Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 19 þekkta tímarits The Economist, þar sem ferðalögum eru gerð góð skil á alþjóðavettvangi. Þar er t.d. Marbella á Spáni talin flokkast undir Jarðneska paradís". Grein þessi hlýtur að teljast betri heim- iid um ferðamál en Eysteinn Helgason. Útsýn hefur ekki gleymt að fyigjast með þróuninni, heldur stöðugt aukið fjölbreytnina og stuðlað að því að þróa ferðalög til hins betra fyrir farþegann. Hver nýlundan hefur tekið við af ann- arri á vinsælustu sumarleyfisstöð- um Evrópu, nú síðast „Gullströnd Portúgals", Algarve, að ógleymd- um „heimsreisunum", þar sem farþegum hefur gefist kostur á að sjá frægustu og eftirsóttustu staði heims í vandlega undirbúnum ferðum fyrir ótrúlega lágt þátttökugjald. Bílaleigubílar víða um veröid og sumarhús víðs vegar um Evrópu hafa einnig staðið til boða hjá Útsýn árum saman með beztu kjörum fyrir þá, sem óska, en það er þjónustugrein sem er einföld og auðveld í framkvæmd f samanburði við hópferðirnar, sem spara farþeganum mest. Þróunin hefur verið hjá Útsýn, sú þróun sem SL hefur ekki náð í ferðum til sólarlanda. Þótt þeir hafi reynt að herma eftir, hefur það ekki tekist, enda segir E.H. í grein sinni, að engum hafi tekist að herma eftir mér nema blaðamanni Morgun- blaðsins! E.H. þolir ekki að bent sé á þennan mismun og þá blekkingu sem farþeginn er beittur með því að telja honum trú um, að dvöl í sumarhúsi f Danmörku eða Hol- landi jafnist á við dvöl á völdum stöðum í sólarlöndum. Aðeins f austantjaldslöndum er reynt að m’ðstýra ferðalögum fólks og annaonvort kerfisbinda þau, eða banna. í vestrænum lönd- um ríkja almenn markaðslögmál og fólk velur ferðalög eftir eigin geðþótta. Beztu staðirnir, besta aðstaðan og þjónustan verða ofaná í þeirri samkeppni. Kerfis- bundin skipulagning og góð þjón- usta fer sjaldan saman. Þess vegna ber einkaframtakið uppi hina geysivíðtæku, flóknu og mikilvægu starfsgrein, túrismann, um allan hinn vestræna heim. Hægt væri að færa ótal rök að því með dæmum úr nútímanum, að í öllum greinum ferðaþjónustunnar hafa einkafyrirtæki náð lengst í fullkomnun þjónustunnar og mestum vinsældum. Nærtækt er að benda á þann árangur, sem einkafyrirtækin Tjæreborg og Spies hafa náð á Norðuriöndum, og svipuð dæmi má nefna f öilum löndum Vestur-Evrópu, þar sem ferðaskrifstofur samvinnuhreyf- inga og félagssamtaka hafa ekki náð sambærilegum árangri. Vandi ferðaskrifstofa Flestum atvinnugreinum á ís- landi er nú vandi á höndum vegna þjóðfélagsástandsins og sffelldrar lækkunar á verðgildi krónunnar, og eru ferðaskrifstofur þar ekki undanskiidar. Linnulaus úthlutun samgönguráðherrans á leyfum til ferðaskrifstofurekstrar f stíl við aukningu fiskiskipaflotans, sem veldur of mikilli dreifingu aflans, svo að enginn nær arðbærri út- komu. Rekstrareiningar verða of smáar til þess að hagkvæmustu samningar og nýting náist. Vegna smæðar islenzka markaðarins er samningsaðstaða okkar mjög erfið í samkeppni við miiljónaþjóðirnar um beztu sumarleyfisstaðina. Þetta hefur Útsýn samt tekizt gegnum árin og farþegarnir hafa notið þess, en Utsýn tekið af þeim áhyggjur og áhættu. Það er nú ljóst, að skynsamlegt var að fella niður leigufiug Útsýnar til Sikil- eyjar í sumar og senda farþegana fremur gegnum Luxemburg til að minnka áhættuna, enda hefur eft- irspurnin dregist mjög saman vegna eldgossins í Etnu. Útsýn stefnir að því að fylla leiguflug- sæti sín í sumar og tryggja nýt- inguna á rekstri, sem verður nokkru umfangsminni en ráðgert var í upphafi. Með samvinnu við Úrval um fyrsta leiguflugið til Mallorca er einnig stuðlað að bættri nýtingu fyrir báða aðila. Eftirspurn eftir Útsýnarferðum er, þrátt fyrir áhyggjur Sam- vinnuferðaforstjórans, miklu meiri en honum kann að þykja æskileg. Þrátt fyrir allan áróður, vill fólk í lýðfrjálsu landi fá að ráða ferðum sínum sjálft og velja eftir eigin geðþótta að skipta við þá, sem tryggja því öruggan árangur ferðarinnar, raunverulega iækkun ferðakostnaðar og góða þjónustu. Útúrsnúningur E.H. um almennan ferðakostnað og sparnað í Útsýn- arferðum er marklaus. Allir sem vinna að skipulagningu ferðalaga, flugrekstri og útgáfu farseðla vita, að fargjaldaútreikningur tekur alltaf mið af skráðu fargjaldi á almennu farrými (economy class) og öll lægri fargjöld eru afsláttur frá því verði. Hvað sem dylgjum E.H. líður, streyma pantanir í Útsýnarferðir inn, í kringum 100 dagiega flesta daga vikunnar, og þær fyilast óðum, því að forsjáll ferðamaður heldur áfram að tryggja sér topp- ferð með toppafslætti. Að lesend- um rætinnar, yfirlætisfullrar greinar hans læðist sá grunur að hún sé skrifuð gegn betri vitund, af miklum geðofsa en lítilli þekk- ingu. Hann gleymir því, að nátt- úruöfiin eru ekki f hendi hans, og hann mun ekki fremur en aðrir geta stjórnað veðurfarinu hjá far- þegum sínum. En Ferðaskrifstofan Útsýn óskar keppinautunum góðs gengis og landsmönnum öllum gleðilegs sumars og góðrar ferðar með hverjum sem þeir fara og hvert. Ingólfur Guðbrandsson. lagólíur GuðbrMndsaon er forstjóri Ferðaakrifstofunnar Útsýnar. SWhrein og sterk sófasett á ótrúlega lógu verd AKLÆOIÐ ER KANVAS, — OQ LJÓST OQ DÖKKT TEGUND X 31 SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT VALHÚSGÖGN ÁRMLILA 4 - SÍMI 82275 MUNIÐ GREIÐSLUSKH.MÁLANA Rétt/erö á réttu veröi Flogið er til Luxemburg og farið í skoðunarferð um borgina og litið við í Cookpit-inn um kvöldið. Gist í Lux fyrstu nóttina. Nsesta dag hefst 3ja daga rútuferð um einhver fegurstu vínræktarhéruð K.vrópu. Kkið verður um Mósel- og Rínardali með öllum sínum litln. fögru þorpum og veitingastöðum. Þar gefst tækifæri til að njóta ódýrra veitinga og bragða eitthvað af hinum frægu Mósel- og Rínarvínum. Einnig verður ekið til hinna vinalegu og frægu borga Koblenz - Heidelberg þar sem gist verður. Komið verður við í Trier á heimleið þar sem tími verður til að líta inn í einhverjar af hinum stóru verslunum sem þar eru. Verð kr. 10.580,- Broltför 13. mai tnnifaBð: Flug • gisting - morgunverður - rátuferð - leiðsögn - isl. íararstjori Nýttu þér nýja orlofsaukann - Takmarkaður sætafjöldi öll almenn farseölaþjónusta innanlands og utan. FERDA VAL Ferðaskrifstofa - Kirkjustræti 8 - Simar: 19296 og 26660 tfiwwwiimwwrott VINNINGARNIR ERU ÞESS VIRÐI 4 TALBOT SAMBA SAMBA KOR LANGHOLTSKIRKJU Auglýungar & hönnun tf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.