Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 29 Afmæliskveðja: Þorfinna Sigfús- dóttir Siglufirði Þar sem siðleysi telst að rengja opinberar heimildir, þá verðum við að trúa því, að Þorfinna Sig- fúsdóttir frá Hlíð í Siglufirði hafi nú skilað samtíð sinni átta ára- tuga lífsferli, og skal henni nú send vinarkveðja í tilefni merkra tímamóta. Þorfinna fæddist 3. maí 1903 að Árbakka — smábýli, sem stóð austantil við botn Siglufjarðar. Foreldrar hennar, Sólveig Jó- hannsdóttir og Sigfús Ólafsson, bjuggu þar í allmörg ár, uns af- leiðingar snjóflóðanna miklu úr Staðarhólsfjalli, aðfaranótt 12. apríl 1919, urðu þess valdandi að þau brugðu búi og fluttu yfir í kaupstaðinn. Sigfús og Sólveig reistu sér myndarlegt timburhús við Hlíðarveg og nefndu það Hlíð. Þessi sæmdarhjón hjuggu síðan alla sína búskapartíð í Hlíð, ásamt uppvaxandi afkomendum sínum. Sólveig lést árið 1948. Hlíðarheimilið var rómað fyrir myndarskap og örlæti. Haft var eftir Sólveigu í Hlíð, er hún hafði borið mat til umkomulausra fá- tæklinga, að „tilfinningin fyrir að hafa gert öðrum gott væri saðning fyrir sig“. Þessi lífsviðhorf hlúðu að og mótuðu uppeldi ungu heima- sætunnar og áttu sinn ríka þátt í fórnfúsu starfi hennar í þágu þeirra, sem minna máttu sín. í Hlíð bjó Þorfinna lengst af. Fyrst í skjóli foreldra sinna, síðan með manni sínum og börnum, og ennþá er þar gamli góði andinn ríkjandi hjá syni hennar og tengdadóttur. Siglufjörður var ört vaxandi bæjarfélag á fyrstu tugum aldar- innar. Þá skutu rótum ýmsar þær félagsmálahreyfingar, sem efldust mjög og döfnuðu á skömmum tíma, og standa traustum fótum enn þann dag f dag. Þátttaka í slíkum störfum höfðaði mjög til manngerðar Þorfinnu Sigfúsdótt- ur. Hún var í senn dugleg, hagsýn og ekki síst fórnfús, að leggja góð- um málum allt það lið er hún mátti. Það má með sanni segja, að hún lét sér ekkert óviðkomandi, sem horfði til heilla fyrir sam- ferðamenn hennar. Þær eru orðn- ar marga vöku- og vinnustund- irnar, sem lagðar voru í undirbún- ing skemmtana í fjáröflunarskyni, og síðar var notað til aðstoðar þar sem með þurfti. Þorfinna hefur alla tíð haft mikið yndi af ferðalögum, einkum að kanna sitt eigið land, hvort heldur er í byggðum eða óbyggð- um. Dugnaður hennar og áræði f slíkum ferðalögum er alveg ein- stakur. Eftir að opinberum vinnu- degi hennar lauk við sjötugsaldur, réðst hún í það að koma sér upp litlu sumarhúsi i landi Hrauna i Fljótum, þar sem hún unir sér á sólríkum sumardögum f kyrrð og angan sjávarlofts og fjallagróð- urs. Lengst af starfstíma sfnum utan heimilishalds vann hún að matseld, enda hlotið menntun á því sviði. Nokkurn tíma var hún matráðskona við Elliheimili Seyð- isfjarðar og síðan við Sjúkrahús Siglufjarðar, svo lengi sem lögleg- ur starfsaldur bauð. Þorfinna er heilsteyptur per- sónuleiki, sem ótrauð lætur skoð- anir sínar í ljós um menn og mál- efni. Hún er þétt á velli og þétt f lund, glaðvær og góðhjörtuð. Enn er Þorfinna létt f spori, hvort sem hún fetar snæviþaktar götur síns kæra heimabæjar, eða slæst í för til að kanna óbyggðir íslands. Ég vona að þessi fáu orð beri ekki keim eftirmæla, enda er það von og vissa okkar, sem þekkjum hana best, að hún eigi eftir að starfa með okkur lengi enn. Þor- finna hefir ekki hopað fyrir Elli kerlingu, heldur mikið fremur sótt í sig veðrið með árunum. Sl. 25 ár hefir Þorfinna verið virkur styrktarfélagi í samtökum fatlaðra í Siglufirði, og skulu henni nú sendar hlýjar kveðjur og þakkir fyrir vel unnin störf í þágu málefna fatlaðra. Hafðu þökk fyrir góð kynni. Hulda Steinsdóttir. Grein þessi ítti að birtast sl. þriðjudag, á áttræðisafmæli Þor- finnu Sigfúsdóttur, en barst of seinL . smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Heildsöluútsala Heildverslun sem er aö hætta rekstri selur á heildsöluveröi ýmsar vörur á ungbörn. Heild- söluútsalan, Freyjugötu 9. bak- hús. Opiö (rá 1—6 e.h. National steinolíuofna viögeröar- og varahlutaþjónusta. Rafborg sf., Rauöarárstíg 1, sími 11141. Tækniteiknari óskar efíir framtíöarstarfi. Get byrjað strax. Uppl. í síma 38249. Borgarhúsgögn — Bólstrun Viltu breyta, þarftu aö bæta. Úrval af húsgögnum og áklæö- um. Nýsmíöi, klæöningar og viö- geröir á bólstruöum húsgögnum. Borgarhúsgögn v/Grensásveg, sími 85944 Tökum aö okkur alls konar viögeröir, ný- smíöi, mótauppslátt Skiptum um glugga. huröir, setj- um upp sólbekki, viögeröir á skólp- og hitalögn. alhliöa viö- geröir á bööum og flísalögnum. vanir menn. Uppl. í síma 72273. I.O.O.F. 5 = 1650557 = LF. I.O.O.F. 11 = 165057'/, = lokaf. Hvítasunnukírkjan Fíladelfía bænavika Bænasamkomur daglega þessa viku kl. 16 og kl. 20. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Athugiö engin samkoma í kvöld. Sjá augl. á morgun. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur veröur i kvöld fimmtu- daginn 5. maí kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnin. f^mhjólp Samkoma á Hverfisgötu 42 f kvöld kl. 20.30. Mikill söngur, margir vitnisburöir. Allir velkomnir. Samhjálp. Tílkynning frá Skíðafélagi Reykjavíkur Innanfélagsmót Skiöafélags Reykjavikur i skiöagöngu veröur haldiö viö skiöaskálann í Hvera- dölum, laugardaginn 7. maí kl. 14.00 e.h. Gengiö veröur 5 km. Ennfremur veröur haldiö á sama tima og á sama staö, Reykjavík- urmót unglinga í skíóagöngu 13—14 ára og 15—16 ára drengir. Þátttökutilkynningar á mótsstaó kl. 13.00. Skíöafélag Reykjavíkur. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í satn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. Trú og líf Samkoma i Feilaskóla í kvöld kl. 20.30 meö Willy Hansen. Veriö velkomin. handmermtaskóiinn 91 - 2 76 44 FAIfl KYHWIWGARRIT SKÓUIIIS SEWT HflM | !) UTIVISTARFERÐIR Helgarferö 6.-8. maí: Ljósufjöll og Löngufjörur. Góö gisting, sundlaug. Gullborgarhellar skoöaöir o.fl. Farmióar á skrif- stofunni, Lækjargötu 6a. Simi 14606. I.* i. UTIVISTARFEROIR Laugardagur 7. maí kl. 13. Fuglaskoóun é Garðsskaga og Básenda. Nú er tími farfuglanna Verö kr. 250, fritt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Fararstjóri Arni Waag. UTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 8. maí: Útivistar- dagur fjölskyldunnar kl. 10.30, Marardalur — Hengill (803m). Endaö í pylsuveislu viö Drauga- tjörn. Kl. 13, gamla þjóöleiöin um Hell- isheiöi — Hellukofinn — Draugatjörn — pylsuveisla. (Gengiö 6—7 km) Verö kr. 200 i báöar feröirnar, fritt fyrir börn i fylgd fulloröinna Pylsuveislan innifalin. Tilvaliö fyrir alla fjöl- skylduna aö vera meö. Brottför frá BSÍ vió benzinsölu. Upplýs- ingar á skrifstofunni. simi 14606. Sjáumst. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferöir Feröafélagsins sunnudaginn 8. maí 1. Kl. 10. Fuglaskoöun suöur meö sjó. Fariö veröur um Hafn- arfjörö. Sandgerði, Garöskaga- vita, Hafnarberg, Grindavík (Staöahverfi) og Álftanes. Farar- stjórar. Gunnlaugur Pétursson, Grétar Elríksson og Kjartan Magnússon. Þátttakendur fá skrá yfir þá fugla sem sest hafa i fuglaskoöunarferöum Fi siöan 1970. Nú gefst tækifæri til þess aö fræöast um fugla og fuglalíf hjá kunnáttumönnum og um leiö fylgjast meö hvaöa fuglar sjást hér á Reykjanesinu frá ári til árs. Verö kr. 250. 2. Kl. 13. Esja (Kerhótakambur 856 m), gengiö frá Esjubergi. Farþegar á eigin bílum velkomn- ir meö i gönguna. Verö kr. 150. í báðar feröirnar er fariö frá Umferöarmiöstööinni, austan- megin. Frítt fyrir börn i fylgd full- oröinna. Farmiöar viö bil. Ferðafélag íslands. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Útgerðarmenn Góöur humarbátur 50—100 rúmlestir óskast í viðskipti eöa til leigu á komandi humarver- tíö. Upplýsingar í síma 92-1559 og í síma 92- 3083 eftir kl. 5. ýmislegt Happdrætti Blindrafélagsins Dregiö var 29. apríl. Upp komu númer 27467, 17141, 2605. Blindrafélagið Samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17. ______________til SÖÍU_____________ Eingarlóð til sölu á Álftanesi Til sölu er 1190 fm einbýlishúsalóö (hornlóö), önnur frá sjó á góöum staö á sunnanverðu Álftanesi. Tilboð eöa fyrirspurnir óskast sendar augl. deild Mbl. merkt: „X — 103“, fyrir 14. maí nk. Til sölu Ca. Vs hlutabréf í Rangá hf., Hellu. Fyrirtækið starfar í tréiönaöi. Fyrirtækiö er vel búiö tækjum og vélum og starfar í eigin húsnæöi. Tilboö og nánari upplýsingar óskast sendar augl.deild Mbl. merkt: „Ávinningur — 361“, fyrir 15. maí nk. húsnæöi i boöi Til leigu Verslunar- og skrifstofuhúsnæöi er til leigu í Austurborginni. Sími 18955 kl. 10—12 daglega. Ármúli — Verzlunarhúsnæði Til leigu er ca. 95 ferm verzlunarhúsnæöi og ca. 120 ferm lagerhúsnæði á bezta staö í Ármúla. Laust fljótlega. Áhugasamir aðilar sendi nafn og upplýsingar í umslagi til Mbl. merkt: „Ármúli — 3740“, fyrir nk. föstudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.