Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS StíUÍk Þessir hringdu 80^ Hef ekki kynnst þessu hjá neinum öörum presti Guðlaug Sigmarsdóttir, Kefla- vík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er í hópi þeirra sem hlusta alltaf á útvarpsmess- urnar á sunnudögum. Sl. sunnu- dag hlustaði ég á sr. Sigurð Hauk Guðjónsson og tók eftir því, að hann fór ekki með trúar- játninguna. Hann sagði: „Við skulum játa trú vora.“ Og svo var bara spilað og sungið eitt- hvert vers. Þessu hef ég ekki kynnst hjá neinum öðrum presti. Það væri fróðlegt að fá skýringu á, af hverju þetta stafar. Sam- ræmist það e.t.v. ekki trúarskoð- un hans að fara með trúarjátn- inguna? Snertir í engu trúarskoðanir Velvakandi hafði samband við séra Sigurð Hauk og spurði hann um þetta atriði. Hann sagði: — Þannig er, að þegar við vorum að fá söfnuðinn til þess að taka undir, þá völdum við það að láta syngja trúarjátningarsálm eftir dr. Sigurbjörn Einarsson, fyrr- verandi biskup, nr. 227 í nýju sálmabókinni, nema þegar skírn er og altarisganga. Ef skírn er í messu, þá lesum við trúarjátn- inguna saman, og eins er það við altarisgöngu. Þetta er sam- kvæmt nýju messuformi, sem við byrjuðum á og æfðum upp, en hefur nú verið tekið upp í öll- um kirkjum. Þar er gert ráð fyrir, að svona megi þetta vera. Það er þetta sem við erum að gera og það snertir í engu trú- arskoðanir. Hamragarðar en ekki Seljaland Einar K. Sigurösson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á fram- færi smáleiðréttingu. Fimmtu- daginn 21. apríl, þ.e. sumardag- inn fyrsta, birtist mynd í blaðinu hjá ykkur á bls 45. Undir mynd- inni stóð, að víða væri róman- tískt í Rangárvallasýslu og undir það má vissulega taka. En síðan sagði, að myndin væri tekin við (bæinn) Seljaland og í baksýn væri Seljalandsfoss. Hið fyrra er rangt. Þessi bær heitir Hamra- garðar og er löngu kominn í eyði. Bærinn Seljaland er fyrir austan Seljalandsfoss, hinum megin við múlann, og þar er stórbýli og hefur verið frá upphafi. Þá fór að síga í mig Tengdamóðir skrifar: „Ég býst við.að það séu fjöl- margir, sem hlusta á þáttinn „Á tali“ á laugardagskvöldum, enda á besta tíma, ekkert sjónvarp og enginn nema mismunandi leiðin- leg (líklega) fjölskylda að tala við. Ég skemmti mér a.m.k. venjulega konunglega, þó að ég væri fyrir löngu búin að taka Ella til bæna, ef ég væri ekki bara búin að senda hann út í hafsauga. En þetta á sjálfsagt að sýna, hvað við vesl- ings eiginkonurnar, vígðar og óvígðar, megum sætta okkur við, en það er önnur saga. Til bragðbætis eru svo (eigin-) konur og karlar, en þau um það. Það hefur oft vakið mig til um- hugsunar, og ég hef kinkað kolli eða hrist höfuðið eftir atvikum, því að ég hef nú séð sitt af hverju og ekki allt fallegt. Til þess að gera þetta nú allt skemmilegra er nú farið að segja Að breyta sögunni eftir hentugleikum Guðm. Guömundssson skrifar: „Velvakandi góður. Fylgismenn safnaðar Stalíns, bæði í Rússlandi og hérlendis, hafa löngum verið frægir að end- emum fyrir sagnaritun sína; þ.e. þá aðferð sína að breyta sögunni eftir hentugleikum. Enn er reynt að beita sömu aðferðum. Nú gerist það furðu fyrirbæri, að Svavar Gestsson telur sig hafa sigrað í kosningunum, þótt flokk- urinn tapaði fylgi og missti meira að segja þingmann í kjördæmi Svavars. Rétt er að rifja upp, að í for- mannstíð Svavars hefur þing- mannatala Alþýðubandalagsins hrapað úr fjórtán í tíu. Svavar hefur því misst nær þriðjung áhafnarinnar fyrir borð, frá þvf að hann tók við formennskunni af Lúðvík Jósepssyni. Enn má minna á, að líklega á Svavar „formaður" met, sem hið fyrsta þyrfti að komast í heims- metabók Guinness. En þar er um að ræða atburð þann, er varð er Svavar fékk einvígisáskorun Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þá þorði formaðurinn ekki að mæta. Mun slíkur heigulsháttur eins- dæmi, og því heimsmet, að því er fróðir menn telja. Virðingarfyllst, með þökk fyrir birtinguna." frá tengdaforeldrum, og þá fór að síga í mig. Ekki svo að skilja, að það megi ekki finna að tengdafor- eldrum, en þarna var of langt gengið, hvort sem það sem sagt var, var satt eða logið. í tveim þáttum hefur verið gert óspart gys að tengdaforeldrum. Tengdadótt- ir, sjálfsagt gallalaus, þreyttist að vísu ekki á að segja, að blessuð gamla konan meinti allt vel með sinni, að manni skildist, ónauð- synlegu afskiptasemi. Tengdason- ur, sem m.a. kunni þá list að „standa í hurð“, hvernig sem það er nú hægt, lýsti tengdaföður sín- um sem algerum „imba“, sem m.a. leyfði sér að þykja leiðinlegt að vera látinn bíða. En aðalsyndin virtist þó vera sú, fyrir utan það að vera gamall, að sá gamli virtist ekki sérlega ánægður með tengda- soninn. Og lái honum hver sem vill. Það læddist að mér sá grunur, að þar lægi hundurinn grafinn í báðum tilvikum." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Styrkur friðarhreyfingunnar fer vaxandi. Rétt væri: Styrkur friðarhreyfingarinnar fer vaxandi. 03^ SIG6A V/GGA £ itLVt9AU MINN^T 'ÞRIGGJfl RPfl HLGER HVÍLD Bacon í sneiðum ennþá Söltuð rúllupylsa ósoðin Reykt rúllupylsa ósoðin Nýtt hvalkjöt aðeins 139.00 kr. kg. 68.00 kr. kg. 60.00 kr. kg. 47.00 kr. kg. Sértilboð cu E <© C3 Okkar Leyft verð verð Lambahakk aðeins 68 kr. kg. 148 Nýtt kindahakk aðeins 58 kr. kg. 86 Nautahamborgari aöeins . 10 kr. stk. 16 Svínakótilettur 242 kr. kg. 295 Svínalundir 297 kr. kg. 244 Saltaðar nautatungur 157 kr. kg. 188 Urvals nautakjöt Nautalundir og fillet .. Nautasnitchel innanlæri Nautagullasch .......... Okkar verð 327 288 168 kr. kg kr. kg. kr. kg. Leyft verð 385.70 357.80 275.00 Urvals Folaldasnitchel . Folaldagullasch ...... Folalda fillet/ mörbrá 172 168 175 kr. kg. kr. kg. kr. kg. Nýtt Lambakryddhryggur Lambasnitchel .. Lambagullasch . Lambapiparsteik ... Lambageiri .... .. 115 kr. kg. .....194 kr. kg. ..... 189 kr. kg. ..... 210 kr. kg. .....158 kr. kg. Opid öli hádegi. Kreditkortaþjónusta. 243 239 255 215 KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 1. s. 86ÍII 41 ^GEFÐU BLÍÐU^ PRIGGJR MflNRPR FRÍ, BRYNKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.