Morgunblaðið - 05.05.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.05.1983, Qupperneq 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 100. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkamenn barðir innan kirkjuveggja Varsjá, 4. maí. AP. FJÓRIR pólskir verkamenn voru barðir illa í pólskri kirkju í gær og var taliö að starfsmenn pólsku leynilög- reglunnar hafi verið að verki. Að barsmíðunum loknum óku árásarmennirnir með fórnarlömb sín fjögur all- langt út fyrir Varsjá og skip- uðu þeim að ganga aftur til borgarinnar. Verkamennirnir voru að nefnd- arstörfum í hjálparstofnun Jozefs Kohl gagnrýndur Gaby Gottwald t.v. og Petra Kelly Lh., þingmenn Græningjaflokksins í Vestur-Þýskalandi, komu orðsendingu til skila er Helmut Kohl, kanslari Vestur-I'ýskalands, flutti stefnuræðu á vestur-þýska þinginu í gær. Á fána stúlknanna stendur: „Herra Kohl, með því að styðja stefnu Bandaríkj- anna berðu ábyrgð á dauða Alberto Pflaum.“ Pflaum var vestur-þýskur læknir, sem var skotinn til bana af hægri sinnuðum skæruliðum í Ni- caragua. Glemp erkibiskups fyrir pólitiska fanga og fjölskyldur þeirra. Árás- armennirnir voru sex talsins og klæddir sem verkamenn. Einn þeirra bar á sér tveggja rása út- varpstæki, líkt og leynilögreglu- mennirnir nota gjarnan og því féll grunur á þá stofnun. Atvikið átti sér stað í St. Martins-kirkjunni, sem hefur verið miðstöð hjálpar- starfs til handa pólitískum föng- um allt frá því að herlög voru sett á í Póllandi. Þetta er í fyrsta skipti sem hjálparstofnunarmenn eru meðhöndlaðir á þennan hátt innan kirkjuveggja. Það rýkur af norska tundurspillinum þar sem hann hefur skotið eldflaugum að óþekktum kafbáti í Harðangursfirði. f gærkvöldi varð enn vart við kafbát úti fyrir borginni Sundsvall og leitar sænski herinn hans nú ákaft. Kafbátaleitin við strendur Svíþjóðar: Hugsanlegt að dufl hafi laskað kafbát Nýr laser gegn krabba Boston, 4. maí. AP. LÆKNAR OG vísindamenn hafa að undanfórnu gert tilraunir með nýja tegund lasergeisla, sem greinir ákveðna liti frá öðrum og getur eytt illkynja sjúkdómum svo sem krabba- meini, án þess að skadda vefi og líf- færi í næsta nágrenni sjúkdómsins. John A. Parrish við borgarspítal- ann í Massachusetts sagði við fréttamenn, að möguleikarnir sem þessi nýi laser biði upp á væru stórkostlegir. „Geislanum má beina að hlut ekki stærri en hluta úr frumu og honum má eyða án þess að við öðrum vefjum eða líffaerum sé hróflað. Að því leyti er þetta fyrir- bæri fullkomnara en þeir lasergeisl- ar sem þegar eru notaðir, en þeir eiga til að drepa líkamsvefi í næsta nágrenni meinsemdarinnar sem þeir eiga að uppræta.“ Parrish bætti við, að beina mætti þessum geislum að hlutum allt frá fæðingarblettum til illkynjaðs krabbameins. Stokkhólmi, 4. mai. AP. SJÓLIÐAR á sænskum tundurspilli sáu í sjónpípu kafbáts, sennilega smábáts, í gærkvöldi og var hann á leið í gegn um þröngt og grunnt sund milli eyjunnar Alnö og megin- landsins, skammt fyrir norðan Sundsvall. Hvarf pípan von bráðar, en sænsk hernaðaryfirvöld sprengdu „nokkurn fjölda" kafbátadufla á svæðinu. Sáu sjónarvottar fjórar öfl- ugar sprengingar og hefur ekkert til kafbátsins spurst. Að sögn Bertils Daggfaits, tals- manns sænska hermálaráðuneyt- isins, er hugsanlegt að báturinn hafi laskast í sprengingunum og „komist ekki án aðstoöar ilpp á yfirborðið". Einnig sé hugsanlegt að hann hafi komist undan. Hins vegar verði kafarar ekki sendir til að kanna málið fyrr en í fyrsta lagi í dag. Kafbátaleitin við Sundsvall hófst á fimmtudaginn í síðustu viku, er fólk taldi sig sjá sjónpípur kafbáta skammt frá landi, meira að segja inni í höfninni í Sund- svall. Daggfalt sagði við frétta- menn í gær, að leit víðar yrði haldið áfram og sænski sjóherinn myndi ekki einbeita sér einvörð- ungu að þessum kafbáti. „Þeir eru nokkrir á þessum slóðum og við munum ekki draga úr viðbúnaðin- um,“ sagði hann. Einn sjónarvotta að sprengingunum taldi sig sjá olíubrák á haffletinum er öldurn- ar hjöðnuðu. Bretland: Kosið í kjölfar úrslita í dag? Lundúnum, 4. maí. AP. BRETAR ganga að kjörborðinu í dag og kjósa menn til 369 embætta í borg- ar- og sveitarstjórnum í Englandi og Wales. Verður kosið til lykilembætta í 36 af stærri borgum Bretlands að Lundúnum undanskildum. Úrslit þess- ara kosninga eru mikilvæg, því talið er að með þeim standi og falli ákvörðun 18 sovéskir diplómat- ar brottrækir frá íran Nikósía, Kvpur. 4. raaí. AP. SOVÉSKI sendiherrann í Teheran í fr- an var í gær kallaður í utanríkisráðu- neytið íranska og var honum þar af- hentur listi yfir 18 sovéska diplómata, sem þar með voru gerðir landrækir. Brottrekstur sendiráðsmannanna kem- ur í kjölfarið á ofsóknum þeim sem íranski kommúnistaflokkurinn hefur mátt þola að undanfórnu. Hin opinbera fréttastofa írans, IRNA, sagði frá þessu í gær og sagði ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera að hinir landræku Sovétmenn hefðu gerst sekir um að skipta sér óeðli- lega mikið af írönskum innanríkis- málum og hlaðið undir óvini þjóðar- innar. Hefðu þeir farið langt út fyrir verksvið sitt og slík framkoma eitr- aði sambúð landanna. Sambúð landanna hefur versnað mjög að undanförnu og franir hafa sakað Sovétmenn um að hafa aukið stórlega vopnasendingar til fraka lega fra sem Íranir eiga í stríði við. Segja franir sovésk vopn hafi verið notuð í hinum fólskulegu sprengjuárásum fraka á borgina Dezful og á írönsk skip í Persaflóa. Þetta sé óhæft á sama tíma og Sovétmenn segi sig vera hlutiausa gagnvart stríðinu. Þá kom fram í breska blaðinu Sunday Times síðasta sunnudag, að sovéskar sveitir hefðu gert skyndiárásir á ír- önsk landamæraþorp í síðustu viku. frönsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um það, en oft fordæmt hernaðar- íhlutun Sovétríkjanna í Afganistan. Ekki þó án þess þó að úthúða Banda- ríkjunum fyrir eitthvað tilfallandi í leiðinni. Sovéska flokksmálgagnið Pravda hefur tekið fyrir ofsóknir í garð kommúnista í fran síðustu vik- urnar og sagt þær furðulegar, enda segi írönsk stjórnvöld þá fulltrúa heimsvaldasinna. Margrétar Thatchers forsætisráðherra að efna strax til þingkosninga, eða að fresta því til maí á næsta ári. Skoðanakannanir að undanförnu hafa bent til þess að íhaldsflokkur- inn njóti meiri vinsælda en helsti stjórnarandstæðingurinn, Verka- mannaflokkurinn. Hefur Thatcher og stjórn hennar náð árangri í bar- áttu við verðbólgu og hagfræðingar ytra hafa spáð batnandi efnahags- legri tíð. Því er það skoðun margra að það yrði sterkur leikur hjá Thatcher og fylgiliði að rjúfa þingið og boða til kosninga. Búist er við því að forsætisráðherran taki um þetta ákvörðun fljótlega eftir að úrslit kosninganna í dag liggja fyrir. „Ég útiloka enga möguleika á þessu stigi,“ sagði hún í gær. Þá sakaði hún stjórnarandstæðinga um hræðslu við úrslit hugsanlegra kosninga. Það skýrist því á næstunni hvaða stefnu bresk stjórnmál taka, en tal- ið er að þrátt fyrir að flest bendi til þess að fhaldsflokkurinn myndi vinna sigur, sé ekki eining innan flokksins að efna til kosninga. Það er vegna þess að tvívegis síðan árið 1970 hafa kjósendur hafnað forsæt- isráðherrum sem boðað hafa til slíkra skyndikosninga, Harold Wil- son 1970 og Edward Heath 1974.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.