Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 35 Minning: Teitssystur Þær voru alltaf kallaðar Teits- systur, Guðrún, Helga og Petra. Hinar tvær, Sigríður og Kristín, voru giftar. Svo var einn bróðir, Bergþór Teitsson. Hann er dáinn. Þau eru öll dáin nema Kristín, sem er komin yfir nírætt. Helga dó þann 25. apríl sl. Ég held að ég fari rétt með að hún hafi verið 88 ára gömul. Það er þess vegna sem ég lít til baka og rétti höndina yfir Atlantshafið til þess að minnast þessarra yndis- legu kvenna, móðursystra minna. Sigríður, móðir mín, er dáin fyrir löngu. Hún dáði systur sínar, Guðrúnu, Helgu og Petru, sem all- ar bjuggu saman. Þær voru ógift- ar. Það voru þær sem sendu árlega jólakassann uppí dalinn. Það var ekki bara um jólin sem hlýjan og birtan umvafði okkur systrabörn þeirra, börn Sigríðar og Kristínar, við áttum öll þrjár auka „mömm- ur“. Við áttum svo gott. Dyrnar voru alltaf opnar fyrir okkur. Við áttum heimili þar sem þær voru til húsa. Hvernig er hægt að þakka þetta allt? Hvernig er hægt að lýsa því að þessar systur elskuðu hvor aðra? Þeim rann aldrei í skap. Þær voru algjörlega einhuga um að gera öllum gott og þó sérstak- lega frændfólki sínu. Helga var kannski stundum lík ijónynju, sem hristi ungviði sín til, en lét þau varlega niður, svo þau næðu fótfestu aftur. Hjartað var stórt og gjöfult. Hún vildi á sinn máta vernda okkur öll. Þegar Kristín, systir þeirra, varð ekkja, átti hún enga heitari ósk en flytja til systra sinna. Hún lét að þeirri ósk sinni. Dauðinn hlífði ekki þeim systkinunum. Guðrún var dáin, sú heiðurskona. Fólki hlýnar um hjartaræturnar að hugsa um hana. Spengileg í ís- lenzkum búningi, alltaf reiðubúin að greiða götur annarra. Og Petra? Blíð og ástúðleg. Bakdyrn- ar voru opnaðar fyrir vangefnu fólki og margan kaffibollann og kökurnar gaf hún. Þær höfðu sama áhugaefnið: Gleðin var að gefa, og við systrabörnin nutum þess í ríkum mæli. Guðirnir gáfu þeim öllum fegurð, gáfur og tak- markalausan hlýleika. Helga stóð ef til vill fremst, snögg í hreyfingum, lág í vexti. Það var ekki auðvelt að fara fram- hjá henni. Síðustu árin, þegar ellin tók yf- irhöndina, urðu þær systur, Helga og Kristín, tvær eftirlifandi, að skiljast. Kristín fór á dvalarheim- ili fyrir aldraða, þar sem hún enn í dag brosir sínu fallega brosi og lifir aftur samveruárin sín með með systrum sínum. Hún er ein eftir. Framtíðin er einskis virði, bezt að líta aftur í tímann. Heiga þjáðist af liðagigt og kom sú veiki henni í hjólastól. Hún bjó síðustu árin hjá systursyni sínum, Teiti Finnbogasyni og Dúnu konu hans, sem litu eftir henni af mik- illi alúð. „Ég les öll blöðin á hverjum degi,“ sagði hún og hló, þegar ég sá hana sl. sumar. „Svo á ég svo gott. Það á engin gömul kona eins gottogég." „Það á enginn eins gott og við,“ hugsaði ég, „að hafa átt Teitssyst- ur fyrir frænkur." Blessuð sé minning mömmu, Guðrúnar, Petru, Helgu og Berg- þórs, bróður þeirra. Nafna mín, lifðu heil. Norwich, Englandi, 30. apríl 1982. Kristín Finnbogadóttir, Boulton. Bókasafnsvika á Akranesi Akranesi, 3. maí. í TILEFNI bókasafnsviku 1983, sem stendur yfir dagana 2. til 6. maí, efnir Bæjar- og héraðsbókasafniö á Akranesi til kynningar á starfsemi sinni. Sýndar verða bækur frá vinabæjum Akraness á Norðurlöndum. Einnig mun liggja frammi greinargerð fyrir aðalskipulagi Akraness áranna 1980 til 2000 ásamt uppdráttum. Þessa daga verða einnig felldar niður allar dagsektir á bókum í van- skilum. Starfsemi bókasafnsins er öflug um þessar mundir. í ársskýrslu kem- ur fram að alls voru lánuð 1982 53 bindi af bókum. Er það heldur meira en árið áður. Bókakostur safnsins um sl. áramót var 27.400 bindi, og á sl. ári var varið 270 þúsund kr. til bók- akaupa. Þessi fjárveiting dugði hins vegar ekki nema fram undir jól 1982. Hafa engar bækur verið keyptar sið- an, og ekki séð fyrir endann á því ástandi vegna fjárhagsvanda bæj- arsjóðs. Arið 1983 var í fyrsta skipti sér- stök fjárveiting til væntanlegs skjalasafns. Var byrjað á því að grófraða skjölunum og merkja þau. I kjallara safnsins er sýningarsalur og voru þar haldnar fimm listsýningar 1982. Hjálmar Þorsteinsson kennari og listmálari hefur skráð öll lista- verk í eigu safnsins, þar sem allar helstu upplýsingar um verkin koma fram. Er fyrirhugað að þessari spjaldskrárgerð verði haldið áfram eftir því, sem listaverkafjöldi safns- ins eykst. Leiga fyrir sýningarsal safnsins er verk frá viðkomandi listamanni. Bæjar- og héraðsbókasafnið ann- ast einnig rekstur bókasafns á Dval- arheimilinu Höfða. Einnig eru lánað- ar 20 til 30 bækur í senn til skips- hafna, og hefur sú þjónusta lánast vel. Útlán talbóka frá hljóðbókasafn- inu til blindra og sjónskertra hefur stöðugt farið vaxandi. Við safnið starfa nú sex manns, í þremur stöðu- gildum. Bókaverðir eru þær Sigríður Árnadóttir og Halldóra Jónsdóttir. - J.G. Vinnubillinn frá MAZDA með mörgu möguleikana E 1600 pallbíllinn frá MAZDA hefur þegar sannað ágæti sitt við fjöl- breyttar aðstæður í íslensku atvinnulífi. Hann er frambyggður, með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Hann er óvenju þægilegur í hleðslu og afhleðslu, þar sem pallgólfið er alveg slétt og án hjólskála og hleðsluhæðin er að- eins 73 cm með skjólborðin felld niður. Örfáir bílar til afgreidslu strax á sérstöku afsláttarverði. Verð áður kr. _24k00fr VERÐ NÚ KR. 188.000 gengisskr 3. 5. '83 BILABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 TIL STJÓSTANGAVEIÐI “ HANDFÆRAVEIÐAR MEÐ STÖNG SJÓVEIÐISTENGUR MEÐ HJÓLI SJÓSPÚNAR OG PILKAR MJÖG FJÖLBR. ÚRVAL HANDFÆRAVINDUR FÆREYSKAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MEð GERVIBEITU HANDFÆRASÖKKUR 1125—2000 GR. KOLAFÆRI OG VINDUR KOLANET SILUNGANET RAUÐMAGANET GRÁSLEPPUNET NETAFLOT SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓDARÖNGLAR BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORDNA GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPADAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR GIRÐINGATENGUR GIRÐINGAVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR JÁRNKARLAR JARÐHAKAR SLEGGJUR GARÐSLÖNGUR 20 OG 30 MTR.BT. GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS DELTA-SKIPADÆLUR BÁTADÆLUR VÆNGJADÆLUR FEEÖ5 VIR- OG BOLTAKLIPPUR Ananaustum SÍMI 28855 OPID LAUGARDAG 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.