Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1983 37 Hjónaminning: María Guðmundsdóttir og Markús Loftsson María fædd 2. apríl 1903 dáin 22. febrúar 1983 Markús fæddur 18. ágúst 1896 dáinn 7. júní 1969 Hinn 8. mars fór fram frá Fossvogskapellunni útför Maríu Guðmundsdóttur, fyrrum hús- freyju að Ásvallagötu 49 hér í borg, en hún andaðist á Elliheim- ilinu Grund 28. febrúar sl. María veiktist fyrir fjórum ár- um en náði aldrei fullri heilsu aft- ur. Hún varð því að dvelja á spít- ala og nú seinni árin á Sjúkradeild Elliheimilisins Grundar, þar sem hún naut góðrar hjúkrunar og skilnings starfsfólks. María Guðmundsdóttir var fædd í Kambi í Holtum í Rangár- þingi, 2. apríl 1903. Hún var því tæplega áttræð er hún andaðist. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson og ólöf Árnadóttir er þar bjuggu, en þeim hjónum varð 14 barna auðið. Af þeim komust 9 upp og eru 6 á lífi, fjórir bræður og tvær systur. Ekki varð viðstaða Maríu löng í foreldrahúsum. Nokkurra daga gamalli var henni komið í fóstur til móðursystur sinnar, Ingiríðar Árnadóttur, og Oddgeirs Jónsson- ar, sem þá bjuggu í Lúnansholti í Landssveit. Þau hjón áttu þá 3 börn og naut María umhyggju og ástríkis til jafns við þeirra börn. Þegar María var á þriðja ári veiktist hún mikið og leiddi það til skertrar heyrnar. Þrátt fyrir heyrnarmissi náði María allgóðu valdi á málinu, enda var hún sam- viskusöm og iðinn nemandi. María minntist þess oft að fósturmóðir sín hefði lagt mikla rækt við að kenna sér vísur og kvæði. Hefur það vafalítið átt sinn þátt í því að viðhalda móðurmálinu og létta henni tjáskipti við aðra síðar. Þegar María var 10 ára gömul var hún send suður til Reykjavík- ur til lækninga við heyrnarleys- inu. Úrskurður læknis var á þá leið að hún heyrði hljóð, en greindi ekki orðin og ekkert væri hægt að gera til hjálpar. Síðar komu heyrnartæki til sögunnar, sem gera mörgum kleift að ná betra Minning: valdi á málinu ef einhverjar heyrnarleifar eru fyrir. Þegar María kom fyrst til Reykjavíkur hélt hún til hjá „Palla pól“ lögreglumanni, sem margir eldri Reykvíkingar kann- ast við. Þegar úrskurður læknis lá fyrir var það ljóst að hún yrði að fara í Málleysingjaskólann, eins og sá skóli var þá kallaður. Skólinn var þá til húsa að Spítalastíg 9, en skólinn var þar í 3 ár, en hús þetta brann stuttu eftir að skólinn var fluttur þaðan. Árið 1978 átti ég viðtal við Maríu í tilefni 75 ára afmælis hennar. Þar kemur fram lýsing á þeim tíma sem nú er að baki. Birti ég hér smákafla úr því viðtali, þar sem hún lýsir veru sinni að Spítalastíg 9. „Skólastýran Margrét Rasmus bjó uppi, nemendur sváfu í kjall- ara og þar var einnig matast. Kennt var á hæðinni. Kennsla hófst kl. 9 á morgnana og stóð til kl. 12. Fingramál var ríkjandi tjáningarform, skrift, reikningur og handmennt. Kennarar voru auk Margrétar, Ragnheiður Guðjóns- dóttir, systir séra Hálfdáns Briem, og Jóhanna Magnúsdóttir, sem var stuttan tíma. Séra Friðrik kenndi kristinfræði og var hlýr og vinsæll kennari, sem allir elskuðu og virtu. Matráðskona skólans hét Ingibjörg. Alltaf tók einhvern tíma fyrir yngstu nemendurna að venjast vistinni í skólanum, því var það ráð tekið, að þeir sem höfðu til- hneigingu til að strjúka voru bundnir við félaga sína, meðan þeir voru að venjast nýjum hús- bændum og félögum. Allir kennar- ar voru konur og urðu þær eðlilega oft að gegna móðurhlutverki, ef svo bar undir og þerra tár af litl- um vanga. Einstöku sinnum heimsóttu skemmtikraftar skólann og man ég sérstaklega eftir flokki sem sýndi vikivaka. Frú Margrét hefur sjálfsagt reynt að gera sitt besta til að fá skemmtiheimsóknir, en auðvitað hefur henni verið naumt skammtað til þessara mála, eins og öðrum stofnunum á þeim ár- um.“ Árið 1931 giftist María æsku- vini sínum, Markúsi Loftssyni, sem ættaður var frá Hreiðurborg í Flóa. Þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Loftur Jónsson, síðar lengi formaður á Eyrarbakka, og Jórunn Markúsdóttir. Voru þau hjón bæði Skaftfellingar að ætt. Er ættbogi þeirra stór en einna kunnastur mun Markús Loftsson, gáfu- og fræðimaður, sem Markus var heitinn eftir. Þótt báðum væri varnað heyrn- ar og honum auk þess máls, var sambúð þeirra hjóna farsæl, en Markús hlaut þau örlög er hann var barn að aldri að missa heyrn algerlega eftir erfiðan sjúkdóm og alla sjón á öðru auga. Bót við því böli hlaut hann aldrei. Hann varð því að lifa með þessari fötlun sinni alla ævi. Markús var vel greindur. Honum reyndist því auðvelt að ná sambandi við annað fólk með sinni fallegu rithönd, eða fingramáli við þá vini sína sem það höfðu lært. Markús var einn af stofnendum Félags heyrnarlausra og var gjaldkeri þess um fjögurra ára skeið. Skömmu eftir að Félag heyrn- arlausra eignaðist fyrst eigið hús- næði, var þar margt, sem þurfti að breyta svo hægt væri að nota hús- næðið fyrir félagsstarfsemi. Mikla vinnu höfðu þá félagarnir sjálfir lagt fram. öll önnur bein útgjöld létum við bíða meðan verið var að borga af lánum. Eitthvað hefur fátækt okkar kvisast út til Maríu Guðmundsdóttur, sem gerði nú boð eftir okkur hjónum. Hún spyr hvað sé brýnasta verkefnið hjá fé- laginu. Við segjum henni að lýsing í húsnæðinu sé eitt af þeim verk- þeirrar eldraunar er hún, búsett með foreldrum sínum í Höskulds- ey, varð sjónarvottur að því 27. nóvember 1916, að faðir hennar og allir bræður, 3 að tölu, drukknuðu í brimlendingu þar í ljósaskiptun- um, en þær mæðgurnar horfðu á og enginn fékk að gert. í einu vet- fangi sundraðist heimilið og þær mæðgur stóðu einar uppi. En þessi eldraun þjappaði þeim fastar hver að annarri og héldu þær saman æ síðan. Ung giftist hún Lárentsínusi Jó- hannessyni sjómanni og síðar af- greiðslumanni í Stykkishólmi. Hann var einn þeirra sem veru- legan svip settu á bæjarlífið hér um langan tíma, fjörmaður og drengur góður. Hann hafði gaman af söng og fróðleik og söng hér í efnum, sem við verðum að leysa fyrir veturinn. Að fengnum upp- lýsingum, hvað það kosti, rétti hún okkur andvirði lampanna og segir: „Takið við þessu, þetta er til minningar um hann Markús minn.“ Lýsir þetta best þeim hlý- hug sem hún bar jafnan til félags- ins. Nokkrum árum áður en María og Markús giftu sig höfðu þau fest kaup á íbúð í húsinu númer 49 við Ásvallagötu. Þótti það í mikið ráð- ist á þeim árum þegar laun verka- manna voru lítil og oft litla vinnu að fá. I þessari íbúð sinni bjuggu þau alla ævi. Á heimili Markúsar og Maríu var oft gestkvæmt, því á þessum árum áttu heyrnleysingj- ar engan vísan stað til að koma saman á. Þau áttu líka góða vini, sem þau bjuggu í sambýli við í húsi sínu í áratugi. Meðal þeirra eru hjónin Kristinn Pálsson og kona hans, Andrea, sem voru oft eini tengiliður þeirra seinni árin þegar þurfti að koma boðum til skyldmenna og vina. Þeim Maríu og Markúsi varð ekki barna auðið, en bróðurbörn Markúsar hafa reynst þeim vel, þegar veikindi eða erfiðleikar hafa steðjað að. Markús lést 7. júní 1969 eftir stutta legu. Við hjónin eigum ógleymanleg- ar endurminningar um hinar mörgu ánægjustundir, sem við höfum átt með þessum hjónum á heimili þeirra og heimili okkar. Þetta viljum við nú þakka við leið- arlok. Hafi þau þökk fyrir sitt hljóða og farsæla starf. Blessuð sé minning þeirra. Guðmundur Egilsson kirkjukórnum í tugi ára. Hann átti hljóðfæri og það var gleðigjafi þeirra hjóna. Það gefur augaleið að ekki urðu tómstundir Sigríðar margar meðan börnin voru í upp- vexti, tfmanum fórnað þeirra vegna, hlúð að og það var mikil gleði hennar hve ávextir urðu góð- ir af þeim gróðri sem hún sáði í góð og viðkvæm hjörtu. Oft undr- aðist ég hversu hún lagði að sér og man það að meira að segja í viðbót við barnahópinn tók hún menn inn á heimilið í fæði og allt komst þetta fyrir, því góðhugur var ótæmandi. Snemma í búskapnum reistu þau sér snoturt hús hér í Hólminum, og var það þrekvirki út af fyrir sig. í því bjuggu þau ætíð og Sigríður einnig eftir að hún missti mann sinn fyrir tæpum 20 árum. Þetta heimili var í þjóð- braut og góðir grannar á alla vegu. Það var einnig hamingja. Ég mætti sem aðrir hlýju viðmóti Sigríðar og veit að það yljar langt fram í tímann. I bili er traustur stofn á meiði okkar góða bæjarfé- lags horfinn á vit æðri verkefna. Þar bíða vissulega trúrra þjóna laun, því Sigríður var trúuð kona og fór ekki dult með að í öllum erfiðleikum kemur hjálpin frá Drottni. Foreldrar Sigríðar voru þau Sigríður Guðmundsdóttir og Bjarni Bjarnason bæði úr Helgafellssveit. Sigríður var gæfumanneskja í þess orðs fyllstu merkingu. Sam- ferðamennirnir sakna hennar og ég tek undir það og þakka fyrir góð kynni og vináttu og guð blessi hana ævinlega. Árni Helgason Sigríður Bjarna- dóttir - Stykkishólmi Laugardaginn 23. apríl sl. var borin til grafar í Stykkishólmi frá litlu kirkjunni okkar Sigríður Bjarnadóttir, tæpra 80 ára að aldri, fædd hér í Stykkishólmi 11. október 1903. Hólmurinn var hennar lífsvettvangur og tryggð hennar við staðinn var mikil. Hon- um og þjóðinni skilaði hún 9 mannvænlegum börnum sem öll hafa erft hennar bestu dyggðir og eru dugandi þegnar þar sem þau starfa. Mig langar í fáum orðum til að minnast þessarar elskulegu konu, minnast hetju hversdagslífsins eins og hún kom mér fyrir sjónir því ég finn nú eins og aðrir, sem hafa samfylgd hennar notið, viss- an tómleika og sakna að sjá hana ekki enn á braut. Hún var fædd og alin upp við hin venjulegu kjör þess tíma og var ekki gömul þegar hún varð að taka til hendi, viljug og síhugsandi um hvaða gagn væri hægt að gera. Um kaup og fríðindi held ég að lítið hafi verið rætt. Sigríði var gefin létt lund og söngvin var hún og kom það sér vel á erfiðum tíma. Minnist ég ^0^" r Þökkum innilega auösýnda samúö, hlýhug og vináttu viö andlát og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR KARLSDÓTTUR (f. Pasch), Smératúni 35, Kaflavík. Elísabet R. Jónsson, Barbara Marteinsdóttir, Pétur Marteinsson, Erna Marteinsson Sans, Reynir Marteinsson, Björg Marteinsdóttir Onken Tómas Marteinsson, Sóley Renee Onken, Marteinn Daviö Tómasson, Brain Pétursson. Marteinn Jónsson, Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL: Jan .............. 16/5 Jan ............ 30/5 Jan .............. 13/6 Jan .............. 14/6 ROTTERDAM: Jan .............. 17/5 Jan .............. 31/5 Jan .............. 14/6 ANTWERPEN: Jan ............. 5/5 Jan .............. 18/5 Jan ............. 1/6 Jan .............. 15/6 HAMBORG: Jan ............. 6/5 Jan .............. 20/5 Jan ............. 3/6 Jan .............. 17/6 HELSINKI: Helgafell ........ 10/5 Helgafell ...... 9/6 LARVIK: Hvassafell ..... 9/5 Hvassafell ....... 23/5 Hvassafell ...... 6/6 Hvassafell ..... 20/6 GAUTABORG: Hvassafell ..... 10/5 Hvassafell ..... 24/5 Hvassafell ...... 7/6 Hvassafell ..... 21/6 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ..... 11/5 Hvassafell ..... 25/5 Hvassafell ...... 8/6 Hvassafell ..... 22/6 SVENDBORG: Pacific Lily ... 10/5 Helgafell ...... 17/5 Hvassafell ..... 26/5 Hvassafell ...... 9/6 Helgafell ...... 14/6 ÁRHUS: Pacific Lily ... 11/5 Helgafell ...... 17/5 Hvassafell ..... 26/5 Hvassafell ...... 9/6 Helgafell ...... 14/6 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 21/5 Skaftafell ..... 22/6 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 23/5 Skaftafell ..... 24/6 Ifc SKIPADEIUD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Wterkurog kj hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.