Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1983 3 Peugeot-bifreiðin við barnaleikvöllinn í gær. Stjórnlaus bifreið hafnaði við leikvöll MANNLAUS bifreið, sem lagt hafði verið við Nýbýlaveg, rann í hádeg- inu í gær stjórnlaust niður grasbala og fór fram af tæplega tveggja metra háum kanti og hafnaði við róluvöil barna. Mikil mildi er að börn voru ekki að leik þarna eins og sakir stóðu, en nokkrir drengir voru í fótbolta skammt frá. Ökumaður hafði gleymt að setja bifreið sína í gír og handbremsu með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég var í fótbolta ásamt félögum mínum þegar mér varð litið upp á Nýbýlaveg og sá þá hvar bíll- inn rann aftur á bak. Fyrst hélt ég að einhver væri í bílnum en svo var ekki og bíllinn rann stjórnlaust niður brekkuna, lenti á grindverkinu og mölbraut það og fór síðan fram af kantinum," sagði Einar Eiríksson, 10 ára gamall, í samtali við Mbl. „Við strákarnir vorum í um 20 metra fjarlægð og sem betur fer var enginn krakki nálægur þar sem bíllinn lenti. Siðar komu þeir með kranabíl og drógu bíl- inn upp,“ sagði Einar ennfrem- ur. Ljósm.: Ólafur K. Magnússon. Sovéski sjómaðurinn gengur frá þyrlunni til Borgarspítalans í fylgd sjúkra- flutningamanna og bandarískra þyrluflugmanna. Eins og sjá má er Sovét- maðurinn bólginn á kinn eftir höfuðhögg er hann hafði hlotið. Varnarliðsþyrla sótti slasaðan sovéskan sjómann Þyrla frá bandaríska varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli sótti í gær slas- aðan skipverja um borð f sovéska verksmiðjutogarann Viborgskaya Storona. Skipverjinn hafði hlotið höfuðhögg og ígerð hlaupið í meiðsl- in, og var ákveðið að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík, eftir að sov- éskur læknir á miðunum og banda- rískur sjúkrahúslæknir í Keflavík höfðu borið saman bækur sínar, að því er Hannes Þ. Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnarfélags ís- Ásmundarsalur: Forstöðumað- ur ráðinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Gunnar Kvaran listfræðing í stöðu forstöðumanns Ásmundarsals. Samþykkt þessi var gerð á fundi borgarráðs í gær. Gunnar Kvaran er listfræðingur að mennt, en hef- ur auk þess skrifað ritgerð um Ásmund Sveinsson. Sextán manns sóttu um stöðu þessa. lands, tjáði blaðamanni Morgun- blaðsins í gær. Sovéski togarinn var að veiðum um 200 mílur suðvestur af Reykja- nesi ásamt fleiri sovéskum skip- um, en Viborgskaya er milli 2.500 og 3.000 tonn að stærð. Varnarliðsþyrlan fór af stað um klukkan 7 í gærmorgun, en kall um aðstoð hafði borist um klukk- an 5 um morguninn. Flugið gekk vel, en þegar þyrlan var að byrja aðflug að togaranum kom i ljós að annar hreyfill hennar virkaði ekki rétt. Var þá ákveðið að snúa við, og kom önnur þyrla til móts við biluðu þyrluna. Sú fylgdi henni til Keflavíkur, en fór síðan aftur að togaranum í fylgd Hercules-flug- vélar, sem flutti eldsneyti. Gekk síðari flugferðin vel, og var komið með hinn slasaða skip- verja til Reykjavíkur um klukkan 14 í gær. Varnarliðið hefur að undanförnu farið allmargar ferðir til aðstoðar sovéskum sjómönnum, eftir slys á miðunum. Tugir sov- éskra skipa eru að karfaveiðum rétt við íslensku fiskveiði- lögsöguna, og um borð eru hundr- uð ef ekki þúsundir sovéskra sjó- manna. Þrennir tónleikar hjá Mezzoforte í Hollandi Nú er Ijóst, að hljómsveitin Mezzo- forte heldur til Hollands til tónleika- halds f lok þessa mánaðar, áður en hljómsveitin leggur upp i 7 vikna tón- leikaferðalag sitt um Bretlandseyjar í byrjun júní. Áð sögn Steinars Berg ísleifsson- ar, forstjóra Steina hf., heldur Mezzoforte þrenna tónleika í Hol- landi nú í mánaðarlok og verða þeir fyrstu 25. maí. Mbl. tókst ekki að afla nánari upplýsinga í gær um hvar tónleikarnir verða haldnir. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær, komst hljómsveitin með báðar plötur sínar inn á „topp- tíu“-vinsældalistana er þeir voru kunngjörðir á sunnudagskvöld. Vinsældir hljómsveitarinnar hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum vikum í Hollandi og stutt er síðan tveir meðlimir hennar héldu til Hol- lands til að sitja fyrir svörum fjöl- miðla. I I I I I I I I I I I Við bjóðum góða gesti frá Akureyri velkomna á rokkhátíð í BccAimy ^KK-HATIÐIN Ingimar Eydal, Finnur Eydal og Helena Eyj- ólfsdóttir koma nú til borgarinnar og skemmta Reykvikingum á rokkhátíð af sinni alkunnu og landsþekktu smekkvísi. 12. Rokkhátíðin fer nú fram laugardagskvöldiö 7. maí nk. kl. 18 og TAKIO EFTIR AUKASÝNING fer fram fyrir þá fjölmörgu sem ekki sjá sér fært að mæta á föstudögum og laugardögum, sunnudagskvöldiö 8. maí kl. 19. Ótrúlegt — en satt á öllum Rokkkvöldunum hefur vægast sagt verið æðisgengin stemmning enda hér á feröinni eitt hressasta stuðlið allra tíma i rokkinu hérna megin Alpafjalla. Rúm- lega 2ja tíma stanslaust stuö og nú meö Akureyringunum eldhressu Ingimar, Finni og Helenu ásamt eftirtöldum stuöurum: Harald Q. Haralds, Guöbergi Auö- unssyni, Þorsteini Eggertssyni, Astrid Jenssen, Berta Möller, Önnu Vil- hjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigur- dórssyni, Garöari Guömundssyni. Stefáni Jónssyni, Einari Júliussyni, Siguröi Johnny og Ómari Ragnars- syni. Hver man ekki eftir þessum kempum? Hljómsveit Björgvins Halldórssonar leikur rokktónlist. Hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jónsson, Pótur Hjalte- sted, Haraldur Þorsteinsson, Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason. S/EMI OG DIDDA ROKKA. SYRPUSTJÓRARNIR ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG PÁLL ÞOR- STEINSSON KYNNA. Auk þess aö leika gömlu góðu rokklögin þá stjórnar Gísli Sveinn Loftsson frá- bærum Ijósabúnaði Broadway og Gunnar Smári Helgason leikur á hvern sinn fingur við hljóðstjórnina. Ath.: Akureyringarnir koma aðeins fram á þessum tveimur skemmtunum. WAT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.