Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Þjóoarbúskapur í þrengiugiun Hér fer á eftir í heild ræða Jóhannesar Nordal, seðla- bankastjóra, formanns bankastjórnar Seölabankans, á 22. ársfundi bankans í fyrradag: Mér er það ánægja að bjóða yð- ur öll velkomin á þennan 22. árs- fund Seðlabanka íslands, en í dag staðfesti viðskiptaráðherra árs- reikning bankans fyrir árið 1982. Ennfremur hefur nú verið lögð fram ársskýrsla bankans fyrir lið- ið ár, en þar er að finna margvís- legar upplýsingar um þróun efna- hagsmála og þá sérstaklega þá þætti, svo sem peninga- og láns- fjármarkað og gjaldeyrismál, er varða starfsemi Seðlabankans. í framhaldi af máli formanns bankaráðsins mun ég nú fyrir bankastjórnarinnar hönd fjalla um nokkra megindrætti í þróun efnahagsmála á síðastliðnu ári og ræða þann margvíslega vanda, sem við er að fást í stjórn efna- hagsmála um þessar mundir. Erfiðari verkefni en um langt skeið Þegar ég gerði fyrir ári grein fyrir þróun þjóðarbúskaparins á þessum vettvangi, voru efni til að draga dekkri mynd af stöðu og horfum efnahagsmála en við hafði blasað um nokkurra ára skeið. Við langvarandi lægð í hagvexti og al- þjóðaviðskiptum hafði þá bætzt stöðnun eða lækkun í framleiðslu sjávarafurða, sem borið hafði uppi hagvöxt hér á landi um árabil. Jafnframt hafði óhagstæðari þróun útflutningstekna samfara aukinni neyzlu valdið því, að veru- legur halli hafði myndazt á við- skiptajöfnuði íslands við umheim- inn. Nú að ári liðnu hefur því mið- ur komið í ljós, að ekkert af þessu var of mælt. í reynd hefur andbyr- inn verið rekstri þjóðarbúskapar- ins enn þyngri í skauti en við hafði verið búizt, jafnframt því, sem ekki hefur tekizt að bregðast við vandanum nógu tímanlega né með nægilega öflugum hætti. Þess vegna blasa nú við, að nýafloknum kosningum til Alþingis, meiri og erfiðari verkefni efnahagsmála en um langt skeið undanfarið. Ekkert er nú brýnna en að menn geri sér sem ljósasta grein fyrir eðli þess vanda og horfi raunsæjum augum á þá kosti, sem um er að velja honum til úrlausnar. Hin óhagstæða efnahagsþróun hér á landi á síðastliðnu ári, þegar saman fór samdráttur í þjóðar- framleiðslu, stóraukinn viðskipta- halli og hraðvaxandi verðbólga, átti sér skýringar bæði í erfiðum ytri aðstæðum og innri hagstjórn- arvanda. f umheiminum var árið 1982 þriðja erfiðleikaárið í röð. Þjóðarframleiðsla iðnríkjanna fór minnkandi, atvinnuleysi hélt áfram að vaxa, jafnframt því sem milliríkjaviðskipti drógust saman. Mestir voru þó erfiðleikar þróun- arríkjanna, sem áttu við að glíma áhrif minnkandi útflutningstekna samfara ört vaxandi skuldabyrði. Lentu mörg ríki á árinu í alvarleg- um greiðsluerfiðleikum, svo að lá við greiðsluþroti, sem stefndi viðskipta- og fjármálakerfi heims- ins í alvarlega hættu. Með öflugu alþjóðlegu samstarfi, einkum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, tókst að bægja þessari hættu frá, og margt bendir nú til þess, að efnahagsstarfsemin í heiminum sé á leið upp úr þessum dýpsta öldu- dal eftirstríðsáranna. Nokkur batamerki voru farin að koma fram, einkum á síðustu mánuðum ársins 1982, svo sem í minnkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum og fallandi verðlagi á olíu. Það er þó varla fyrr en á þessu ári, sem nokkuð fer að gæta hér á landi áhrifa þess hægfara afturbata, sem nú á sér stað í iðnríkjunum. Á síðastliðnu ári hafði efnahags- samdrátturinn erlendis hins vegar óhagstæð áhrif á þjóðarbúskap ís- lendinga með ýmsum hætti, og má þá sérstaklega nefna sölutregðu á skreið og erfiðan markað fyrir ál og kísiljárn, sem hafði í för með sér mikla birgðasöfnun og minnk- andi útflutningstekjur. Rýrnuðu viðskiptakjörin við útlönd nokkuð á árinu af þessum sökum. Þunglega horfir um skjótan bata Við þessi óhagstæðu skilyrði á erlendum mörkuðum bættist svo á árinu alvarlegur samdráttur í framleiðslu sjávarafurða vegna aflabrests. Er talið, að hún hafi í heild minnkað um 13% árið 1982, en árið áður jókst hún um 1,5%. Þegar haft er til samanburðar, að á árunum 1976—1980 jókst fram- leiðsla sjávarafurða að jafnaði um 12,7% á ári, er hér um afdrifaríka breytingu á vaxtarskilyrðum þjóð- arbúskaparins að ræða. Afleiðing- in kom fram i lækkun þjóðar- framleiðslu í fyrsta skipti síðan á árinu 1975. En lítum nánar á ein- staka þætti í þróun framleiðslu og þjóðartekna. Samkvæmt nýjustu áætlunum Þjóðhagsstofnunar dróst þjóðar- framleiðslan á síðasta ári saman um 2%, samanborið við 1,6% aukningu á árinu 1981, og 3,9% á árinu 1980. Við þetta bættist 1,5% rýrnun viðskiptakjara, þannig að þjóðartekjur rýrnuðu nokkru meira, eða um 2,3%. Er þetta í fyrsta skipti síðan 1975, sem þjóð- arframleiðsla og tekjur lækka. Á því ári varð framleiðslusamdrátt- urinn einnig 2%, en vegna mun meiri rýrnunar viðskiptakjara drógust þjóðartekjur þá saman um nálægt 6%. Sá er einnig munurinn á þessum tveimur samdráttartímabilum, að nú horfir mun þunglegar um skjótan afturbata, en því veldur allt í senn: Tvísýnt útlit um sjáv- arafla á næstunni, lakari horfur um hagvöxt í helztu markaðslönd- um Islendinga og meiri fjárhags- legar byrðar vegna skuldasöfnun- ar erlendis. Ástand fiskstofna vekur ugg Sérstakan ugg vekur sú mikla breyting, sem virðist hafa orðið að undanförnu á ástandi helztu fisk- stofna íslendinga. Mest hafa um- skiptin orðið í loðnuveiðum, sem voru algerlega bannaðar á árinu 1982, en árið áður hafði loðnuafl- inn numið 641 þús. tonnum. Jafn- framt minnkaði þorskaflinn úr 462 í 373 þús. tonn, eða um nálægt 19%, en næstu fimm árin þar á undan hafði hann aukizt um 10% á ári að meðaltali. Þótt nokkur aukning hafi verið í afla annarra fisktegunda á síðastliðnu ári, er hér um ískyggilegar horfur að ræða, sem ekki batna, þegar litið er til aflabragða á þeirri vetrar- vertíð, sem nú er að ljúka. Ekki Ræða dr. Jóhannesar Nordal Seðlabanka- stjóra á ársfundi bankans í fyrradag liggur enn fyrir mat fiskifræðinga á þeirri þróun, sem hér hefur átt sér stað, og erfitt er að fullyrða, hvaða áhrif aukinn sóknarþungi og bætt veiðitækni eiga í henni. Hitt fer ekki á milli mála, að þessi reynsla hlýtur að hvetja til meiri varkárni í stjórn fiskveiða og fjár- festingu í skipum og búnaði en sýnd hefur verið á undanförnum árum. Jafnframt er full ástæða til þess að vera varkár í áætlunum um aflamagn og útflutningstekjur sjávarútvegsins, svo að fyrirætl- anir um þjóðarútgjöld séu reistar á sem raunhæfustum grundvelli. En víkjum að öðrum þáttum f ramleiðsl ustarf sem i nnar. Lítil merki um þróttmikla aukningu Iðnaðarframleiðsla virðist hafa aukizt á síðastliðnu ári um rúm- lega 2%, en hún hefur þó verið mjög mismunandi eftir greinum. í orkufrekum iðnaði varð nokkur framleiðsluaukning, en markaðs- skilyrði voru mjög óhagstæð og ál- birgðir jukust mjög verulega. Samkeppnisskilyrði annars iðnaðar, bæði í útflutningi og á innlendum mörkuðum, voru mjög erfið á árinu 1981, en fóru síðan batnandi, einkum á síðara hluta ársins í fyrra. Ef litið er yfir nokk- ur undanfarin ár, eru lítil merki um þóttmikla aukningu í iðnaðar- framleiðslu. Eftir öran vöxt í upp- hafi síðasta áratugar, hefur aukn- ing iðnaðarframleiðslunnar síðan 1973 aðeins verið um 2,5% á ári. Þarf því mikil breyting að verða á vaxtarskilyrðum iðnaðar, ef hann á að taka við af sjávarútvegi sem driffjöður hagvaxtar á komandi árum. Um landbúnaðarframleiðslu er það að segja, að hún dróst enn saman um nálægt 2% á síðast- liðnu ári, samanborið við rúmlega 3% samdrátt á árinu 1981. Er hér að verulegu leyti um að ræða af- leiðingu þeirrar stefnu að reyna að laga hina hefðbundnu fram- leiðslu landbúnaðarins betur að ríkjandi markaðsaðstæðum. Jafn- framt eru nokkrar vonir bundnar við, að nýjar búgreinar geti komið í veg fyrir, að hlutdeild landbún- aðar í þjóðarbúskapnum haldi áfram að dragast saman. Samdráttur í útflutningi Verulega dró úr aukningu neyzlu og fjárfestingar á árinu 1982, en þó ekki svo að nægði til þess að koma á móti þeirri lækkun þjóðartekna, sem þá átti sér stað. Ástæðan var m.a. sú, að ráðstaf- anir til þess að draga úr útgjöld- um vegna versnandi efnahags- ástands fóru ekki að hafa áhrif, fyrr en á síðara helmingi ársins. Áætlað er, að einkaneyzla og sam- neyzla hafi hvort tveggja aukizt um 2% árið 1982 miðað við 5% aukningu árið áður. Á hinn bóginn dró úr útgjöldum til fjárfestingar um 3,6%, en þau höfðu aukizt um rúm 2% árið áður. Fjárfesting at- vinnuveganna dróst saman um 3,5% á árinu, einkum vegna minni fjárfestingar í fiskveiðum, og 7% hækkun varð í orkuframkvæmd- um. Á hinn bóginn jókst fjárfest- ing í samgöngumannvirkjum og íbúðabyggingum. Alls nam aukning þjóðarút- gjalda á árinu 1982, 2%, en megin- hluti aukningarinnar stafaði af aukningu útflutningsvörubirgða. Þessi aukning þjóðarútgjalda samfara 2,3% lækkun þjóðartekna kom fram í samsvarandi aukningu viðskiptahallans við útlönd, en hann jókst úr 5% af þjóðarfram- leiðslu á árinu 1981 í 10% á síð- astliðnu ári. Hefur viðskiptahall- inn ekki verið hlutfallslega jafn mikill síðan á árunum 1974 og 1975, þegar hann komst í 11% af þj óðarf ramleiðslu. Meginorsök aukins viðskipta- halla var samdráttur útflutn- ingstekna, en heildarverðmæti út- flutnings nam á síðast ári 8.479 millj. kr., sem er 19% minna en árið áður. Er þá miðað við meðal- gengi íslenzku krónunnar árið 1982, en við það gengi mun verða miðað varðandi það, sem hér verð- ur sagt um utanríkisviðskipti og gjaldeyrismál, nema annað sé fram tekið. Þessi mikli samdrátt- ur útflutnings stafaði fyrst og fremst af tvennu, 10% lækkun út- flutningsframleiðslu og 1065 millj. kr. aukningu í birgðum útflutn- ingsafurða. Við þetta bættist svo nokkur Iækkun útflutningsverð- lags. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings á árinu 1982 nam á hinn bóg- inn 10.364 millj. kr., sem er 4,4% lækkun frá árinu áður. Almennt innflutningsverðlag lækkaði um rúmlega 1% á árinu, svo að inn- flutningur hefur að magni lækkað um nálægt 6%. Dróst innflutning- ur sérstakra fjárfestingarvara, skipa, flugvéla og vegna stór- framkvæmda mjög saman á árinu, en almennur innflutningur lækk- aði um aðeins ‘/2 %. Verulega dró úr innflutningi eftir því sem á árið leið. Þannig jókst almennur inn- flutningur um 9% á fyrra helm- ingi ársins miðað við árið áður, en dróst saman um 5% á síðara helmingi ársins. Samkvæmt framangreindum tölum um inn- og útflutning varð 1885 millj. kr. halli á vöruskipta- jöfnuði á árinu 1981, í samanburði við 315 millj. kr. halla árið áður og 338 millj. kr. afgang á árinu 1980. Á hinn bóginn varð nokkur bati á þjónustujöfnuði á síðastliðnu ári, en hann sýndi 1225 millj. kr. halla miðað við 1331 millj. kr. halla árið áður. Áttu auknar tekjur af varn- arliðinu mestan þátt í þessum bata. Að öllu þessu samanlögðu varð á árinu 1982 halli á viðskipt- um þjóðarbúsins við útlönd, er nam 3110 millj. kr., en það jafn- gildir 10% af verðmæti þjóðar- framleiðslu á árinu og er helmingi meiri halli hlutfallslega en árið áður. Þegar þessi halli er metinn, er rétt að hafa í huga, að á móti þriðjungi hans stendur aukning útflutningsvörubirgða, sem jukust verulega á árinu, einkum vegna sölutregðu á skreið og áli. Engu að síður er hér um viðsjárverða þróun að ræða, enda hefur við- skiptahallinn farið stöðugt vax- andi undanfarin fjögur ár. Viðskiptahalli jafnaður með erlendum lántökum Viðskiptahallinn á síðastliðnu ári var að % hlutum jafnaður með erlendum lántökum og öðrum fjármagnshreyfingum, en að frá- töldum skekkjum og vanreikningi var fjármagnsjöfnuður í heild hagstæður á árinu um 2002 millj. kr. í samanburði við 3110 millj. kr. halla á viðskiptajöfnuði. Reyndist því heildargreiðslujöfnuðurinn óhagstæður um 1164 millj. kr., sem kom fram í rýrnun nettó- gjaldeyriseignar bankakerfisins. Hafði þetta útstreymi í för með sér helmings lækkun á nettógjald- eyriseign bankakerfisins, og er það í fyrsta skipti, sem gjaldeyr- isstaða bankanna rýrnar síðan ár- ið 1975. Nokkur hluti gjaldeyrisút- streymisins var jafnaður með lántökum á vegum Seðlabankans, þar á meðal töku jöfnunarláns hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Engu að síður lækkaði gjaldeyrisforði Seðlabankans um rúmlega þriðj- ung á árinu, og nam hann í árslok 2441 millj. kr., reiknað á því gengi, sem þá var í gildi. Jafngilti gjald- eyrisforðinn þá verðmæti almenns innflutnings í tvo og hálfan mán- uð miðað við meðaltal undanfar- inna tólf mánaða, og hefur gjald- eyrisforðinn ekki verið lægri á þennan mælikvarða síðan snemma á árinu 1976. Verður að leggja höfuðkapp á, að gjaldeyr- isforðinn rýrni ekki frekar en orð- ið er, svo að viðunandi öryggi sé fyrir hendi varðandi greiðslustöðu þjóðarbúsins út á við. Hátt skuldahlut- fall þungur baggi Erlendar lántökur til langs tíma námu 3625 millj. kr. reiknað á meðalgengi ársins, en afborganir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.