Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 13 Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítala og Kristín Tómasdóttir yfirljós- móðir fæðingardeildar veittu tækinu móttöku og er myndin tekin við það Uekifcri. Kvennadeildin fær gjöf frá Svölunum SVÖLURNAR, félag flugfreyja, færðu fæðingardeild Landspítalans góða gjöf nú nýverið. Var það Hewl- ett Packard fæðingar-monitor. Nú til dags þykir sjálfsagt að nota slík taeki við fæðingar og í mæðravernd, og má segja að þetta tæki hafi verið kærkomin viðbót við þau sem fyrir voru, en full- nægðu ekki þðrfinni. Nauðsynlegt er, að hver fæðingarstofa sé búin slíku tæki svo og meðgöngudeild, en enn vantar nokkuð á að deildin sé fullbúin þessum hjálpartækj- um, sérstaklega þar sem þau elstu eru farin að ganga úr sér. Fæðingardeildin færir hér meö Svölunum innilegar þakkir fyrir góða gjöf og óskar þeim heilla í framtíðinni. (Frétutilkjnning) Karlakór Selfoss í Bústaða- kirkju til styrktar AFS Fimmtudagskvöldið 5. maí heldur karlakór Selfoss styrktartónleika í tilefni 25 ára afmælis AFS-samtak- anna á íslandi. En samtökin starfa sem kunnugt er að alþjóðlegri fræðslu og samskiptum. Nú eru hér á landi 12 skiptinem- ar á vegum samtakanna víðs vegar að úr heiminum. Sá nemi sem kemur lengst að er frá Equador. Um þessar mundir stendur yfir fjölskylduöflun fyrir næstu nema sem koma í júní til sumardvalar og aðrir koma í ágúst til skólavist- ar. Þetta er í annað sinn sem Karlakór Selfoss sýnir velvilja sinn í garð samtakanna með því að halda styrktartónleika. Dagskráin verður létt og skemmtileg að vanda. Stjórnandi kórsins er Ásgeir Sigurðsson og undirleikari Þórlaug Bjarnadóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 í Bústaðakirkju og er hægt að fá miða á skrifstofu AFS, Hverfis- götu 39, eða við innganginn. (Fréttatilkynning frá AFS.) Ur einum vasa í annan Úr einum vasa í annan gæti þessi Ijósmynd Ólafs K. Magnússonar heitið. Einn starfsmaður ríkisins, lögregluþjónn, skrifar sektarmiða á ríkisbifreið frá sjónvarpinu í Lækjargötu í gær. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON Mitterrand í miklum vanda flesta. John Vincour, fréttaritari The New York Times í París, segir að sálræn áhrif þessara hafta hafi orðið mjög mikil. Rík- isstjórnin lét undan gagnrýni og dró úr höftunum en Vincour seg- ir, að úr því hafi orðið til óskapnaður sem sé engum að skapi. Og einkum meðal ungs fólks hafi sú skoðun orðið ofan á, að það sé sósíalismanum að kenna, að það geti ekki farið hvert sem það vill hvenær sem það vill. John Vincour segir: „Mistökin við gerð stjórnarstefnunar eru forvitnileg vegna þess að sumum finnst að þau staðfesti að hinir vinstrisinnuðu „gáfumenn" og stefnuhönnuðir viti ekki mikið um franska lifnaðarhætti... Fé- lagsfræðingar hafa bent á að verkalýðsstéttin, ef hún er þá til, meti stöðu sína ekki endilega á raunverulegum forsendum held- „FRANCOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, hefur-aldrei verid óvinsælli og stendur nú frammi fyrir verstu vandræðum heima fyrir síðan sósíalist- ar komust til valda fyrir tveimur árum. Aprfl lauk í París með blóðugum stúdentaóeirðum, sprengjuárásum aðskilnaðarsinna frá Korsíku, upp- reisn meðal bænda, læknaverkfalli, fallandi franka og óánægju með kreppuaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum,“ segir í upphafi á skeyti sem Carolyn Lesh, fréttaritari Associated Press í París sendi frá sér um helgina. í skeytinu segir jafnframt að stjórnarandstæðingar telji að nú sé hætta á innanlandsátökum sem minni aðeins á stúdentaóeirðirnar miklu í París í maí 1968, en þá sameinuðust námsmenn og verkamenn í allsherjarverkfalli og tókst næstum að steypa Charles de Gaulle af for- setastóli. Föstudaginn 29. apríl tóku um 8.000 stúdentar þátt í göngu í París, sem farin var til að mót- mæla hugmyndum ríkisstjórn- arinnar um breytingar á há- skólanámi. Þær miða að því að fjölga prófum, fækka stúdentum og veita stjórnvöldum rétt til að hlutast meira til um námsefni en nú er. Var þetta þriðji and- mæladagur stúdenta í París og ýmsum háskólabæjum öðrum. En óánægja hefur verið að magnast meðal stúdenta í marg- ar vikur. Lögreglan var með þó nokkurn viðbúnað og byrjuðu blóðug átök, þegar hópur um 200 stúdenta hóf að kasta grjóti í hundruð lögregluþjóna, sem svöruðu með táragasi. Átökin stóðu í rúma klukkustund og 54 særðust í þeim. Korsíkumenn sem heimta sjálfstæði fyrir Miðjarðarhafs- eyjuna, þar sem Napóleon fædd- ist, kveiktu í sprengjum á fimmtán stöðum þennan föstu- dag. Enginn slasaðist en braut- arstöðvar, bankar og lögreglu- stöðvar skemmdust. Frakkar hafa ráðið Korsíku í 200 ár. í byrjun þessa árs ákvað stjórn Mitterrands, að það væri glæp- samlegt að vera félagi í þeim að- skilnaðarsamtökum (FLNC) sem gerðu sprengjuárásirnar á föstu- dag. Starfsmenn við 46 háskóla- sjúkrahús í Frakklandi hafa ver- ið í verkfalli í 5 vikur. Læknar vilja ekki sætta sig við nýja löggjöf sem breytir háskóla- sjúkrahúsunum. Segja læknar að breytingarnar hafi í för með sér launalækkun fyrir þá og setji þeim óeðlilegar skorður. Hefur ríkisstjórnin dregið nokkuð í land síðustu daga. Bændur hafa lagt landbúnað- artækjum á þjóðvegi og lokað landamæraleiðum til að mót- mæla innflutningi á landbúnað- arafurðum. Þeir hafa einnig slegið eign sinni á farma flutn- ingabíla sem flytja slíkar afurðir frá nágrannaríkjunum til Frakklands. Ríkisstjórnin hefur lofað að reyna að ná hagstæðari kjörum fyrir franska bændur með samningum innan Evrópu- bandalagsins (Efnahagsbanda- lags Evrópu). Þessi hörðu þjóðfélagsátök endurspegla almenna svartsýni meðal Frakka. Takmarkanir á ferðagjaldeyri var sá þáttur í kreppuaðgerðum Mitterrands sem olli mestri reiði og snerti ur eins og hún vill að staða sín sé. Þess vegna brjótist ríkis- stjórnin inn í draumaveröld með því að gera mönnum nær því ókleift að komast til Bandaríkj- anna eða Katmandu. Þessi raunveruleiki hafi rekið fleyg á milli fólksins í neðanjarðarlest- unum og hinna vinstrisinnuðu „gáfumanna" sem áttuðu sig ekki á honum. Allir eru sammála um að það horfi illa fyrir frönskum efna- hag, þótt bæði sé deilt um orsök- ina og úrræðin, en eins og við íslendingar vitum manna best bæta slíkar deilur ekki þjóðar- hag. William Pfaff sem skrifar um frönsk stjórnmál fyrir blaðið The Intemational Herald Tri- bune sagði nýlega, að líklega væri Jacques Delors, yfir-efna- hagsmálráðherra, eini franski sósíalistinn sem styddi kreppu- aðgerðirnar af heilum huga. Del- ors er raunar höfundur aðgerð- anna og sagði fyrir viku, að þær þyrfti kannski herða. Hefur hann líkt efnahagsáætlun sinni við læknisaðgerð með raflosti sem hefur yfirleitt leifturáhrif á sjúklinga eins og menn vita. Fréttaskýrendur segja hins veg- ar að áhrifin af þessari sósíal- ísku leiftursókn undir forystu Francois Mitterrands séu þau að sjúklingurinn megi sig ekki hreyfa og sé haldinn þunglyndi. Götubardagar í París í síðustu viku. Frakkar hafa fyllst reiði undir stjórn sósíalista og kommúnista. Fréttaskýrendur eru sammála um að ríkis- stjórninni hafi mistekist það ætlunarverk að sanna þjóðinni á skömmum tíma, að allt færi á betri veg ef sósíalísk viðhorf yrðu ofan á í flestum greinum. Þessi íhlutunarstefna leiðir til vaxandi spennu samfara von- leysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.