Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 Þó þessi dýr hafi sama rétt til landsins og mennirnir fá þau ekki að lifa í friði. Flest þeirra eru ofsótt og fé lagt til höfuðs þeirra. Lítið fé er aftur á móti lagt í rannsóknir á lifnaðarhátt- um þeirra en ýmsar bábiljur og jafnvel ofstæki ræður gerðum manna. Ein þessara dýrategunda er refurinn sem nú er friðaður á öllum Norðurlöndunum nema íslandi þar sem hann er ofsóttur og ranglega úthrópaður sem hættulegur skaðvaldur. Núna stöndum við frammi fyrir því að við höfum ofnýtt fiskistofna; þá er selurinn gerð- ur að blóraböggli og gífurlegum fjármunum varið til þess að hvetja landsmenn til þess að ráðast gegn honum. Á þessum tímum hraða og firringar er okkur nauðsyn að læra að meta ósnortið náttúru- og dýralíf landsinp. Og okkur ber skylda til þess að vernda það með öllum ráðum. Samband dýraverndunarfélaga íslands Leiðrétting RANGT VAR farið með í Morgun- blaðinu að borgarráð hcfði sam- þykkt að ráða Gunnar B. Kvaran listfræðing í stöðu forstöðumanns Ásmundarsals. Hið rétta er að borgarráð samþykkti að ráða Gunnar forstöðumann Listasafns Ásmundar Sveinssonar við Sigtún. Sérverslun l~~ Reiöhiólaversluninr-~> Sean ORN/NN Spítalastíg 8 vió Oóinstorg símar: 14661,26888 Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Einnig var rangt með farið að Gunnar B. Kvaran hefði skrifað ritgerð um Ásmund Sveinsson. Hins vegar hefur hann unnið að því að flokka verk Ásmundar og vinnur nú að doktorsritgerð um Ásmund Sveinsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Landvernd/Náttúruverndarráð: Brýnt að ísland undir- riti verndunarsam- þykkt Evrópuráðsins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Landvernd og Náttúru- verndarráði i tilefni af Evrópudeginum 5. maí, sem helgaður er náttúru- vernd. „ísiand hefur tekið þátt í starfi Evrópuráðsins að náttúruvernd- armálum frá því það hófst fyrir rúmum tuttugu árum og þannig hjálpað til við að vekja athygli á og leysa ýmis sameiginleg vanda- mál á þessu sviði. Þetta samstarf hefur einnig hjálpað okkur til að átta okkur á og skilja betur okkar eigin vanda- mál, sem oft eru áþekk þeim sem annars staðar þekkjast en eru í ýmsum greinum seinna á ferðinni hér vegna þess hve Island er strjálbýlt. Við höfum líka auð- veldlega getað kynnt öðrum Evr- ópuráðsríkjum okkar vandamál og fengið hjá þeim leiðbeiningar við að leysa þau. ísland hefur tek- ið þátt í flestum kynningar- og útbreiðsluherferðum Evrópu- ráðsins um náttúruverndarmál. Landvernd og Náttúruverndar- ráð tóku upp samvinnu um fræðslu og útgáfu í tengslum við þessa kynningarstarfsemi. I því sambandi má nefna ráðstefnur, erindaflutning í útvarpi og út- gáfu erinda, rita, veggspjalda og póstkorta um votlendi fyrir nokkrum árum og síðan um villt- ar plöntur og dýr, bæði spendýr og fugla. Á þessu ári verður svo hafist handa um kynningu á fjörum og vatnsbökkum en slík svæði á mörkum láðs og lagar eru víða í hættu vegna mengunar og af öðr- um ástæðum. Eitt síðasta stórverkefnið sem Evrópuráðið hefur unnið að er samþykkt um verndun villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra. Öll Evrópuráðsríkin nema ísland og Malta hafa undirritað þessa samþykkt og tíu ríki þegar full- gilt hana og hún því gengið í gildi. Náttúruverndarráð, Land- vernd og önnur náttúruverndar- samtök telja brýnt að ísland und- irriti og fullgildi samþykktina sem fyrst." Ljósm. G Berg Hinn eftisótti byggingastaður við Hrafnabjörg á Akureyri. Uthlutun lóða við Hrafnabjörg á Akureyri: Fimmtíu þúsund kr. aukagjald á lóðir Búist við fjölda umsókna þrátt fyrir það Akureyri, 4. maí. NÝ STEFNA hefur verið tekin upp hjá Akureyrarbæ varðandi verð- METSiLU EFITRÁR. ÍMIKmÖRVALL iDÁRAÁBYRGÐ ÁSTELLI. ÍÁRSÁBYRGÐ Á QLLÖCÍHJ. HdðL ÍSÉRFLCKKI. lagningu á byggingalóðum. Á morgun rennur út umsókn- arfrestur umn lóðir við nýja götu, Hrafnabjörg, og tvær lóðir við Drangshlíð og Hvammshlíð. Sigurður óli Brynjólfsson, bæj- arfulltrúi Framsóknar, lagði til í bæjarráði, að sérstakt auka- gjald að upphæð 50 þúsund krónur, yrði lagt á lóðir þessar. Ekki fékk Sigurður undirtektir í bæjarráði fyrir þessari tillögu sinni, en þegar kom til kasta bæjarstjórnar var aukagjaldið samþykkt með atkvæðum Fram- sóknar, fulltrúa Kvennafram- boðs, Freys Ófeigssonar, (A) og Jóns G. Sólness (S). Þar með er ljóst að í framtíðinni má búast við að verðlagning lóða hjá Ak- ureyrarbæ verði háð framborði og eftirspurn. Gert er ráð fyrir að húsin við Hrafnabjörg verði flest um eða yfir 200 fermetrar að flatarmáli. Byggingagjöld til bæjarins af þeim húsum mun nema rúmlega 180 þúsund krón- um. Ekki virðist sem þetta auka- gjald hafi þó fælt fólk frá því að sækja um umræddar lóðir. Um 100 umsóknareyðublöð hafa þegar verið afhent frá bygg- ingafulltrúa og búast menn við fjölmörgum umsóknum. G Berg Evrópudagurinn 1983 helgadur náttúruvernd í TILEFNI Evrópudagsins 1983 (í dag, 5. maí) sem helgaður er náttúru- vernd minnir Samband dýraverndunarfélaga á rétt þeirra fáu tegunda villtra spendýra sem lifa á og við ísland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.