Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 27 Listin að reikna rétt - eftir Jón ólafsson Stjórnmálaástand hér á landi hefur nú um nokkurt skeið verið bágborið. Menn gerðu sér því að sjálfsögðu vonir um að nýafstaðn- ar þingkosningar greiddu nokkuð úr þeirri ringulreið, sem skapast hafði. Sú varð þó ekki raunin, heldur hefur ástand versnað ef nokkuð er. óvissan á Alþingi hef- ur borist út fyrir veggi þinghúss- ins og fest rætur í hugum kjós- enda. Nú er það svo að túlka má niðurstöður kosninga á ýmsa vegu. Raunin er líka sú, að flokk- arnir reyna nú hver í kapp við annan að finna trúverðugar skýr- ingar á gengi sinna manna. Því nota ég orðið trúverðugur í þessu sambandi, að allir keppast við að sanna sigur sinna flokka á einn eða annan hátt jafnvel þó beita þurfi til þess rangtúlkunum. En nú bregður svo við að einn af framámönnum Sjálfstæðisflokks- ins, Sverrir Hermannsson, hefur Giski — eftir Eyjólf Halldórsson Þegar ég sest nú niður til að skrifa þessar línur á blað, þá gríp- ur mig ánægjuleg tilfinning við að horfa á óskrifað blaðið fyrir fram- an mig. Sú tilfinning, að vita að mér er heimilt að skrifa hvað sem mér sýnist, svo lengi sem ég stend við mín orð. Þetta tryggir ritfrels- ið mér. Það er ég viss um að sama til- finningin grípur líka ágæta blaða- menn Morgunblaðsins í starfi þeirra við að skrifa fréttir og fréttaskýringar, leiðara og fleira. Þeir horfa daglega yfir marga tugi af óskrifuðum blaðsíðum og vita vel að engin sérstök takmörk stöðva þá í ritfrjálsu landi nema samviskan. En því festi ég þessar hugrenn- ingar á blað, að ég fæ ekki orða bundist yfir skrifum míns ágæta Morgunblaðs eftir kosningarnar á laugardaginn. Þrátt fyrir fleiri framboð í öllum kjördæmum, sem aftur þýða fleiri valkosti fyrir okkur kjósendur, þá hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn prýðilega út- komu um allt land og bætti hvar- vetna við sig atlaræðum nema í Reykjavík, en þar tapaði flokkur- inn innan við eitt prósent at- kvæða. í forystugrein Morgunblaðsins á þriðjudaginn segir meðal annars: „Verkaskipting var skýr milli for- ystumanna flokksins í kosninga- baráttunni. Og það er til marks um hve atkvæðastraumarnir geta verið undarlegir, að Geir Hall- grímsson, flokksformaður, sem leiddi baráttuna um land allt þar sem staða sjálfstæðismanna batn- aði, skuli ekki ná inn á þing í Reykjavík, þótt í tæpu sæti væri.“ Við þessi leiðaraskrif Morgun- blaðsins hef ég einkum tvennt að athuga svona í fljótu bragði. í fyrsta lagi: Eru ekki úrslit kosn- inganna dregin upp með frekar einföldum línum, þegar að engu eru gerð forystuhlutverk manna á borð við Matthías Á. Mathiesen, Friðjón Þórðarson, Matthías Bjarnason, Pálma Jónsson og Þorstein Pálsson, sem allir voru í fararbroddi Sjálfstæðisflokksins í sínum kjördæmum og hlutu allir sæti fyrsta þingmanns á hverjum stað að ógleymdum hlut Sverris Hermannssonar og Egils Jónsson- ar, sem bæta verulega fylgi flokksins á Austurlandi og Lárus- ar Jónssonar og Halldórs Blöndal, sem nú nær kjördæmakjöri í stað „En tilgangurinn með þessari undarlegu upp- setningu Sverris Her- mannssonar er ekki eins erfítt að skilja. Hann er einfaldlega sá að koma höggi á leiðtoga Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, Al- bert Guðmundsson.“ fundið nýja reikningsaðferð og eins og hans er von og vísa fer hann ekki troðnar slóðir. Nei, ekki aldeilis. Samkvæmt kenningum Sverris hefur íslendingum verið kennd vond reikningslist um ára- tugi, en hún birtist í Morgunblað- inu 26. apríl og er í hnotskurn: I öllum kjördæmum, þar sem D-listinn vinnur kjördæmakjör- inn mann er slíkt talinn sigur NEMA í REYKJAVÍK. uppbótarsætis á Norðurlandi eystra. Þá er ekki meðtalið fram- lag frambjóðenda í öðrum sætum, sem margir hafa aukið hróður flokksins verulega í þessum kosn- ingum og síðast en ekki síst hlutu mörg hundruð forystumanna Sjálfstæðisflokkshringinn í kring- um landið. Skiptir framlag þeirra engu máli? I öðru lagi er hér veist ómaklega að einum dugmesta forystumanni Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar, þar sem Albert Guðmundssyni er að ósekju kennt um óverulegt, eða 0,8% fylgistap Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík frá siðustu Alþing- iskosningum, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú bætt við sig kjördæmakjörnum þingmanni í höfuðborginni en það er nú einmitt kosning þingmanna í hverju kjördæmi sem kosningar snúast fyrst og fremst um, en ekki úthlutun uppbótarsæta sérstak- lega. Allir þeir fjölmörgu sjálfstæð- ismenn, sem fylgdust með kosn- ingaundirbúningi í Reykjavík, vita að Albert Guðmundsson vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir flokkinn, m.a. með að reka sína, eigin kosningaskrifstofu þar sem stappað var stálinu í þúsundir Reykvíkinga þegar sjálf flokksfor- ystan guggnaði í fyrsta skipti í sögunni á að halda almennan framboðsfund í Reykjavík, hlupu stuðningsmenn Alberts Guð- mundssonar undir bagga og héldu glæsilegustu kosningahátíðina á sumardaginn fyrsta. Við, sem þangað komum, getum best dæmt um sjálfir hvílíkur baráttuandi ríkti á sumarhátíðinni, en þar var hvert sæti skipað í glæsilegu Há- skólabíói, mörg hundruð manns sátu í anddyri og stóðu á göngum hússins en fleiri hundruð urðu frá að hverfa. Eg spyr því nú: Hvernig hefði útkoman orðið í Reykjavík ef þetta þróttmikla starf hefði ekki komið til sögunnar? Enda bætti flokkurinn við sig einum manni í höfuðborginni. Sjálfsagt má lengi deila um hvort það er tap að bæta við sig manni í kosningum og tapa um leið 0,8% fylgi frá síðustu kosn- ingum til Alþingis, um það má lík- lega deila endalaust. Á sama hátt má líka leita að sökudólgi fyrir þá, sem telja að flokkurinn hafi tapað í Reykjavík. En eitt er þó víst. Al- bert Guðmundsson er ekki söku- dólgurinn í þessu mali, það sýnir öflug kosningabarátta hans og önnur verk fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. En vilji menn endi- Rökstuðning þingmannsins fyrir þessari útkomu kann ég ekki, vil raunar heldur nota mfna gömlu aðferð og láta Jón og séra Jón standa jafnfætis. En tilganginn með þessari und- arlegu uppsetningu Sverris Her- mannssonar er ekki eins erfitt að skilja. Hann er einfaldlega sá að koma höggi á leiðtoga Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, Alþert Guð- mundsson. Það á að sýna fram á að hefði Albert ekki leitt baráttuna f Reykjavík hefði útkoman orðið betri og formaður flokksins kom- ist á þing úr baráttusæti sínu á listanum. Hér fellir Sverrir ekki aðeins sleggjudóm yfir Albert Guðmundssyni heldur og öllum frambjóðendum listans í Reykjavík, varla hafa þeir legið á liði sínu frekar en Albert. Ég tel niðurstöðu Sverrris ranga og mun nú rökstyðja þá skoðun nokkuð. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar kom fram afdráttarlaus vilji „í öðru lagi er hér veist ómaklega að einum dug- mesta forystumanni Sjálf- stæðisflokksins fyrr og síðar, þar sem Albert Guð- mundssyni er að ósekju kennt um óverulegt, eða 0,8% fylgistap Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík frá síðustu Alþingiskosning- um, þrátt fyrir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi nú bætt við sig kjördæma- kjörnum þingmanni í höf- uðborginni en það er nú einmitt kosning þing- manna í hverju kjördæmi sem kosningar snúast fyrst og fremst um, en ekki úthlutun uppbótar- sæta sérstaklega.“ lega finna einhverja ástæðu fyrir að flokkurinn tapaði 0,8% at- kvæða frá síðustu þingkosningum, þá er hennar annars staðar að leita, og giski nú hver fyrir sig, en fari ekki í geitarhús að leita sér ullar. Eyjólfur Halldórsaon er deildar- stjóri hjá Vtregshanka íslands. Aths. ritstj.: í forystugrein Morgunblaðsins 26. apríl sl., þar sem fjallað var um úrslit alþingiskosninganna þremur dögum áður sagði svo: „Séu úrslitin borin saman í Reykjavík, þar sem fylgi Sjálf- stæðisflokksins minnkaði um 0,8% frá 1979, þegar fáir voru ánægðir og hinu þéttbýliskjör- dæminu Reykjanesi, þar sem at- kvæðamagn flokksins jókst um 44,4%, hljóta menn að draga þá ályktun af samanburðinum, að ekki hafi allt verið sem skyldi í Reykjavík. Verkaskipting var skýr milli forystumanna flokksins í kosningabaráttunni og það er til marks um, hve atkvæðastraumar geta verið undarlegir, að Geir Hallgrímsson flokksformaður, sem leiddi baráttuna um land allt, þar sem staða sjálfstæðismanna Jón Ólafsson. stuðningsmanna flokksins um það, hverjir skyldu leiða flokkinn í komandi kosningum. Þar hlaut Albert Guðmundsson glæsilega traustsyfirlýsingu, en formanni flokksins var í raun hafnað sem leiðtoga í hans eigin kjördæmi. Vissulega mikið áfall fyrir for- mann flokksins en um leið skýr og ákveðin vísbending til hans um af- stöðu fólksins. batnaði, skuli ekki ná inn á þing í Reykjavík, þótt í tæpu sæti væri.“ Þegar þessi tilvitnuðu orð í for- ystugrein Morgunblaðsins eru les- in, verður mönnum væntanlega ljóst, að sú ályktun Eyjólfs Hall- dórssonar er út í hött, að „er hér veist ómaklega að einum dug- mesta forystumanni Sjálfstæðis- flokksins fyrr og síðar, þar sem Albert Guðmundssyni er að ósekju kennt um óverulegt, eða 0,8% fylgistap Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík frá síðustu Alþing- iskosningum, þrátt fyrir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi nú bætt við sig kjördæmakjörnum þingmanni í höfuðborginni ... “ Albert Guðmundssyni er á eng- an hátt „kennt um“ úrslit þing- kosninganna í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur vekur Morgunblaðið athygli á því, sem auðsætt er, að Sjálfstæðisflokkur- inn í höfuðborginni tapar fylgi á sama tíma og Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjaneskjördæmi bætir verulega við sig fylgi. Sveiflurnar meðal kjósenda í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi eru að jafnaði mjög svipaðar, þannig að ein- hverjar sérstakar skýringar hljóta að liggja að baki þessum úrslitum í Reykjavík. Þar kemur vafalaust margt til, en þó skipta vafalaust mestu máli þau vandamál, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur átt við að stríða á undanförnum árum, og hafa ekki að fullu verið leyst í Reykja- víkurkjördæmi. Þess vegna hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir forystumenn flokksins í kjördæm- inu, hvernig við skuli bregðast. Al- bert Guðmundsson var forystu- maður sjálfstæðismanna í Reykja- vík í þessari kosningabaráttu og Morgunblaðið gengur út frá því sem vísu, að hann muni beita dugnaði sínum til þess að leysa þessi vandamál, en auðvitað eiga allir frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hér hlut að máli, svo og flokksfélögin og for- ystumenn þeirra. Þetta er ekki vandamál eins manns, heldur flokksins alls í kjördæminu. Það er furðuleg ályktun hjá Eyjólfi Halldórssyni að telja, að Morgunblaðið líti á Albert Guð- mundsson sem einhvern „söku- dólg“ i þessu máli. Eyjólfur Hall- dórsson þarf ekki annað en fletta Morgunblaðinu meðan á kosninga- baráttunni stóð til þess að sann- færa sjálfan sig og aðra um það, að Albert Guðmundssyni var fyllsti sómi sýndur á síðum blaðs- ins í þessum kosningum. í samræmi við niðurstöðu próf- kjörsins var Albert að sjálfsögðu leiðtogi Siálfstæðismanna í Reykjavík. Á sama tíma er haft eftir Geir Hallgrímssyni að hann muni leiða flokkinn til sigurs úr sjöunda sæti listans. Þessi yfirlýs- ing kom mér kynduglega fyrir sjónir í fyrstu, en hún átti sínar skýringar. Geir Hallgrímsson vissi manna bezt að það yrði ákaflega erfitt að vinna þingsæti úr 7. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. En hann vissi líka að hans eina von væri sú, að sætta sig við forustu Alberts Guðmundssonar, að minnsta kosti fram yfir kosn- ingar. Albert nýtur gifurlegs per- sónufylgis sem Geir hefur ekki samkvæmt niðurstöðum próf- kjörs, en fylgi Alberts þurfti Geir sér til framdráttar eins og málum var komið. Úrslit kosninganna höfðu fengið tvær skemmtilegar skýringar löngu áður en þær fóru fram: 1. Kæmist Geir á þing væri það lýsandi dæmi um vinsældir formannsins. 2. Yrði Geir eftir úti í kuldanum skyldi ódugnaði Alberts um kennt. Aðrir frambjóðendur flokksins voru sviptir allri ábyrgð. Fylgi Al- berts skilaði sér með ágætum, en kjósendur felldu sama dóm yfir formanninum og í prófkjörinu og nú skal skýringu tvö hér að fram- an haldið á lofti. Krafa kjósenda Sjálfstæðis- flokksins er, að sjálfsögðu, að menn hætti bræðravígum og sam- einist um nýja heilsteypta forystu. Jón Ólafsson er framkræmdastjóri Skífunnar ht Þjálfaóu hugann... hlauptuí BÓKASAFNID BÓKASAFN/MKAN '83 „Þjálfaðu hugann, hlauptu í bókasafnið“ „Þjálfaðu hugann, hlauptu í bókasafnið,“ er yfirskrift bóka- safnaviku, sem stendur yfir 2.-7. maí. Þessi vika varð fyrir valinu vegna Evrópudagsins, sem er á morgun 5. maí. Það eru Félag um málefni almenningsbókasafna og bókafulltrúi ríkisins, sem standa að þessari kynningu og er stefnt að því að á hverju ári verði efnt til slíkrar viku í því skyni að efia almenningsbókasöfn í landinu og vekja athygli almennings og stjórnvalda á gildi bókasafna og lesturs. Þessa bókasafnsviku verða bókasöfn um allt land með kynningarstarf af ýmsu tagi, uppákomur, sýningar og fleira til að laða sem flesta að bóka- söfnunum og til að minna á hlutverk bókasafna sem mennta-, tómstunda og upplýs- ingastofnana. Um Albert Guðmundsson og kosningarnar: nú hver fyrir sig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.