Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 Hjálparstofnun kirkjunnar: 25% innsendra skömmt- unarseðla skila sér ekki inn vegna fátæktar 100 tonn af NÝLEGA komu fulltrúar kirkjulegra hjálparstofnana frá Evrópu og Bandaríkjunum saman í Póllandi til þess að meta og samræma hjálpar- starfíð við Pólland í Ijósi ríkj- andi aðstæðna. Fundir voru haldnir með leiðtogum pólska Samkirkjuráðsins og katólsku kirkjunnar, auk þess sem full- trúar ferðuðust um landiö og kynntu sér ástandið, skipulag dreifíngar hjálpargagna og heimsóttu velferðarstofnanir. Almennt hafa kjör almennings nokkuð batnað, þó enn sé ástandið slæmt miðað við þær aðstæður sem Vesturlandabúar eiga að venjast. Laun eru mjög lág en verð á nauðsynjum hátt og takmarkað íslenzkri sfld til Póllands framboð. Enn ríkir skömmtun á mörgum nauðsynjavörum eins og kjöti, mjólk og brauði. Kirkjan í Póllandi upplýsir að 25% útgef- inna skömmtunarseðla skili sér ekki inn vegna fátæktar, en stjórnvöld viðurkenna 10%, segir í frétt frá Hjálparstofnuninni. En ástandið er verst og mjög alvarlegt hjá þeim hópum fólks sem ekki geta unnið, eins og öldr- uðum og öryrkjum, sjúkum og barnmörgum fjölskyldum. Sam- ráðsfundurinn í Póllandi sam- þykkti að beina aðstoðinni á þessu ári sérstaklega til þess fólks. Pólska kirkjan hefur skipulagt mjög umfangsmikla heimilisþjón- ustu við þetta fólk, rekur dvalar- heimili aldraða og fylgist mjög náið með aðstæðum á sjúkrahús- um og velferðarstofnunum. í sumar áætlar kirkjan að stórefla sumarbúðastarf fyrir börn til að létta undir með barnmörgum fjöl- skyldum. Samráðsfundurinn sam- þykkti að styðja pólsku kirkjuna í þessu mannúðarstarfi. Upplýst var á fundinum í Pól- landi að hjálparstofnanir innan Alkirkjuráðsins hafi nú til um- ráða um 20 milljón íslenskar krón- ur til hjálparstarfs í Póllandi. Ákveðið var að dreifa hjálpar- sendingum á árið, en síðan er allt óvíst um frekara hjálparstarf. Fram kom á fundinum að ís- lenska aðstoðin, kjötið og síldin, sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur sent til Póllands hafi komið að miklu gagni og komu fram óskir frá pólsku kirkjunni hvort mögulegt yrði að senda meira. Samráðsfundurinn samþykkti að leggja fram fé til kaupa á íslenskri síld, allt að 100 tonnum sem send yrðu til dreifingar í maí og nóv- ember. Hjálparstofnun kirkjunn- Hve margir eru boltarnir? Verzlunin Bikarinn við Skólavörðustíg hefur efnt til getraunar, sem standa mun til 1. júní. Hún er fólgin í því að gizka á fjölda bolta, sem komið hefur verið fyrir í einum af sýningargluggum verzlunarinnar. Þátttaka er ókeypis og í verðlaun er dýrasti fótboltinn, sem fæst hjá Bikarnum. ins. Helmingur þessa magns hefur þegar verið sendur áleiðis til Pól- lands til dreifingar í maí. Hafskip flutti síldina endurgjaldslaust en áður hefur skipadeild SfS flutt um 100 tonn af síld vegna aðstoðar- innar við Pólland endurgjalds- laust. Fulltrúi Hjálparstofnunarinnar á samráðsfundinumí Póllandi var Gunnlaugur Stefánsson. Frá sýningu Myndlistarfélags Borgafjarðar í Grunnskólanum í Borgarnesi. Grunnskólinn í Borgarnesi: 35 frístunda- málarar sýna Borgarnesi, 2. maí. í Grunnskólanum í Borgarnesi hafa félagar í Myndlistarfélagi Borgarfjarðar undanfariö sýnt 81 verk eftir 35 frístundamálara, unnin á hinn fjölbreytilegasta hátt; með olíu, vatnslitum, pastel, japönskum litum, tússi og blýantsteikningar o.fl. Auk þess er nokkur vefnaður á sýningunni. Sýningin er þáttur í Borgfírðinga- vöku. Myndlistarfélag Borgarfjarðar var stofnað á sl. ári fyrir forgöngu Guðmundar Sigurðssonar, skóla- stjóra, af fólki sem var á nám- skeiði í myndlist í námsflokkum Borgarness. í vetur hélt félagið námskeið sem Páll Guðmundsson, listmálari frá Húsafelli, kenndi á, og félagarnir tóku einnig þátt í námsflokkunum í vetur. Sýningin er að langmestu leyti afrakstur þessa starfs. Til sýningarinnar var stofnað m.a. til að sýna hvað þetta áhugafólk er að fást við. Fólkið er afar misjafnlega langt á veg komið og eru verkin því mjög mismunandi að allri gerð og gæð- um. Það breytir þó ekki þvf, að innanum er fólk sem kemur mjög á óvart og gæti e.t.v. látið að sér kveða á þessu sviði í framtíðinni. Jafnhliða sýningu myndlistarfé- lagsins er í grunnskólanum sýning á úrvali verka nemenda Barna- skólans að Varmalandi síðustu ár- in. Á þeirri sýningu eru hátt á annað hundrað verk, bæði myndir og smíðisgripir. Þessi sýning hef- ur einnig vakið mikla athygli og þykir eftirtektarvert hvað tekist hefur að laða mikla hæfileiika fram hjá börnunum, en það er Vígþór Jörundsson, skólastjóri Vamalandsskóla, sem kennir þess- ar námsgreinar við skólann. HBj. Það er ekki annað að sjá en kútmaginn bragðist sæmilega. Talið frá vinstri: Pétur Pétursson, Jóhannes Ellertsson, Kristján Björnsson og Ágúst Skarphéðinsson. „Blátt lítið blóm eitt er...“ Eyvindur Ásmundsson, Birgir Guðmundsson, Ingþór Friðriksson og Björn Jóhannsson. Borgarnes: Fjörugt kútmaga- kvöld hjá Lions- mönnum Borgarncsi, 14. mars. ÞAÐ VAR mikið fjör hjá Lions- mönnum í Borgarnesi og gestum þeirra á svokölluðu kútmagakvöldi Lionsklúbbs Borgarness, sem ný- lega var haldið að Hótel Borgar- nesi eins og Ijósmyndir Geirs Björnssonar bera með sér. Þetta kútmagakvöld var að- eins það þriðja sem Lionsmenn halda, en þrátt fyrir það eru þau að verða álíka fræg og þorrablót- in sem klúbbfélagar héldu áður en kútmagakvöldin voru tekin upp og er þá mikið sagt. Að sjálfsögðu var hlaðið fiskrétta- borð með mjög fjölbreyttum og góðum réttum og á eftir skemmtu Lionsmenn sér og gest- um sínum, sem að sjálfsögðu voru allir karlmenn, með söng og ýmis konar senum fram eftir kvöldi. HBj. „Litlu andarungarnir ...“ Eyvindur Asmundsson, Ágúst Skarphéðinsson, Guðmundur Ingimundarson, Björn Arason, Páll Guðbjartsson, Baldur Bjarnason (syndandi) og Haukur Gfslason (sitjandi). Þórður Bachmann, Júlíus Jónsson og Hólmsteinn Arason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.