Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Frjókorn fullkomleikans - eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent Eftir kvöldvorrósarolíu og Scarsdale-kúr gat vart svo farið að ekki sigldu nýjar töfraformúlur í kjölfarið, enda er nú sá tími þegar margir fara að huga að heilsunni eftir langan vetur. Nýjasta bólan á þessu sviði eru hlómafrjókorn (ekki blómafræflar eins og þessi afurð er kölluð I auglýsingabæklingi) eða „Extra- High Potency, High Desert Honey- bee Pollens". Með þessari bandarísku afurð fylgja margvíslegir pésar á ís- iensku og ensku sem fullvissa mann um að nú sé fundin hin eina sanna leið til fullkominnar heil- brigði. Þessi fæða er þannig til komin að hunangsflugur sem bera frjó- korn milli blómanna glutra niður bróðurpartinum af þeim inni í býkúpunni þar sem auðvelt er um vik að safna þeim. Frjókorn þessi má hæglega líta á sem eins konar prófstein á varn- ing sem einu nafni má nefna sér- fæði, en er stundum kallað „holl- efni“, „fæðubótarefni", „náttúru- lækningalyf" o.m.fl. Varningur af þessu tagi er ým- ist alvöruafuróir á borð við hveiti- kím og ölger eða töfraformúlur eins og megrunarpillur ýmiss konar, margvíslegar vitlaust samsettar bætiefnapillur o.fl. Sérfæðivörur eiga það sameig- inlegt að þær eru oftast seldar I sérfæóiverslunum, enda þótt sumar þeirra finni sér jafnframt leið inn í almennar matvöruverslanir. Að meta sérfæði Hvernig getur hinn almenni neyt- andi metió hvort tiltekin afurð er gagnleg eóa ekki? Svarið er einfaldiega að hann verður að líta á þær upplýsingar um næringargildi sem gefnar eru og reyna að átta sig á hve mikið þær gefa af ráólögóum dagskömmt- um af helstu bætiefnum. Það er svo á ábyrgð framleið- andans hvort hann veitir þær upp- lýsingar sem nauðsynlegar eru um hvort þær eru settar fram (á um- búðum eða í bæklingum) á auð- skilinn hátt. f stuttu máli ætti neytandinn að ión Óttar Ragnarsson. reyna að fá svör við fjórum spurn- ingum: 1. Eru upplýsingarnar aógengilegar? 2. Eru allar nauðsynlegar upplýs- ingar gefnar? 3. Eru aöeins gagnlegar upplýsingar gefnar? 4. Eru upplýsingarnar réttar? Sé svarið við öllum þessum spurningum jákvætt ætti það að auka verulega tiltrú neytandans á viðkomandi vöru. „Ljóst er að framleið- endur þessara frjóu korna hafa svikist um að gefa neytendum þær lágmarksupplýsingar sem þeir eiga heimtingu á. Af þeim sökum er ógerningur að meta þessar pillur, hvað þá að mæla með þeim á nokk- urn hátt.“ Spurning 1 Eru upplýsingarnar aógengilegar? f íslenska bæklingnum eru ítar- legar upplýsingar um næringar- gildi (að vísu á ensku) og eru þær sýndar hér á síðunni til fróðleiks. Eins og sjá má er um miklar upp- lýsingar að ræða. En það er ekki magnið sem ræð- ur heldur gæðin. Segja má í stuttu máli að allur þessi fróðleikur eigi það sammerkt að afar erfitt er að átta sig á honum, jafnvel fyrir næringarfræðing. Sem dæmi má nefna að magn sumra efna er gefið upp, en ekki annarra og er ekki að sjá að neinni ákveðinni reglu sé fylgt í þeim efnum. Svarið við spurningunni er því nei. Spurning 2 Eru allar nauðsynlegar upplýs- ingar gefnar? Þær upplýsingar sem eru nauösyn- legar eru upplýsingar um magn allra helstu bætiefna í einni pillu sem hlutfall af ráðlögðum dagskammti (RDS) fyrir fullorðið fólk. Ekki í einu einasta tilviki eru þessar upplýsingar gefnar upp. Magn ýmissa bætiefna er að vísu tíundað en aðeins sem tiltekið hlut- fail af þyngd, en ekki sem hlutfall af dagsþörf. Ekki bætir úr skák að magn þeirra bætiefna sem gefið er upp er skráð í hinum undarlegustu einingum, t.d. sem MicroG% (t.d. þíamín) eða sem hlutfall af „ösku“ (t.d. einstök steinefni). Að öllu samanlögðu er ljóst að svarið við þessari spurningu er einnig neikvætt. Spurning 3 Eru aðeins gagnlegar upplýsingar gefnar? Enginn getur meinað framleið- anda að gefa upp meiri upplýs- ingar en hann er beðinn um og Þessar ungu dömur efndu til hlutaveltu í Drekavogi 13 hér I bænum til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. — Brauð handa hungruðum heimi. — Þær söfnuðu 854 krónum á hlutaveltunni. Þær heita Aðalheiður Una Sigurjóns- dóttir og Sólveig Guðfinna Kjartansdóttir. Fullt af snið- ugum stælum Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leiksmiðjan Ringulreið sýndi Ætt í Óðinsdælu Lýsing: Einar Bergmundur Hljóð: Benóný Ægisson Leiðbeinandi: Rúnar Guðbrandsson Leikhópur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð Tveir aðrir umsagnaraðilar sem hafa skrifað um uppákomu eða leiksýningu Menntaskólans við Hamrahlíð kölluðu sýninguna eins konar mannkynssögu fyrir byrj- endur og það er ágætlega orðað. Fyrir leikhópnum vakir sem sé greinilega að fara í gegnum þróun mannsins um aldir á klukkutíma og voru aðferðir hópsins nýstárleg- ar og rösklegar. Að vísu hef ég ekki séð aðrar uppákomur, sem þau hafa verið með, en töluverð mun þjálfun hans vera orðin og kom það líka ágætlega fram á Ætt í Óðinsdælu. Titillinn er sennilega bara létt rugl, hann verður varla skýrður nema sem hluti af yppá- komunni allri. Fyrsta atriðið var maðurinn á sínu frumstigi, eigin- lega ekki risinn upp af fjórum fót- um, en þó að byrja að bera sig eftir því. Þetta var langdregið atriði með miklum gólum og hljóðum en líkamsræktarmenn hefðu fagnað þeirri ágætu æfingu sem leikendur fengu. Síðan fer maðurinn á stjákl og hittir fyrir völvu, sem að vísu sagði eintóma vitleysu 'og svör mannsins eftir því. Ljómandi > skemmtileg vitleysa samt. Stofu- atriðið — allsnægarborðin, leið- indin, tómleikinn, firrðin, var fyrirferðarmest í sýningunni og ófrumlegt en ansi vel heppnað og margir leikaranna sýndu fyrirtaks tilburði. Síðan er yndið drepið a la Oscar Wilde og hópurinn keifar af stað í leit að betra mannlífi. Úti var ævintýri og ómögulegt að segja hvernig til tækist. Þessi sýning var ákaflega óhefðbundin menntaskólasýning og að mörgu leyti skemmtilega gerð og framin, þótt stælarnir væru svona í það mesta. Leikar- arnir voru Daníel Ingi Pétursson, Dóra Magnúsdóttir, Halldór Ólafsson, Helena Bragadóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Ólafur Guð- mundsson og Svanbjörg Einars- dóttir. Þau stóðu sig öll með meiri eða minni sóma og Rúnar Guð- brandsson á sjálfsagt býsna drjúg- an þátt í því. Hins vegar þótti mér heldur ömurlegt að vera á annarri sýningu í jafn fjölmennum skóla og Menntaskólanum við Hamra- hlíð og áhorfendur hafa sjálfsagt verið færri en tuttugu. Það væri skaði ef leiklistaráhugi ungs fólks væri kæfður með áhugaleysi. Scarsdale-kúrinn og raunhæf megrun - eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Mikið hefur verið rætt og ritað um Scarsdale-kúrinn undanfarið, og meðal annars hafa útgefendur bókarinnar nýlega birt grein þar sem þeir lýsa undrun sinni yfir afstöðu minni til kúrsins. Ég tel mér því ljúft og skylt að greina nánar frá þeirri afstöðu, því greinilegt er, að orð mín hafa mis- skilist að einhverju leyti. En athugum fyrst hver séu ein- kenni góðra megrunarkúra. Góður og skynsamlegur megrunarkúr þarf fyrst og fremst að uppfylla þrjú skilyrði: Hann þarf að virka, hann þarf að veita holla fæðu, og síðast en ekki síst, hann þarf að stuðla að varanlegri megrun. Eins og ég hef þegar nefnt í fyrri um- sögn minni um Scarsdale-kúrinn, þá uppfyllir hann tvö fyrstu skil- yrðin með nokkrum ágætum. Hann virkar, því meðan á tveggja „Góður og skynsamleg- ur megrunarkúr þarf fyrst og fremst að upp- fylla þrjú skilyrði: Hann þarf að virka, hann þarf að veita holla fæðu og síðast en ekki síst, hann þarf að stuðla að varan- legri megrun.f< vikna kúrnum stendur má búast við að tapa allt að 2—4 kílóum af fituvef, og henn veitir holla fæðu þar sem fita og sykur eru fyrst og fremst skert á kúrnum. En þegar röðin kemur að þriðja, og jafn- framt veigamesta atriðinu, hef ég hins vegar nokkra gagnrýni fram að færa. Ástæða þessarar afstöðu er fyrst og fremst sú, að í bókinni er raunverulegur árangur tveggja vikna kúrsins stórlega ýktur. Fátt kemur sér verr fyrir feitt fólk, sem ítrekað hefur reynt að grenn- ast, en að sjá ekki þann árangur sem kúrinn lofar. Afleiðing þess verður oftast vonbrigði með eigin frammistöðu, sjálfsfyrirlitning og uppgjöf. Raunhæft takmark, sem einstaklingurinn hefur möguleika á að ná, er því eitthvað mikilvæg- asta atriði í megrun. Rösku og tápmiklu fólki er það eiginlegt að vilja drífa hlutina í gegn í eitt skipti fyrir öll, hvort sem um er að ræða megrun eða aðra óskemmtilega iðju. Margra mánaða meinlætalíf er ekki skemmtileg framtíðarsýn, og því ekki óeðlilegt að fólki fallist hreinlega hendur standi það frammi fyrir slíkum dómi. Kven- maður, sem ætlar sér að tapa 10 kílóum, má t.d. eiga von á að vera a.m.k. 10 vikur að ná því takmarki, karlmaður ef til vill nokkuð skem- ur. Sem betur fer þarf megrun þó ekki að felast í neinum meinlæta- lifnaði. Það er að vísu nauðsynlegt að venja sig af nokkrum ósiðum, Enn um misskilning manneldis- og næringarfræöinganna: Scarsdale leggur áherslu á að fólk verði grannt alla ævi - nokkur orð frá útgefendum Greinilegt er að útgáfa bókar- innar Scarsdale-kúrinn hefur vak- ið mikla athygli. Líður vart sá dagur að ekki séu ein eða fleiri blaðagreinar um kúrinn í Morgun- blaðinu. Sýnist okkur að langt sé síðan að bók var sýndur sá sómi hér. Viljum við fyrst af öllu þakka ýmislegt, sem þau Laufey Stein- grímsdóttir og Jón Óttar Ragn- arsson hafa bent á í sambandi við kúrinn. Hinsvegar er greinilegt að bæði tvö misskilja tilgang Scarsdale- megrunarkúrsins, — en hann er að losa fólk við aukakílóin þannig að það nái sinni kiörþyngd og verði grannt alla ævi. A þetta atriði leggur höfundur mikla áherslu í bókinni. Að hans mati er það ekki aðalatriðið að léttast skyndilega til þess eins að falla f sama farið að nýju. Hann leggur áherslu á að fólk grennist fljótt með því að fara nákvæmlega eftir 14-daga aðal- kúrnum, sem síðan er fylgt eftir með fæði sem hann nefnir Haltu- þér-grönnum, auk nokkurra kúra sem bjóða fjölbreyttan, en hita- einingasnauðan mat. Það sem gert hefur Scarsdale- kúrinn svo vinsælan sem raun ber vitni er einmitt þetta: Grundvall- arkúr sem virkar, — og í kjölfar hans holl og bragðgóð fæða. Að sjálfsögðu er hvergi látið í það skína að hér sé um neinskonar töfrakúr að ræða. Það er undir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.