Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ1983 Rúnar Ársœlsson — Minningarorð Fæddur 1. mars 1941 Dáinn 22. apríl 1983 Með söknuði í huga setjum við fáeinar línur á blað, til að kveðja góðan vin. Rúnar Ársæisson. Með honum er horfinn góður drengur, sem okkur vinum hans og félögum er mikil eftirsjá að. Rúnar hóf ungur sjómannsstörf og var hann enn við þau störf er hann kvaddi þennan heim. Við minnumst margra ánægjustunda með Rúnari, Sillu og börnum bæði heimafyrir og á ferðalögum. Þetta eru geymdar stundir en ekki gleymdar. Við kveðjum hann og þökkum honum traustan vinskap og tryggan hug gegnum árin. Við vottum þér Silla mín, börn- um og öðru skyldfólki og vinum, innilega samúð. Gréta og Friðrik „Þú Drottinn tíma telur og Ukmörk hverjum velur nær lokiA lífs er tíA.“ Svo mælir séra Stefán Thorar- ensen prestur á Kálfatjörn í ein- um sinna ágætu sálma. Það má og með sanni segja þegar hraustir og miklir starfsmenn falla í valinn á einu augabragði, í blóma lífsins, þegar engir eiga á slíku von. Svo var með vin okkar Rúnar „Og hægt ber mig nóttin heim til sín inn í svefninn". Þannig má segja að Guðrún Einarsdóttir, Skólavörðustíg 26 hér í borg, hafi smám saman verið að hverfa kyrrlátlega á brott, en síðustu árin hennar voru orðin að einskonar nótt, er hægt en mark- visst bar inn í svefninn. Og hún sem var að fara, hún vissi til þess og vonaði að brátt yrði ferðin öll og lúinn fengi að líða úr til fulln- ustu. Guðrún er nú síðust þeirra systkinanna er fæddust að Arbæ í Ölfusi til að skila af sér og kveðja. Dagleiðin var orðin löng og stund- um verulega á fótinn að fara til að halda velli, en Guðrún var af þeirri kynslóð sem var ekki lærð upp á annað en að vinna ósleiti- lega til að bjarga sér og komast af og það var henni lífshlutverk sem hún aldrei brást að nota kraftana til þess að hlúa að þeim af alhug og þrautseigju sem henni var trú- að fyrir. Það er ævinlega þannig, að þeg- ar einhver hverfur, sem var manni náinn og kær, þá er eins og brot úr eigin sögu áleitnara og nær en ella. Við systurnar áttum þá heill að eiga Guðrúnu frænku að um langan veg til vináttu og um- gengni. Árum saman var hún nær daglega í grennd við okkur, það var einn hinn eðlilegi þáttur í lífstaktinum að eiga orðastað við frænku sína. Guðrún hafði sjálf kynnst því af eigin raun að dagarnir eru æði misjafnir að yndi og gjöfum og áföllin verður hver að bera en halda þó áfram að lifa. Því var að henni sjálfsagt og inngróið að spara hvorki spor né hjartalag til að reynast hin trausta frænka, sem með ráðum og hlýju var næst okkur þegar mest þurfti á heimil- inu á Oðinsgötunni. Stundum eru hlutirnir svo sjálfsagðir, ekki síst þegar maður er ungur, að maður gleymir að taka eftir því sem mað- ur á mest að þakka. Og þannig var það kannski með Gruðrúnu á Skólavörðustígnum í okkar huga. Ársælsson, stýrimann, er hann var við sín skyldustörf úti á sjó, um borð í togaranum Aðalvík. Síð- ustu sporin hans lágu í stýrishús- ið, þar sem starfið beið hans. Hingað og ekki lengra, sagði sá máttur er alR vald hefur á himni og jörðu. Þar með var hans hér- vistar lífstíð lokið. Rúnar Ársælsson fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Anna Magnúsdóttir og Ársæll Einarsson. Rúnar ólst upp í Reykjavík. Hann var bráðþroska og 15 ára gamall fór hann sem háseti á togarann Karlsefni og var þar all nokkurn tíma um borð. Haustið 1959 fór Rúnar í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Var tvo kennsluvetur þar og lauk stýrimannsprófi þaðan vorið 1961. Að loknu prófi fór hann til sjós á stóra vélbáta. Var þá háseti — að vinna sér inn siglingatíma er á vantaði til fullra stýrimannsrétt- inda. 2. júní 1963 kvæntist Rúnar unnustu sinni, Ástu Sigurbjörgu Rögnvaldsdóttur, dóttur hjónanna Rögnvalds Ámundasonar og Sig- rúnar Jónsdóttur, er bjuggu lengst af í Húnavatnssýslu og síðar í Garðahverfi á Álftanesi. Rúnar og Ásta Sigurbjörg bjuggu um tíma í Reykjavík, þar til þau flytja sig nær þeim stað, er Rúnar þurfti að sækja sjó frá og voru um fjögurra ára skeið suður í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar Við áttum hana svo lengi vísa, þessa traustu, hollu frænku okkar að nóttin ein getur sannfært okkur um það í alvöru að hún tylli sér ekki framar niður við hlið okkar. En á meðan við fáum mun- að það sem dýrmætt er frá liðnum árum þá skulum við geyma mynd hennar í minni með hlýjum huga fyrir alla hennar tryggð við okkur og fyrir þær ótal stundir, sem hún tók þátt í með okkur, hvort heldur var í gleði eða sorg. Og nú þegar nóttin hefur borið hana inn i svefninn, þá ætlum við að sjá hana hverfa inn í þann nýja bjarta dag, þar sem þreytukennd- in hverfur og sá ljóminn býr sem Fæddur 8. ágúst 1973 Dáinn 22. mars 1983 Þriðjudaginn 29. mars var bor- inn til grafar lítill vinur minn, Heiðar Þeyr Fjölnisson til heimil- is að Sunnuhlíð 2, Akureyri. Ég kynntist Heiðari og 'fjölskyldu hans fyrir um það bil tveimur ár- um. Hann var þá átta ára. Mér er óhætt að fullyrða að sjaldan hef ég fyrir hitt kraftmeira og vilja- sterkara barn en Heiðar. Iðulega þegar gesti bar að garði í Sunnu- hlíðina var Heiðar fyrstur á vett- vang með sitt alkunna „Hæ!“. Þar á eftir fylgdi gjarnan spurninga- regn sem ég átti stundum fullt í fangi með að svara. Núna þegar hann hefur kvatt koma endur- minningarnar frá okkar of stuttu kynnum upp í hugann. Einhverju sinni gaf ég Heiðari nýjar galla- buxur. Eins og krakka er vani, dreif hann sig strax í buxumar og spígsporaði svo um eldhúsgólfið heima hjá sér til að sýna okkur, en varaðist þó að beygja hnén til að skemma ekki brotin í buxunum. Ég brosti í laumi og gat ekki hugs- hóf Rúnar sína stýrimannstíð á vélbátnum Ágústi Guðmundssyni II frá útgerðarfélaginu Valdimar h.f., er þeir bræður Guðmundur í., Magnús og Ragnar Ágústssynir voru og eru eigendur að. Rúnar var hjá þeim bræðrum stýrimaður á Ágúst'i Guðmundssyni II i 4 ár. Guðmundur í. var skipstjóri á bátnum, Ragnar vélamaður og Magnús framkvæmdastjóri í landi. Umsögn þeirra bræðra um Rúnar er á einn veg. Hann var góður drengur að allri kynningu og úrvalsduglegur sjómaður, enda sýndu þeir bræður bæði í orði og á borði hversu þeir mátu Rúnar sem góðan félaga og starfsmann, með því að gjalda honum mun meira en þeim bar og eins að greiða götu þeirra hjóna á allan hátt, af góð- viljaðri hjálpsemi. Þessi umsögn var þeirra hjóna mál og minning frá veru þeirra í Vogunum og nú allra síðast Sigurbjargar, eftir að maður hennar var ei lengur til frásagnar. Eftir að Rúnar hætti sjó- mennsku á vb. Ágústi Guð- mundssyni II, var hann stýrimað- ur á ýmsum stórum vélbátum. Réri þá að mestu frá Keflavík. í byrjun ágústmánaðar 1981 var Rúnar ráðinn stýrimaður á togar- ann Aðalvík í eigu Hraðfrystihúss Keflavíkur hf. Þar starfaði hann til hinstu stundar. Um það leyti er Rúnar varð stýrimaður á bv. Aðalvík, vildu þau hjón komast nær heimahöfn þess skips, er hann var stýrimaður á. Því var það, að á þeim tíma voru að hefjast byggingar í svonefndu Seyluhverfi í Innra-Njarðvíkur- hverfi, að þau fengu sér þar lóð, á góðum stað og reistu sér stórt og fallegt íbúðarhús að Háseylu 21, er var annað húsið er þar var byggt. Þar undu þau sér vel og hýrgar brá að nýju. Guði séu þakkir fyrir góða frænku sem hann gaf okkur til fylgdar. Hrefna og Ingibjörg Hannesdætur að mér betri þakklætisvott en ánægjuna sem skein úr andliti hans. Einhver skemmtilegasta minn- ingin sem ég á um Heiðar er frá Illugastaðarétt í Fnjóskadal haustið 1981. Heiðar hafði þá komið í heimsókn ásamt systkin- um sínum til afa og ömmu á Reykjum til að vera við réttirnar. Þegar kom að því að draga í dilka tók Heiðar heldur betur við sér, því allra síst mátti hann vera eft- irbátur annarra. Oft urðum við þó að taka viljann fyrir verkið (Heið- ar var ekki nema átta ára þá), því ósjaldan sá maður í iljar Heiðari, skellihlæjandi kiofvega yfir ein- hverja stóra ána á þeysireið um réttina með Finn, litla bróður, skríkjandi af ánægju í eftirdragi. Mín síðasta minning um Heiðar er þó sú ljúfasta. Þannig er mál með vexti að ég stunda nú fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Ég var svo lánsöm að geta farið heim til Islands í jólafríinu, og lá þá leið mín sem oftar í Sunnuhlíðina. Ferðalangurinn var auðvitað spurður spjörunum úr og við voru í óða önn, eftir því sem tími og tíð leyfðu, að lagfæra umhverfi hússins. Fyrir einu og hálfu ári urðum við konan mín og ég þeirra gæða aðnjótandi að kynnast þeim Sig- urbjörgu og Rúnari, þó sérstak- lega Sigurbjörgu, er með góðvilja sínum og manns síns, var okkar heimilishjálp í hálft ár, það síð- asta er við áttum heima í Njarð- víkum. Á þeim tíma fengum við að kynnast Sigurbjörgu, hennar elskulegheitum, umhyggju og mannkostum í alla staði, tryggð og vináttu þá og síðan. öll okkar kynni af Rúnari voru góð. Hann var hlýr í viðmóti, fróður og frá- sagnargóður, greiðugur og gott við hann að skipta. Nú er hann horf- inn heimi vorum, sinni elskulegu konu og börnum, móður sinni, vin- um og vandamönnum öllum, svo brátt að engum þeirra gat til hug- ar komið sú óvænta dánarstund. Ásta Sigurbjörg, hin stillta, styrka kona og móðir stendur sem bjarg þótt hinn stóra og þunga brotsjó sorgar og missis hafi óvænt brotið yfir hana og fjöl- skyldu hennar. Hún er ennþá ung að árum, en hefur samt upplifað blítt og strítt. Skilningur hennar og góðvildarljómi lýsa jafnt hér og þar sem hinn burtfarni ástvinur hennar verður á lífsins landi. Áður en Rúnar kvæntist, eign- aðist hann son er Gunnar heitir og býr í Ytra-Njarðvíkurhverfi. Sig- urbjörg átti einnig son áður en þau Rúnar giftust. Hann heitir Rögnvaldur Gunnarsson, er bú- settur í Kópavogi. Dætur þeirra Rúnars og Ástu Sigurbjargar eru: Anna, Sigrún og Erla Vigdís, allra yngst barna þeirra, tæplega eins árs gömul. Var hún mikill sólar- geisli föður síns, sem farinn er, veri hann í Guðs friði. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Guðlaugu til þín Sigur- björg, kæra vinkona, barna ykkar, spjölluðum um heima og geima yf- ir rjúkandi súkkulaði og Jóla- bakkelsi". Einhvern veginn hefur Heiðari litla skilist að í útlegðinni fengi ég stundum heimþrá. Aðeins viku eftir að ég kvaddi ísland aft- ur fékk ég hraðbréf með póstinum, löngu fyrr en ég hafði þorað að vona að fá línu að heiman. Bréfið var stílað þann 18. janúar, aðeins þremur dögum eftir að ég fór utan, og byrjaði þannig: „Hæ, hæ. Ég ætla að skrifa þér nokkrar lín- ur. Ég hef nú ekki mikið að segja en ég ætlaði að skrifa svo þér leiddist ekki.“ Síðan kom stuttur, en greinargóður pistill um gang mála heima á Akureyri. Bréfið endaði svo á þennan veg: „Nú hef ég ekki meira að segja, bæ, bæ, þinn vinur- Heiðar, skrifaðu aft- ur.“ Þetta stutta bréf yljaði mér um hjartaræturnar og með glöðu geði skrifaði ég litla vini mínum strax aftur. Hann hafði skynjað að ég saknaði allra heima, og eins og venjulega var hann fyrstur á vettvang til að hjálpa. Fyrir það er ég innilega þakklát og bréfið ætla ég að geyma til minningar um lítinn vin sem kvaddi of snemma. Það er svo ótrúlegt að Heiðar, eins sterkur og lifandi hann var, skuli ekki vera á meðal okkar lengur, og það er víst að við mun- um öll sakna hans. Sárastur er þó móður Rúnars og annarra ætt- ingja. Guðmundur A. Finnbogason Ég vil aðeins skrifa nokkur kveðju- og þakkarorð til vinar míns Rúnars Árælssonar. Það eru orð að sönnu að fljótt skiptast á skin og skúrir í lífi okkar allra. Ný líf kvikna og eru önnur sem slokkna að okkur finnst langt um aldur fram. En þó að við spyrjum fáum við engin svör. Og þeir sem eftir lifa verða að horfast í augu við þá staðreynd að allt er hverf- ult í heimi hér. Jafnvel lífið sjálft tekur enda, já lífið sem blasti við honum fyrir örfáum dögum svo fagurt og fyrirheitin ótal mörg. Nú þegar Rúnar hefur verið kall- aður héðan svo snöggt að eigin- konan verður að taka ein við hlut- verkinu sem manni finnst að báð- um væri ætlað. En svo var ekki að þessu sinni. Og eftir stendur hún ásamt fóstursyni hans og þrem dætrum þeirra. Að vísu fékk hann tíma til að flygjast með þeim eldri að þau kæmust á fullorðinsár en litla stjarnan hans pabba síns er bara tíu mánaða gömul. Lengri tíma fengu þau ekki saman en nutu þau bæði hverrar mínútu sem hann var hjá henni litlu Erlu Vigdísi. Það var gott að koma suð- ur í Njarðvík og finna þá ró og hamingju sem þar ríki. Eiginmað- ur, eiginkona og börn. Þetta var ein heild. Lífið heldur áfram hjá þeim sem eftir lifa þó stórt skarð hafi myndast í fjölskylduna og vinahópinn. Hans ætt rek ég ekki hér því að ég þekki hana ekki nóg til þess. Ég vil aðeins minnast á föður hans sem er látinn fyrir nokkrum árum, en hann var gjarnan nefndur Sæli í fiskhöllini. Það var góður maður, það fann ég oft. Ég veit að á milli hans og tengdadótturinnar ríkti mikil vin- átta og kærleikur. Mér eru mikils virði þau ár er við Rúnar áttum saman og þakka ég honum og þér, elsku Silla mín, fyrir að gefa mér tækifæri til að halda á henni litlu nöfnu minni undir skírn. Það var mér mikil ánægja og ég vill einnig minnast hve hann var góður við dætur mínar meðan þær voru litlar og eins eftir að þær stækkuðu. Ávallt spurði hann um líðan þeirra. Allt þetta verður geymt í hólfi hjarta míns eins og fegursta perla. Að endingu vil ég, maðurinn minn og dætur okkar þakka Rúnari sam- fylgdina. Elsku Silla mín, Guð styrki þig og börnin ásamt öðrum ættingjum á áframhaldandi lífsbraut. En kveðjuorð mín til hans eru „blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið gleym ei mér, væri ég fleygur fugl flygi ég til þín“. Sigríður Erla Guðnadóttir og fjöl- skylda. missirinn fyrir foreldra hans og systkini. Kæru Lára og Fjölnir, Vala, Pála, Finnur og Eva Dögg, þó stórt skarð hafi nú verið rofið í fjölskyldu ykkar sem ekki verður bætt, skulum við öll sameinast um að varðveita minninguna um Heiðar Þey. Með þessum kveðju- orðum til vinar míns sendi ég öll- um, sem þótti svo vænt um Heið- ar, mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið góðan Guð að vera með ykkur öllum. Erna H. Gunnarsdóttir Guðrún Einars- dóttir — Minning Minning — Heiðar Þeyr Fjölnisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.