vinnu af fullum krafti við vegagerð á Skeiðarársandi fram að sjó þar sem grafið verður í sumar. Átta menn vinna nú á Skeiðar- ársandi með stóra gröfu, veghefil, tvo vörubíla og jarðýtu. Reiknað er með að flytja þurfi 12—15 þúsund rúmmetra í vegagerðina, eða 25 til 30 þúsund tonn, en mölin er tekin á Skaftafellsmelum nokkru nær þjóð- veginum. Kristinn kvað áætlað að það tæki um 10 daga að ljúka við vegagerð- ina og síðan verður farið í að veita Skeiðará til vesturs fram við sjó því árfarvegurinn þar er nú að hluta yfir flakinu, sem leitarmenn fundu í sandinum sl. sumar. í næstu viku er von á mikilvirkri jarðýtu austur sem verður notuð í að venja árnar á Skeiðarársandi. Seinni hluta maí- mánaðar er svo ráðgert að hefja vinnu við að reka niður þil I kring- um „gullskipið", 15—20 metra niður í sandinn, en að því búnu verður sandi og sjó dælt frá flakinu. Árni Johnsen og Pálmi Jónsson ræðast við fyrir þingflokksfund sjálfstæð- ismanna í gærmorgun. Ljósm. Mbl. Emiiía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.