Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 Áframhaldandi jarðskjálftar í Coalinga: Fjöldi bæjar- búa sefur und- ir berum himni ( oalinga, 4. maí. AP. Þessi mynd var tekin í bænum Weston í Ohio í Bandaríkjunum sl. mánudag þegar hvirfilvindur eða skýstrókur „féll skyndilega af himni ofan“. Skýstrókurinn olli nokkrum skemmdum en þó miklu minni en óttast var í fyrstu. ap. Barentshaf: Sovétmenn byrja bor- anir á „gráa svæðinu" Ósló, 4. maí. Frá fréttaritara Mbl., Jan-Erik Laure ALL SNARPUR jarðskjálfti varð á ný í Coalinga og á svæð- inu umhverfis í dag og mældist Finnland: Ný stjórn á morgun fielsinki, Finnlandi, 4. maí. AP. SAMSTEYPUSTJÓRN fjögurra Hokka hefst handa við stjórnun Finnlands á föstudaginn. Forsætisráðherra nýju rík- isstjórnarinnar verður Kalevi Sorsa, en hann var einnig forsætisráðherra frá- farandi stjórnar. Stjórnarmyndunin tók tvær vikur, en kosningarnar fóru fram í mars. Flokkarnir fjórir sem um ræðir eru Sósíaldemókrataflokkurinn, Miðflokkurinn, Sænski Þjóðarflokk- urinn og Byggðarflokkurinn, en allir gátu þeir státað af sigri í kosningun- um. Formenn allra flokkanna sögðu í gær að flokkar þeirra væru tilbúnir til stjórnarsamstarfs. Dagblöð og fréttaskýrendur í Finnlandi hafa lýst yfir að undan- förnu, að tilvonandi seta Byggðar- flokksins í ríkisstjórn sé söguleg, því til þessa hafi flokkurinn verið svar- inn fjandflokkur hinna stjórnar- flokkanna. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur, náði 11 þingsætum af 200, en hafði áður 6 sæti. hann 4,4 stig á Richters-mæli. Ekki hafa þó borizt fréttir af neinum teljandi skemmdum af hans völdum, en tjónið af hinum öfluga jarðskjálfta á mánudag er hins vegar metið á 25 milljón- ir dollara í miðhluta bæjarins einum saman, og engin tök á því að gera sér nokkra grein fyrir því að svo komnu, hve mikið heildartjónið er, en það er gífur- legt. „Enginn hluti bæjarins hefur sloppið óskemmdur," sagði Keith Scrivner, bæjarstjóri í Coalinga í dag, en bætti síðan við: „Við get- um byggt bæinn upp á nýjan leik, og það munum við gera.“ Hundruð bæjarbúa sváfu sl. nótt undir berum himni, bæði af ótta við nýja jarðskjálfta, en einn- ig sökum þess, að annað var ekki hægt að gera, þar sem hús þeirra eru nú óíbúðarhæf með öllu og vafasamt hvort unnt sé að gera við þau. Undirstöður margra íbúðar- húsa hafa eyðilagzt gersamlega og sama máli gegnir um burðarveggi í enn öðrum. Rafmagn hefur hins vegar verið sett á að nýju í Coalinga og götur bæjarins verið hreinsaðar með stórvirkum tækjum. Þá hafa margir sjálfboðaliðar komið til bæjarins frá nærliggjandi héruð- um og dreift matvælum og fatnaði til nauðstaddra. MJÖG VIÐKVÆM pólitísk staða er nú komin upp í samskiptum Norð- manna og Rússa eftir að sovéska olíu- borunarskipið „Valentin Shashin" hóf um helgina boranir eftir olíu á hinu umdeilda „gráa svæði" í Barentshafi. Skipið er um eina sjómflu fyrir vestan miðlínuna, inni á norsku yfirráðasvæði að mati Norðmanna. Þó að samningaviðræður hafi staðið í mörg ár hafa Norðmenn og Rússar ekki orðið á eitt sáttir um landhelgismörkin í Barentshafi. Norðmenn halda fram miðlínunni en Sovétmenn segja, að svæðislína eigi að ráða, þ.e. lína dregin frá heimskauti til landamæra ríkjanna. Ef sá háttur yrði hafður á, fengju Rússar stærri hluta af Barentshafi í sinn hlut en samkvæmt aðferð Norðmanna. Svæðið milli miðlínu og svæðis- línu er „gráa svæðið" svokallaða, nokkurs konar einskis manns land enn sem komið er. Bæði ríkin hafa samþykkt að hafast ekkert að á þessu svæði til að spilla ekki hugs- anlegu samkomulagi. Norðmenn hafa ekki í hyggju að sætta sig við að Sovétmenn fari að bora eftir olíu á þeirra yfirráða- svæði en hafa þó ekki gripið til neinna aðgerða enn vegna þess, að gert er ráð fyrir óvissu um miðlínu- mörkin, sem nemur tveimur sjómíl- um. Stafar það af því, að þeir viðmiðunarpunktar, sem Rússar gefa upp, þykja dálítið reikulir í rás- inni. Norskir varðskipsmenn, sem hafa fylgst með Valentin Shashin segja þó, að enginn vafi leiki á um, að skipið sé innan norskrar lögsögu. Norsk stjórnvöld og stjórnmála- menn líta á þessar olíuboranir Sov- étmanna sem hreina ögrun og til þess eins að sýna Norðmönnum hverjir hafi í raun töglin og hagld- irnar. Norski utanríkisráðherrann hefur gefið öryggis- og utanríkis- málanefnd Stórþingsins skýrslu um 3 morð á Spáni Bilbao, 4. maí. AP. SUNDURSKOTIN lík tveggja lögreglumanna og einnar konu fund- ust f dag í bflskúr einum í útjaöri borgarinnar Bilbao á Spáni. Rannsókn er þegar hafin, en lög- reglan segir það enn of snemmt að segja nokkuð um, hvort ETA, að- skilnaðarhreyfing Baska, kunni að hafa átt þátt í þessum morðum, þótt grunur leiki á því. Fórnar- lömbin voru Julio Segarra, lög- regluforingi, Pedro Barquero, lið- þjálfi, og kona þess síðarnefnda, Maria Doleres Ledo. málið, en eins og fyrr segir verður enn beðið átekta. Um það hefur þó verið rætt að mótmæla þessum yfir- gangi með því að senda norsk olíu- leitarskip á „gráa svæðið". Miklar líkur eru á að olía finnist í Barentshafi en Norðmenn hafa enn ekki gert nauðsynlegar jarðskjálfta- mælingar til að ganga úr skugga um það. Norskir sérfræðingar fullyrða, að Sovétmenn hafi heldur ekki gert slíkar mælingar og því sé borunin nú aðeins gerð til að ögra Norð- mönnum. Olíuboranir Sovétmanna nú á „gráa svæðinu" eru ekki taldar munu auðvelda samninga um land- helgismörkin þegar aftur verður tekið til við þá. Veður víða um heim Akureyri 9 skýjaö Amsterdam 16 skýjaö Aþena 27 heiöskírt Barcelona 19 skýjaö Berlín 15 rigning BrUssel 16 skýjaó Chicago 10 skýjaö Dublin 13 heiöskírt Feneyjar 19 þokumóöa Frankfurt 13 skýjaó Genf 16 skýjaö Helsinki 11 skýjaö Hong Kong 28 heiöskirt Jóhannesarborg 23 heióakirt Kairó 32 skýjaó Kaupmannahöfn 8 rigning Lae Palmas 19 alskýjaó Lissabon 19 heiöskirt London 15 skýjaö Los Angeles 25 skýjaö Madrid 21 heiöskirt Malaga 17 alakýjaö Mallorca 21 alskýjaö Mexikóborg 32 heiöskirt Míami 28 skýjaö Moskva 15 skýjaó Nýja Dethí 38 heiöakfrt New York 26 skýjaö Osló 13 skýjaó París 16 skýjaó Rio de Janeiro 28 skýjaö Reykjavík 8 skúr Rómaborg 21 heiöskfrt San Francisco 18 skýjaö Stokkhólmur 13 heiöskírt Tókýó 26 heióskfrt Vancouver 16 skýjaö Vinarborg 17 heíóskírt Þórshöfn 6 skýjaö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.