Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 1
 96 SIÐUR 103. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 8. MAI 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þrír Sovétráð- herrar gagnrýnd- ir opinberlega Moskvu, 7. maí. AP. ÞRÍR RÁÐHERRAR Sovétstjórnarinnar voru gagnrýndir opinberlega í skjali, sem miðstjórn kommúnistaflokksins sendi frá sér og birt var á forsíðu Pravda, málgagns flokksins, í dag. Nikolai N. Tarasov, ráðherra léttaiðnað- ar, Ivan I. Pudkov, ráðherra vélaiðnaðar fyrir matvælaframleiðslu og heimil- istæki og Vladimir V. Listov, ráðherra efnaiðnaðar, fengu allir á baukinn í plagginu frá miðstjórninni. Var þeim öllum borið á brýn að hafa ekki uppfylft setta framleiðslukvóta í atvinnugreinum, sem heyra undir þá. Sagði í niðurlagi yfirlýsingar miðstjórnarinnar, að. slík afglöp yrðu ekki liðin. Nauðsynlegt væri að halda settu marki og gera yrði stórátak í þessum greinum iðnaðar til þess að hægt væri að fullnægja eftirspurn heima fyrir. Mikill skortur hefur verið á bygginga- timbri, sementi, múrsteinum og yf- irleitt öllum byggingavörum. Þá voru verslunareigendur, sér- staklega á sviði fatnaðar og skó- búnaðar, hvattir til að hætta að reyna að pranga inn á fólk fötum og skóm, sem ekki stæðust gæðakröfur og væru e.t.v. löngu komið úr tísku. Voru þeir hvattir til þess að fylgj- ast með timanum og skipta reglu- lega um vörur til samræmis við kröfur neytenda. Rómversk-kaþólskur prestur frá Litháen, Alfonsas Svarinskas, var í gær dæmdur til sjö ára fangelsis- vistar, fyrir brot gegn stjórnar- skránni og and-sovéskan áróður. Dómurinn yfir Svarinskas er eins þungur og 70. grein sovésku hegn- ingarlaganna leyfir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem prestur þessi situr í fangelsi því hann var dæmdur í 16 ára þrælkunarbúðavinnu fyrir und- irróðurstarfsemi eftir siðari heims- styrjöldina. Portúgal: Samsteypustjórn er í sjónmáli Lúnabon, 7. maf. AP. FLEST BENDIR nú til þess að tveggja flokka samsteypustjórn setj- ist að völdum í Portúgal áður en langt um líður. Flokkarnir sem um ræðir eru Sósíalistaflokkurinn og Sósíaldemókrataflokkurinn. Stjórn- armyndunarviðræðunum stýrir Mar- io Soares, formaður Sósíalista- flokksins, en hann sagði í samtali við portúgalska sjónvarpið f gær, að 83 prósent flokksmanna sinna væru hlynntir umræddu stjórnarsamstarfi. „Til þessa hafa viðræðurnar gengið vel, en ef snurða hleypur á þráðinn verður að boða til nýrra kosninga," sagði Soares í viðtalinu og höfðaði þar til fyrri yfirlýsinga sinna um að standa alls ekki að minnihlutastjórn, né stjórn með Kommúnistaflokknum, þriðja stærsta flokki landsins, en hann er hallur undir Sovétríkin. Talsmenn Sósíaldemókrataflokksins létu frá sér fara í gær, að þeir hefðu mikinn áhuga á stjórnarsamstarfi með Sósíalistaflokknum. Einu sæti á portúgalska þingið er enn óráðstafað vegna formgalla í einu kjördæmi. En á 250 sæta þingi landsins á Sósíalistaflokkurinn nú 100 sæti, Sósíaldemókratar 75 sæti, Kommúnistaflokkurinn 44 sæti og Miðdemókrataflokkurinn 29 sæti. Frægur vindill til sölu Lundúnum, 7. nuii. AP. EINN AF hinum frægu vindl- um Winston Churchills verð- ur seldur á uppboði hjá ('hristie fyrirtækinu síðar í þessum mánuði. Er vindillinn grídarstór af Havana-gerð. Vindillinn stóri hefur verið haglega lagður í gler- öskju, en hann er einn af heilum vindlapakka sem Churchill gaf á góðgerðar- uppboð árið 1942. Búist er við því að vindillinn fari á 62 til 125 dollara. 38 fórust í hótel- bruna IsUnbul, Tyrklandi. 7. maf. AP. Washington-hótelið í Istanbul ger- eyðilagðist í eldi í gær og létu að minnsta kosti 38 manns lífið og 63 slösuðust. Eldurinn átti upptök í gaskút í eldhúsi hótelsins. Hann sprakk og varð við ekkert ráðið. Ekki er vitað hversu margir voru í hinu átta hæða gistihúsi er eldurinn braust út og má þess vegna búast við því að tala látinna hækki. Margir hinna látnu voru erlendir ferðamenn. Walesa stöðvaður í bifreið sinni á leið til Varsjár Varejá, 7. maí. AP. PÓLSK yfirvöld komu í dag í veg fyrir, að Lech Walesa gsti ekið til Varsjár í bifreið sinni. Var honum snúið aftur til Gdansk undir lög- regluvernd snemma í morgun. Að sögn aðstoðarmanns Walesa virðist sem hér sé um að ræða nýjar aðferð- ir yfirvalda til þess að hefta ferða- frelsi verkalýðsleiðtogans. Fréttir þessar koma í kjölfar mikillar og þrautskipulagðrar áróðursherferðar gegn Walesa í ríkisfjölmiðlunum undanfarna daga. Þá hafa einnig borist þær fregnir, byggðar á sjónarvottum, Sleppa kafbátarnir í skjóli kaupskips? Sundsvall, SvQijóo. 7. maí. AP. SÆNSKI sjóherinn hefur haldið áfram leit sinni að ópekktum kaf- bitum í flóanum úti fyrir borginni Sundsvall síðustu dagana, en ekk- ert hefur til bátanna spurst síðan að atlaga var gerð að einum með sprengingu dufla fyrir nokkrum dögum. Telja yfirmenn sænska hersins að örugglega séu enn að minnsta kosti tveir smákafbátar í flóamini og því örugglega tveir til viðbótar, stórir, fyrir utan flóann. Leggur sænski herinn mikið kapp á að finna bátanna um þessar mundir, því sovéskt flutn- ingaskip er nú á leið til hafnar í Sundsvall. Ekki er skipið á ferð- inni að erindisleysu, það flytur methanol frá Líbýu til Svíþjóðar og fær óáreitt að sigla til hafnar. En Svíar óttast að kafbátarnir litlu fái þar með kærkomið tæki- færi til að komast undan. Skipið, 100 metra langt og 15 metra breitt, siglir frá Sundsvall i dag og er hugsanlegt að kafbátarnir skjótist undir skipið og fylgi því út úr flóanum. „Vélar skipsins geta truflað hlustunartæki okkar, því gætu kafbátarnir sloppið án þess að við yrðum þeirra varir," sagði Tage Sjö- lander, blaðafulltrúi sjóhersins. Sjölander sagði jafnframt að skipinu myndi vera gert að sigla ekki hina hefðbundnu siglingar- leið, heldur yfir duflasvæði. „Skipinu mun engin hætta stafa af duflunum, þau eru fjarstýrð. En ef við verðum þess varir að kafbátarnir ætli að flýja í skjóli skipsins, viljum við geta komið í veg fyrir það," sagði Sjölander. að Bronislaw Geremek hafi verið handtekinn og húsleit gerð á heimili hans. Hafa yfirvöld ekki viljað stað- festa neitt í þeim efnum. Tiltölu- lega stutt er síðan Geremek, þekktur sagnfræðingur og stjórn- arandstæðingur, var látinn laus úr fangelsi. Hann var handtekinn í desember 1981 er herlög voru sett i landinu. Að sögn AP-fréttastofunnar reyndist ekki unnt að ná sambandi við Walesa í síma á heimili hans í morgun. Ekki reyndist heldur unnt að ná sambandi við sókn- arprest hans og skriftaföður, föð- ur Henryk Jankowski. Styrkir það þann grun manna, að simalinur beggja hefðu verið teknar úr sam- bandi. Hins vegar tókst að ná sam- bandi við einkaritara Walesa, en hún sagðist ekki vita hvað ylli því, að ekki væri hægt að ná síma- sambandi við heimili hans. Taldi hún víst, að Walesa væri heima við, enda hefði honum verið snúið heim um fjögurleytið i nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.