Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 + Eiginmaður minn, faðir og tengdafaöir okkar, ÞORSTEINN B. SIGUROSSON, lést 3. þessa mánaðar. Sigríöur Kristmundsdóttir, Gyöa Þorsteinsdóttir, Gunnar Hjaltasted, Kristmundur Þorsteinsson, Erla Sigurjónsdóttir. Móöir okkar, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Tvö-götu 7 við Rauðavatn, lést í Landakotsspítala 3. maí. Börn hinnar látnu. + Móðursystir mín, HELGA TEITSDÓTTIR, lést 25. apríl í Landakotsspítala. Útför hennar fór fram í kyrrþey 4. maí. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Teitur Finnbogason. + Maöurinn minn, ÁSGEIR BERG ÚLFARSSON, sem lést aö heimili sínu 27. apríl sl., veröur jarösunglnn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 5. maí kl. 10.30. Fyrir hönd barna, systkina, móöur og annarra vandamanna, Sigríöur Kristófersdóttir. Útför JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR frá Svarfhóli, fer fram frá Stafholtskirkju laugardaginn 7. maí kl. 14.00. Rútuferö veröur frá Umferöarmiöstöðinni kl. 9.30. Fyrir hönd aöstandenda, Ragnhildur Einarsdóttir. + Föðurbróöir okkar. ÁRNI JÓNSSON, Flankastööum, Miönesi, veröur jarösunginn frá Útskálakirkju, laugardaginn 7. maí kl. '3-30. Halldóra Ingibjörnsdóttir, Sigríöur Ingibjörnsdóttir, Ólafur Ingibjörnsson. + Útför systur okkar og mágkonu, GUÐBJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Úlfsá, fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 6. apríl kl. 2. Sigrún Þórarinsdóttir, Eyjólfur Guömundsson, Ingileif Þórarinsdóttir, Pálína Þórarinsdóttir, Valgeir Ólafsson, Stefán Jónsson, Björk Jónasdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÁSGEIR EINARSSON, rennismiður, Tunguseli 7, veröur jarösunginn fimmtudaglnn 5. maí kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Einar Ásgeirsson, Áethildur Vilhjálmsdóttir, Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir, Guömundur Annelíusson, Þóröur Ásgeirsson, Ólöf Guömundsdóttir og barnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og systir, NÍNA MORTENSEN frá Hofi, Suöurey, verður jarðsungin frá nýju Fossvogskapellunni föstudaginn 6. maí kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vilja minn- ast hennar er bent á Krabbameinsfélag islands. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og systur, Óskar Sigurösson. Minning: Ásgeir Einars- son rennismiður Fæddur 8. ágúst 1914 Dáinn 27. aprfl 1983 Miðvikudaginn 27. apríl 1983 lést í Landspítalanum Ásgeir Ein- arsson, rennismiður, eftir stutta legu. Ég undirritaður hafði þekkt Ásgeir Einarsson og unnið með honum í áratugi. Okkar samstarf hófst er hann byrjaði sitt nám 16 ára gamall. Ásgeir varð strax myndarlegur maður og allt sem hann snerti á, lék í höndum hans, enda kom fljótt í ljós að maðurinn var hagur, bæði til anda og handa. Hann var listfengur teiknari, mál- aði laglegar myndir og skar út fal- lega gripi, en hugurinn var allur við iðnina sem hann hafði lært og hann gerði að ævistarfi og þar þótti hann skara fram úr. Ásgeir var mjög ungur er hann tók að sér verkstjórn á renniverk- stæði Landssmiðjunnar en síðar fluttist hann til Húsavíkur, þar sem hann vann um tíma. Þar kom í ljós hversu frábærum teikni- hæfileikum hann bjó yfir því oft var gripið til hans, bæði við kennslu og önnur verkefni. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN S. KRISTJÁNSDÓTTIR frá Dagveröarnesi, Skorradal, andaöist í Sjúkrahúsi Akraness aö kvöldi 30. aprfl. Jaröarförin fer fram frá Akranesskirkju, föstudaginn 6. maí kl. 3 e.h. Magnús Skarphóöinsson, Kristjana Bergmundsdóttir, Kristján Skarphóðinsson, Erna Jónsdóttir, Sigríöur Skarphóöinsdóttir, Pótur Pótursson, Guðbrandur Skarphóöinsson, Baldur Skarphóöinsson, Þuríöur Skarphóöinsdóttir, Fróöi Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn og faðir okkar, EGGERT KARLSSON, framkvnmdastjóri, Glæsibœ 19, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitirnar, Slysavarnafélag islands og Hjálparsveitir skáta. Ingibjörg Friöriksdóttir og synir. + Þökkum auösýnda samúð og vinarhug viö andlát eiginkonu minn- ar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÓLAFAR SIGFÚSDÓTTUR, Aöalbóli. Benedikt Jónsson, Jón Benediktsson, Kamma N. Thordarson, Aöalbjörn Benediktsson, Guörún Benediktsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega alla samúö og vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVEINS ELLERTSSONAR, fv. mjólkurbússtjóra á Blönduósi. Alma Ellertsson, Bragi Sveinsson, Brynhildur Sigmarsdóttir, Eva Sveinsdóttir, Jóhann Aadnegard, ída Sveinsdóttir, Ríkharöur Kristjánsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KATRÍNAR THORSTENSEN frá Arnardal, Hellubraut 2, Grindavfk. Guörún Thorstensen, Leifur Jónsson, Guöbjörg Thorstensen, Ólafur Gamalíelsson, Sólveig Thorstensen, Guöjón Einarsson, Kristín Thorstensen, Jón Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ásgeir var sonur hjónanna Ein- ars Bjarnasonar, járnsmiðs í Landssmiðjunni, ættaður frá Túni í Hraungerðishreppi, og konu hans, Guðrúnar Ásgeirsdóttur, ættuð af Mýrum. Þau hjón áttu fimm börn, þrjá syni og tvær dæt- ur. Allir synir þeirra hjóna lærðu í Landssmiðjunni. Stefán lærði vélvirkjun og er hann nýhættur störfum. Hefur starfað í Lands- smiðjunni alla sína starfsævi. Bjarni lærði skipasmíði. Hann er nú framkvæmdastjóri Skipa- smíðastöðvar Njarðvíkur og hefur starfað þar alla sína starfsævi eins og Ásgeir. Hann var ævinlega lengi á sama stað, tíu fimmtán ár að jafnaði. Nú síðast í Vélsmiðj- unni Héðni. Staðan við bekkinn var orðin yfir fimmtíu ár. Ásgeir giftist árið 1939 Sigrúnu Þórðardóttur frá Viðey. Hún lést 1977. Börn þeirra Ásgeirs og Sig- rúnar eru Einar, fæddur 1939, giftur Ásthildi Vilhjálmsdóttur og eiga þau fjögur börn og fór eitt þeirra, Ásgeir yngri, í iðn afa síns og er nú að ljúka námi í Vélsmiðj- unni Héðni. Einar átti fyrir eina dóttur frá fyrra hjónabandi. Sól- veig Þóra, fædd 1942. Hún er gift Guðmundi Annelíussyni og eiga þau fjögur börn. Þórður, fæddur 1949, giftur Ólöfu Guðmundsdótt- ur og eiga þau þrjú börn. Barna- börnin eru því orðin tólf og barna- barnabörnin sex. Eftir að Ásgeir giftist var gott samband milli fjölskyldna okkar sem ég minnist nú með þakklæti í huga. Ásgeir hafði mikinn áhuga á verkalýðsmálum og við unnum saman í stjórn Félags járniðnað- armanna um skeið og kom sér þar vel hugkvæmni hans og áhugi. Eftir minni reynslu af Ásgeiri Einarssyni er ég ekki í vafa um að pláss hans í smiðjunni verður vandfyllt. Þ.B. Mágur minn og vinur, Ásgeir Einarsson, lést í Borgarspítalan- um miðvikudaginn 27. mars sl., á sextugasta og níunda aldursári. Banamein hans var heilablóðfall. Ásgeir var fæddur þann 19. ágúst árið 1914, og voru foreldrar hans hjónin Guðrún Ásgeirsdóttir frá Skarðskoti í Leirársveit og Einar Bjarnason frá Túni í Flóa, en Einar var eldsmiður og lengi yfirverkstjóri í Landssmiðjunni, var hann félagsmálafrömuður mikill. Ásgeir Einarsson var kvæntur Sigrúnu Þórðardóttur, dóttur hjónanna Sólveigar Sig- mundsdóttur og Þórðar Jóhann- essonar frá Viðey. Þeim hjónum Ásgeiri og Sigrúnu varð þriggja barna auðið, þeim Einari skip- stjóra og fiskverkanda, Þóru hús- móður og fóstru og Þórði bygg- ingarmeistara. Sigrún, kona Ás- geirs, féll frá fyrir allmörgum ár- um. Ásgeir var fæddur af kynslóð sem var í blóma lífsins um alda- mótin, aldamótakynslóðin, sem var fátæk af veraldargæðum en átti sér hugsjónir um bættan hag þjóðar sinnar með aukinni verk- menningu. Hann fór ungur í smiðju til föður síns og nam rennismíði og varð hann svo leik- inn í þeirri iðn að orð fór af margri listasmíð hans; varð það til þess að margir leituðu til hans með vandasöm verkefni. Með ár- unum þróaðist meðfædd list- hneigð Ásgeirs í það að fást við tréskurð og málun mynda og lágu þar eftir hann margir fagrir gripir sem sóst var eftir og margir vildu eiga. Ásgeir vildi aldrei taka greiðslu fyrir listmuni sína og voru þeir annaðhvort gefnir eða aldrei gerðir ef knúð var á gerð listaverka fyrir greiðslu, hafnaði hann þar með möguleikanum að efnast vel á þessari listiðkun. Eftir að mörgu leyti umbrota- samt líf og veikindi í æsku var Ásgeir sáttur við tilveruna, hann hafði fyrir skömmu farið í heim- sókn með bróður sínum austur í Flóa þar sem hann átti stóran ættboga í föðurætt og gladdist hann mjög af þeirri för. Útför Ásgeirs fer fram frá Fossvogskirkju í dag. S. Sigurlinnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.