Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 21 Myndir MBl. KÖE gekk berserks- ?kólavörðustíg inum úr fjarlægö er hann vafraði upp Skólavörðustíg. Hann gerði atlögu að rúðu í veit- ingahúsinu Rán, en tókst ekki að brjóta hana. Hann tók þá upp mikið grjót og kastaði í stóra rúðu sem möl- brotnaði. Enginn freistaði þess að stöðva manninn er'"hann hélt áfram göngu sinni upp Skólavörðustíginn. Fólk lét sér nægja að fylgjast með honum úr fjarlægð. Maðurinn reyndi að brjóta rúðu í verzluninni Bikarn- um, en tókst ekki. Hann löðrungaði starfsstúlku á Rán er hún reyndi að koma vitinu fyrir hann. Skömmu síð- ar var maðurinn yfirbugaður, lögregl- an kom á vettvang og færði manninn í fangageymslu. ; lögreglan komin á Starfsstúlkur á Rán í senn undrandi og reiðar yfir aðförum mannsins. ið í Setbergslandi 52. Sigurður Tryggvi Sigurðsson, Suðurgötu 8. 53. Sissel Einarsson og Guðbjartur Einarsson, Hjallabraut 35. 54. Stefán Sveinsson, Norðurvangi 3. 55. Sumarliði Guðbjörnsson, Sléttahrauni 21. 56. Sverrir Bjarnason, Hjallabraut 3. 57. Trausti Sveinbjörnsson, Fögrukinn 23. 58. Vigdís Magnúsdóttir, Álfaskeiði 92. 59. Þórhildur Brynjólfsdóttir, Breiðvangi 14. 60. Ægir Ellertsson, Breiðvangi 7. 61. Örn Sveinbjörnsson, Móabarði 4. 62. Erlendur Erlendsson, Sólbergi, lóð nr. 50 við Fagraberg. Varamenn, sem ganga fyrir úthlutun í þessari röð: 1. Helgi Guðmundsson, Tjarnarbraut 11. 2. Hans Þorvaldsson, Ásgarði 39, Reykjavík. 3. Bjarni Sigurðsson, Suðurbraut 14. 4. Herdís M. Guðmundsdóttir og Árni Brynjólfsson, Öldugötu 25. 5. Halldór Magnússon, Suðurvangi 8. 6. Jóhann Baldursson, Herjólfsgötu 22. Eftirtaldir hlutu lóð fyrir raðhús í 1. áfanga í Setbergi: Guðjón Grétarsson, Álfaskeiði 100. Guðný Hálfdánardóttir, Suðurvangi 6. Ingibjörg G. Brynjólfsdóttir, Engjavegi 9, Isafirði. Ingibjörg P. Harðardóttir, Reykjavíkurvegi 50. Jón P. Kristjánsson, Suðurvangi 2. Pétur Svavarsson, Laufvangi 1. Eftirtaldir hlutu lóð fyrir parhús í Setbergi: Anna Þórný Annesdóttir, Engihjalla 9, Kópavogi og Annes Svavar Þorláksson, Ölduslóð 5, (2 íbúðir). Árni Baldursson, Smyrlahrauni 14. Júlís Karlsson og Þóra Vilbergsdóttir, Laufvangi 6. Sigurður Jónsson, Birkigrund 33, Kópavogi. Stefán Árnason, Víðivangi 20. Úlfar Guðjónsson, Suðurbraut 14. Ályktun aðalfundar Vinnuveitendasambands íslands: Rekstrarstöðvun blasir við fjölmörgum fyrirtækj um verði ekkert að gert FRÁ ÞVÍ að almennir kjarasamningar voru gerðir á síðastliðnu sumri hafa orðið umskipti til hins verra í íslensku efnahagslífí. Þau teikn, er um mitt ár 1982 bentu til minnkandi þjóðarframleiðslu og þjóðartekna, reyndust eiga við rök að styðjast. Og enn eru horfur á samdrætti þjóðarframleiðslu á þessu ári, m.a. vegna lögboðinnar lengingar orlofs segir m.a. í ályktun aðalfundar Vinnuveitendasambands íslands. Þar segir ennfremur: Aðalfundur Vinnuveitendasam- bandsins harmar, að verkalýðs- hreyfingin skyldi við gerð síðustu kjarasamninga hafna því, að aðil- ar vinnumarkaðarins tækju sjálfir í samningum sínum á þeim vanda sem leitt hefur af minnkun þjóð- artekna og fyrirsjáanlegur var. Vandi þjóðarbús og fyrirtækja hefði orðið stórum minni, ef sam- ist hefði um verðbótakerfi, sem endurspeglar breytingar á þjóðar- tekjum. Samdráttur þjóðartekna og sjálfvirkt víxlgengi verðlags og launa hefur leitt af sér meiri verð- bólgu en dæmi eru um. Verðlags- þróun er nú komin á það stig, að við blasir rekstrarstöðvun fjöl- margra fyrirtækja ef ekki verður að gert. Jafnframt hefur kaup- máttur ráðstöfunartekna farið minnkandi . Atvinnuöryggi og af- komu launþega er stefnt í voða. Lækkun verðbólgu er því raun- veruleg kjarabót launþegum til handa og ein til þess fallin að treysta atvinnuöryggi lands- manna. Við þessar aðstæður er ljóst að atvinnulífið getur ekki tekið á sig frekari útgjöld við gerð kjara- samninga næsta haust. Hækkun launa væri ávisun án innistæðu, sem eingöngu leiddi til enn auk- innar óðaverðbólgu og fækkunar atvinnutækifæra. Þá þróun verður að stöðva. Þessar staðreyndir valda því, að kaupgetu almennings verður að- eins haldið uppi með samdrætti ríkisútgjalda, þannig að einstakl- ingar fái aukin ráð á aflafé sínu. Lækkun skatta er þvi einasta færa leiðin til að hamla gegn rýrnandi kaupmætti. Allt annað, og þó sér- staklega áframhaldandi söfnun erlendra eyðsluskulda, gerir efna- hagsvandann torleystari og eykur hættu á varanlegum samdrætti í atvinnulífinu. Aðalfundur Vinnuveitendasam- bandsins leggur á það ríka áherslu, að stjórnvöld tryggi með almennum aðgerðum rekstrarskil- yrði atvinnuveganna og láti af sí- vaxandi beinum afskiptum af at- vinnu- og kjaramálum. Mikilvæg- ast er, að gengi íslensku krónunn- ar endurspegli á hverjum tíma raunverulega stöðu þjóðarbúsins gagnvart viðskiptalöndum okkar og að horfið verði frá forsjár- og styrkjakerfi því, er stjórnarstefna liðinna ára hefur leitt af sér. Auka verður svigrúm atvinnufyrirtækj- anna til endurnýjunar og upp- byggingar og það í krafti hagnað- ar af vel reknum fyrirtækjum. Taprekstur og hallærislán leggja ekki grundvöll að efnalegri upp- byggingu og nýsköpun atvinnulífs, en varða veg samdráttar og at- vinnuleysis. Verði atvinnulífinu búin eðlileg rekstrarskilyrði og fyrirtækjunum gert kleift að standa sjálf að upp- byggingu á eigin ábyrgð, mun þess skammt að bíða, að úr rætist í ís- lensku efnahags- og atvinnulífi. Vinnuveitendasambandið lýsir sig nú sem fyrr reiðubúið til sam- starfs við stjórnvöld og samtök launþega um lausn þess vanda, sem við er að etja á sviðum efna- hags- og atvinnumála. Ennfremur samþykkir fundurinn, að fela framkvæmdastjórn að standa fyrir kjaramálaráðstefnu síðla sumars, er marki nánar afstöðu sambandsins til endurnýjunar kjarasamninga á hausti komanda, verði þeim sagt upp. Páll Sigurjóns- son endurkjörinn formaður VSÍ PÁLL Sigurjónsson var endurkjör- inn formadur Vinnuveitendasam- bands fslands á adalfundi sam- bandsins, sem haldinn var í gær- dag á Hótel Loftleiðum. Aðrir í framkvæmdastjórn VSÍ voru kjörnir þeir Ágúst Hafberg, Árni Brynjólfsson, Davíð Sch. Thorsteinsson, Gísli Ólafsson, Guðlaugur Björgvins- son, Gunnar Ragnars, Gunnar Snorrason, Haraldur Sveinsson, Hjalti Einarsson, Hörður Sigur- gestsson, Jón Páll Halldórsson, Jón Ingvarsson, Kristján Ragn- arsson, Sigurður Helgason, Víg- lundur Þorsteinsson. Páll Sigurjónsson, formaöur VSÍ. Ljósmynd Mbl. Emilía. „Verðbætur tryggja fyrst og fremst verðbólguna" — sagði Páll Sigurjónsson, formaður VSÍ, á aðalfundi sambandsins „ÞRÓUN verðbólgu og launa und- anfarna mánuði sýnir glöggt, aö verðbæturnar tryggja fyrst og fremst verðbólguna, en ekki kaupmáttinn," sagði Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi sam- bandsins, sem haldinn var í gærdag. „Laun hækkuðu um 15% hinn 1. marz síðastliðinn, en þjóðartekjur hækkuðu ekki að sama skapi. Ekki var heldur dregið úr skattheimtu. Stjórnvöld voru ekki heldur reiðu- búin til að fjármagna kauphækk- unina með hallærislánum erlend- is. Kaupmáttur launa hækkaði því ekki 1. marz, þvert á móti. Á tíma- bilinu marz til maí í ár verður kaupmátturinn 4% lægri en mán- uðina þrjá fyrir 1. rnarz," sagði Páll ennfremur. „Horfur eru á að verðbæturnar valdi um 20% krónukaupshækkun hinn 1. júní. Ljóst er að þjóðar- tekjurnar munu ekki hækka að sama skapi 1. júní frekar en 1. marz. Skuldasöfnun erlendis verð- ur ekki aukin, enda orðin svo mik- il, að háskalegt væri að halda lengra áfram á þeirri viðsjárverðu braut. Öllum má vera ljóst, að verði þessi kauphækkun 1. júní mun hún fara beint út í verðlagið og líkur eru til að kaupmáttur í júní til ágúst í ár verði allt að 2,5% lægri en þrjá mánuðina á undan. Vísitölukerfið er svika- mylla, það tryggir ekki kaupmátt, það skerðir kaupmátt," sagði Páll. Páll sagði að komandi ríkis- stjórn væri ekki öfundsverð af því verkefni, sem henni bæri að leysa. „En þeir geta ekki leyst það einir, til þess verða þeir að fá aðstoð, m.a. frá aðilum vinnumarkaðar- ins, sem bera mikla ábyrgð, og frá landsmönnum öllum. Við erum öll í sama bát og ef hann sekkur eru ekki margir björgunarbátar um borð ef nokkrir. Ég er viss um að ég tala fyrir munn okkar allra þegar ég segi, að Vinnuveitenda- sambandið mun af öllum mætti styðja hverja raunhæfa tilraun stjórnvalda til að takast á við vandamálin," sagði Páll Sigur- jónsson að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.