Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 29 Finnskar bækur og veggspjöld í Norræna húsinu í TENGSLUM við finnska viku í Reykjavík, sem hefst um næstu helgi, hefur verið sett upp sýning á bókum, hljómplötum og veggspjöldum frá Finnlandi í Norræna húsinu, og er sýning þessi opin kl. 9—19 virka daga og kl. 14—17 sunnudag. Bækurnar eru bæði á finnsku og sænsku og eru flest- ar til útlána. Þessi bókasýning er sett upp í samvinnu við upp- lýsingamiðstöðina fyrir bók- menntir Finnlands, Informa- tionscentralen för Finlands litteratur eða eins og stofnunin heitir á finnsku: Kirjallissuden tiedotuskeskus, og hefur aðal- ritari stofnunarinnar, Marja- Leena Rautalin verið til ráð- gjafar. Hún hefur bent á nokkrar mjög lesverðar bækur útkomnar sl. ár og í ár og með- al þeirra eru eftirfarandi fag- bækur: Erik Allardt & Christian Stark: Sprakgránser och samhállsstruktur, sem reyndar kom út 1981. Þar er fjallað um tungumál, menn- ingu og þjóðfélagsmál ým- issa þjóðernisminnihluta- hópa í Evrópu og þá einkum tekið mið af Finnlandi. Antti Bláfield & Pekka Vuor- isto: Maktskiftet, útk. 1982. Þetta er skýrsla um það sem var að gerast fyrir síðustu forsetakosningarnar í Finn- landi og hvernig stjórn Kekkonens færðist til Koiv- istos. Eino Koivistoinen: Gustav Eriksson. Segelfartygens konung, útk. 1982. Gustaf Eriksson sigldi um öll heimsins höf í nafni Álands- og Finnlands og 1930—40 var hann einn um- svifamesti seglskipaútgerð- armaður í heimi. Árið 1949 fóru tvö hinna fjórmöstruðu skipa hans fyrir Góðrar- vonarhöfða í síðasta sinn á leið til Evrópu. Bókin er mikið myndskreytt. Göran Schildt: Det vita bordet, útk. 1982. Göran Schildt, ná- inn vinur Alvar Aaltos árum saman segir í þessum fyrsta hluta ævisögu Alvar Aaltos frá æskuárum hans í Jycvsk- ylá fram til fyrstu sigra hans á sviði byggingarlistar- innar. Þessi bók hlaut verð- laun í Finnlandi nýlega. Uppslagsverket Finland. Del A-J, útk. 1982. í þessu bindi eru staðreyndir um Finn- land, menningu, sögu, þjóð- félags- og atvinnulíf. Upp- sláttarorð eru 3.141, mikið myndaefni, kort og upp- drættir. Formaður ritnefnd- arinnar, sem í eru sérfræð- ingar á ýmsum sviðum, er prófessor Erik Allardt. 2. og 3. bindi koma út 1983 og 1984. Og mjög mikið hefur einnig komið út af fagurbókmenntum á þessu tímabili; mætti hér nefna eftirfarandi bækur: Bo Carpelan: Dagen vánder. Dikter, útk. 1983. Bo Carpel- an, sem hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1977, er þekktur á Norður- löndum fyrir ljóð sín, frá- sagnir, útvarpsleikrit og barnabækur, og ein þeirra kom út í íslenskri þýðingu sl. ár, bókin Boginn. I ráði er að þýða á íslensku aðra barna- bók eftir hann og einnig kvæði. Ljóðasafnið Dagen vánder hefur hlotið einróma hrós gagnrýnanda, sem jafn- vel hafa gengið svo langt að segja, að bókin sé besta ljóðabók sem hafi komið út á Norðurlöndum sl. áratug. Tua Forsström: September, útk. 1983. Þetta er þriðja ljóðabók ungrar, efnilegrar finnlandssænskrar skáld- konu og hefur fengið af- burða viðtökur bæði í Finn- landi og Svíþjóð. Eeva Kilpi: Bröllopsdansen, útk. 1982. Eeva Kilpi er mjög vinsæl 1 Svíþjóð og Dan- mörku, m.a. fyrir ástaljóð sín. í skáldsögunni „Bröll- opsdansen" tekur hún upp efni, sem henni hefur verið mjög hugleikið í kvæðum sínum — ást miðaldra konu og afstöðu hennar til „sam- ferðafólks" síns. Pentti Saarikoski: Spela upp til dans. En diktsvit, útk. 1982. Þetta kvæðasafn er annar hluti kvæðasamstæðna, en þær hófust með ljóðabókinni Dansgolvet pá berget. Pentti Saarikoski er eitt þekktasta ljóðskáld Finna og hefur sent frá sér fjölmargar bæk- ur og margar þeirra hafa verið þýddar á ýmsar tung- ur. Márta Tikkanen: Sofias egen bok, útk. 1982. Bók þessi fjallar um það, hvernig er að lifa með fötluðu barni. Sú fötlun, sem háir Sofíu kall- ast MBD og þýðir nánast truflun eða skemmd á heila. Höfundi tekst að lýsa þeirri óró sem þjáði fjölskyldu Sofíu fyrstu átta árin, áður en sjúkdómur hennar var greindur. 10 finska pjáser, útk. 1983 í rit- röðinni Dramat. En spegel, sem gefin er út af Norræna leikhúsráðinu. í þessu hefti eru 10 vinsæl finnsk og finnlandssænsk leikrit, sem veita góða innsýn inn í finnska leikritagerð, bæði að gömlu og nýju. í bókasafni Norræna hússins er einnig allstórt hljómplötu- safn, þar sem margt er til út- lána og á finnsku vikunni verð- ur leikin finnsk tónlist þegar tækifæri gefast, og má nefna nýkomnar finnskar plötur svo sem með söngkonunum Arja Saijonmaa og Barbara Hels- ingius, samískar plötur sem samíski listamaðurinn Nils Aslak Valkeapáá hefur sungið inn á, finnskar jassplötur, plöt- ur, þar sem Vesa-Matti Loiri, mjög vinsæll listamaður, syng- ur kvæði eftir eitt ástsælasta þjóðskáld Finna, Eino Leino, og ótal margar aðrar. Baðfatatískan hjá Finnwear fyrir sumarið. Sundbolur, Þessi sloppur er hluti af hausttískunni frá Finnwear. sem að 91 hundraðshluta er úr baðmull. Hann er úr 80% baðmull og 20% polyester. Heimsókn í verksmiðju Finnwear í Tampere: Metnaður Finnwear að framleiða hágæðaklæði „Útflutningur okkar til íslands er kannski ekki svo óskaplega mikill í peningum talið, en landið er engu að síður mjög mikilvægur hlekkur í útflutningskeðju okkar,“ sagði Gustav Söderlund, útflutningsforstjóri Oy Suomen Trikoo Ab, eða Finnwear eins og íslendingar þekkja fyrirtækið e.t.v. betur. „Það er staðreynd, að við getum ekki horft framhjá, að við seljum hvergi meira utan Finnlands ef mið er tekið af höfðatölu og það er að sjálfsögðu eina raunhæfa viðmiðunin fyrir jafn litla þjóð og ísland.“ Suomen Trikoo á áttræðis- afmæli í ár, eins og forstjórinn, Harry Sucksdorff, orðaði það við blm. Hjá því vinna alls um 3.000 manns og velta þess var um 450 milljónir marka í fyrra, eða sem svarar 1,8 milljörðum ísl. króna. Alls vinna um 50.000 manns við textíl- og fataiðnað- inn í Finnlandi þegar allt er meðtalið, þannig að fjöldi starfsfólks gefur nokkra hug- mynd um umsvifin. Að sögn Sucksdorff eru tvær meginástæður fyrir hinum mikla vexti finnsks textíliðnað- ar á undanförnum árum og ára- tugum. Önnur er sú, að laun starfsmanna í þessum iðnaði voru lengstum mun lægri en tíðkaðist í öðrum iðngreinum og það leiddi síðan aftur til þess að Finnar gátu boðið mun lægra verð fyrir vöru, sem stóð vöru keppinautarins jafnfætist ef ekki framar. Að sögn Sucks- dorff var viðskiptasamningur Finna og Rússa einnig mikil- vægur þáttur í blómstrun þessa iðnaðar því Rússar hafa til þessa keypt stóran hluta alls textíl- og fataútflutnings Finna. „Við höfum fundið þess grein- ileg merki, sérstaklega á síðasta ári, að samdráttur hefur verið á flestum sviðum efnahagslífsins í V-Evrópu. Útflutningur hefur dregist saman að nokkru, en ekki eingöngu vegna kreppu- ástands á Vesturlöndum, heldur og vegna þess að Rússar hafa keypt mun minna af okkur en á undangengnum árum,“ sagði Söderlund. Finnwear með sín fimm dótt- urfyrirtæki er stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar á Norður- löndum, en hefur þó ekki slopp- ið áfallalaust með öllu. Framan af öldinni voru brunar tíðir í verksmiðjum fyrirtækisins, en það kom ekki í veg fyrir mark- vissa og fastmótaða uppbygg- ingu þess. Rétt eins og flest önnur finnsk fyrirtæki í fremstu röð er Finnwear með háþróaða tækni við alla framleiðslu sína, en að sögn Söderlund er textíl- og fataiðnaðurinn þess eðlis, að ekki er hægt að komast af án hæfs starfsfólks. Og starfsfólk- ið hjá Finnwear býr við góða aðstöðu. Fyrirtækið leggur til reglulega læknisþjónustu, auk þess sem fólk getur stundað íþróttir og ýmis önnur áhuga- mál innan veggja þess í þar til gerðum sölum. „Það hefur alltaf verið metn- aður Finnwear að framleiða há- gæðaklæðnað, nútímaklæðnað fyrir nútímafólk," sagði Mari- anne Sten-Tarkkonen, einn hönnuða fyrirtækisins. „Það er heldur ekki nóg að klæðnaður- inn sé vandaður, heldur verður hann einnig að hafa mikið nota- gildi og búa yfir eiginleikum, sem gera það að verkum, að hann úreldist ekki flj^tt. Til þess að geta haldið mark- aðshlutdeildinni verðum við að fylgjast mjög vel með öllum tískustraumum og þeir koma vel fram í vortískunni okkar, þar sem ríkjandi litir eru laxa- bleikt, gult og ljósblátt. Þótt við reynum að fylgja tískunni, svo fremi sem þess er kostur, reyn- um við alltaf að hanna okkar föt þannig, að einfaldleikinn sitji í fyrirrúmi," sagði Marianne. Að sögn Söderlund hefur út- flutningur Finnwear til íslands aukist jafnt og þétt frá árinu 1980 og nam í fyrra 1,7 milljón- um marka, eða sem svarar tæp- um 7 milljónum ísl. króna. Inn- flytjendur Finnwear á íslandi eru fjórir. Ný sending frá Tops Leöurbarnatkór litir: hvítt, blátt Stæröir: 26—34, franskur renni- lás. Verft: 548.00 iþróttaakór litir: hvítt, blátt Stæröir: 28—44 Verft frá 240.00 Hér getur aö líta á fáar gerðir af mörgum, sem nýkomnar eru. Póstsendum TOEpg -*7^®^SK0RINN VELTUSUNDI 1 21212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.