Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Ásgeir Einarsson Keflavík — sextugur Hin nýja olíustöd Skcljungs sem er í byggingu við Brúartorg, við landtöku Borgarfjarðarbrúarinnar í Borgarnesi. (Ljósm. Mbi. HBj.) Borgames: Glæsileg olíustöð að rísa við Brúartorg Borgarnt si, 2. maí. í dag, 4. maí, er Ásgeir Einars- son, skrifstofustjóri, Þverholti 11, Keflavík, 60 ára. Ásgeir Hálfdán, en svo heitir hann fullu nafni, er Vestfirðingur að ætt. Hann er fæddur á ísafirði 4. maí 1923. Foreldrar hans voru hjónin Einar Guðmundur Eyjólfs- son, fiskimatsmaður, á Isafirði og síðar í Hafnarfirði, og kona hans, Helga Margrét Jónsdóttir. Þau hjónin fluttu til Hafnarfjarðar á fimmta áratugnum. Þau eru bæði látin. Ásgeir lauk námi frá Verslun- arskóla íslands vorið 1945. Að loknu námi þar var hann skrif- stofumaður í Reykjavík næstu ár- in, 1945—47, en þá flutti hann til Keflavíkur og hefur átt þar heima síðan. Fyrstu árin í Keflavík, 1947—50 rak Ásgeir Efnalaug Keflavíkur, en varð að hætta því starfi af heilsufarsástæðum. Næstu árin, 1950—55, var hann aðalbókari hjá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík. Rak hann síðan verslun næstu 2 árin, en 1957 verður hann skrif- stofustjóri hjá Flugmálastjórn- inni á Keflavíkurflugvelli, og hef- ur Ásgeir gegnt því starfi síðan. Auk þeirra atvinnustarfa sem hér hafa verið talin, hafa hlaðist á Ásgeir margvísleg félagsmála- störf, auk skyldustarfa í þágu bæjarfélagsins. Ásgeir var bæjarfulltrúi í Keflavík 1952—58, í bæjarráði 1952—54, í stjórn Sérleyfisbifreiða Keflavíkur frá 1950 og síðan. Frá sama tíma hefur hann átt sæti í niðurjöfnunarnefnd og síðar í framtalsnefnd, í stjórn Rafveitu Keflavíkur 1952—54. Hann átti sæti í yfirkjörstjórn Keflavíkur- kaupstaðar 1958 og síðan Reykja- neskjördæmis 1959—71, í stjórn Bæjar- og héraösbókasafnsins í Keflavík og þá formaður þess á árunum 1%1—70 og 1974—78 og í byggingarnefnd flugstöðvarbygg- ingar til að sjá um undirbúning og byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, 1970—73 og frá 1978. Frá því Ásgeir fluttist hingað til Keflavíkur, hefur hann starfað dyggilega að málefnum Alþýðu- flokksins. Hann var formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi 1959—69 og í flokkstjórn Alþýðuflokksins árin 1976-78. Mörgum kann nú að sýnast, að þessi upptalning starfa Ásgeirs í hinum ýmsu nefndum, sem marg- ar eru skipaðar eða kosnar af póli- tískum félögum, segi ekki mikla sögu, en við, sem betur þekkjum til, vitum, að þar sem Ásgeir legg- ur hönd og huga að verki, þar er málum vel skipað. Vil ég þar sér- staklega nefna störf hans í stjórn Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, þar sem hann hefur starfað frá 1950 eða í um 33 ár og unnið þar heilla- drjúg störf í þágu fyrirtækisins. Einnig má þess hér geta, að Ás- geir hefur í stórum dráttum skráð sögu Sérleyfisbifreiða Keflavíkur í þremur áföngum í Faxa, blaði okkar Suðurnesjamanna, og er það örugg heimild til stuðnings þegar saga Keflavíkur verður skráð. Svipaða sögu er að segja um störf hans í stjórn Bæjar- og Hér- aðsbókasafnsins. Þar um hefi ég umsögn bókavarðarins. Ásgeir er kvæntur Guðrúnu Katrínu Jónínu, dóttur ólafs Sóli- manns Lárussonar, útgerðar- manns í Keflavík, og konu hans, Guðrúnar Fanneyjar Hannesdótt- ur. Börn þeirra eru 8 og barnabörn 17. Að lokum vil ég með línum þess- um flytja vini mínum, Ásgeiri, innilegar þakkir fyrir vináttu og tryggð frá fyrstu kynnum. Með hjartanlegum afmælisósk- um frá okkur hjónunum. Ragnar Guðleifsson ÞESSA dagana er unnið af fullum krafti við að byggja nýja olíustöð Skeljungs við Brúartorg í Borgarnesi. Trésmiðja Þórðar í Vestmannaeyjum tók að sér bvggingu afgreiðsluhússins sem nú er verið að setja upp, en það hafði verið að mestu forsmíðað í einingum á verkstæði fyrirtækisins í Vestmannaeyjum. Það er almennt álit, að húsið og framkvæmdin öll sé hin glæsilegasta, enda talsvert lagt í þessa fram- kvæmd. Afgreiðsluhúsið sjálft er um 190 fm en auk þess verða steypt stór þvottaplön. Að sögn Björns Arasonar, umboðsmanns Skeljungs á staðnum, en hann mun reka olíustöðina, er áætlað að framkvæmdum verði að fullu lokið í byrjun júní og fljótlega upp úr því verður stöðin opnuð. Ekki er vanþörf á að hún verði opnuð sem fyrst, því þjónusta við hina miklu um- ferð sem hér fer um er afar bágborin. Á sama svæði og olíustöðin er byggð, er fyrirhuguð vegleg þjónustu- miðstöð sem Kaupfélag Borgfirðinga fékk úthlutað lóð undir. I því húsi á að vera ferðamannaverslun og grill- staður á neðri hæð og skrifstofur á efri hæð. Undirbúningi við byggingu þessa húss hefur miðað með eindæm- um seint og einu framkvæmdirnar sem hafnar eru á lóðinni er stór hola sem grafin var í haust. Ekki virðist vera mikill framkvæmdahugur í þeim aðilum sem að þessari byggingu standa og er útlit fyrir að jafnvel geti enn eitt ár liðið áður en framkvæmdir við bygginguna komast af stað, er það miður, því þjónustan við umferðina er léleg eins og er og ekkert varið í að fá umferðina í gegnum bæinn, ef hægt er að afgreiða við þjóðveginn. En hin myndarlega olíustöð Skeljungs sem senn kemst í gagnið mun bæta úr brýnni þörf. HBj. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö — útboö III ÚTBOÐ Tilboð óskast í gerð viölegu viö Eyjagarð í Örfirisey, fyrir Reykjavíkurhöfn. Verkefnið skiptist í 3 meginþætti: 1. Rekstur, stálþil- stöppla, stöngun og fyllingu. 2. Steypa klossa ofan á stöppla, steypa skjólvegg og fl., alls um 440 m'afsteypu). Jarðvinna, malbikun, grjóthleðsla o.fl. 3. Smíði á stálbrún og stíf- um. Verkið er boðið út í þessum 3 verkþáttum og getur hver þeirra verið sérstakt samnings- verk. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 2.000 kr. skila- tryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. maí 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Q) ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir bygginga- deild: A: Viðgerðir á Austurbrún 6, Reykjavík. Til- boðin verða opnuö þriðjudaginn 17. maí 1983 kl. 10 f.h. B: Fyrirbyggjandi viöhald á dagvistun og ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Til- boöin verða opnuö þriðjudaginn 17. maí kl. 11.00. C: Málningarvinna á ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Tilboöin veröa opnuð þriðjudaginn 17. maí 1983 kl. 14.00 e.h. Tilboðin verða afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 300 kr. skil- atryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegí 3 — Simi 25800 (fj ÚTBOÐ Tilboö óskast í greinibrunna fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. maí 1983 kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 ýmislegt Jörö óskast Jörð á suður- eða vesturlandi með heitu vatni óskast til kaups. Má vera húsalaus. Tilboð og upplýsingar óskast sendar augld. Mbl. fyrir 15. maí nk. merkt: „Jörö — 8503“. húsnæöi óskast Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu 150 fm verzlunar- húsnæði í Múlahverfi eða nágrenni. Upplýsingar í síma 83138. Geymsluhúsnæði óskast á leigu í Hafnarfirði, Garðabæ eða Kópavogi. Óskað er eftir geymsluhúsnæði á jarðhæð meö góðri aðkeyrslu og rúmgóðu útisvæði. Þeir sem kynnu að ráða yfir líklegu húsnæði, vinsamlega leggi nafn og heimilisfang inn á augl.deild Mbl. fyrir 10. maí nk. merkt: „S — 184“. | húsnæöi i boöi______________ Ármúli — Verzlunarhúsnæði Til leigu er ca. 95 ferm verzlunarhúsnæði og ca. 120 ferm lagerhúsnæði á bezta stað í Ármúla. Laust fljótlega. Áhugasamir aöilar sendi nafn og upplýsingar í umslagi til Mbl. merkt: „Ármúli — 3740“, fyrir nk. föstudagskvöld. Til leigu Verslunar- og skrifstofuhúsnæði er til leigu í Austurborginni. Sími 18955 kl. 10—12 daglega. Útgerðarmenn Góður humarbátur 50—100 rúmlestir óskast í viöskipti eða til leigu á komandi humarver- tíð. Upplýsingar í síma 92-1559 og í síma 92- 3083 eftir kl. 5. Bátar — Bátar Til sölu 17, 18 og 85 brt. tréfiskiskip og 150 brt. stálfiskiskip. Skipa-og bátasalan.Vesturgötu 16, Reykjavík, s. 28510. Þorfinnur Egilsson, heimas. 35685. Mazda 323 1300,1978 Gullsanz. 4ra dyra, ekinn 46 þús. Þrí-ryðvar- inn. Skoöaður ’83. í mjög góöu standi. Sumar- og vetrardekk á felgum. Einn eig- andi. Verð 95 þús. Sími 21902.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.