Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAf 1983 Ferðin hefst í vagni frá SCANDIA Dönsk úrvalsvara. Bólstraðir vagnar, sem hægt er að taka af hjólagrindinni, hana má síðan leggja saman. Hofum auk þess kerruvagna með stillanlegu baki og tvi- buravagna. -* : WT- Hjól & Vagnar Háteigsvegi 3, 105 Reykjavik, Simi 21511 34. leikvika — leikir 30. apríl 1983 Vinningsröö: 121 — 2XX — X 1 1 — 1 1 1 1. vinningur: 11 réttir — kr. 7.325.- 1256 48976(4/10) 69690(4/10) 13033 60054(4/10)t 71500(4/10)+ 14787 63104(4/10) 74066(4/10)+ 43518(4/10) 64041(4/10)+ 80059(4/10)+ 45847(4/10) 65734(4/10) 92593(6/10) 47611(4/10) 68763(4/10)+ 95489(6/10) 95946(6/10) 101127(6/10)+ 98058(6/10) 68443(2/11,6/10)+ 98897(6/10)+ Úr 33. viku: 100241(6/10)+ 8450 100257(6/10)+ 100477(6/10)+ 2. vinningur: 10 réttir — kr. 216,00 374 12890 48980+ 93284 100240+ 46802* 1036 13169 49808+ 93355 100242+ 47285* 1104 13185 60044 93879 100254+ 48323* 1220 13308 61094 94298 100255+ 49726** 1255 13408 61106 94511+ 100256+ 62609** 1504 13866 61302 95025 100459+ 62985** 1506 14401 61303 95030 100468+ 64580** 1507 14608 62149 95418+ 100471+ 64779** 1514 14610 63105 95440+ 100474+ 64849** 1757 14681 63113 95459+ 100475+ 64938** 2678 14709 63114 95476+ 100476+ 65323* 2736 15400 64135 95726 100504+ 65327* 2775+ 15598 64323 95819 100557+ 68420** 2777+ 16819 64628 95910 101046+ 68441** 2845 16928 64709 96634 101109+ 68442** 2851 17216 64754 96667 101118+ 68447** 3286 17731 64886 96749+ 101121+ 68451** 3556 17776 65013 96822 101124+ 68469** 4216 18292 65251 96950 101125+ 72043* 4227 19381 79958+ 97043 101126+ 72055* 4232 19657+ 80008+ 97205+ 101208+ 77441** 4780 40590 80061+ 97208 101289+ 90878* 4893+ 40694 80062+ 97209 101424+ 93841** 4973 41132+ 80063+ 97693+ 101478+ 95365** 5041+ 42344+ 80071+ 97897+ 160082 95438** 5195 42669 80079+ 98180 160280 100252** 5196 43175+ 90889 98185 180255 100266** 6535 43226+ 91117 99298+ 1257* 100275** 7073 44825 91445 99415 4093* 100296** 8661 45236 92108+ 99675+ 7107* Úr 32. viku: 9770 45310 92138 99677+ 17777* 91335+ 9634 47702 92584 99679+ 19656** * 97476+ 9757 47730 92587 99682+ 19658** * 100918+ 10065 48778 92590 100118+ 44159* Úr 33. vlku: 11624 48968+ 92591 100231+ 44831** 68565** 11921 48974+ 92598 101235+ 45393* 12562+ 48975+ 93129 100239+ 46378* * =(2/10) ** =(2/10) *** =(4/10>+ Kærufrestur er til 23. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni í Reykja- vík. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiöstööinni - REYKJAVÍK AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Afghanskir stríðsmenn í sovézkum skriðdrekum sem þeir eyði- lögðu. Sókn gegn skæruliðum IIKRI.lt) RÚ8SA og Kabul-stjórnarinnar hafa hafið mikla sókn í Afghanistan. Árásir hafa verið gerðar með stuðningi flugvcla á stöðvar skæruliða í Herat í vesturhluta landsins. Bardagar skæruliða og stjórnarhermanna í Kandahar í suðurhlutanum hafa harðnað. Harðar stórskotaliðsárásir hafa verið gerðar á vígi skæruliða í Logan-dalnum norðan við Kabul. í Kabul hafa skæruliðar skotið 15 embættismenn til bana og ráðizt á flugvöllinn og bækistöð Rússa í úthverfunum. Sóknin fylgir í kjölfar harð- nandi árása skæruliða um- hverfis Kabul. Þrjár andspyrnu- hreyfingar, sem deila innbyrðis, stóðu sameiginlega að árás l.aprfl á mikla lest sovézkra og afgh- anskra herflutningabíla í Panjsh- ir-dal. Þessar hreyfingar voru „Hezh-i-Islami“, .Jamiat-i-Islami“ og „Harkat-i-Inquilab“. Skærulið- ar Ahmed Shah Masouad, sem hef- ur oft hrundið innrásum i Panjshir-dalinn, tóku þó ekki þátt. Jafnframt hefur skæruliðaforing- inn Sayed Mohammed Hassan Jaglan, sem var talinn hafa gert griðasamning við Karmal-stjórn- ina í fyrra, hafið andspyrnuað- gerðir að nýju og komið upp 3.000 manna liði og bækistöð í Ghazni sunnan Kabul. Sundurlyndi háir skæruliðum, en Bandaríkjamenn, Saudi-Arabar og Pakistanar hafa á ný reynt að sameina þá vegna nýrra, óbeinna viðræðna Afghanistans, Irans og Pakistans á vegum SÞ í Genf. And- spyrnuhreyfingarnar eru um 20, en nú eru sjö þær helztu að sameinast í bandalagið „Ittehad-i-Islami Mujahideen-i-Afghanistan“, eða „Islamska fylkingu heilagra stríðsmanna Afghanistans“. Leið- toginn verður Abdur Raufd Siaf, sem er þekktur fyrir ljúfmennsku og talinn geta stuðlað að sam- starfi. Helztu hópar strangtrúarmanna verða í bandalaginu, m.a. „Jamiat-i-Islami“ undir forystu prófessors Rabbani, „Harkat-i- Inquilab" undir forystu Maulvi Mansoor og samtök Siafs, „Ittehad-i-Islami“. Við bætist „Hizb-i-Islami“ undir forystu Hikmatyar Gulbuddin, sem verður varaforseti bandalagsins. Það er mikilvægt, því að hann segist hafa mest fylgi í landinu og hefur neit- að samvinnu við aðra hópa vegna harðlínustefnu í trúmálum. Keppi- nautar hans segja, að hann hafi oft myrt pólitiska andstæðinga f and- spyrnuhreyfingunni og saka stríðsmenn hans um grimmd, bæði í viðureignum við Rússa og afgh- anska skæruliða. Samstarfsvilji hans nú sýnir að Genfar-viðræð- urnar eru mikilvægar og að Gulbuddin vill ekki einangrast. Hópar hliðhollir Vesturveldun- um standa utan bandalagsins og saka Gulbuddin um að hafa gert leynisamning við Rússa og Karmal-stjórnina um að rússneska herliðið ráðist á aðra andspyrnu- hópa en hans. Tólf aðrir pólitískir hópar, hlutlausir að mestu í trú- málum, standa einnig utan banda- lagsins, m.a. konungssinnar, sem styðja valdatöku Zahir Shah fv. konungs, og hópar hliðhollir Bandaríkjamönnum, m.a. flokkur Pir Gaiilani, sem vill vestrænt lýð- ræði. Þar við bætast maoistar og aðrir litlir vinstrihópar. Ættflokkasamfélagið í Afghan- istan er undirrót klofningsins. Fylgi islömsku hópanna byggist á tengslum við ættflokka Paþana, fjölmennustu þjóðarinnar, sem ræður þó ekki öllu. Sex þjóðarbrot hata Paþana jafnmikið og Rússa og ganga líklega ekki í bandalagið þar sem Paþanar hafa undirtökin. Þótt meirihluti 15 milljóna lands- manna séu Súnnítar eru Hazarar í Mið-Afghanistan og stór hluti íbúa Vestur-Afghanistans Shítar eins og Iranar. Sá ásetningur að reka Rússa sameinar skæruliða, en þrátt fyrir óljósar hugmyndir um „islamskt stjórnarform" hafa þeir fáar hugmyndir um hvað við eigi að taka ef sigur vinnst. Hófsamir andspyrnumenn vilja að afstaða verði tekin til þess, en eru ekki eins vel vopnaðir og skipulagðir og strangtrúarmenn. Skæruliðarnir telja tímann vinna með sér og hóta að berjast í 5,10 eða 100 ár ef þörf krefur. Eng- inn veit hve lengi þjóðin þolir hörmungar striðsins og efnahags- öngþveiti af völdum þess og Rússar gætu einnig talið tímann banda- mann. Þeir hafa margra ára reynslu í að undiroka Múhameðs- trúarmenn í Sovétríkjunum og leggja aukna áherzlu á að um- breyta afghönsku samfélagi þann- ig, að það líkist sovétlýðveldunum í Mið-Asíu. Fjöldi Afghana á öllum aldri hefur verið sendur til Sovét- ríkjanna til náms og skipulagi afghanskra menntastofnana breytt að sovézkri fyrirmynd. Komið hefur verið upp menningar- miðstöðvum þjóðarbrota f von um að snúa þeim. Karmal-stjórnin virðist reyna að kaupa fylgi ætt- flokkahöfðingja. Enn eru aðeins borgirnar og um 20% landsbyggðarinnar á valdi Rússa og stjórnarhersins og borg- irnar eru ekki einu sinni tryggar eins og fréttir sýna. En Rússar hafa aflað sér dýrmætrar reynslu 1 baráttu gegn skæruliðum og f fjallahernaði. Þeir hafa lagað bar- áttuaðferðir sínar að afghönskum aðstæðum og notað landið fyrir svæði til tilrauna með nýjustu vopn sín. Þeir beita flugvélum og þyrlum í auknum mæli og skilja eftir sviðna jörð, umkringja þorp og leggja þau í rúst með stórskota- hríð og loftárásum. Manntjón hef- ur verið minna en talið var: um 5.000 Rússar hafa fallið og 10.000 særzt að sögn Pentagon, sem segir að Rússar beiti efnavopnum og geti ekki sigrað með núverandi liðs- styrk. Flestir hermenn Rússa eru ný- liðar kringum tvítugt. Flestum er sagt að þeir eigi að verja vinveitt kommúnistaland gegn bandarískri árás, en enginn trúir þvf. Margir múhameðskir hermenn frá Mið- Asfu hafa samúð með skæruliðum. Aðrir hermenn kynnast ffkniefn- um. Heim koma margir fullir óhugnaðar, beiskju og vonbrigða, lfkt og bandarísku hermennirnir sem börðust í Víetnam. Þeir segja frá miklu manntjóni, alvarlegri lifrarmeinsemd, sem þjakar marga hermenn, útrýmingu heilla her- flokka og tilgangsleysi stórskota- liðsárása í fjalílendi, þar sem ofstækisfullir óvinir leynast hvarvetna en sjást sjaldan. Sovézku hermennirnir eru um 105.000 og dvinandi baráttuþrek og agaskortur er vandamál, sem getur stuðlað að almennri óánægju ungs fólks í Sovétríkjunum. Um 300.000 rússneskir hermenn hafa barizt f Afghanistan og sagt frá reynslu sinni og það kann að vera skýring- in á því að rússnesk blöð hafa hafið birtingu frétta frá strfðinu. Einnig getur sovézki herinn hafa reiðzt því að þagað væri yfir afrekum hans, eða að búa eigi almenning undir langt stríð. Rússar eru sagðir íhuga tak- markaðan brottflutning svo að friðarviðræður geti hafizt. Karm- al-stjórnin hefur samþykkt að ræða við fulltrúa flóttamanna, en ekki skæruliða. Pakistanar hafa samþykkt að ný stjórn verði Rúss- um þóknanleg. En Rússar segja að brottflutningur geti ekki hafizt fyrr en hætt hafi verið öllum „er- lendum afskiptum", þ.e. skæruliða- starfsemi. Framkvæmdastjóri SÞ, Perez de Cuellar, mun hafa lagt til 'við Yuri Andropov að mynduð verði samsteypustjórn kommún- ista og andstæðinga þeirra, en áhugi Andropovs á brottflutningi virðist minni en þegar hann ræddi við Zia Pakistanforseta f haust. Tillögur SÞ eru að sovézka herliðið hverfi, því verði heitið að afskipti verði ekki höfð af innanrfkismál- um Afghanistans, Pakistans og Ir- ans og samþykkt verði áætlun um heimflutning fjögurra milljóna afghanskra flóttamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.