Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 23 I >jóðarbúskapur í þrenginguiti draga úr áhrifum vaxandi ytri erf- iðleika og versnandi afkomu fyrir- taekja á atvinnustarfsemina i landinu. Hins vegar er ljóst, að í þessu efni verður varla gengið lengra en orðið er, enda er staða bankanna orðin mjög erfið, en auk þess er ljóst, að aukning rekstrar- lána getur ekki til lengdar leyst vanda fyrirtækja, sem fyrst og fremst á rætur að rekja til halla- rekstrar og erfiðra afkomuskil- yrða. Brýnt að jafna kjör inn- og útlána Þrátt fyrir mikla útlánaaukn- ingu bankanna, en hún nam 86% á árinu, varð útstreymi gjaldeyris þess valdandi, að mjög dró úr aukningu peningamagns á árinu. Nam aukning peningamagns, sem samanstendur af seðlum, mynt og veltiinnlánum, aðeins 30% í sam- anburði við rúmlega 60% aukn- ingu árið áður. Peningamagn í víð- ari skilningi, þ.e.a.s. að innistæð- um af sparisjóðsbókum meðtöld- um, nam hins vegar 48% á móti 75% árið á undan. Af þessu er ljóst, hversu mjög þrengdi að lausafjárstöðu einstaklinga og fyrirtækja á árinu og hvernig verðbólgan dró úr vilja manna til að eiga peningalegar eignir. Það sem kom í veg fyrir enn meira hrun á ráðstöfunarfé innláns- stofnana var nær þreföldun inn- stæðna á verðtryggðum reikning- um, en í árslok 1982 námu þeir 27% heildarinnlána. Að nokkru leyti var hér vitaskuld um að ræða tilflutning innstæðna af öðrum bundnum reikningum, en alls juk- ust bundin innlán í bönkunum um 81%, og nægði það til þess að heildarinnlán jukust um 60%, þannig að þau héldu nokkurn veg- inn í horfi við verðbólguna. Sýndi þessi reynsla enn einu sinni, hví- líka þýðingu viðunandi raunávöxt- un hefur fyrir þróun sparifjár- myndunar í landinu og getu inn- lánsstofnana til þess að gegna hlutverki sinu. Það er hins vegar ekki nóg að gefa mönnum kost á ávöxtun fjár með verðtryggðum kjörum á bundnum sparifjárreikningum, ef samtímis er um að ræða mjög neikvæða vexti af almennu spari- fé. Eftir að dregið hafði úr verð- bólgu á árinu 1981 var um tíma sæmilegt jafnvægi milli kjara á verðtryggðum inn- og útlánum annars vegar og óverðtryggðum hins vegar. Þegar kom fram á árið 1981 og verðbólga tók að aukast varð ávöxtun óverðtryggðs fjár si- fellt óhagstæðari og hættulegt misræmi myndaðist milli kjara á þeim og verðtryggðum inn- og út- lánum. Taldi Seðlabankinn nauð- synlegt, að þetta misræmi væri jafnað með hækkun almennra vaxta, en tillögur hans í því efni í ágústmánuði mættu andbyr af hálfu ríkisstjórnarinnar, svo að það dróst fram í byrjun nóvember, að nokkur leiðrétting yrði gerð í því efni, en þá hækkuðu vextir al- mennt um 6—8%. Nægði þessi leiðrétting þó ekki til þess að skapa viðunandi samræmi á þessu sviði, og með vaxandi verðbólgu að undanförnu hefur þessi vandi auk- izt að nýju. Er það tvímælalaust eitt brýnasta verkefnið á sviði peningamála nú, að jöfnuð verði kjör milli einstakra flokka inn- og útlána, bæði til að auka heilbrigð- an sparnað í landinu og draga úr því misrétti milli atvinnuvega og lántakenda, sem í núverandi ástandi felst. Auknar skuldir ríkissjóös Sé litið á aðra þætti lánsfjár- markaðsins á árinu 1982, er ljóst, að um var að ræða vaxandi vanda- mál vegna þverrandi innlendrar fjármagnsmyndunar og skulda- söfnunar erlendis. Rekstraraf- koma ríkissjóðs var þó enn góð á árinu og batnaði staða hans gagn- vart Seðlabankanum um 126 millj. kr., og er það fjórða árið í röð, sem staða ríkissjóðs batnar gagnvart bankanum. Þegar þessi staða rík- isfjármálanna er metin, er rétt að hafa í huga, að tekjur ríkissjóðs héldust mjög miklar á árinu vegna mikils innflutnings og meiri eftir- spurnar en þjóðartekjur raun- verulega leyfðu. Er útlit fyrir, að mikill rekstrarvandi muni mynd- ast á þessu ári hjá ríkissjóði vegna óhjákvæmilegs samdráttar í eftir- spurn, og hefur það þegar komið fram í mjög auknum skuldum rík- issjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Er mikilvægt, að ekki dragist að gera ráðstafanir vegna þessa vanda, svo að hallarekstur ríkis- sjóðs verði ekki að nýju þenslu- valdur á peningamarkaðnum. Stórauknar erlendar lántökur ríkissjóðs Þrátt fyrir góða rekstrarafkomu undanfarin ár, hefur lánsfjárnotk- un ríkissjóðs vegna framkvæmda vaxið jafnt og þétt. Á árinu 1982 var heildarlánsfjáröflun ríkissjóðs 1259 millj. kr. eða 4% af þjóðar- framleiðslu, og hafði hún aukizt um 93% frá árinu áður. Jafnframt aukinni lánsfjárþörf ríkisins hef- ur vaxandi hluti hennar verið fjármagnaður með erlendum lán- um. Þannig jukust erlendar lán- tökur ríkissjóðs um 140% í ís- lenzkum krónum, en 49% miðað við sama meðalgengi bæði árin. Hins vegar jókst innlend lánsfjár- öflun aðeins um 44%, og minnkaði því verulega að raungildi. Sömu sögu er að segja um fjár- mögnun fjárfestingarlánasjóða. Vegna minnkandi eiginfjármögn- unar hafa þeir orðið æ háðari lánsfjármögnun, og hefur vaxandi hluti hennar fengizt með erlend- um lántökum. Sé fjármögnun fjár- festingarlánasjóða á árinu 1982 og 1978 borin saman, kemur í ljós, að erlend lán hafa hækkað úr 10% í 39% af heildarfjármögnun, inn- lend lán, sem einkum koma frá líf- eyrissjóðum, hafa staðið nokkurn veginn í stað nálægt 45%, en hlut- ur eiginfjár og framlag úr ríkis- sjóði eða af sérstökum skattstofn- um lækkaði samtals úr 46% í 25%. Hér er um alvarlega þróun að ræða bæði fyrir fjárhag fjárfest- ingarlánasjóðanna sjálfra og hag lántakenda, þar sem lánskjör á erlendu lánsfé hafa verið mjög óhagstæð að undanförnu vegna hárra raunvaxta og mikillar hækkunar erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenzkri krónu. Er fyrir- sjáanlegt, að fjárfestingarlána- sjóðir verða að herða lánskjör sín talsvert á þessu ári, ef ekki á að stefna í óefni um fjárhag þeirra. Það, sem hér hefur verið sagt um fjármögnun fjárfestingarlána- sjóða og ríkisframkvæmda, er að- eins dæmi víðtækrar þróunar, þar sem saman hefur farið þverrandi heildarsparnaður þjóðarbúsins og vaxandi hlutdeild erlendrar fjár- mögnunar á lánsfjármarkaðnum. Á árinu 1982 var heildarsparnaður þjóðarbúsins aðeins 20,2% af þjóðarframleiðslu samanborið við 25,5% 1980 og um 27% á árunum 1976—1978. Hefur sparnaðarhlut- fallið ekki verið jafn lágt um þriggja áratuga skeið. Á sama tíma hefur hlutfall erlendra skulda farið hækkandi og er nú hærra en nokkru sinni fyrr eins og áður hefur verið frá greint. Nauðsyn samræmdrar stefnu Góðir áheyrendur. Tími er nú kominn til að draga saman helztu þræði þessa máls. Af þróuninni að undanförnu, þar sem saman hefur farið samdráttur í þjóðarfram- leiðslu, mikill viðskiptahalli og hraðvaxandi veðbólga, verður sú ein ályktun dregin, að íslenzkur þjóðarbúskapur stefni nú í ógöng- ur, sem ekki verði komizt út úr nema með víðtækum aðgerðum og stefnubreytingu í stjórn efna- hagsmála. Á næsta leiti er ný stökkbreyting launa og verðlags vegna vísitölubóta og hækkunar á landbúnaðarverðlagi og fiskverði. Hætt er því við, að allur frekari dráttur á því að takast á við vandann muni gera hann erfiðari viðfangs og verða til þess eins, að lausn hans kosti að lokum mun meiri fórnir í lífskjörum og at- vinnu. Reynslan undanfarin ár sýnir, að einn meginveikleiki hagstjórn- ar hér á landi hefur verið skortur á samræmi aðgerða á einstökum sviðum efnahagsmála, þar sem lögð hefur verið áherzla á að ná tiltækum markmiðum án nægilegs tillits til áhrifanna á aðra þætti þjóðarbúskaparins. Þannig var á árinu 1981 lagt kapp á að draga úr verðhækkunum með aðgerðum, sem um leið rýrðu afkomuskilyrði atvinnuveganna og juku á við- skiptahalla. Síðan var reynt að söðla um og bæta samkeppnis- stöðu og viðskiptajöfnuð með að- gerðum, sem leitt hafa til ógnvekj- andi verðbólguþróunar. Jafnframt var hvorugt árið lögð nægileg áherzla á það að stuðla að auknu framboði innlends fjármagns með tímanlegum breytingum ávöxtun- arkjara, en fjármagn til að halda uppi framkvæmdum og atvinnu í stað þess sótt á erlenda lánamark- aði. Áugljóst er, að bót verður ekki ráðin á þeim djúpstæðu vanda- málum, sem nú er við að fást, nema með samræmdri stefnu, er nái til allra þessara þátta. Minnkandi framleiðsla og stöðnun Eitt gundvallarvandamál efna- hagsstarfseminnar hér á landi, eins og víðar meðal iðnvæddra ríkja, er minnkandi framleiðslu- aukning og jafnvel stöðnun í mörgum greinum framleiðslu- starfseminnar. Mörg öfl eru hér tvímælalaust að verki, svo sem versnandi starfsskilyrði atvinnu- vega vegna aukinnar áherzlu á fé- lagslega þjónustu og önnur markmið á kostnað atvinnurekstr- arins, en einnig aðlögunarvanda- mál, sem fylgt hafa örum tækni- breytingum og samkeppni frá ný- iðnvæddum ríkjum. Vegna ört vaxandi fiskafla á árunum 1976—1980 var því gefinn minni gaumur en skyldi, hve ófullnægj- andi vöxtur hefur verið hér á landi í öðrum framleiðslugreinum en sjávarútvegi. Jafnframt hefur til þessa verið haldið áfram að fjár- festa í fiskiskipum langt fram yfir það, sem réttlætanlegt verður tal- ið vegna veiðiþols fiskstofna. Þeg- ar nú slær í bakseglin með sam- drætti í afla, er annars vegar við að glíma vandamál sjávarútvegs, sem er hlaðinn fjárhagslegum byrðum af völdum of mikillar fjárfestingar að viðbættum rekstrarerfiðleikum síðustu tveggja ára, en hins vegar iðnað og þjónustugreinar, sem skort hef- ur nægilega góð starfsskilyrði til að taka við hlutverki sjávarút- vegsins sem vaxtarbroddar þjóð- arbúskaparins. Ef takast á að tryggja að nýju viðunandi hagvöxt og koma í veg fyrir atvinnubrest, verður að gefa bættum skilyrðum atvinnuveg- anna forgang, jafnvel þótt það kosti tímabundna skerðingu lífskjara og frestun félagslegra umbóta. Jafnframt er brýnt, að lögð sé áherzla á jöfnun starfsskil- yrða allrar atvinnustarfsemi, þannig að það verði árangur og arðsemi hvers fyrirtækis, sem ráði viðgangi þess og ákvörðunum um nýfjárfestingu, en ekki bein eða óbein afskipti ríkisvaldsins. Fyrir áhrif verðbólgunnar á lánskjör og tregðu stjórnvalda til þess að láta kjör afurðalána fylgja öðrum lánskjörum hefur misræmi á lána- markaðnum aftur vaxið á undan- förnum tveimur árum. Úr þessu verður að bæta, ef veita á þeim atvinnurekstri, sem arðbærastur er, viðunandi vaxtarskilyrði. Þegar á móti blæs í atvinnumálum er áberandi tilhneiging af hálfu opinberra aðila að taka að sér for- göngu um stofnun fyrirtækja og nýmæli í framleiðslu. Þótt hér sé um jákvæða viðleitni að ræða, ber að vara við of mikilli opinberri forsjá í þessum efnum. Hætt er við, að fjármagn til slíkra hluta verði í reynd tekið af öðrum at- vinnurekstri, sem hefði getað nýtt það betur. Reynslan sýnir, að meg- inhlutverk ríkisvalds og lána- stofnana í þróun atvinnurekstrar er ekki að taka einstakar ákvarð- anir um fjárfestingar, heldur að skapa sem bezt og jöfnust skilyrði fyrir starfsemi fyrirtækja, sem sjálf eru færust um að ráðstafa fjármagni sínu á arðbæran hátt, enda beri þau ein áhættu og ábyrgð gerða sinna. Séu almenn starfsskilyrði at- vinnurekstrarins viðunandi, er engin ástæða til þess að efa, að hann geti staðið undir lánskjörum með eðlilegum raunvöxtum. Láns- kjarastefna, sem leiðir til skorts á lánsfé og misréttis í lánakjörum milli fyrirtækja, er því beinlínis skaðleg fyrir heilbrigða atvinnu- þróun og hagvöxt í landinu. Jafn- framt er rétt að minna á það, að skortur á eigin fé og nýju áhættu- fé til atvinnurekstrar hefur ekki síður verið hemill á heilbrigða þróun fyrirtækja hér á landi en lánsfjárskorturinn. Mikilvægt er því, að nú verði gert sérstakt átak til þess að bæta skilyrði til aukn- ingar á eigin fé fyrirtækja, þar á meðal með sérstökum skattíviln- unum bæði vegna uppbyggingar eigin fjár innan fyrirtækja og þeim einstaklingum í hag, sem leggja vilja fram nýtt áhættufé í atvinnurekstur. Hafa breytingar skattalaga í þessa átt gefizt vel víða erlendis, t.d. á Norðurlönd- um, og hvatt til stofnunar nýrra fyrirtækja og nýjunga í fram- leiðslu og tækni. Verðbólguþróun á hættulegu stigi Annar meginvandinn í efna- hagsmálum Islendinga er tví- mælalaust verðbólguþróunin, sem nú er komin á hættulegra stig en nokkru sinni fyrr. Síðan hinir af- drifaríku launasamningar voru gerðir árið 1977 og tekin var upp að nýju full vísitölubinding sam- hliða mjög mikilli kauphækkun, hefur hver ríkisstjórnin á fætur annarri reynt að draga úr víxl- hækkunum með einhvers konar skerðingu verðbóta. Þetta hefur þó ekki borið meiri árangur en svo, að á síðustu sex árum hefur verðbólguhraðinn verið nálægt 55% að meðaltali á ári og aldrei farið niður fyrir 40%. Samtímis hefur dregið úr verðbólgu í flest- um þeim löndum, sem íslendingar eiga skipti við, og hefur munurinn á verðbólgustigi hér á landi og í nágrannalöndunum aldrei verið meiri. Enginn vafi er á því, að árang- ursleysið í viðureigninni við verð- bólguna er m.a. af því sprottið, að almenningur í landinu hefur ekki gert sér grein fyrir því, hve mikill dragbítur verðbólgan getur verið á heilbrigða efnahagsstjórn og framfarir í landinu. Margir hafa jafnvel trúað því, að verðbólgan væri eina leiðin til þess að tryggja fulla atvinnu, þótt henni hafi nú um skeið verið fyrst og fremst haldið uppi með erlendum lántök- um og aðhaldsleysi gagnvart óarð- bærum atvinnurekstri. Ég vona, að reynsla undanfar- inna mánaða og erfiðleikarnir, sem nú blasa við, hafi loks fært mönnum heim sanninn um, að engum varanlegum tökum verði náð á stjórn efnahagsmála né heilbrigð skilyrði sköpuð fyrir arðbæran atvinnurekstur, á með- an meginhluti orku einstaklinga og fyrirtækja fer í að reyna að halda sér á réttum kili frá degi til dags í ölduróti vaxandi verðbólgu. Á aö afnema verðbótakerfið? Sú spurning hlýtur því að gerast sífellt áleitnari, hvort það sé ekki að verða íslendingum lífsnauðsyn að brjótast út úr þessum vitahring með því að afnema með öllu hið vélgenga verðbótakerfi launa og verðlags, sem hér hefur verið við lýði í meira eða minna mæli um áratuga skeið. Aðeins með því að snúa alger- lega við blaðinu í þessum efnum, eru líkindi til þess, að aftur geti skapazt það traust á framtíðar- verðgildi peninga, sem er undir- staða heilbrigðs markaðsbúskapar og skipulegrar uppbyggingar. Jafnframt væri afnumið það mis- rétti, sem felst í látlausum stökkbreytingum verðlags, verð- launar eyðslu í stað aðhalds og gefur þeim efnameiri sifellt tæki- færi til þess að hagnast á kostnað þeirra, sem minna mega sín. Þótt afnám vísitölukerfisins kunni að hafa í för með sér tímabundnar fórnir í lifskjörum, er ég sann- færður um, að þar er ekki um raunverulega fórn að ræða, a.m.k. ekki þegar til lengri tíma er litið. Þegar allt kemur til alls, ræðst hagur almennings og þjóða af sköpun raunverulegra verðmæta, en ekki af því þrátefli um skipt- ingu svikulla fjármuna, sem er inntak hagsmunabaráttu verð- bólguþjóðfélagsins. Með því að breyta nú um stefnu í þessum efn- um er hægt að snúa allri orku þjóðarinnar að arðbæru uppbygg- ingarstarfi og nýtingu þeirra miklu tækifæra til betra lífs, sem ísland hefur enn upp á að bjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.