Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 15 þörf er fyrir. En þegar nauðsyn- legar upplýsingar vantar verður þetta hvimleitt. Þannig er t.d. rækilega tíundað magn hvítu og amínósýrna á sama tíma og hliðstæðum upplýsingum um mikilvæg bætiefni, sem neyt- andinn þyrfti nauðsynlega að fá, er sleppt. Framleiðandinn gengur raunar svo langt á þessu sviði að hann tíundar jafnvel mettaðar fitusýr- ur svo og lífhvata (sem brotna hvort sem er niður við melting- una). Að öllu samanlögðu verður svarið við þessari spurningu einn- ig neikvætt. Spurning 4 Eru allar upplýsingarnar réttar? Hér erum við komin að atriði sem neytandinn á hvað erfiðast með að meta. Svo vill til að þegar bornar eru saman upplýsingar í íslenska bæklingnum og einum þeirra, sem aðeins eru til á ensku, koma í ljós ýmsir undarlegir misbrestir. í íslenska bæklingnum stendur t.d. að magn þíamíns (Bl) sé 9,2 MicroG%. Á mæltu máli ætti það að þýða 9,2 míkrógrömm í 100 grömmum af afurð (míkrógramm er Vioooooo úr grammi). í öðrum bæklingi sem aðeins er til á ensku er magn þessa efnis aftur á móti skráð sem 9,2 Mg. Per Gram, en það þýðir á mæltu máli CHEMICAL ANALYSIS OF HONEYBEE POLLEN (COMPOSITE) HONE YBEE POLLEN 18 THE ONLV FOOD KNOWN TO CONTAIN ALL THE ESSENTIAL NUTRIENT8 REOUIRED BY HUMANS Bolm laboratones ol Phoem» Anzona says The conlents ol pollen comprisp a COMPLETE FOOD. consistmg ol ESSENTIAL AMINO ACIDS (11N). (lotal amlno acld (proteln) content le 2SN) peptones polypeptldes snd globmes growtb hormones and vHamlns: slmple sugars and complei cerbohydrates rsduclng sugars (2*N). nucleoprotelns. vegelable ollt (SN). and probably numerous olher benetlcial subslances unknown at thls llme EXTRA-HIQH POTENCY HIQH OESERT" HONEYBEE POLLEN CONTAINS ABSOLUTEL Y NO CHOLE8TEROLI 14 að magnið sé 9,2 milligrömm í grammi af afurð. Á þessum tveim tölum er hvorki meira né minna en 100.000-faldur munur. Og þegar aðrar tölur eru skoðaðar kemur í ljós að þetta er síður en svo eina dæmið. Svarið er því enn nei. Lokaorð Ljóst er að framleiðendur þess- ara frjóu korna hafa svikist um að gefa neytendum þær lágmarks- upplýsingar sem þeir eiga heimt- ingu á. Er því ógerningur að meta, þessar pillur, hvað þá mæla með þeim. En hvers vegna gefa framleið- endur ekki upp magn hvers bæti- efnis í hverri pillu fyrir sig? Svar- ið við þessari spurningu er raunar að finna í íslenska bæklingnum og útleggst eitthvað á þessa leið: „Það er ekki nauðsynlegt að gefa upp magn næringarefnanna í hverri pillu vegna þess að Guð og náttúran hafa framleitt þessa frábæru fæðu, fullkomna með öllum næringarefn- um, og í náttúrulegum hlutföllum innbyrðis." Og þá vitum við það. Jón Óttar Ragnarsson er doktor í matræla- og næringarefnaíræói og stjórnar fæðurannsóknardeild Rannsóknastofnunar landbúnadar- ins og er dósent við Háskóla ís- lands í matvælafræði. Varað við út- hafsveiðum Færeyinga Á AÐALFUNDI Veiðifélagsins Smá- laxa voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktan Aðalfundur Smálaxa, haldinn á Akureyri 29. apríl 1983, leggur áherzlu á, að spornað verði við sívax- andi ágengni erlendra sportveiði- manna í íslenzkum laxveiðiám. Á undanförnum árum hefur ásælni útlendinga sífellt verið að aukast og getur þessi þróun leitt til þess að íslenzkum laxveiðimönnum verði úthýst úr laxveiðiám landsins, ef fram heldur sem horfir. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að tryggja hag íslendinga og tak- marka aðgang útlendinga að íslenzk-^ um laxveiðiám. I því sambandi væri athugandi að koma á kvótakerfi. Aðalfundur Smálaxa, haldinn á Akureyri 29. apríl 1983, varar við út- hafsveiðum Færeyinga á laxi í haf- inu norðaustur af íslandi. Á undanförnum sumrum hefur komið mjög greinilega í ljós að rán- yrkja Færeyinga í úthafslaxveiði hefur bitnað skelfilega á laxgengd í íslenzkar ár. Er síminnkandi stanga- veiði undanfarinna ára órækt vitni þessa. Aðalfundurinn skorar á næstu ríkisstjórn íslands að sporna við yf- irgangi Færeyinga og láta einskis ófreistað til að stöðva þessa óheilla- þróun áður en íslenzka laxinum verður útrýmt með öllu. Laufey Steingrímsdóttir en þar fyrir utan getur blátt áfram verið ánægjulegt að upp- götva hversu áreynslulítið þetta reynist. Björninn er í rauninni unninn um leið og okkur tekst að sigrast á kökum, kexi, sætindum og sætum eftirréttum, þegar maj- ones, feitar sósur og feitt kjöt heyra fortíðinni til, og brauðáti og raunar neyslu yfirleitt er stillt í nokkurt hóf. Þessar ábendingar koma allar fram á Haltu þér grönnum-kúrnum, þótt þar sé líka að finna gamlar kreddur eins og að forðast beri kartöflur, hrís- grjón og annan mjölmat, og að próteinrík brauð séu æskilegri en venjuleg gróf brauð. í einfaldri upptalningu á bls. 53 í bókinni er hin raunverulega megrun fólgin, um hana hefði átt að skrifa heila bók, meðal annars benda fólki á hvernig auðveldlega megi nota ís- lenskan mat til megrunar, eins og til dæmis skyrið og fiskinn, og hvernig útbúa megi ljúffenga rétti úr þessu og fleiru. Hvort spínat er borðað á þriðjudegi eða föstudegi er hins vegar algjört aukaatriði, og þegar á heiidina er litið er það alls ekki tveggja vikna kúrinn, sem ræður úrslitum um megrun- ina, heldur það sem á eftir kemur. Takist okkur ekki að borða venju- legan íslenskan mat með fjöl- skyldum okkar, er okkur illkleift að halda holdunum í skefjum. Geri menn sér fulla grein fyrir þessum takmörkunum, og takist auk þess að tileinka sér þau ráð um frambúðarmataræði, sem drepið er á í bókinni, tel ég að Scarsdale-kúrinn geti svo sannar- lega stutt marga í baráttunni við aukakílóin. Síst af öllu vil ég verða til þess að letja menn í þeirri við- ureign, og því hvet ég alla til dáða sem þegar hafa tekið sér tak og hafið megrun. Með von um árangursríka og ánægjulega megrun. Laufey Steingrímsdóttir er dósent í næringarfræði. „Þaö sem gert hefur Scarsdale-kúrinn svo vin- sælan sem raun ber vitni er einmitt þetta: Grund- vallarkúr sem virkar, — og í kjölfar hans holl og bragðgóð fæða. Að sjálf- sögðu er hvergi látið í það skína að hér sé um neinskonar töfrakúr að ræða.“ hverjum þeim komið sem undir kúrinn gengst, hversu vel gengur, hversu nákvæmlega hann fer eftir bókinni, og hversu lítið hann „svindlar" á fyrirskipunum lækn- isins. Fjarri lagi er það hjá Jóni óttari að segja að kúrinn byggist á því að blekkja en ekki að fræða og upplýsa. Þvert á móti er bókin full af gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem vilja snúa sér að bættu mataræði, og það er einmitt tilgangur bókarinnar. Nú er liðinn hálfur mánuður frá því að Scarsdale-megrunarkúrinn kom út á íslensku. Nú þegar berst okkur til eyrna ánægja fjöl- margra, sem eru að reyna fyrir sé að fækka kílóunum með kúrnum. Þætti okkur vænt um að heyra í fólki og fregna af reynslu þess af kúrnum. Af okkar hálfu er blaðaskrifum um Scarsdale-megrunarkúrinn lokið. Við teljum að bókin sjálf muni sanna sitt gildi um langa framtíð hjá því fólki, sem vand- lega fer eftir þeim góðu ráðum, sem í henni er að finna. Jón Birgir Pétursson, Guðlaugur Bergmann, Steinar Berg ísleifsson. (Nafn Steinars misritaðist í fyrri grein okkar.) Sérverslun /-- Reiðhjólaverslunin, i meira en hálfa öld M M nciUf lyuiu aiuiim r——. ORNINN Spítalastíg 8 vió Oóinstorg símar: 14661,26888 EFTIRÁR IMIKLQ ÚRVALI 10ÁRAÁBYRGÐ ÁSTELLI ÁRSÁBYRGÐ Á GLLU GEHI HJÖL ÍSÉRFLÖKKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.