Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Norðmaðurinn Ragnar Thorseth leggur ekki árar í bát: Ætlar á víkinga- skipi í 2ja ára hnattsiglingu (>sló, 3. maí. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara MorgunblaAsins. NORSKl ævintýramafturinn og Norðurpólsfarinn Ragnar Thorseth er hreint ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, þótt aldurinn færist yfir hann. Nýjasta viðfangsefni hans er hnattsigling á líkani af víkingaskipi, sem hann ætlar að leggja upp í vorið 1984. Áður en hann leggur upp í siglinguna ætlar hann að reyna farkostinn á Norðursjónum og nokkrum stórám í Evrópu. Víkingaskip Thorseth, sem ný- verið var sjósett á vesturströnd Noregs, er nákvæm eftirlíking af Skudelev-skipinu, sem er á safni í Hróarskeldu í Danmörku. Það skip var byggt í Noregi á sínum tíma. Smíði eftirlíkingarinnar hefur tekið næstum heilt ár og hefur umsjón verksins verið í höndum gamals bátasmiðs á vestur- ströndinni. Smiðurinn, sem not- ið hefur aðstoðar þriggja sona sinna við bygginguna, heldur því fram, að það eigi að standast storm og stórsjó. Thorseth hefur áður lagt upp í hættulegar ferðir. Fyrir mörg- um árum reyndi hann að sigla norðvesturleiðina á gömlum fiskibáti, en farkosturinn varð ísnum að bráð áður en hann komst alla leið. Ári síðar reyndi hann aftur við sömu siglingaleið og þá á skipi úr plasti. Sú ferð heppnaðist vel. I maí í fyrra hélt Thorseth á Norðurpólinn við fjórða mann á vélsleðum. Ferðin var mjög við- burðarík og lentu þeir félagar m.a. í grenjandi byl og áttu síðar í erfiðleikum með að halda lífi þegar frostið fór niður í 60 gráð- ur. Daginn eftir að Thorseth sneri heim lýsti hann því yfir á frétta- mannafundi, að nú hefði hann áhuga á að láta draum sinn ræt- ast: að halda í hnattsiglingu á víkingaskipi. Undirbúningur fyrir ferðina hófst strax við heimkomuna, en alls er talið að hún kosti hann 8 milljónir norskra króna. Helm- ing þeirrar upphæðar hefur hann þegar orðið sér úti um. Thorseth reiknar með að ferðin taki hann 2 ár og ætlar hann að skipta ferðinni niður í 3 mánaða siglingar. Fyrsti hluti ferðarinnar verð- ur að sigla til Bandaríkjanna og þar mun hann sigla um ár og vötn áður en hann leggur upp í næsta áfanga. Lokaáfangann hyggst Thorseth leggja í sumar- ið 1985. Stoltir víkingar. Bátssmiðurinn Sigurd Björkedal til vinstri og ævintýra- maðurinn Ragnar Thorseth til hægri. Mynd Jan Erik Skau/ Verdens Gang. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barceiona Berlín BrUasel Chícago Dublin Feneyjar Frankfurt Færeyjar Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn tas Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delht New York Osló París Perth Rio de Janeíro Reykjavfk Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg Þórshöfn 3 skýjaö 12 rigning 24 heióskírt 19 lóttskýjaó 15 skýjaó 15 rigning 13 rigning 13 heióskírt 18 lóttskýjað 14 skýjaó 7 lóttskýjaö 16 heióskfrt 9 skýjaó 26 heióskírt 23 skýjaó 25 heióskht 37 skýjað 7 skýjað 19 alskýjað 18 rigning 14 skýjaó 23 skýjaó 17 heióskírt 19 heióskfrt 20 lóttskýjaó 33 heíóskfrt 27 heióskirt 14 heióskfrt 35 heióskfrt 22 rigning 15 heióskirt 14 skýjaó 23 heióskfrt 32 skýjaó 7 úrk. i gr. 21 heióskírt 18 skýjaó 13 heióskírt vantar 27 skjýjaó 22 skýjaó 16 skýjaó 25 heióskirt vantar Björgunarþyrla sveimar yfir brennandi ferjunni „Bolero" í morgun á Norð- ursjó. Eldur um borð í ferjunni — einn madur lést KrÍNtiansand, Norcp, 3. maí. AP. MARIAN Cekovski, tékkneskur hljómlistarmaður, lést af völdum reykeitrunar þegar eldur kom upp í norsku ferjunni „Bolero" á Norður- sjónum í dag. Öllum öðrum var bjarg- að frá borði ósködduðum, en það munu hafa verið 363. Handtökur á Ítalíu Keggio (Xlibfii. ftalíu, 3. maf. AP. LÖGREGLAN handtök 22 menn sem ákærðir eru fyrir hryðjuverkastarf- semi og gaf út handtökuheimild á hendur 34 öðrum í aðgerðum sem fram fóru í gærkvöldi, gegn Mafí- unni og öðrum glæpasamtökum að því að haft er eftir embættis- mönnum í dag. Fjórtán voru handteknir á suður- hluta Italíu, en hinir voru handtekn- ir í Róm eða Mílanó. „Bolerou en 363 var bjargað Eldurinn kom upp f ruslatunnu og breiddist um annað tveggja bíla- þilfara ferjunnar, þegar hún var stödd um 5,5 sjómílur undan landi á leið frá Björgvin og Stafangri í Noregi til Hirtshals í Danmörku. Birgir Thorsen, talsmaður skipa- félagsins Fred Olsen sem er eig- andi ferjunnar sem er 11.000 tonn að stærð, sagði að tékkneski hljómlistarmaðurinn hafi fundist látinn í bifreið sinni, en farþegum hafi verið óheimilt af öryggis- ástæðum að dvelja f bifreiðum sín- um meðan á siglingu stæði. Farþegar og helmingur skipverja ferjunnar voru fluttir frá borði yfir í nokkur skip sem voru stödd á þessum slóðum og farið með þá til Kristiansand og Egersund. Ekki hefur verið metið hversu mikið tjón hlaust af eldinum, en talsmaðurinn sagði að nokkur tími myndi líða þar til ferjan færi aftur í áætlunarferðir. Fimm kúbanskir verka- menn dæmdir til dauða Reyndu aö stofna frjálst verkalýðsfélag í líkingu við Samstöðu FIMM kúbanskir verkamenn voru dæmdir til dauóa og 45 fangelsaðir fyrir að hafa verið í fararbroddi fyrir 200 starfsmönnum ríkisfyrirtækisins í Havanna um stofnun frjáls verka- lýðsfélags í líkingu við Samstöðu í Póllandi. Frá þessu segir í danska blaðinu Politiken laugardaginn 30. apríl. Það er aðalritari Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga, John Vanderverken, sem skýrði frá þessu fyrir nokkru og einnig því, að kúbanska ríkisráðið hefði nú breytt dauðadómunum yfir mönnunum í 30 ára fangelsi. Að því er Politiken fékk upplýst í höf- uðstöðvum AFV, hefur sambandið fengið vitneskju um nöfn mann- anna fimm, sem upphaflega voru dæmdir til dauða. John Vanderverken, aðalriUri Al- þjóðasambands frjálsra verkalýðsfé- laga. John Vanderverken, aðalritari AFV, segir, að sambandið hafi fengið skýrslu um þessi mál frá „heimildum á Kúbu“ þar sem komi fram, að verkamennirnir hafi ver- ið ákærðir um „glæpi gegn öryggi ríkisins" og „skemmdarverk í at- vinnulífinu". Síðarnefnda ákæran gefur ýmislegt til kynna um hvað gerst hefur. Yfirvöld á Kúbu nota þetta orðalag jafnan þegar þau eiga við verkföll. Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga lítur þetta mál mjög al- varlegum augum og John Vander- verken hefur afhent stjórn Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar i Genf bréf, þar sem formlega er kvartað yfir Fidel Castro og kúb- önskum yfirvöldum. Enn þjarkað um dagbækur Hitlers: Breskir sagnfræðingar komnir í hár saman Lundúnum, 3. maf. AP. DEILURNAR um dagbækur Hitlers hafa gert það að verkum, að tveir af þekktustu sagnfræðingum Breta eru nú gersamlega á öndverðum meiði um áreiðanleik þeirra og eru komnir í hár saman. Þrátt fyrir deilur sagnfræðinga og látlaust háð keppi- nautanna bítur ekkert á Lundúna- stórblaðið Times, sem keypti birt- ingarréttinn á dagbókunum. David Irving, hægrisinnaður sagnfræðingur, sem leiddi að því getum árið 1977 í bók sinni „Stríð Hitlers", að nasistaforinginn hefði ekki fyrirskipað dráp á 6 milljón- um Gyðinga, sagðist í dag vera þeirrar skoðunar, að bækurnar, sem fundust, væru ófalsaðar. Um leið og Irving lýsti skoðun sinni á málinu sakaði hann annan breskan sagnfræðing, Hugh Trevor-Rober, um að forða sér í skjól með því að lýsa yfir efasemd- um sínum um dagbækurnar. Hann hefði áður lýst þeirri skoðun sinni, að hann teldi bækurnar vera ófalsaðar, er fréttist af þeim þann 24. apríl. Irving, sem upprunanlega var þeirrar skoðunar, að bækurnar væru falsaðar, skipti um skoðun eftir að hafa rannsakað ljósrit af einni bókanna í siðustu viku. Sagði hann þá ljóst, að sá er skrif- aði bókina hefði verið með Park- inson-veiki. Hitler var haldinn Parkinson-veiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.