Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 1
72 SlÐUR Stórhýsi hrundu og önnur lögðust saman Bærinn Coalinga í Kaliforníu í rúst eftir jarðskjálfta ('oalinga, Kaliforníu, 3. maí. AP. B/GRINN Coalinga í Kaliforníu er í rúst eftir öflugan jarðskjálfta, sem varð þar í gær. Hús hrundu af stöpl- um sínum, þök féliu niður, stórar byggingar lögðust saman og gas- leiðslur sprungu, svo að 15 metra háar eldsúlur gusu upp í loftið. Yfir 45 manns slösuðust en enginn beið bana. Þykir jarðskjálfti þessi vekja upp óþægilegar endurminningar um jarðskálftann árið 1906, er San Francisco brann til grunna. Coalinga er bær með um 7.000 íbúum um 320 km suðaustur af San Francisco. Nær allar bygg- ingar í bænum eru skemmdar eft- ir jarðskjálftann, sem mældist 6,5 stig á Richters-kvarða. „Þetta er hræðilegt," var haft eftir Keith Scrivner, bæjarstjóra í Coalinga. „Öll íbúðarhús hafa orðið fyrir miklum skemmdum, helmingur þeirra kann að vera alveg ónýtur. Það, sem eftir er af gamla mið- bænum, verður að jafna við jörðu og flytja síðan rústirnar brott. Allir hafa orðið fyrir hræðilegu tjóni." „Það eru svona hlutir, sem mað- ur horfir á i bíó,“ sagði Bob Green, sem rétt náði að flýja út úr verzl- un, áður en hún hrundi saman að baki honum. Samtímis mátti hann horfa upp á, hvernig veitingakrá beint á móti honum hrundi út á götuna og yfir bíl hans, sem þar stóð. Bíllinn lagðist gersamlega saman. Jarðskjálftinn fannst á yfir 700 km löngu svæði allt frá Sacra- mento til San Bernardino og inn í vesturhluta Nevada. Þótt hann væri öflugur, var hann þó ekki eins öflugur og jarðskálftinn háskalegi í San Francisco 1906, sem talinn er hafa numið 8,3 stig- um á Richters-kvarða, en sá mæli- kvarði hafði þá ekki enn verið tek- inn i notkun. Pólska herstjórnin neitar áskorunum páfa Neitar að náða póli- tíska fanga Varsjá, 3. mai. AP. PÓLSKA herstjórnin neitaði í dag að verða við áskorunum Jó- hannesar Páls páfa II um að náða pólitíska fanga í Póllandi, áður en hann heimsækir landið um miðjan júní nk. Jerzy Urban, talsmaður herstjórnarinnar, gagnrýndi jafnframt tilmæli Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, um viðræður við stjórnvöld og sagði, að þessi verkalýðssamtök tilheyrðu nú sögunni. Sveitir herlögreglumanna fóru enn í dag um götur borg- anna Varsjá og Gdansk í því skyni að koma í veg fyrir, að mótmælaaðgerðir sams konar og á sunnudag yrðu endur- teknar. Dagurinn í dag var svonefndur „stjórnarskrárdag- ur“ í Póllandi og var þjóðhá- tíðardagur landsins fyrir heimsstyrjöldina síðari. Er hann enn haldinn hátíðlegur víða í landinu. í fyrra kom til mótmælaaðgerða af hálfu Samstöðu í 50 pólskum borg- um og bæjum þennan dag. Harðnandi átök í Afganistan Islamabad, 3. maí. AP. FRELSISSVEITIR Afgana hafa hert mjög hernaðaraðgerðir sínar gegn stjórninni í Kabúl undanfarna daga, en nú eru 5 ár liðin frá því að stjórnin framkvæmdi valdarán í landinu með aðstoð Sovétríkjanna. Höfðu stjórn- völd í Kabúl þótzt eiga von á þessum aðgerðum frelsissveitanna og af þeim sökum var öllum læknum í borginni fyrirskipað að tilkynna sig sérstaklega til starfa kl. 6.00 að morgni 27. aprfl sl. Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum, að herflugvél stjórnarinnar hafi lent á flugvellinum í Kabúl sl. fimmtudag og hafi hún flutt 100 „al- varlega særða hermenn" frá víg- stöðvunum í suðausturhluta lands- ins eftir einhver mannskæðustu átök, sem þar hafa orðið allt frá því að styrjöldin hófst í landinu fyrir þremur árum. Hefðu margir þess- ara manna dáið á leiðinni frá vígstöðvunum til Kabúl og enn aðrir í sjúkrahúsi eftir að þangað var komið. Ekkert lát er nú á hernaðarað- gerðum frelsissveitanna, sem hafa að undanförnu hvað eftir annað lok- að allri umferð eftir aðalþjóðbraut- inni frá Kabúl, þannig að samgöng- ur til og frá borginni hafa verið miklum erfiðleikum háðar. Frá jarðskjálftasvœðunum Miðbærinn í Coalinga er líkastur því, sem hann hafi orðið fyrir loftárás eftir jarðskjálftann, sem þar varð á mánudag. Svo til öll hús og mannvirki í þessum 7.000 manna bæ í Kaliforníu stórskemmdust í jarðskjálftanum, sem mældist 6,5 stig á Richters-mæli. Svíþjóð: Kafbátaleitin heldur áfram Stokkhólmi, 3. maí AP. SÆNSKI flotinn leitaði í dag ákaft að erlendum kafbátum i sjónum innan sænskrar lögsögu bæði fyrir austan og vestan Svíþjóð, eftir að vart hafði verið slikra kafbáta, að því er talið var. Umfangsmikil leit fór í fyrsta lagi fram í Gullmarsfirði á vesturströndinni um 100 km fyrir norðan Gautaborg. Þeirri leit var hætt kl. 5.00 eftir hádegi að staðar- tíma í dag, er vissa þótti fengin fyrir því, að kalbáturinn væri á bak og burt. í öðru lagi var leitað að kafbát í grennd við Sundsvall á austur- ströndinni um 400 km fyrir norð- an Stokkhólm og verður þeirri leit haldið áfram. Hefur kafbátaleitin þar nú staðið yfir í fimm daga, en síðastliðna nótt þóttust menn enn hafa orðið þar kafbáts varir. Norski flotinn hætti kafbátaleit sinni kl. 8.00 í kvöld að staðar- tíma, en sú leit hafði þá staðið yfir í sjö daga. Á manúdag var varpað tveimur djúpsprengjum að Norska freigátan „Oslo“ við kafbátaleit I Harðangursfirði. Kafbátaleit- inni þar var hætt í gær, en hún hófst á miðvikudaginn var, er tveir kafarar töldu sig hafa séð þar turninn á óeinkennismerktum kafbáti. hugsanlegum kafbát, án þess að það bæri nokkurn árangur, en tveir norskir kafbátar, ein freig- áta og flugvélar héldu þá enn áfram umfangsmikilli leit. Kafbátaleit Norðmanna hófst á miðvikudaginn var, eftir að tveir kafarar fullyrtu, að þeir hafðu séð turninn á óeinkennismerktum kafbáti í hálfa klukkustund í Harðangursfirði. Hefur yfir 20 öflugum flugskeytum verið skotið að þessum kafbáti undanfarna daga fyrst og fremst í því skyni að knýja hann upp á yfirborðið, án þess þó að það hafi tekizt. Hakon B. Ellingsen flotafor- ingi, sem stjórnað hefur leitinni, sagði í dag, að það væri „mjög sennilegt", að einn eða tveir kaf- bátar hefðu farið inn í norska lög- sögu, en ekkert benti til þess, að þeir væru þar enn. Norski flotinn yrði samt áfram á varðbergi, þó að kafbátaleitinni væri hætt að sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.